NT - 13.03.1985, Blaðsíða 9

NT - 13.03.1985, Blaðsíða 9
■ Mynd þessi var tekin á æfíngu á Hollendingnum fljúgandi. Manfred Schenk og Lisbeth Balslev eru glæsilegir söngvarar. Klauspeter Seibel StjÓrnar. NT-mynd: Sverrír. Miðvikudagur 13. mars 1985 9 Elísabet F. Eiríksdóttir söng ■ Hádegistónleikar íslfensku óperunnar á þriöjudögum ætla að takast mjög vel. Og meðal hinna bestu hingað til voru tón- leikar Elísabetar F. Eiríksdótt- ur og Ólafs Vignis Albertssonar 26. febrúar. Elísabet Eiríks- dóttir er miklu betri söngkona en ég hafði gert mér í hugarlund og þessir tónleikar fyrir fullu húsi voru verulegur sigur fyrir hana. Elísabet hefur mjög mikla rödd, ef hún vill það við hafa, en kann vel að fara með hana, og flytur söngva og aríur af mikilli semkkvísi og músíkalí- teti. Á þessum tónleikum söng hún einungis „heimsbók- menntaverk", eftir Hándel, Donaudy, Durante (Danza, danza), Boito, Mascagni, Pucc- ini, Verdi. Fyrir mér hefur, eftir þessa tónleika, bætst mjög góð söngkona í hópinn. Ólafur Vignir spilaði með af sinni al- kunnu kunnáttu og öryggi. Sig. St. Hollendingurinn fljúgandi ■ Sá tónlistar- og menn- ingarsögulegi atburður skeði hinn 7. mars 1985 að flutt var í fyrsta sinn hér á landi heil Wagner-ópera. Að flutningnum stóð Sin- fóníuhljómsveit íslands, ásamt Söngsveitinni Fíl- harmóníu og Karlakór Reykjavíkur, og sex ein- söngvarar. Auðvitað var hér um konsert-uppfærslu að ræða, sem hvergi komst í hálfkvisti við sviðs-upp- færslu, en þrátt fyrir það var þetta stórkostlegur viðburður og ánægjulegur - líka vegna þess hve vel tókst til. Klauspeter Seibel frá Hamborg stjórnaði. Mjög góð samvinna hefur tekist með honum og hljómsveitinni, ogárangur eftir því. Wagner-óperur eru næsta einstæðar að því leyti, að textinn skiptir meginmáli, enda leit tón- skáldið (sem jafnframt var textahöfundur) á verk sín sem sungin leikrit. Þeir sem voru svo heppnir að skilja þýskuna - en söngv- ararnir sungu allir mjög skýrt - eða vera með texta með sér, þurtu ekki að láta sér leiðast eina sek- úndu, jafnvel þótt þeir þekktu hið mikla verk ekki fyrir, en öðrum gæti þótt svona konsertupp- færsla nokkuð langdregin. Því nánast ekkert var gert til að koma leik-tilþrifum inn íflutninginn: t.d. hefði Hollendingurinn auðveld- lega getað hlaupið út af sviðinu þegar hann á að stökkva um borð í skip sitt í lokin, eða Daland skip- stjóri í sama þætti þegar hann gengur út úr her- berginu þegar þau hittast, Hollendingurinn og Senta, en í báðum tilfell- um settust þeir einfaldlega á stól. En því geri ég úr þessu mál, að sagt er að Metrópólitan-óperan hafi tekið það upp að varpa textum á tjald ofan við sviðið, þannig að óperu- gestir geti fylgst með í öllum smáatriðum, og í Kína er þetta gert líka, til að brúa bilið milli mál- lýska í Peking og Sjanghæ. Hinir útlendu söngvarar voru flestir hver öðrum betri. Danska söngkonan Lisbeth Balslev var í einu orði sagt stórkostleg í hlut- verki Sentu. Kunnáttu- menn segja mér að hún „sé á hraðri uppleið“ sem söngkona úti í heimi, og þarf engan að undra. Hún sameinaði geysimikinn og fínan söng, og ieikræn tilþrif. Þjóðverjarnir Hartmut Welker og Man- fred Schenk sungu Hol- lendinginn og Daland, báðir stórkostlega vel. Einnig að útliti hæfðu þeir hlutverkum sínum vel, Schenk sem róbúst norsk- ur sjóari og Welker fölur og knálegur, eins og hæfir slíkum örlagamanni sem Hollendingurinn fljugandi Mozartkvintett frumfluttur ■ Á háskólatónleikum 27. febrúar frumfluttu Daði Kolbeinsson og strengjakvartett óbókvint- ett Mózarts K.406, því talið er að hér á landi hafi þessi gerð verksins, þ.e. fyrir óbó og kvartett, ekki verið flutt fyrr. Um upp- haf verksins segir skráin þetta: „Mozart samdi strengjakvintettinn í C- moll K. 406 árið 1787 upp úr serenöðu sinni fyrir 8 blásara K. 388 frá árinu 1782, en sú serenaða er talin með bestu verkum meistarans.“ Óbókvintett- inn er sem sagt þannig til orðinn, að óbóið leikur rödd fyrstu fiðlu, en önnur hljóðfæri eru fiðla, tvær lágfiðlur og knéfiðla. Kvintett þessi er auðvit- að meistaraverk hið mesta, og sýnir hina furðu- legu tæknikunnáttu skáldsins. Athyglisverður í því viðfangi er 4. kaflinn, menúett, sem er keðju- söngur hinna ýmsu hljóð- færa frá upphafi til enda. Þar er tríóið al rovescio eða með speglun, þannig að stef tveggja hljóðfæra er spegilmynd stefa ann- arra tveggja. Svona lagað heyrir maður nú ekki, þótt um megi lesa í fræðibók- um þaðan sem viskan seytlar á síður tónleika- skránna, en athyglisvert á að vera. Bandaríkja- maðurinn Ronald Hamilt- on söng Erik veiðimann af rniklum krafti og umslætti, og Sigurður Björnsson sýndi ennþá einu sinni hve prýðiiegur söngvari og margreyndur hann er með því að gera ágæt skil hlut- verki stýrimanns. Hlut- verk Mary er vanþakklátt, a.m.k. í konsertupp- færslu, því lengstu aríu sína syngur hún í kapp við kvennakór, enda hvarf söngur Sylvíu Stone að mestu inn í hljóð kórs og hljómsveitar. Kórarnir, Fílharmónía og Karlakór Reykjavíkur, stóðu sig með mestu prýði. í upphafi 3. þáttar syngjast á þrír hópar: stúlkur, skipshöfn Dalands og skipshöfn Hollendingsins. Þetta var leyst á furðuleg- an hátt með spilverki gegnum hátalara - ég hélt að upptökukerfi hússins hefði bilað, og undraðist „sang froid“ stjórnandans að halda árum eins og ekk- ert hefði í skorist. En svo leið þetta hjá, og allt féll í Ijúfa löð. Þessi uppfærsla er meðal hinna ánægjuleg- ustu sem hér hafa heyrst lengi. Sig. St. er að bak við yndislega tónlist skuli leynast brögð af þessu tagi (sem Mozart var raunar fullur af). Daði Kolbeinsson er, ásamt Kristján Stephen- sen, helsti óbisti vor, en strengleikarar voru þær Júlíana Elín Kjartansdótt- ir (fiðla), Helga Þórarins- dóttir og Sesselja Hall- dórsdóttir (lágfiðlur) og Carmel Russill (knéfiðla), allar margreyndir kammertónlistarmenn. Enda voru þetta skemmti- legir og göfgandi tónleik- ar. Sig. St. IS,í!i!ifn BRAGAKAFFI250 gr SMJÖRLÍKI500 gr .vöruverð í r HRINGIR 1%, MEÐ BEIKONBRAGÐI HRINGIR MEÐ PAPRIKUBRAGÐI SKRÚFUR MEÐ PAPRIKUBRAGÐI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.