NT


NT - 12.03.1985, Síða 7

NT - 12.03.1985, Síða 7
Vettvangur Þriðjudagur 12. mars 1985 7 hundahlutverkið er það sama hjá Prövdu og Morgunblaðinu í þessum efnum. Önnur blöð í V-Evrópu fölna í samanburð- inum við Morgunblaðið í þess- um fréttaflutningi. M.a.s. bandaríska pressan leyfir sér margoft að efast og gagnrýna utanríkisstefnu ráðamanna sinna. Á seinustu árum Víet- nam-stríðsins var bandaríska pressan öll yfirfull af gagnrýni og mótmælum á hernaðar- stefnu stjórnar sinnar þar. Pressan þar átti sinn þátt í því að snúa almenningsálitinu í Bandaríkjunum gegn áratuga hernaðarstefnu stjórnarinnar í þessum heimshluta. En Morg- unblaðið, gamla og trygga, það brást ekki guðinum í vestri og heilagri baráttu sinni fyrir út- listingu hans á réttlæti heims- ins. Fram á síðasta dag Víet- namstríðsins ríghélt Morgun- blaðið í sína sjúklegu, ein- földu, svart/hvítu heimsmynd. Ég man sem barn, er ég var tíu eða ellefu ára, að ég las allt í Morgunblaðinu um Víetnam- stríðið sem ég komst yfir. Fyrir mér, sem barni, og Morgun- blaðinu sennilega líka, var þetta herleikur. Bardagi hins voðalega og illa gegn hinu göfuga og góða, Ég hélt því með „hinu góða“ eins og Morgunblaðið hafði kennt mér. Þegar svo birtust fréttir um það, að Bandaríkjamenn íhuguðu að nota kjarnorku- sprengjur á þetta voðalega vonda fólk og myndu örugg- lega gjörsigra glæsilega, þá stóð ekki á mér, barninu. já, réttast væri að gera út um þetta í eitt skipti fyrir öll og sprengja þetta bölvað dót allt í loft upp og sýna því hvað væri réttlætið og hverjir þjóða einir hefðu einkaleyfi á því. Nú, mörgum árum seinna, rifjast þetta upp fyrir manni, þó með hálfgerðum hryllingi sé. Barnsleg reiði mín, tilkomin á oflestri á Mogga á þessunt árum, hafði skrumskælt rétt- lætiskennd mína sem barn svona hroðalega. Þetta fyrirgef ég Morgunblaðinu aldrei. Sem betur fer lærðist mér þó síðar að veröldin er ekki svart/hvít og munurinn á góðu og illu fer ekki endilega eftir túlkun Mörgunblaðsins. En Moggi er enn samur við sig og hefur því miður ekkert lært í þessum efnum. Gagnrýni af þessu tagi sem hér er sett fram á Morgun- blaðið, flokkast sjálfsagt eftir formúlu þeirra Morgun- blaðsmanna undir „Sovétáróð- ur" eða þaðan af verri landráð. Það getur því verið dýrkeypt fyrir almennan borgara eins og mig að taka þátt í ádrepu sent þessari. Því er það með hálfum huga sem maður sendir þessa grein undir fullu nafni, og svo er um fleiri, því miður. Það er því ánægjuefni, þegar að NT, blað frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju, reynir að sýna hlutina í nýju ljósi og fletta fleiri flötum upp á friðar- og afvopnunarumræðunni, jafn- framt því að gefa varðhundin- um í Áðalstræti ærlega ofaní- gjöf- Þökk sé ykkur á NT. Gjört í febrúar ’85 Gunnlaugur Ingvarsson kaupfélagsstjóri Djúpavogi Gagnrýni og vandlætingartónn blaðs- ins í garð sumra kirkjunnar manna, sem hafa talið friðar- og afvopnunarmál vera verðug viðfangsefni kristinna manna, eru helst í ætt við blaða- mennsku sem ritskoðuð málgögn Aust- ur-Evrópublaða beita kirkjunnar menn þar í löndum. Gistihús á miðöldum ■ Gastfreundschaft, Tav- erne und Gasthaus im Mittel- alter. Herausgegeben von Hans Coinrad Peyer unter Mitarbeit von Elisabeth Múlier - Luckner. Schriften des Historischen Kollegs. Kolloquien 3. R. Oldenbourg Verlag 1983. 275 bls. Nú á dögum þykir næsta sjálfgefið, að ferðamenn geti sem víðast notið gistingar og nauðsynlegs viðurværis á ferð- um sínum um veröldina. Þarf ekki að fjölyrða urn það, enda mun flestum kunnugt um þann mikla fjölda hótela, gistihúsa, gistiheimila og veitingahúsa hvers konar, sem hafa það hlutverk helst að selja gestum og gangandi beina. En ferðamenn hafa ekki allt- af getað valið sér næturstað og allt fram á síðustu öld var víða í Evrópu erfitt um næturgist- ingu og annan beina fyrir þá, sem þurftu að leggja land undir fót. Gistihús voru fá, oft langt á milli þeirra og sums staðar gátu ferðamenn ekki verið ör- uggir um líf sitt eða eigur. Engu að síður er gistihúsa- menning ævagömul og heim- ildir um hana er að finna á flestum eða öllum menningar- svæðum. Þegar í fornöld voru orðnar til fastar reglur - sums staðar lög - um skyldu nranna til að veita ferðamönnunr nauðsynlega umönnun og beina. Reglurnar voru eðlilega nokkuð mismunandi, en víðast mun það hafa verið viðtekin venja, að ferðamenn ættu rétt á gistingu og mat, gegn gjaldi, í ákveðinn lágmarkstíma. Viðfangsefni þeirra, sem í þessa bók rita, er gistihús og matsölustaðir og þær reglur sem um slíka þjónustu giltu í Evrópu á miðöldum. í bókinni eru birtir þrettán fyrirlestrar, sem haldnir voru á ráðstefnu, sem haldin var í Þýskalandi, þar sem saman voru komnir sagnfræðingar frá mörgum löndum Evrópu. Þeir fjalla um gistihús og þjónustu þeirra í álfunni á miðöldum út frá ýmsum sjón- arhornum og nær umræðan til flestra landa á meginlandinu vestanverðu og til Bretlands. Spurningarnar, sem höfund- arnir reyna að svara eru m.a. þessar: Hvað eru gistihús gam- alt fyrirbæri, hvernig voru þau starfrækt fyrir 1400, hverjir ferðuðust, hvert var hlutverk gistihúsa annað en að veita ferðalöngunt gistingu? Ekkert einhlítt svar við þess- um spurningum er að finna í fyririestrunum, en þeir eru engu að síður fróðlegir og veita svör um mörg mikilsverð atriði. Megin niðurstaðan er sú, að þær reglur, sem í fornöld giltu um beina við ferðamenn, hafi gilt áfram á miðöldum, en hins vegar breyttist starfsemi gistihúsa nokkuð, m.a. vegna þess að klaustrin og aðrar stofnanir kirkjunnar hýstu ferðalanga og lénsmenn urðu að hýsa herra sína án endur- gjalds, hvenær sem var. í flest- um borgum voru þó starfrækt . Sdiriftemies HislorisdienKijltegs Kolkxiuien3 gistihús eða krár, sem margir ferðamenn nýttu sér. Eins og áður sagði eru lestrarnir í þessari bók stór- fróðlegir og varpa ljósi á mörg atriði, en þó ber fyrirlesurun- um öllum saman um. að enn sé vitneskja um þennan merka þátt menningarsögunnar mjög af skornum skammti. Jón Þ. Þór. kvæmt því var ekki um það að villast að tilgangur stöðv- arinnar er ekki lengur á neinn hátt að verja skerið fyrir óvin- um heldur er stöðin ætluð sem útvörður til að verja Bandaríkin og Evrópu þar sem kjarnorkuvopn yrðu not- uð og möguleg sóknarstöð fyrir kjarnorkusókn gegn So- vétríkjunum. Má vera að hvort tveggja sé göfugt hlutverk, og að íslendingar séu því sammála, en samt halda hernaðarpostular þessa lands alltaf gömlu forsendun- um að fólki og forðast eins og heitan eldinn að kryfja sjálfir þær breytingar sem hafa orð- ið og eru að verða á herstöð- inni. Kjarnorkubiðstöð Þetta og margt annað konr fram í umræðum sem urðu eftir erindi Gunnars, hjá þeim Birgi ísleifi Gunnars- syni og Ólafi Ragnari Gríms- syni. Ólafur kallaði stöðina kjarnorkubiðstöð og sagði að þó að íslendingar næðu ekki samstöðu um annað en að frysta núverandi ástand stöðvarinnar í 10 ár þá væri það mikilvægt framlag til af- vopnunarmála í heiminum. Hans skoðun er reyndar sú að Islendingar ættu alveg að hafna þessari kjarnorku- stöð. Hann lýsti því yfir, og það er vissulega nýr tónn frá þessum armi í pólitíkinni, að kæmi upp sú staða að hætta yrði á hefðbundnu stríði, ættu íslendingar að ræða við bandamenn sína á Vestur- löndum um það hvernig vörn- um íslands yrði best háttað. Ólafur ítrekaði það marg- sinnis að það væri ekki vafi á því hvorum megin fslending- ar ættu að standa í átökum. Við ættum fortakslaust heima með lýðræðisþjóðum (í NATÓ eru ekki allar þjóðir lýðræðisþjóðir og margar lýðræðisþjóðir eru utan NATÓ) í vestri, en ekki ein- ræðisþjóðum í austri. Þarna kvað Ólafur upp úr með hluti sem hingað til hafa gert Al- þýðubandalagsmenn mark- lausa í umræðunni um utan- ríkismál, að þeir, sögu sinni trúir gera vart upp á milli Bandaríkjanna annars vegar og Sovétríkjanna hinsvegar. Nýtt viðhorf í utanríkis- máium Eins og áður hefur verið bent á í þessum dálki þá er að þróast upp nýtt viðhorf í utanríkismálum meðal vinstri manna þar sem eindregin afstaða er tekin með lýð- ræðisþjóðum Vesturlanda og jafnvel þátttökunni í NATÓ, en þeim kjarnorkuvígbúnaði sem stefnt er að í Keflavík hafnað. Umræðan er þannig að komast á vitlegra plan en hún hefur verið á. Menn eru farnir að velta fyrir sér spurn- ingunni um það hvernig við getum gert hvort tveggja í senn. Staðið með vestrænum lýðræðisþjóðum og jafnframt lagt afvopnun og friði lið. Eða erum við dæmd til þess að þvælast með eins og heimskar sauðkindur, haf- andi engin áhrif á það hlut- verk sem við leikum, vita jafnvel ekkert um það. Verð- ur íslands minnst í sögunni sem kjarnorkubyrgis í Norð- ur-Atlantshafi eða þjóðar sem reyndi að leggja sitt af mörkum til afvopnunar og friðar. Því miður verður hið fyrra hlutskipti okkar, ef svo fer fram sem nú horfir að við látum hægri öfgamenn á borð við Geir Hallgrímsson, Arnór Hannibalsson og Jón Baldvin Hannibalsson ráða ferðinni. Baldur Kristjánsson. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaáaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Mikilvæg ákvörðun í Sovétríkjunum ■ Val Mikhails Gorbachevs í embætti aðalrit- ara sovéska kommúnistaflokksins er merkilegt fyrir margra hluta sakir, þó varla sé hægt að segja að það hafi komið á óvart. Þetta er kornungur maður á þarlenda vísu, á miðjum sextugsaldri og ekki er vitað til um lasleika hjá nýja leiðtoganum. Það má því búast við að þessi eftirmaður Chernenkos komi til með að vera svipmeiri í leiðtogahlutverki sínu en þeir Chern- enko, Andropov og reyndar Brésnjev á síðustu valdaárum sínum. Chernenkos verður varla minnst í sagnfræði- ritum framtfðarinnar sem mikils leiðtoga. Valda- tíð hans var of stutt til að svo verði. Þá settu einnig veikindi spor sín á valdatíma hans. í stuttu máli má segja, að Chernenko hafi fylgt þeirri stefnu, sem Andropov var búinn að marka og Brésnjev að nokkru leyti á undan honum. Þannig var unnið að því að draga heldur úr miðstýringu og auka frjálsræði innan vissra atvinnugreina jafnhliða því sem ráðist var gegn spillingu í stjórnkerfinu. Pegar Chernenko var valinn eftirmaður And- ropovs, var það talið merki þess að ekki hafi tekist að ná samkomulagi um neinn af hinum yngri mönnum framkvæmdanefndar flokksins. Pað var því álit sérfræðinga, að val Chernenkos hafi verið einhvers konar bráðabirgðalausn. Spurningin nú var hvort það sama yrði upp á teningnum að sinni. Svo reyndist ekki og ber að fagna því. Tveir menn voru aðallega í brennidepli þegar Chern- enko var óvænt valinn, þeir Gorbachev og Romanov og mátti búast við, að þeir yrðu það einnig að þessu sinni. Gorbachev hefur verið mikið í sviðsljósinu á undanförnum misserum og þótti hann því líklegasti eftirmaður Chernenkos enda virðist hann hafa styrkt stöðu sína verulega ásíðastaári. En það er framtíðin, sem skiptir máli og í því sambandi segir Þórarinn Pórarinsson í grein NT í dag m.a.: Hins nýja leiðtoga Sovétríkjanna bíður erfitt hlutverk. Vígbúnaðurinn hvílir þungt á Sovét- borgurum, en þeir munu þó telja nauðsynlegt af öryggisástæðum að geta staðið jafnfætis Banda- ríkjunum. Meðan Bandaríkjastjórn stefnir að yfirburðum á hernaðarsviðinu, munu Rússar sætta sig við þungar byrðar vegna vígbúnaðarins. Það mun vafalaust geta haft veruleg áhrif á hina nýju stjórn, hver viðbrögð vestrænna þjóða verða. Stefni þau að bættri sambúð og viðskipt- um við Sovétríkin og Austur-Evrópuríkin yfir- leitt, mun því vafalaust vel tekið í Moskvu og draga úr þeirri tortryggni, sem þar ríkir og er m.a. arfur frá heimsstyrjöldunum tveimur. Það veltur því ekki á valdhöfunum í Moskvu einum, hvernig málin þar þróast.“

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.