NT - 10.03.1985, Blaðsíða 15

NT - 10.03.1985, Blaðsíða 15
Sunnudagur 10. mars 1985 f 5 M Vergeltungswaffe Nr. 1 eða V-l, var ómönnuð eldflaug, 8 metra löng sem vó um tvö tonn, þar af var eitt tonn sprengihleðsla. V-1 var útbúin framknúnum bensínmótor, sem gat knúið flaugina á 600 km hraða. Hún dró allt að 250 km. M Fyrstu loftárás Rússa var beint gegn vörnum Þjóðverja, en bitnaði mest á Dönum og þegar sprengjuflugvélarnar sneru aftur í lirinum var búið að flytja alla íbúa á brott. T.v. sjást börn sem leitað hafa skjóls í kirkju og t.h. höfnin í Nexö þar sem einn maður fórst og tugir skipa og fiskibáta löskuðust eða sukku. 2U. þúsund þýskir hermenn þarna, þar af deild úr svokölluðum dauða- sveitum. Borgundarhólmur í sprengjuregni Fréttunum um uppgjöfina 4. og 5. maí var fagnað á Borgundarhólmi eins og annars staðar í Danmörku. En einmitt þegar stríðinu átti að vera lokið, kom óvænt áfall. Þjóðverjar höfðu ákveðið að gefst upp fyrir Bretum, en ekki náðist til neins fulltrúa þeirra og von Kemptz neitaði að gefast upp fyrir Rússum. 7. maí skipaði hann loftvarnarskyttunum í Nexö að skjóta á rússneskar eftirlits- flugvélar, sem flugu yfir eyjuna að morgni þess dags. En um eitt-leytið sama dag komu flugvélarnar til baka og nú fylgdu þeim sprengjuflugvélar sem losuðu farm sinn yfir Nexö og Rönne. Árásin kom íbúunum algjörlega á óvart, þar sem þeir voru að enda við að fagna friði. I Nexö féll einn Dani en í Rönne níu, þ.á.m. kafteinn Holm, kona hans og tvö börn sem sátu við hádegisyerð, en daginn áður hafði Holm verið hylltur sem stríðs- hetja, þegar hann sneri aftur til Rönne. Seinna sama dag réðust rúss- neskar flugvélar á þýsk skip sem voru á leiðinni frá Rönne. Eftir árásina köstuðu flugvélarnar niður dreifimið- um, þar sem Þjóðverjar voru hvattir til að gefast upp fyrir ki. 10 næsta morgun. Enda þótt tilkynnt hefði verið skil- yrðislaus uppgjöf Þýskalands, neit- aði von Kamptz að gefast upp fyrir öðrum en Englendingum, og þar sem hann fékkst ekki af þessari skoðun, var morguninn 8. maí fyrirskipaður brott- flutningur íbúa frá Nexö og Rönne. Fimmtán mínútum áður en frestur Rússanna rann út, rigndi íkveikju- og tundursprengjum yfir hina yfirgefnu bæi. Þegar íbúarnir, fjórum dögum síðar, fengu leyfi til að snúa heim, var varla nokkurt hús óskemmt og margir fundu hús sín sem rústir einar. Rússarnir koma En á meðan á þessu stóð hafði Wuthmann hershöfðingi,sém var flóttamaður á eyjunni, tekið stjórnina úr höndum von Kamptz og gefist upp fyrir sveitum Rússa sem settar voru á land í Rönne. Að viku liðinni var lokið við að flytja alla Þjóðverja frá Borg- undarhólmi. Engu að síður héldu Rússar áfram að flytja her og hergögn til eyjarinnar og sýndu ekkert farar- snið á sér. Margir óttuðust því að Borgundarhólmur yrði þrætuepli stórveldanna að styrjöldinni lokinni, en raunin varð önnur. í mars 1946 tilkynntu Rússar öllum að óvörum að þeir myndu yfirgefa Borgundarhólm, og 5. apríl fór Jakusjov hershöfðingi og samstarfsmenn hans frá Rönne. Þeir voru hylltir af íbúunum, bæði vegna þess að framkoma Rauða hers- ins var svo til árekstralaus og að Borgundarhólmur var loksins laus við hersetu. Enduruppbygging tafðist vegna mikilla hækkana á launurn og vöru- verði, ásamt skorti á vinnuafli og byggingarefni. Komist var hjá neyð, vegna þess að Svíar gáfu 300 timbur- hús, auk þess sem söfnuðust í Dan- mörku milli sjö og átta milljónir d.kr. Dró það töluvert úr þeirri beiskju sem hafði gripið íbúa Borgundar- hólms, sem urðu fyrir þeirri reynslu að mega þola loftárásir meðan önnur héruð í Danmörku fögnuðu stríðslok- um. Gísli Friðrik Gíslason VALFODUR■■ INNIHALDSRIKT 06 FÓDURSPARANDI Ifalfóöur er fljótandi dýrafóöur, framleitt úr nýjum fiski. Við fram- leiðsluna er ekki notast viö hita, sem skaðar næringargildi hráefnisins. Ifalfóður er fóðursparandi, vegna þess hve prótein í öðru fóðri nýtist vel, sé Valfóður gefið með. V.» ralfóður er mikilvaegt með öðru fóðri, vegna líffræðilegs gildis þess. V 'alfóður er ódýr, innlend fram- leiðsla. •eitið nánari upplýsinga. VID SETJUM GEYMSLUTANK HEIM Á BÆ, ÞÉR AD KOSTNADARLAUSU. P.O. BOX 269 222 HAFNARFJÓRÐUR ' SIMI: 91-651211 Sl'MI i VERKSMIOJU: 92-2273 HEÐiNN SEUAVEGI 2, SÍMI 24260. Öll almenn prentun Litprentun Töivueyðublöð Tölvusettir strikaformar Hönnun # Setning Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband, PRENTSMIÐJA n C^dda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.