NT - 10.03.1985, Blaðsíða 21

NT - 10.03.1985, Blaðsíða 21
©s --OZr OU >!• jfjcrr; .Ot „Dökkhært sprund með djarfa lund og kalda...“ Kveður við annan tón í spilaspádómum ■ Lesendur sögukornsins fá nú að heyra síðari hluta spilaspádónra Jónasar frá Torfumýri í Skagaíirði og kveður nú við nokkuð annan tón þegar ort er um hina svörtu liti. Spádómar þessir. sem ortir eru einhverntíma á síðari hluta 19. aidar eða snemma á þessarri, eru komnir til undirritaðs í slitnu handriti sem átti skagfirskur bóndi á þessari öld. Hvort þessi kveðskapur er þar í eiginhandriti höfundar er óljóst en undir vísnabálk þessum stendur skrifað; Jónas Jónasson, sem er nafn höfundar. En þaðgat uppskrifari eins sett undir til þess að lesandi vissi hvaðan fróðleikurinn var kominn. í síðasta sögukorni gat að líta spádóma sem áttu við þegar leikmaður dró tígul eða hjarta og voru flestir jákvæðir. Pað kveður við annan tón fyrir þann sem hittir á svart spil eins og vísurnar hér bera með sér. „Þá mig lísa laufi físa náir. ásinn tjáir jm' vel þeink. þn að fáir nýjan skeink. Svo mun spaöa síðast það ég ræði, hjér á líðir hafa grun, hræðslu þíða ásinn mun. Meinar líður laufa þýðir kóngur einn óreglu mildnn mann mörk sem dregla tæla kann. Kóngur spaða kvnnir blaðið þíðir, trúan vin einn slórgeröann. Drottning laufa h'tt er dauf í bragði lindinn klæða lífuð nóg, lausgerð bæði og drambsöm þó. hjóna skaðar heiðurinn. drol Gosinn hingað greilt peninga færir iggur pláta öflugur einn er kátur sjómaður. Tíann bara boðar varasemi, segja hyggjum hana vjer, hættu liggja fyrir þér. Laufa nvjan lísa því mun vilja, hjartað bindi harmur nú, hart brigðlindi reynir þú. Gætum að hvað gosinn spaða segir, hann þvi' spáir hart að þú, hryggbrot fáir bráðum nú. Týjan spaða tjáir það í blaði, ást þín mun mislukkast mínum grun í liggur fast. Spaða nýjan spáir þn' án vaía, bregðist vonir þínar þjer, þettað tíðum svona fer. geta svikið loforðinn. Sjöið þetta sagt í frjettum getur, þú hvað vilt mun framgang fá, fylgja stillt þó varúð má. þig að særi þraulólin, þú ástkæran missir vin. Sjöið spaða segir maður góður, burtu hrindist heilsa nú, hart brigðlindi reinir þú. Jónas Jónasson. Spádómar þessir eru þá á enda. Hér hefur verið valin sú leið að birta vísur þessar næsta orðrétt til þess að lesendur sjái hvernig stafsetningu afar okkar og langafar vöndust við að rita. Flestir kartmenn voru þá skrifandi og margar konur en fólk skrifaði eftir stafanna hljóðan án þess að hafa við nokkra reglu að styðjast. Notkun á yfsiloni virðist harla handahófskennd og gætir þar ekki alltaf samræmis í þessu handriti. Hefur það sjálfsagt ekki þótt tiltökumál á þessum tíma. En það er annað sem þessir spádómar sýna okkur. Þeir skýra þokukennda mynd okkar af baðstofulífi fyrri alda. Hvað var þar gert sér til dundurs ( einangrun og kolsvörtu skammdegi inn til húnvetnskra og skagfirskra dala? Jú spáð Lausn á sídustu krossgátu i Sunnudagur 10. mars 198{S 21 M Tító hefur nú myndað héraðsstjórn í Júgóslavíu. Hann heilsar hér upp á Winston Churchill, forsætisráðherra Breta. Bandamenn streyma yfir Rín ■ Áfram bruna herdeildir Bandaríkjamanna fyrir 40 árum og hinn 4. mars er 1. herinn kominn að Rín norðan við Köln. Sama dag hertekur 14. her Breta Meiktila sunnan við Mandalay. Nú sérfyrirendann á átökunum um Iwo Jima, því þennan dag getur hætt komin B-29 sprengjuflugvél í fyrsta sin hagnýtt sér lendingarað- stöðu þar. Nú hafa veður skipast í lofti í Finnlandi, því Finnar segja nú vopnabræðrum sínum, Pjóðverjum stríð á hendur, en stríðsástand hafði raunar ríkt á milli þessara aðila frá því í september 1944. Það er hinn 5. mars sem Bandaríkjamenn halda inn í úthverfi Kölnar. RAF flýgur sprengjuárásarferðir yfir olíu- vinnslustöðvarnar á Gelchenk- irchen. Ekki er tíðindalaust á aust- urvígstöðvunum og hinn 6. mars tekur Rokossowsky virk- ið Grudziadz í Póllandi sem verið hafði í umsátri um hríð. Þjóðverjar hrinda nú í fram- kvæmd áætluninni „Frúhling- serwachen," (Vorvakning) sem miðar að því að endur- heimta Búdapest. SS skrið- drekasveitir sækja fram og hafa komist 32 kílómetra þann 8. mars. Köln er nú að fullu hertekin af Bandaríkjamönnum. Stórkostlega þýðingu hefur það fyrir Bandamenn, þegar 1. her Bandaríkjamanna tekur Ludendorff-brúna, óskemmda en brú þessi lá yfir Rín við Remagen. Nú streymir fyrsti herinn yfir fljótið. Suður í Burma taka Kínverj- ar Lashio, sem er við hinn svonefnda „Burma-veg." Tító myndar héraðsstjórn í Júgóslavíu. 2. her Breta tekur bæinn Xanten á vesturvígstöðvunum jsann 8. Nú standa bandamenn á Rínarbökkum frá Nijmegen til Koblenz. lndverskir skriðdrekar aka inn í Mandalay. Það gerist einnig þann 8. mars að V-2 flugskeyti fellur niður á Farrington Market í London og grandar þar 123 mönnum. Þjóðverjar gera áhlaup á höfnina í Granville í Nor- mandy frá smáeyjum utan strandar. Þeim tekst að sökkva fjórum skipum og frelsa 67 þýska fanga. „Eldáhlaup í mars,“ heitir gríðarleg loftárás sem Banda- ríkjamenn gera á Tokyo föstu- daginn 9. mars. 279 „fljúgandi virki“ af stærstu gerð varpa 1667 tonnum af napalm og olíusprengjum á borgina. Eld- ar geisa á 24 ferkílómetra svæði og farast 84 þúsund manns, en 102 þúsund særast. Milljón manns missa heimili sín. Áþekkar árásir eru gerðar á Nagoya, Osaka og Kobe. Þennan sama dag reka Jap- anir stjórn (Vichy) Frakka í Indo-Kína frá völdum og setja á fót leppstjórn, sem kallast „Keisararíkið Annam.“ Þeir Patton og Hodges (1. og 9. herinn) mætast með lið sitt við Remagen. • Bresk herdeild á Kyrrahafsvígstöðvunum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.