NT - 10.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 10.03.1985, Blaðsíða 2
HEIXiAR- BLAD Umsjónarmenn Helgar- blaðs: Atli Magnússon, Birgir Guðmundsson og Jón Arsæll Þórðarson ■ Yndisþokki kvenna er til umræðu í blaðinu í dag. Skyggnst er í leiðbein- ingabók, sem hjálpar stúlkum til að þróa með sér kventöfrana! ■ Þeir hugsa ekki lágt hjá „Stúdentaleikhúsinu" fremur en fyrri daginn, því á komandi sumri ætla þeir að setja upp vcrk Strindbergs, „Draum- leik‘* með vanalegum giæsi- brag. Til þess að blása aðstand- endum leiksins og öðrum Strindbergvinum þeim rétta anda í brjóst áður en aðal vinnan við uppsetninguna byrj- ar, hafa þeir nú efnt til málþings í Félagsstofnun Stúdenta í dag, laugardag kl. 13., þar sem fjöldi ágætra fyrirlesara spjallar um skáldið. Einn þeirra er Thor Vilhjálmsson. Við náð- um tali af honum og spurðum hvernig stæði á þessu „dramat- iska" nafni sem hann velur erindi sínu, en það heitir „Han var en djável." „Ja, ég veit nú ekki hvort ég má Ijóstra því upp, - en það var svoleiðis að ég kynntist finnskri konu þegar ég var staddur suður í París, ungur ntaður og hrifnæmur, (ég vona að ég sé ekki alveg búinn að tapa þcint hæfileika enn) og þessi kona hafði verið vinkona dóttur Strindbergs. Ég tekst allur á loft: „Strindberg!“ segi ég „já, hvernig var Strindberg?1' Þá svarar hún: „Han var en djável." Nú, þetta erindi verður ann- ars svona frjálslegar hug- Sunnudagur 10. mars 1985 2 ■ August Strindberg: „Hann er svo áfengur ennþá, svo ferskur og magnaður," segir Thor. Damaskus". Hann hét Árni Beck, þessi vélstjóri. En fyrsti vélstjóri, hann kom til okkar hásetanna og vildi ræða við okkur um ítalska „Reness- ance" list. Það var Jón Aðal- steinn og hann taidi Þórbergur með einn af sérfræðingum sínum. Já. jrað vargott andlega lífið á þessu skipi. því skip- stjórinn og annar stýrimaður máluðu olíumálverk. Og ekki má gleyma því að hjá Sveini Skorra komst ég að því að þegar þeir voru með lestrarfélagið, frændur mínir í Þingeyjarsýslum, Ófeigur á Skörðum og þeir karlar, þá fengu þeir á hverju ári nýjustu bækur Strindbergs, alveg eftir því sem þær koniu út. Mér þætti fróðlegt að vita hvort þeir fylgist svona vel með ennþá, þarna fyrir norðan. En í lokin: Minnisstæðasta sýningin sem ég hef séð af verkum Strindbergs var ein- mitt „Draumleikur", en hana sá ég í Stokkhólmi í leikgerð Ingimars Bergman. Það er al- veg yndisleg sýning og afskap- lega falleg fyrir augað fyrir utan vandaðan leik." Við þökkum Thor Vil- hjálmssyni kærlega fyrir spjallið. Hann mun bæta ýmsu hnýsilegu við á málþinginu í dag, sem haldið er í Félags- ■ Thor Vilhjálmsson: „Minnisstæðasta sýningin var „I)raumaleikur“ í leikgerð Ing- mars Bergman.“ „Já, ■ Hafa frjálshyggju- menn einkarétt á frelsinu eöa er frelsishugtakið sameiginlegt öllum lýð- ræðislegum stjórnmála- stefnum? Er frjálshyggju- stefnan manngildis- stefna? ■ Á „hinsegin" böllum er margt um manninn og nóg um Ijósadýrð og fjör, a.m.k. á meginlandinu. Sagt er frá árshátíð kyn- hverfra í Berlín og Hamborg. ■ Ungabörn eru beitt of- beldi í ýmsum myndum hér á landi. Þessi óhugn- anlega staðreynd er niður- staða viðræðna Blm. helg- arblaðs NT við nokkrasér- fróða menn sem allir starfa á einn eða annan hátt að heilbrigðismálum. hvernig var Sírindberg?“ spurði ég Thor Vilhjálmsson á málþingi um August Strindberg í Félagsstofnun stúdenta í dag leiðingar um þennan mann, sem lætur engan ósnortinn sem fer á annað borð aö lesa hann. Hann er svo áfengur ennþá, svo ferskur og ntagnaður. Já, það er merkilegt framtak þetta hjá „Stúdentaleikhúsinu að setja upp „Draumleik" Strindbergs, en annars er eins og það sé einhver Strindbergs- bylgja hérna núna, því nú eru þeir í Menntaskólanum við Sund að leika annað leikrit eftir hann. Þegar ég var viðloð- andi Þjóðleikhúsið man ég að þeir settu upp „Faðirinn" með mögnuðunr leik Vals Gíslason- ar og einu sinni sýndu þeir „Dauðadansinn" í Iðnó. Erich von Stroheim lék á sínum tíma í kvikmynd aðalhlutverkið í „Dauðadansinum" og það var auðvitað stórkostlegt, en sein- ast gleymist mér Lars Hanson í santa verki í „Dramaten". Já, það verður af nógu að taka við undirbúning þessa er- indis, kannske af of mörgu. Ég minnist þess nefnilega að þegar ég var háseti á Lagarfossi, þá hafi einn vélstjórinn alltaf með sér öll leikrit Strindbergs á sænsku. Hann lét mig lesa það lengsta leikrit eftir Strindberg sem ég hef lesið. Það var „Til stofnun Stúdenta við Hring- braut og þar eru þeir einnig með erindi séra Gunnar Kristjánsson, Halldór Björn Runólfsson listfræðingur, Kjeld Gall Jörgensen, bók- menntafræðingur og Þórður Kristinsson • bókmennta- fræðingur. Maraþondans á „Herranótt“ M.R.-ingar sýna „Náðarskotið44 eftir skáldsögu Horace McCoy a Smám saman fækkar á dansgólfínu enda á fárra færi að halda Út í 47 SÓIarhrínga! NT-mynd: Ámi ■ Ein „uppákoman" í dans- keppninni er brúdkaup eins paranna. \i-m\mi: \mi ■ Á þriðjudagskvöld n.k. ætlar „Herranótt" Mennta- skólans í Reykjavík að frum- sýna leikinn „Náðarskotið", (They shoot Horses, - don’t they?) sem Ray Herman gerði eftir skáldsögu Horace McCoy, en þessi leikur hefur verið á fjölunum víða um Evr- ópu og Ameríku síðustu tíu árin. Það var eiginlega fyrir mestu heppni að „Herranótt" fékk leyfi fyrir sýningunni, því ýmsir aðilar hafa verið að sækj- ast eftir réttinum að undan- förnu. „Það var eiginlega bara sú heppni að við spurðum um þetta á réttum tíma, þegar farið var að losna um böndin," segir Viðar Eggertsson, leik- stjóri, þegar við hittum hann að máli á Broadway, en þar fara sýningar fram. En hvers vegna Broadway. Jú, Viðar segir að húsið leggi til einmitt það umhverfi sem á að vera í leiknum, en hér er fjallað um fyrirbrigði frá því á kreppuárunum, þegar óprúttnir peningaspekúlantar efndu til maraþon-dans- keppna, sem stóðu í allt að 47 sólarhringa, eins og í leikrit- inu. Bláfátæk ungmenni eygðu þarna möguleika á talsverðri peningaupphæð mitt í öllu fátæktarbaslinu og mörg þeirra ofgerðu sér í þessari eldraun. Aldrei mátti stoppa. Það er mikill fjöldi sem tek- ur þátt í sýningunni að sögn Viðars, eða 30 leikendur og tíu manna hljómsveit. En með aðstoðarfólki eru þetta á sjötta tug leikenda. Það er mikið sem leikend- urnir verða að leggja á sig, því allur þessi stóri hópur er á sviðinu nær allan tímann, - líka í hléunum eru dansend- urnir að hreyfa sig undir músikinni, auðvitað að niður- lotum komnir. Meira að segja þegar áhorfendur ganga í sal- inn er dansinn hafinn! Helstu hlutverk fara þau með Hilmar Jónsson, sem leik- ur dansstjórann og Halldóra Björnsdóttir og Sæmundur Norðfjörð, en þau eru í hlut- verkum eins parsins sem kemst nærri að sigra, en verður að gefast upp. Það hefur örlaga- ríkar afleiðingar, því unga stúlkan fær vin sinn til þess að stytta sér aldur, - eins og hrossi. „They shoot Horses, don’t they?“ er nafn sögunnar og samnefndrar kvikmyndar sem hér var sýnd fyrir allmörgum árum. Það verður eftirtektar- vert að sjá hvernig aðstand- endum sýningarinnar tekst upp á þriðjudagskvöldið. Góða skemmtun!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.