NT - 10.03.1985, Blaðsíða 17

NT - 10.03.1985, Blaðsíða 17
Sunnudagur 10. mars 1985 17 Vorvinnutæki urvalið er hjá Globus með 24 t„n 28 disk 'SLANd se? fe ».' *■•»* 1/1» / . ,”'400-- *r'60.300.. UtenSd<Hsk, aherfj Hnífaherfí 3jaraða Vinnslubr. 2,7 m kr. 37.300.- Vinnslubr. 3 m kr. 38.900.- LEVIS ÁVINNSLU HERFI Vinnslubr. 3 m kr. 8.100.- Vinnslubr. 4,2 m kr. 10.900.- 60” kr yo a:; £3<>o. Jzrðt 600- 80” kt „ *87‘600.. &tar, ar Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar nánari upplýsingar G/obus/ LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 Lagakrókur Veikur fyrir faginu ■ Kæri Jóhann Pétur. Ég vil nú hyrja á þvi að þakka ágæta þætti þína sem ég les alltaf í annars ágætu Sunnudagsblaði NT. Margt fróðlegt hefur þar komið fram og satt best að segja hefur áhugi minn á lög- fræði farið vaxandi með þess- um lestri. Ég hef reyndar alltaf verið veikur fyrir þessu fagi og alltaf þótt mikið til koma um sögur af sýslumönnum fyrri tíma. Bækurnar Sýslu- mannaævir Boga Benedikts- sonar hafa verið mín uppá- haldslesning síðan ég var krakki. Nú er það spurning min hvort hugsanlegt sé að fá að lesa lögfræði við Háskóla þjóð- arinnar án þess að hafa stúdentspróf. Éghefheyrt það að í Skandinaviu geti menn sem komnir eru yfir 25 ára aldur sest i háskólana án þess að hafa studentspróf. Ég fór snemma að vinna fyrir mér og hef verið úti á vinnumarkaðin- um í rúm 20 ár. Á sinum tima tók ég tvo bekki ímenntaskóla en þar með var nú botninum slegið imina skólagöngu. Get- ur þú svarað svona spurningu eða þarf ég að leita annað? Áhugamaður Eg líka ■ Víst er alltaf gaman að heyra um lagalega þenkjandi menn og seint verður lögð nægjanleg áhersla á nauðsyn þess fyrir hinn almenna borg- ara að vera vel heima í þeim reglum og fyrirmælum sem gilda í þjóðfélagi okkar. Um spurningu þína er það að segja að ef þú ert að hugsa um hvort þú megir sækja kennslu í lagadeild, þá er það undir hverjum einstökum kennara komið hvort hann leyfir þér það. Eins og ég sagði hér að framan verður slíkur fróðleikur seint rnetinn til fulls. Ef þú ert hins vegar, eins og mér sýnist reyndar mega ráða af bréfi þínu, að velta fyrir þér að fá að innritast í lagadeild og vera skrásettur sem háskólaborgari gegnir öðru máli. Samkvæmt lögum um Háskóla íslands verður maður að hafa staðist fullnaðarpróf frá íslenskum skóla sem hefur heimild til að brautskrá stúdenta til að eiga rétt á að vera skrásettur há- skólaborgari. Að vísu eru undantekningar frá þessu í lögunum en þær ganga allar út á að heimilt sé samkvæmt sér- stakri undanþágu að leyfa skrá- setningu viðkomandi ef hann uppfyllir nánar tiltekin skilyrði. Þessi skilyrði eru öll um ein- hvers konar próf, íslensk eða erlend, sem talin eru sýna fram á að viðkomandi hafi nægan undirbúning til háskólanáms- ins. Það eru því miður engin ákvæði í Háskólalögunum um að skólun í skóla lífsins sé nægjanleg til skrásetningar í Háskólann, þó svo að það sé oft besta skólunin, enda erfitt að sýna fram á það sökum skorts á prófskírteinum. Þrátt fyrir að það þurfi stú- dentspróf til að fá að setjast í Lagaeild er engin ástæða fyrir þig að leggja árar í bát, það er bara að verða sér út um stú- dentspróf. Það geturðu t.d. gert með því að fara í öldunga- deild M.H., eða einhverja aðra öldungadeild, og taka þaðan stúdentspróf. Ef námið er tekið föstum tökum er jafnvel mögu- leiki að ljúka því á 2 1/2-3 árum. Ég er viss um að maður á besta aldri eins og þú sem hefur góða þjálfun úr skóla lifsins og þar að auki tveggja ára menntaskólanám að baki verður ekki i neinum vandræð- um með þetta. Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurn* ingum lesenda um lögfrædileg málefni

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.