NT - 12.03.1985, Page 10
ffl
Þriðjudagur 12. mars 1985 10
irlerBt: yfirlit
Stefna Sovétríkjanna mun
verða óbreytt fyrst um sinn
Áhrif kynslóðaskiptanna koma fram síðar
■ FRÁFALL Chernenkos
forseta Sovétríkjanna og aðal-
leiðtoga Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna kom ekki á
óvart. Það var strax vitað,
þegar hann var kosinn leiðtogi
Kommúnistaflokksins í febrú-
armánuði í fyrra, að hann átti
við alvarlegt heilsuleysi að
stríða. Valdatíð hans gæti því
orðið stutt, líkt og fyrirrennara
hans, Júris Andropov, sem
gegndi störfum í rúmt ár.
Það kom því flestum á
óvart, þegar Chernenko var
valinn eftirmaður Andropovs.
Almennt var það talið merki
þess, að ekki hafði að sinni
náðst samkomulag um neinn
af hinum yngri mönnum í
framkvæmdanefnd flokksins
(politburo), og því horfið að
þcirri bráðabirgðalausn að
velja Chernenko.
Sökum veikinda sinna og
stutts valdatíma, fékk Ghern-
enko ekki tækifæri til að marka
spor í sögu Sovétríkjanna.
Hann fylgdi í stórum dráttum
þeirri stefnubrcytingu, sem
Andropov var búinn að marka
og Brésnjef að nokkru leyti á
undan honum. Hún var að
verulegu leyti fólgin í því að
draga heldur úr miðstýringu
og auka frjálsræði innan vissra
atvinnugreina. Þá var í tíð
Andropovs ráðist meira gegn
spillingu, scm hafði myndast
innan stjórnkérfisins.
Þegar rætt var um liver yrði
eftirmaður Andropovs bar
mest á nöfnum tveggja yngri
manna, Grigoris Romanov og
Mikhails Gorbachev. Hvorug-
ur hlaut hnossið, en margt
bendir til, að Andropov hafi
ætlað Gorbachev að taka við
af sér. Gorbachev virðist hafa
styrkt stöðu sína síðan og yfir-
leitt hefur verið rætt um hann
að undanförnu sem líklegasta
eftirmann Chernenkos. Það
styrkir þetta álit, að hann hefur
nú verið boðinn til að sjá um
útför Chernenkos.
Gorbachev er nýlega orðinn
54 ára, fæddur í sveitaþorpi í
námunda við Stavropol í Suð-
ur-Rússlandi 2. mars 1931. Á
þessum slóðum voru þeir upp-
runnir Mikhail Suslov, sem
lengi varhelsti hugmyndafræð-
ingur rússneskra kommúnista,
og Andropov. Gorbachev er
kominn af bændafólki í báðar
ættir og vann við sveitastörf í
uppvextinum.
Árið 1955 lauk Gorbachev
laganámi við háskólann í
Moskvu, en hélt að því loknu
til heimahéraðs síns og hófst
fljótt til forustu í flokksstarfinu
þar. Á þessum árum stundaði
iiann bréfaskólanám í búfræði
og aflaði sér þekkingar í land-
búnaðarmálum á annan hátt.
Talið er, að það hafi átt sinn
þátt í því, að Suslov fékk því
til vegar komið, að Gorbachev
var kvaddur til Moskvu og
ráðinn til starfa hjá fram-
kvæmdanefndinni sem sér-
fræðingur í landbúnaðarmál-
um. Þar vann Gorbachev sér
það álit, að hann var kjörinn í
framkvæmdastjórn flokksins
tveimur árum síðar og var þá
langyngsti maðurinn í henni.
Gorbachev heimsótti Kan-
ada 1983 og Bretland á síðast-
liðnu hausti. Hann vann sér
gott álit í þessum ferðalögum
og lét m.a. Margaret Thatcher
vel af viðræðum við hann. í
Bretlandsferðinni var kona
hans, Raisa, með honum og
varð eftirlætisgoð blaðanna
ekki síður en maður hennar.
Ef niðurstaðan verður sú,
eins og nú er spáð, að Gorba-
chev tekur við af Chernenko,
verða brátt mikil kynslóða-
skipti, því að nú eru mörg
óskipuð sæti í framkvæmda-
stjórninni, og er ekki ósenni-
legt, að Gorbachev skipi þau
yngri mönnum. Hins vegar er
því þó ekki spáð, að Gorba-
chev beiti sér fyrir miklum
breytingum í fyrstu. Hann
muni inn á við feta í fótspor
Andropovs, en í utanríkismál-
um muni Gromyko verða
áfram ráðamestur. Síðar meir
gæti hins vegar mátt vænta
rneiri breytinga.
Fari svo, sem er andstætt
flestum spám nú, að Gorba-
chev missi af forustunni, mun
valið ef til vill falla á Romanov
en þó að öllum líkindum frekar
á einhvern eldri mann, t.d.
Victor Grishin, sem var um
skeið leiðtogi verkalýðssam-
takanna, en síðar flokksleið-
togi í rússneska lýðveldinu,
stærsta lýðveldinu innan Sovét-
ríkjanna. Hann er urh sjötugt.
Hins nýja leiðtoga Sovét-
ríkjanna bíður erfitt hlutverk.
Vígbúnaðurinn hvílir þungt á
Sovétborgurum, en þeir munu
þó tclja nauðsynlegt af öryggis-
ástæðum að geta staðið jafn-
fætis Bandaríkjunum. Meðan
Bandaríkjastjórn stefnir að
yfirburðum á hernaðarsviðinu,
■ Chernenko
munu Rússar sætta sig við
þungar byrðar vegna vígbún-
aðarins.
Það mun vafalaust geta haft
veruleg áhrif á hina nýju
stjórn, hver viðbrögð vest-
rænna þjóða verða. Stefni þau
að bættri sambúð og viðskipt-
um við Sovétríkin og Austur-
Evrópuríkin yfirleitt, mun því
vafalaust vel tekið í Moskvu
og draga úr þeirri tortryggni,
sem þar ríkir og er m.a. arfur
frá heimsstyrjöldunum tveim-
ur. Það veltur því ekki á vald-
höfunum í Moskvu einum,
hvernig málin þar þróast.
ATH.:
Meðfylgjandi grein Þórarins
Þórarinssonar var skrifuð áður
en sagt hafði verið frá kjöri
Gorbachevs í embætti aöalrit-
ara Koinmúnistaflokksins, en
eins og lesendur sjá, telur Þór-
arinn það lang líklegasta
möguleikann, þannig að grein-
in heldur að fullu gildi sínu.
Lífshlaup Chernenkos
Chernenko var ekki mikið
þekktur á þessum tíma, því
að hann reyndi ekki neitt til
þess að skyggja á foringja
sinn. Þvert á móti reyndi hann
að láta sem minnst á sér bera.
Það kom því nokkuð á óvart,
þegar Brésnjef beitti sér fyrir
því 1978, að Chernenko fékk
sæti í Politburo en nokkru
áður var hann orðinn einn af
tíu riturum eða framkvæmda-
stjórum flokksins.
Það var Ijóst á þessum árum,
að Brésnjef treysti Chernenko
betur en öðrum og ætlaði hon-
um að taka við formennskunni
af sér. Andropov varð honum
hins vegar hlutskarpari þegar
þar að kom. Chernenko tókst
hins vegar að halda stöðu sinni
sem annar valdamesti maður
flokksins, en það dæma menn
af myndum, sem teknar voru
af fulltrúum í Politburo á þeim
tíma. Myndirnar þykja merki
um hvernig fulltrúarnir standa
í valdastiganum.
Sennilega hefur valið á
Chernenko verið einróma í
Politburo. Gömlu mennirnir
hafa stutt hann, en yngri
mennirnir ekki lagt til sam-
keppni við hann, enda þótt
líklegt, að hann stæði ekki
lengi í vegi þeirra sökum
aldurs.
Chernenko var aðeins 13
mánuði í valdastóli en hann dó
úr hjartabilun á sunnudags-
kvöldið 10. mars klukkan 7,20
73ja ára að aldri
■ Konstantin Chernenko
var fæddur í Síberíu, 24. sept-
ember 1911. Hann var af
bændaættum og virðist ekki
hafa hlotið mikla menntun í
uppvextinuni. Annars segirlít-
ið af honum á þeim tíma. Þess
er getið, að hann hafi verið
landamæravörður á árunum
1930-1933, en þá hafi hann
orðið starfsmaður flokksins í
hcimahéraði sínu og sennilega
haft að aðalstarfi að vekja
hugmyndafræðilegan áhuga
flokkssystkina sinna.
Á árunum 1943-1945 sótti
hann skóla fyrir væntanlega
flokksleiðtoga og bendir það
til, að hann hafi þá verið ’oúinn
að vinna sér það álit að vera
vel fallinn til fræðilegrar leið-
sagnar. Nám hans réði því
hins vegar, að hann kom lítið
við sögu styrjaldarinnar.
Fyrst eftir skólanámið ber
ekki mikið á Chernenko , en
1948 er hann sendur til Molda-
víu til starfa á vegum flokksins
þar. Tveimur árum seinna tók
Brésnjef við flokksforustunni í
Moldavíu, og eftir það tekur
vegur Chernenkos að vaxa.
Hann verður strax handgeng-
inn Brésnjef og það hélst
áfram, þótt Brésnjef færi á
undan honum frá Moldavíu.
■ Eftir andlát Brésnjefs varð Yuri Andropov hlutskarpari í valdabaráttunni innan Kommúnistaflokksins þrátt
fyrir að Chernenko hafi verið Brésnjefhandgengnari. Andropov lést 9. febrúar 1984 eftir aðeins 15 mánaða setu í
sæti æðsta valdamanns Sovétríkjanna. Chernenko sat aðeins 13 mánuði í þessum sama valdastól. Hann lést á
sunnudagskvöldið 10. mars 73ja ára að aldri.
Þegar Brésnjef fékk það
hlutverk 1956, að hafa eftirlit
bæði með þungaiðnaðinum
og hergagnaiðnaðinum,
kvaddi hann Chernenko frá
Moldavíu og gerði hann að
persónulegum ráðunaut
sínum.
Eftir að Brésnjef varð for-
maður Kommúnistaflokksins
1964 máttu hann og Chern-
enko heita óaðskiljanlegir.
Chernenko fylgdi Brésnjef á
nær öllum ferðum hans utan-
lands og innanlands og varð
brátt eins konar staðgengill
hans .ef Brésnjef forfallaðist.
Þetta varð enn meira áberandi
eftir að heilsu Brésnjefs tók að
hraka.