NT


NT - 12.03.1985, Síða 1

NT - 12.03.1985, Síða 1
Landsbanki íslands: Leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum: „Ekki snöggar breytingar“ - segir Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra ■ „Ég tel, að ekki verði um að ræða snöggar breytingar á stefnu Sovétríkjanna, heldur muni þær koma fram á lengri tíma, ef einhverjar verða,“ sagði Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra, þegar hann var spurður hvort hann teldi að breytingar yrðu á stefnu Sov- étríkjanna við fráfall Chern- enkos forseta. Geir sagðist ekki telja, að leiðtogaskiptin hefðu áhrif á afvopnunarviðræður risaveld- anna, sem nú eru að hefjast í Genf í Sviss, þar sem Gromyko utanríkisráðherra hafi mestu / ■ Hinn nýi leiðtogi Sovét- ríkjanna Mikhail Gorhachev. ráðið um utanríkisstefnuna, og hann muni ráða henni fyrst um sinn á meðan nýr maður væri að festa sig í sessi. „Það er Ijóst, að heima fyrir búa Sovétmenn við þröngan kost, og ef nýr leiðtogi getur skapað meira svigrúm til að fullnægja daglegum þörfum fólksins, í stað áframhaldandi vígbúnaðar, þá er ekki alveg útilokað, að unnt sé að vonast eftir einhverri opnun af hálfu Sovétmanna. En um það verð- ur ekki sagt fyrr en á reynir," sagði Geir Hallgrímsson. Sjá nánar um fráfall Cheín- enkosábls. 10-11 ogíleiðara. Höfðar mál vegna nýtingar Hafnarfjarðar á Thorsplani Eignarnám, segir Landsbankinn - Hefð, segir bæjarlögmaður ■ Lögfræðingi Landsbanka íslands hefur verið falið að höfða mál á hendur bæjarsjóði Hafnarfjarðar vegna Thors- plansins svokallaða við Strand- götu í Hafnarfirði en Hafnar- fjarðarbær hefur um áraraðir nýtt hluta af þessu landsvæði undir byggingar og götur, án þess að leysa lóðirnar til sín. Thorsplan er í eigu Landsbank- . ans og telur lögfræðingur bank- ans að þarna hafi raunverulega verið um eignarnám að ræða sem bænum hafí borið að greiða fyrir en bæjarlögmaður Hafn- arfjarðar er hinsvegar þeirrar skoðunar að þar sem engar athugasemdir hafí borist frá eig- endum til þess sé komin hefð fyrtr afnotum bæjarins á spild- um þessum. Thorsplan, sem liggur milli Pósts og síma og heilsugæslu- stöðvarinnar í miðbæ Hafnar- fjarðar, var upphaflega í eigu Kveldúlfs h.f. en Landsbankinn eignaðist lóðina í skuldaskilum. Að sögn Stefáns Péturssonar, lögfræðings Landsbankans, var landið metið á síðasta ári og þá kannað hvort bærinn hefði hug á að leysa það til sín á matsverði sem var rúrnar tuttugu milljónir. Pví var hafnað og hefur Lands- bankinn nú ákveðið að láta skera úr um mál þetta fyrir dómstólum með bótakröfu á' hendur bæjarsj.Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær lítur svo á að sumar þessara lóða séu þegar eign Hafnarfjarðarbæjar, vegna fyrningar, hcfðar og brostinna forséndna á upphaflegum samn- ingi,“ sagði Ingimundur Einars- son, bæjarlögmaður Hafnar- fjarðar, í samtali við NT. Ingimundur sagði bæjarsjóð ekki mótmæla því að Kveldúlfur eða Landsbankinn ættu ákveðið tilkall til hluta lóðarinnar en spurningin væri hvað mikið. „Bæjarsjóður fór fljótlega að taka sneiðar af þessu landi án nokkurra mótmæla af hálfu eig- endanna og því telur bæjarsjóð- ur sig hafa hefð fyrir þessum spildum," sagði Ingimundur. „Peir verða auðvitað að verja sig með einhverjum hætti og því bera þeir við fyrningu," sagði Stefán Pétursson. „En í raun- inni hafa þeir tekið landið eign- arnámi og þeim ber að greiða fyrir það.“ ■ „Úr einu leikhúsi í annað“ var það fyrsta sem blm. datt í hug er Sigríður Þorvaldsdóttir tók sæti fyrir Kristínu Halldórsdóttur á Alþingi í gær til tveggja vikna. Henni á vinstri hönd er Kjartan Jóhannsson niðursokkinn í skjöl. NT-mjnd: An Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona tekur sæti á Alþingi: „Ekki með sviðsskrekk“ ■ „Ég var nú ekki með sviðsskrekk, en óneitanlega hafði ég dálítinn hjartslátt þeg- ar ég settist," sagði Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkona, sem í gær tók sæti á, Alþingi í fjarveru Kristínar Halldórs- dóttur. Kristín getur ekki sótt þing- fundi á næstunni vegna anna á öðrum vettvangi og sömu sögu er að segja um 1. varamann hennar. Því tekur Sigríður sæti á Alþingi sem 2. varamaður Kvennalistans. í stuttu spjalli í gær sagðist hún vera með eitt mál sem hún gjarnan vildi vinna að en það er, að fatlað fólk eigi jafngreiðan aðgang að sýningum í Þjóðleikhúsinu og aðrir. Að sögn Sigríðar er þetta ekki mjög kostnaðarsöm tillaga, það mun vera til sam- þykkt fyrir fjárveitingu til þessa máls, en á skortir að málinu sé fylgt eftir. Verður tillaga hennar lögð fram í dag og er þar m.a. gert ráð fyrir að fjárveitingar sl. þriggja ára til þessa átaks verði nýttar til að koma því í framkvæmd. I Úrslitakeppnin í körfu: Njarðvík í úrslit - Haukar fá þriðja ieikinn ■ „Mér er alveg sama hvort við mætum Haukum eða Val í úrslitunum. Þetta er bara spurningin uni það hvaða lið verður lið mars- mánaðar,“ sagði Gunnar Þorvarðarson þjálfari Njarðvíkinga eftir að þeir höfðu lagt KR að velli öðru sinni í undanúrslituin Is- landsmótsins í körfuknatt- leik í gær. Haukar, sein ináttu þola eins stigs tap gegn Val í Hafnarfírði fyrir helgi, hefndu sín nú í Laugardals- höll með eins stigs sigri. Þar þarf því þriðja leikinn. Um hvað snýst leigu- bíladeiian? - sjá bls.3 Sprengju- hótun í Eyjum ■ „Það gerðist ekkert klukk- an sex nema það að kannski hefur einhver hlegið úti í bæ,“ sagði verkstjóri hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum þegar NT innti hann eftir sprengjuhótun sem frystihúsinu barst klukkan hálf sex í gærdag. Var húsið tæmt í tuttugu mínút- ur. Klukkan hálf sex hringdi maður, að því er talið er ein- hvers staðar úr Vestmannaeyja- bæ, og tilkynnti með einkenni- legri röddu að klukkan 6 myndi springa sprengja í vinnslusaln- um. Að ráði lögreglu var húsið rýmt en þar vinna nær 200 manns. Aðspurður taldi verk- stjóri, sá sem NT ræddi við í gær, að sá sem hringdi hafi verið ódrukkinn. Klýfur út- varpslaga- frumvarpið stjórnina? -sjá bls.2

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.