NT - 13.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 13.03.1985, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 13. mars 1985 4 Fréttir ~~~~~~~~ Hjónin Esther Magnúsdóttir og Halldór Einarsson. Litið á vélakostinn í nviu Hennes-fataverksmiðjunni. Um 150 umsóknir um 17 stöður í verksmiðjunni ■ í tilefni af opnun Hennes var gestum sýndur sportfatnað- ur frá Henson-verksmiðjunum. NT-myndir Stefán Lórus Pálsson. Nýrri fata- verksmiðju Hennes hf. fagnað á Akranesi: Frá fréttaritara NT á Akrancsi, S.L.P.: ■ Ný fataverksmiðja á Akra- nesi var formlega opnuð föstu- daginnS. marss.l. Verksmiðjan er í eigu Hennes hf. sem er dótturfyrirtæki hins velþekkta fyrirtækis Henson í Reykjavík og rekiðaf Halldóri Einarssyni. Hennes hf. bauð til veislu í húsakynnum verksmiðjunnar á Akranesi. Þar lýsti Halldór Ein- arsson aðdragandanum aö stofnun Hcnnes og byggingar- sögu verksmiðjunnar. Sagði hann að á síðasta ári hefði hann ákveðið að auka framleiðslu- getu fyrirtækisins, sem rekur verksmiðjur í Reykjavík og á Selfossi, og hefði Akranesbær boðið upp á ákjósanleg skilyrði. Framkvæmdir hófust fyrir um 6 mánuðum. Hús verksmiðjunn- ar er um 800 ferm. og er reist úr steinsteyptum einingum sem framleiddar eru af Skipasmiðju Þorgeirs og Ellerts. Mjög góð reynsla hafði fengist af þess háttar einingum við Fjölbrauta- skólann á Akranesi. Verkfræði- og teiknistofan á Akranesi hannaði húsið eftir hugmyndum eigenda. Er það í alla staði vistlegt og bjart. Burðarvirki í þaki eru úr I ímtré og vegghleðsl- ur úr sænskum múrsteini og setur það mjög aðlaðandi svip á vinnustaðinn. Sautján manns hefja störf hjá Hennes við að framleiða íþrótta- og sportfatnað, en gert er ráð fyrir að þegar þjálfun þeirra verður komin vel á veg verði starfsfólki fjölgað í allt að 40-50. Mikil ásókn er í störf hjá Henn- es hf. Þannig sóttu um 150 manns um störf þegar auglýstar voru þessar 17 stöður. Halldór kvaðst gera ráð fyrir mun meiri stöðugleika í starfsmannahaldi hér en á stór-Reykjavíkursvæð- inu. Sigrún Ciausen, formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness sagði í ávarpi, að hún fagnaði þessu nýja fyrirtæki og væri vonandi að fleiri fylgdu þessu myndarlega fordæmi Hennesar. Síðan var efnt til tískusýningar á vörum frá Henson. Forstöðumaður verk- smiðjunnar verður Skagamað- urinn Sigurður Lárusson. ■ Allir togararnir sem þátt taka í rannsóknunum eru smíð- aðir í Japan fyrir um 12 árum. Hér er einn þeirra, Drangey SK 1. ■ Allar upplýsingar frá leið- angrinum verða jafnharðan færðar inn á tölvu til úrvinnslu. Hér er Þórunn Þórðardóttir deildarstjóri ásamt þremur starfsmönnum stofnunarinnar. NT-mynd GE Góð samvinna sjómanna við Hafrannsóknarstofnun ■ Mikil og góð samvinna tókst milli sjómanna og Hafrannsókn- arstofnunar um undirbúning fyrir umfangsmiklar rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar sem nú standa yfir. í fréttatilkynningu frá stofn- uninni segir að skipstjórar úr öllum landshlutum hafi valið helming þeirra 600 staða þar sem togað verður en fiski- fræðingar hina. Fimm togarar taka þátt í rannsóknunum, og verður eins og áður segir, togað á 600 stöðum umhverfis landið, ailt frá grunnslóð og út á 500 metra dýpi. Um borð í hverjum togara eru fimm starfsmenn Hafrann- sóknarstofnunar sem safna upp- lýsingum. Þær eru settar jafn- harðan inn á tölvu til að flýta úrvinnslu. Tilgangur þessara rannsókna er að afla meiri vitneskju um þorskstofninn og aðra botnfisktegundir en nú er fyrir hendi segir í fréttatilkynning- unni. Ef vel tekst til nú, stendur til að endurtaka rannsóknirnar ár- lega með stöðluðum veiðarfær- um. Togararnir, sem þátt taka í rannsóknunum, eru Páll Páls- son ÍS 102, sem verður fyrir Vesturlandi og Vestfjörðum, Arnar HU 1, sem veröur fyrir Norðurlandi, Drangey SK 1, sem verður við norðaustanvert landið, Hoffell SU 80, við sunn- anverða Austfirði og Suðaust- urland, og Vestmannaey VE 54, sem verður út af Suðvestur- landi. Undirbúningi leiðangursins stjórnaði Ólafur K. Pálsson fiskifræðingur, en leiðangurs- stjórar um borð i togurunum eru fiskifræðingarnir Viðar Helgason, Sigfús A. Schopka, Guðni Þorsteinsson. Ólafur K. Pálsson og Einar Jónsson. Hávaðamengun út af flugi á Norðurlöndum: Verði dregið verulega úr henni fyrir árið 2000! ■ Vandamálin sem skapast af háværri flugumferð eru nú orðin svo umfangsmikil að við verð- um að komast að samkomulagi um framkvæmdir til að draga úr hávaðanum, sögðu umhverf- ismálaráðherrar Norðurland- anna á sameiginlegum fundi sín- um á þingi Norðurlandaráðs. Urðu menn sammála um að draga yrði verulega úr hávaða- mengun vegna fiugs fyrir árið 2000, sérstaklega í grennd við stærri flugvelli á Norðurlöndun- um. Komust ráðherrarnir að þeirri niðurstöðu að vinna bæri að sameiginiegri áætlun með þetta í huga, sérstaklega bæri að vinna að því að endurnýja núverandi flugflota með vélum sem væru hljóðlátari. Var sam- þykkt að gera skýrslu um málið í samvinnu við flugumferðar- stjórnir viðkomandi landa og þau flugfélög sem málið snerti. Það kemur fram í tilkynningu frá fundinum að nærri 1 milljón manna búi á svæðunum í grennd við stærstu flugvellina og valdi hávaði frá flugi þeim óþægind- um daglega. Vegna þess hversu samtengt flug er á Norðurlönd- um er talið eðlilegt að vinna að þessu máli í sameiningu. Bent er á að flugfélög á Norðurlönd- um muni á næstu 10 árurn endurnýja meginþorra flugflota síns, til að spara eldsneyti og draga úr hávaðamengun, og telja umhverfismálaráðherrarn- ir rétt að reyna að hraða sem mest þeirri endurnýjun. Ferðast fyrir Þjóðhátíðargjöf ■ Veitt hefur verið fé úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna í níunda sinn en fyrst var veitt úr honum 1976. Til úthlutunar í þetta sinn voru 512.000 krónur, og fengu eftirtaldir aðilar ferðastyrki: Sérkennarar við grunnskóla Reykjavíkur. ungtemplarar, Þjálfunarskóli ríkisins, Hjálpar- stofnun kirkjunnar, Björgunar- hundasveit íslands, Norsku- kennsla Miðbæjarskóla, Hrafn- ista, Sjúkrahótel Rauða kross- ins og Sálfræðideild skóla. Sjóðurinn varð til við sam- þykkt norska stórþingsins 1974, er þingið færði Islendingum 1 milijón norskra króna í ferða- sjóð. Sjóðurinn er geymdur í Noregi og ávaxtaður þar. Vaxtatekjur sjóðsins eru síðan til úthlutunar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.