NT - 12.03.1985, Page 21
ÍTF ? Þriðjudagur 12. mars 1985 21
LlU Útlönd
Chernenko látinn:
Reagan verður
ekki viðstaddur
útför Chernenkos
Washinglon-Moskva-Reuter
■ Reagan forseti Bandaríkj-
anna ákvað í gær að vera ekki
viðstaddur útför leiðtoga Sov-
étríkjanna Konstantin Chern-
enkos. Þetta var haft eftir tals-
mönnum Hvíta hússins í gær. í
stað Reagan mun George Bush
varaforseti fara til Moskvu.
Útför Chernenkos fer fram á
miðvikudaginn n.k. á Rauða
torginu í Moskvu, en lík hans
mun liggja í viðhafnarbörum í
súlnasalnum.
Chernenko lést á sunnudags-
kvöldið klukkan 7,20, 73 ára að
aldri. Hjartabilun leiddi hann
til dauða en hún stafaði af lifrar-
og lungnasjúkdómum að sögn
TASS fréttastofunnar.
Chernenko tók við af Yuri V.
Andropov sem dó 9. febrúar
1984. Hann var kosinn aðalritari
Kommúnistaflokksins nokkrum
dögum síðar 13. febrúar.
Mikhail Gorbachev, 54 ára,
hefur verið kjörinn aðalritari
flokksins af forsætisnefnd
flokksins. Tilkynningin um kjör
hans barst aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að andlát
Chernenkos hafði verið tilkynnt
í gær.
Gorbachev kjörinn
aðalritari Kommúnistaflokksins
Bonn, Moskva-Rcutcr
■ Aðeins fáeinum klukku-
stundum eftir að tilkynnt var
um andlát forseta Sovétríkj-
anna, Konsantin Chernenkos
var tilkynnt að forsætisnefnd
Kommúnistaflokksins hafi kos-
ið Mikhail Gorbachev sem aðal-
ritara flokksins.
Gorbachev, sem aðeins er 54
ára að aldri, er yngsti meðlimur
forsætisnefndarinnar. Hann var
einróma kjörinn aðalritari.
Einn helsti sérfræðingur V-
Þjóðverja í málefnum Sovét-
ríkjanna Wolfgang Leonard
sagði í gær líklegt að Gorbachev
muni lenda í átökum við
flokksbræður sína í Kreml. Þeir
munu takast á um stefnu Sovét-
manna á mikilvægum sviðum.
„Það verður innri ágreiningur
í leiðtogasveit Sovétríkjanna,“
sagði Leonard, „harðlínuhauk-
arnir kringum Romanov munu
reyna að ná yfirhöndinni yfir
hægfara félögum sem fylgja
Gorbachev að málum.
Það lítur út fyrir að Gorba-
chev muni verða „fremstur
meðal jafningja í forystusveit-
inni,“ sagði Leonard. Hann tel-
ur að gamli valdakjarninn sem
utanríkisráðherrann Andrei
Gromyko tilheyrir muni tryggja
stöðu sína.
Fylgismenn Gorbachevs
munu leggja mikla áherslu á að
áhrif hans verði tryggð allt frá
byrjun því hann gæti orðið leið-
togi Sovétríkjanna næstu 20
árin.
Andlát Chernenkos
kemur á óvart
Moskva-Reuter:
■ Andlát Chernenkos kom al-
menningi í Sovétríkjunum
nokkuð á óvart í gær en ekki
varð séð að fólk hafi komist í
tilfinningalegt uppnám vegna
andlátsfréttarinnar.
„Drottinn himinhæða," hróp-
aði eldri kona upp yfir sig þar
sem hún kom út úr gúmmíversl-
un við Rauða torgið. Hún flýtti
sér að krossa sig en missti við
það pakkana á gangstéttina. En
viðbrögð hennar voru undan-
tekning frá viðbrögðum flestra
sem virtust taka fréttinni með
jafnaðargeði.
„Hvað kemur mérþað við?“
spurði miöaldra kona sem oln-
bogaði sig gegnum mannþröng-
ina á verslunargötunni Gorky-
stræti. „Ég þarf eftir sem áður
að fæða fjölskyldu mína og
klæða.“
Flokkur kvenna í vinnufötum
birtist von bráðar og sópaði
burt snjónum af gangstéttinni
við Kremlarmúrinn við Rauða
torgið þar sem látnir leiðtogar
Sovétmanna hvíla.
Nokkrum mínútum síðar
komu lögreglumenn á vettvang
og rýmdu torgið rauða.
■ Á Rauða torginu stuttu áður en tilkvnnt var um andlát
Konstantin Chernenkos forseta Sovétríkjanna. Almenningur tók
tilkynningunni með jafnaðargeði en virtist þó nokkuð undrandi.
Símamynd Polfoto.
Límdur við
reiðhjólið
Oxford-Reuter
■ Hjólreiðamaðurinn
Martin Scarrott varð fyrir
mjög óþægilegri reynslu nú
um daginn. Einhver hafði
borið súperlím á stýrið á
hjólinu hans þannig að hann
festist við það þegar hann
hjólaði af stað út á fjölfarna
umferðargötu í Oxfort.
Scarrott, sem er tvítugur
sjónvarpssölumaður, skildi
hjólið eftir gæslulaust í hálf-
tíma á meðan hann fór og
ræddi við viðskiptavin. Þegar
hann kom aftur, brá hann sér
á bak og hjólaði af stað eftir
fjölfarinni götu að hættuleg-
um gatnamótum. Þar þurfti
han að hægja á sér en þá kom
í ljós að hann gat ekki heml-
að þar sem hendurnar voru
fastar við stýrið. Honum
tókst samt að bjarga lífi sínu
með því að hjóla upp á gang-
stéttina þar sem hann fékk
slæma byltu.
Síðan reyndi hann að losa
sig frá hjólinu en það tókst
ekki fyrr en hann hafði haltr-
að á sjúkrahús þar sem lækn-
ar notuðu efnablöndu til að
leysa upp límið.
Bandarísk aðstoð
við Mali
Bamako-Reuter
■ Bandaríkjamenn hafa
skuldbundið sig til að senda
nú þegar 60.300 tonn af mat-
vælum til Afríkuríkisins Mali
þar sem nú er mikil hungurs-
neyð vegna þurrka.
Að auki hafa Bandaríkja-
menn lofað að láta Malimenn
fá 7,9 milljón dollara í þróun-
araðstoð nú þegar og 18
milljón dollara til viðbótar á
næstu þremur árum.
Mali er eitt af tíu fátækustu
löndum heims. Landið var
frönsk nýlenda þar til fyrir 25
árum.
Nýjar fjölda-
grafir í Perú
Huanta, Perú-Reuter.
■ Bændur nálægt Huantaborg
í Suðaustur-Perú hafa fundið
nýjar fjöldagrafir með að
minnsta kosti þrjátíu líkum.
Skærur milli stjórnarher-
manna og skæruliða maoista í
Sendero Luminoso (Stígnum
skínandi) eru algengar á þessu
svæði. Þar hafa áður fundist
þrjár fjöldagrafir með um
hundrað líkum.
Næstum því fimm þúsund
manns hafa látið lífið í innan-
landsátökum frá því skæruliðar
maoista hófu stríð sitt gegn
stjórninni fyrir fimm árum.
Frídögum
fjölgað
vegna umferðar
Kairó-Reuter.
■ Egypsk stjórnvöld hafa
ákveðið að taka upp tveggja
daga frí í hverri viku fyrir starfs-
menn ráðuneyta í stað eins dags
áður.
Ástæðan fyrir þessari ákvörð-
un stjórnvalda er sögð vera
gífurlegur umferðarþungi og
umferðarteppur í Kairó þar sem
um 14 milljónir manna búa.
Embættismenn hafa hingað til
aðeins fengið frí á föstudögum
sem er helgidagur múhameðstrú
armanna. En nú mun hluti
þeirra að auki fá frí á fimmtu-
dögum og aðrir á laugardögum.
Embættismennirnir verða þó
eftir sem áður að vinna 36
stundir á viku.
BLAÐBERA VANTAR
BIRKIMELUR, GRENIMELUR, HAGAMELUR,
AÐALLAND, ALALAND, ÁLFALAND, ÁRLAND,
BRAUTARLAND, KJARRVEGUR,
MARKARVEGUR, LAUGAVEGUR
l!l
EINNIG VANTAR BLAÐBERA A
BIÐLISTA í ÖLL HVERFI
: 1 tU 'f •
!!?. ~i tTLÍij ..............
!! * m 1Þ’ * • • • i ii i !1 | j' * j;.* jív
Síðumúlil 5. Sími 686300