NT - 12.03.1985, Blaðsíða 9
Þríðjudagur 12. mars 1985
9
Norræn samvinna:
Kostar helming af
rekstri Reykjavíkur
■ Samkvæmt áætlunum
Norðurlandsráðs kostar norr-
æn samvinna á þessu ári um
1,5 milljarð íslenskra króna.
Þar af kostar menningarmála-
samvinnan 521 milljón króna.
Til samanburðar má geta þess
að fjárhagsáætlun Reykjavík-
ur fyrir þetta ár hljóðar upp á
3,1 milljarð króna, og því ligg-
ur nærri að norræn samvinna
kosti um helming af rekstri
borjgarinnar á árinu.
A Norðurlandaráðsþinginu
i síðustu viku var samþykkt
1,7 milljarða fjárhagsáætlun
fyrir norrænt samstarf á næsta
ári. Er talið að á föstu verðlagi
nemi aukningin um 3% ntiðað
við árið áður. Þetta verður því
mun minni aukning heldur en
undanfarin ár, en í norskum
krónum talið ferfaldaðist hinn
almenni hluti fjárhagsáætlunar
Norðurlandaráðs frá 1978 til
1985.
Hingað til hefur fjárhags-
áætlun Norðurlandaráðs verið
skipt í tvennt. almenn verkefni
og menningarmál. Á þinginu í
síðustu viku var hins vegar
samþykkt sú breyting að fram-
vegis verði um eina heilsteypta
áætlun að ræða, og verður
fyrsta áætlunin með því móti
fyrir árið 1987. Þessi breyting
helst í hendur við flutning
höfuðstöðva Norðurlandaráðs
frá Osló og sameiningu þeirra
við menningarmálaskrifstof-
una í Kaupmannahöfn, en
þessi sameining er talin munu
spara árlega um 14 milljónir í
rekstarkostnað.
Framlag íslands til starfsemi
Norðurlandaráðs er um 0,9%
í ár, eða 13,5 milljónir ís-
lenskra króna. Aðeins rekstur
Norræna hússins í Reykjavík
kostar á þessu ári um 11,5
milljónir króna.
Fyrir utan þá peninga sem
hér hafa verið nefndir standa
framlög Norðurlandaþjóð-
anna til efnahagssamvinnunn-
ar sem ákveðið var að efna til
í síðustu viku.
Finnar og Danir með
hagvaxtarforustuna
■ Finnland og Danmörk
verða að líkindum sigurveg-
arar í hagvaxtarkapphlaupi
Evrópuríkja á þessu ári. IFO-
stofnunin í Munchen hefur
spáð því að þjóðarframleiðsla
Finna vaxi á árinu um 3,5%,
en þjóðarframleiðsla Dana
um 3%. Norðurlöndin tvö
höfðu ennfremur forustuna á
síðasta ári, þá með um 4%
aukningu þjóðarframleiðsl-
unnar.
Næst á eftir Danmörku, og
líklega mjög nálægt, verða í
ár Svíþjóð, Italía og Austur-
ríki.
IFO-stofnunin spáir því að
meðalhagvöxtur í Evrópu á
árinu verði um 2,4%.
Gengi. Þetta magn
afnokkrum myntum
fyrir einn doilara
0.4 ------1----1-
1980
-I------1-----L
85* 1980
85* 1980
—i 200 L— —i— -i——i—i
85* 1980 85
’Fnday'sciose.
Dollarinn heldur flugi
Hvað gera seðlabankastjórar Evrópu?
■ Seðlabankastjórar nokk-
urra stærstu iðnríkja heims
hittast enn á ný í Basel í Sviss
í þessari viku. Umræðuefnið
verður það sama og áður, yfir-
burðastaða Bandaríkjadollars
á alþjóðagjaldeyrismarkaði.
Síðustu aðgerðir þessara
bankastjóra til að lækka ögn
flugið á dollaranum - tveggja
milljarða sala á dollurum í lok
febrúar - höfðu takmörkuð og
skammvinn áhrif. Dollarinn er
aftur orðinn jafnsterkur og
fyrr. Nú spyrja bankastjórarnir
án efa hver annan hvort nauð-
synlegt sé að grípa til öflugri
aðgerða en nokkru sinni, eða
hvort frekari tilraunir til að
hefta klifur grænu myntarinnar
séu fyrirfram dauðadæmdar.
Afstaða Bandaríkjastjórnar
sjálfrar skiptir höfuðmáli í
þessu sambandi. Svo lengi sem
stjórnin tregðast við að veita
hemlunaraðgerðum iið, þá
telja rnargir sérfræðingar engra
breytinga að vænta. Sumir
embættismenn stjórnarinnar
virðast a.m.k. hlynntir aðgerð-
um. Paul Volcker,seðlabanka-
stjóri landsins, átti að sumu
leyti frumkvæðið að aðgerðun-
um í febrúarlok með hvatning-
um sínum við bandaríska þing-
nefnd 26. febrúar. Evrópskir
seðlabankar gripu boltann á
lofti daginn eftir, hófu stórsölu
á dollurum með þeim af-
leiðingum að þessi sterkasti
gjaldmiðill heims féll um 5% á
tveimur klukkustundum. En
bandaríski seðlabankinn sat
hjá og fylgdi í engu eftir yfirlýs-
ingum Volcker með áþreifan-
legum hætti. Reagan forseti og
Regan starfsmannastjóri munu
beita sér gegn beinni íhlutun
bandaríska seðlabankans sem
bitna myndi á dollaranum.
Bandaríkjastjórn sér eflaust
þann kost við afskiptaleysið að
hinn geysisterki dollar, í sam-
vinnu við 8% raunvexti, dreg-
ur stöðugt að sér erlent fjár-
magn inn á bandarískan fjár-
málamarkað. Þetta erlenda
fjármagn hefur til þessa nægt
til að fjármagna sívaxandi við-
skiptahalla Bandaríkjanna. En
hallinn er að sínu leyti afleið-
inga af stöðu dollarans. Þannig
hefur samkeppnisstaða banda-
rískra fyrirtækja fariö hríð-
versnandi á síðustu árum, sem
bæði hefur komið fram í aukn-
um innflutningi til landsins og
minnkandi útflutningi frá land-
inu. Sem dæmi má nefna að
innflutningur erlendra fata-
framleiðenda á bandarískan
markað óx um 21% í fyrra,
sem lyfti markaðshlutdeild
þeirra í 40%. Verslun með
hátæknivörur hefur ætíð verið
Bandaríkjamönnum hagstæð,
en í ár er talið að hún verði rétt
í jafnvægi. Talið et að vöru-
skiptahalli Bandaríkjanna í ár
verði 140 milljarðar dollara,
en að viðskiptahallinn, efheld-
ur fram sem horfir, gæti verið
kominn í 300 milljarða dollara
árið 1990.
Ytt undir viðskiptastríð?
Til þess að vinna gegn við-
skiptahallanum hefur Banda-
ríkjastjórn freistast til að grípa
í sívaxandi mæli til beinna og
óbeinna innflutningshafta.
Þannig er haft eftir Fred
Bergsten, stjórnanda Institute
for International Finance í
Washington, að þessi stjórn
hafi hert innflutningshöft
meira en nokkur önnur stjórn
Bandaríkjanna síðan á þriðja
áratug aldarinnar. Er ekki að
efa að þessar ráðstafanir séu
þeim Reagan og félögum þvert
um geð. Sumir óttast að nýju
höftin kunni fyrr eða síðar að
leiða til gagnráðstafana ann-
arra ríkja, eða hreins
viðskiptastríðs, sem hafa
myndi alvarlegar afleiðingar
fyrir alla milliríkjaverslun.
Afleiðingarnar af stöðu doll-
arans eru annars flóknari en
svo að þeim verði gerð tæm-
andi skil. Þannig hjálpar doll-
aráklifrið Reagan-stjórninni
við að halda niðri verðbólgu í
landinu. Á sama hátt eykur
■ Það gekk glymrandi vel hjá Glit í fyrra, en starfsfólk þar
vinnur að því að baeta um betur í ár. NT-mjnd: Róbcn.
Leirvörugerð
brýtur af sér
samkeppnina
klifrið verðbólguvanda ýmissa
Evrópuríkja. Þessi ríki fá í
staðinn aukna eftirspurn eftir
útflutningsvörum sínum, og
meiri hagvöxt.
En í þessari viku snýst málið
um getu seðlabanka Evrópu til
að hafa áhrif á þróunina. Yms-
ir benda á að bankahópur þar
sem ríkasti bankinn - í Vestur-
Þýskalandi - á samtals um 35
milljarða dollara, geti litlu ráð-
ið til langs tíma á markaði þar
sem viðskiptin eru um 200
milljarðar dollara á dag.
Byggt á Kconomist, Reutcrsog Newsweek.
■ Á sama tíma sem lækkandi
tollar, föst gengisskráning og
stóraukinn innflutningur hafa
gert innlendum iðnaði erfitt
fyrir, þá virðast a.m.k. tvær
smærri iðngreinar hafa átt
góðu gengi að fagna. Þetta eru
leirvöruiðnaður og skraut-
vörugerð. Veltuaukning í þess-
um greinum á fyrstu níu mán-
uðum ársins í fyrra varð hvorki
meiri né minni en 89% og 84%
frá sömu mánuðunum árið
áður.
Stærsta og rótgrónasta leir-
vörufyrirtæki landsins er Glit
h.f. Ragnar Kjartansson,
myndhöggvari, stofnaði fyrir-
tækið árið 1958. Nú starfa hjá
Glit um 20 manns. Veltan á
síðasta ári varð um 20 milljónir
króna, - meiri að raunvirði en
nokkurt fyrri ára.
„Við komum nteð ntikið af
nýjungum, sem hittu vel í
mark,“ sagði Orri Vigfússon,
framkvæmdastjóri Glits, um
velgengni fyrirtækisins á síð-
asta ári. Sérstaklega var nýrri
popplínu vel tekið hér á heima-
markaði; það var á þessum
markaði sem söluakningin
varð mest í fyrra. Ég held að
við höfum aukið okkar hlut-
deild í þessum markaði á ár-
inu, og af því erum við mjög
hreyknir," sagði Orri.
Auk heimamarkaðarins sel-
ur Glit eiginlega á tveimur
öðrum mörkuðum, erlendum
markaði og svo túristamark-
aðnum hér innanlands, „sem
er afskaplega ólíkur hinum
báðum" að því er Orri segir
okkur. Á túristamarkaðinum
er mest selt af munum sem
bera þjóðlegt svipmót, gjarnan
skreyttum íslensku hrauni,
sem lengi einkenndi fram-
leiðslu Glits. Bein sala á er-
lendan markað datt niður í
15% af heildarsölunni í fyrra,
en hafði mest orðið 35%. Orri
sagði að vegna óhagstæðra
skilyrða hefði þessum markaði
verið lítið sinnt á síðasta ári.
En hvaða líkur eru á að
leikurinn frá því í fyrra verði
endurtekinn í ár? „Eg geri ráð
fyrir að heimamarkaðurinn
muni standa nokkurn vegin í
stað næstu mánuði, en vaxa
aftur í haust,“ sagði Orri Vig-
fússon. „Hins vegar held ég að
það verði stöðug aukning á
ferðamannamarkaðnum. Við
erum að undirbúa nýjar línur
sem við höldum að muni slá í
gegn.“
Sífelld vöruþróun er grund-
vallarboðorð í leikvöruiðnað-
inum, „Ef við erum ekki sífellt
að koma með einhverjar nýj-
ungar, þá vill engin verslun við
okkur tala. En þetta gerir það
að verkum að það er afskap-
lega gaman að vera í þessu, og
spennandi," sagði Orri Vigfús-
son að lokum.
Nýtt framleiðslu-
met í Svíþjóð
■ Sænsk iðnaðarframleiðsla
náði nýju hámarki á síðasta
ári. Þar með var lokið eins
konar „töpuðum" áratug, þar
sem iðnaðarframleiðslan rétt
hjakkaði í sama fari eða
minnkaði. Árið 1984 varð iðn-
aðarframleiðslan í fyrsta skipti
meiri en hún varð árið 1974, og
munaði 5% á þessum árum.
Samdrátturinn upp úr 1974
hefur aðallega verið kenndur
við olíukreppuna. Sænsk iðn-
fyrirtæki brugðust við hinum
aukna kostnaði sem varð
vegna olíuverðhækkana á
sama hátt og í ýmsum öðrum
löndum, með því að draga úr
framleiðslu. Lítils háttar bati
varð 1979-80, en á eftir fylgdi
tveggja ára samdráttur. Núver-
andi bati hófst um haustið
1982; aukning iðnaðarfram-
leiðslunnar 1982-83 varð
5%,en 1983-84 um 7%.
á nvítu
býdur hlutafé
■ Bókaforlagið Svart á hvítu
býður nú rúmlega 40% af upp-
haflegu hlutafé félagsins til
kaups á almennum markaði.
Heildarupphæð þessa hlutafj ár
er 230 þúsund krónur. Líkur
eru á að enn meira hlutafé
verði falt hjá félaginu innan
skamms því stjórn þess hefur
ákveðið að leggja til við hlut-
hafafund að upphaflegt hlutafé
verði nær því tvöfaldað.
Svart á hvítu hefur starfað í
þrjú ár. Fyrstu tvö árin gekk
félaginu illa, vegna samdráttar
í bókasölu í landinu bæði árin.
Þá hlóðust upp skuldir, sem
félagið er enn að glíma við, og
liggja að baki hlutafjárútboð-
inu.
í fyrra vænkaðist hagur
Svarts á hvítu verulega. Þá
varð rekstrarhagnaður félags-
ins rúm milljón króna. Stjórn
félagsins er sannfærð um að
kaup á bréfum þess núna sé
arðvænleg fjárfesting sem eigi
eftir að skila sér margföld til
baka á fáum árum.