NT - 13.03.1985, Blaðsíða 12

NT - 13.03.1985, Blaðsíða 12
líl' Miðvikudagur 13. mars 1985 12 Vidtal gert var. Og þegar menn eru að tala um að einhver hafi borið byrðarnar af minnkandi verðbólgu þá er enginn vafi á því að sjávarútveg- urinn hefur líka gert það. Hins vegar hefur iðnaðurinn yfirleitt gengið vel og ársfjórðungsleg bréf Félags íslenskra iðnrekenda bera það með sér. Og í fyrra, þá vildi fiskvinnslan fella gengið meira en iðnaðurinn gerði ekki þá kröfu. Húsnæðismál, lánskj ara vísitala - Aðgerðir í húsnæðismálum? í þessum 25 atriðum, sem við kynntum nýlega og voru nú aðeins vinnuplagg fyrir ríkisstjórn- ina, þá eru ýmis atriði sem þegar eru afgreidd. Til dæmis þetta með ráðgjafaþjónustuna. Önnur eru núna í vinnslu, t.d. þetta með sérstakan skattafrádrátt fyrir þá sem eru að kaupa hús- næði. Það er mál sem nú er verið að vinna að frumvarpi um. Og ég geri ráð fyrir því að það verði lagt fyrir ríkisstjórnina mjög fljótlega. - Og tekur gildi á þessu ári? - Því skal ég nú ekki svara. Það er ákaflega erfitt að koma með skattafrumvarp, þó það hafi nú verið tíðkað að koma með frumvarp á skattaárinu. - Nú hefur þessi möguleiki, að lengja lánin, verði gagnrýndur og það er sagt að það gagni húsbyggjendum lítið, en meinið liggi í lánskjara vísitölunni. Er það rétt að þú hafír látið reikna út hvað það mundi kosta ríkissjóð að hverfa frá lánskjaravísitölunni? - Já, það er búið að vinna mjög mikið í því, bæði á mínum vegum og á vegum félagsmálaráð- herra. Jú, það liggja á borðinu mínu ákveðnir útreikningar á því. Ég hef sagt sjálfur, að við ættum að afnema lánskjaravísitöluna. Og við eigum þá að fara með lán í húsnæðiskerfinu á fasta vexti og nota framlag ríkissjóðs til að greiða vaxtamun ef það er nauðsynlegt. Þetta er gert í einhverjum mæli í dag, því að t.d. það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir lána í þetta kerfi er með hærri vöxtum en lánað er út á, þannig að ríkisframlagið greiðir þann mun. En vandi húsbyggjenda er fyrst og fremst frá liðnum tíma. Og það er ekki þessari ríkisstjórn að kenna, þót NT hafi sagt það í leiðara. í bréfi kjararannsóknarnefndar hvað eftir annað, meðal annars nýútkomnu, þá er kaup- mátturinn reiknaður. Og þar kemur í Ijós að hann fór að falla 1982, og á milli fyrsta og annars ársfjórðungs 1983 var hann fallinn úr 107 og niður í 92. Og síðan áfram niður I 82 á síðasta ári. Og vitanlega var hrunið í þjóðarframleiðsl- unni það sem gerðist og fyrri ríkisstjo'rn var neydd til þess að skerða kaupmáttinn í nokkrum takti við það. Þessi ríkisstjórn gerði það líka. Þarna myndaðist vandinn. Hvernig ætla menn að lagfæra þetta? Ég held að það sé alveg vafalaust að með því þó að lengja lánin þá sé mönnum hjálpað, því þá dreifist þessi viðbótar- byrði á lengri tíma. Við vitum ekki enn hvað mundi kosta að taka þennan mun, og nota pennastriksaðferðina hans Alberts og strika hann út. Og þarna verður að gæta að því að sumir hafa staðið í skilum og lagt mikið á sig, selt bílinn sinn og annað og staðið í skilum. Eiga þeir þá einskis að njóta? Eiga það bara að vera þeir sem ekki hafa staðið í skilum, sem eiga að fá þennan bagga, á einn máta eða annan, brott numinn. Málið er alls ekki einfalt. Það er mjög góð hugmynd sem félagsmálaráðherra er að vinna að núna, sem er svokölluð biðreikningahug- mynd. Hún felst í því að þegar kaupmáttur eykst meira en lánskjaravísitala þá borgi menn meira inn á biðreikning, og fengju þar fulla vexti. Þegar kaupmátturinn dettur niður fyrir lánskjaravísitöluna þá yrðu þessir reikningar notaðir til að greiða inn á lánin, og jafnvel meira. Það gæti skapast skuld á þessum reikn- ingum. Vandinn er síðan hvernig gerir maður þetta aftur í tímann. Ég álít hins vegar að það sé svo stórt vandamál að ríkisvaldið hljóti að taka á þessum málum, og þá kannski í samráði við verkalýðs- hreyfinguna. Finnar ?erðu þetta 67. Afnámu verð- tryggingu fjármagns og borguðu muninn úr ríkissjóði í nokkur ár. Við vitum ekki nákvæmlega hvað þetta myndi kosta, enda fer það allt eftir því hvað verðbólga er mikil. - En hefurðu tölur um hvað það myndi kosta ríkisvaldið að hverfa frá lánskjaravísitölu og fara að nota t.d. byggingarvísitölu? - Ef lánskjaravísitölu verður breytt þannig að hún byggist eingöngu á byggingavísitölu, bæði innlán og útlán, þá verður það út af fyrir sig engin breyting. En fyrri skuldbindingum verður ekki breytt. Það er hægt að breyta upp á framtíðina, hætta að nota lánskjaravísitölu, en þá er það spurning hvort ríkissjóður, eins og í gegnum húsnæðis- kerfið, ætlar að lána á vöxtum undir verðbólgu- stigi og borga muninn. Það fer allt eftir því hvað verðbólgan er mikil. Finnar gerðu þetta ’67. Afnámu verðtrygg- ingu fjármagns og borguðu muninn úr ríkissjóði í nokkur ár. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það myndi kosta, enda fer það allt eftir hvað verðbólga er mikil. Þeir náðu síðan verðbólgunni hratt niður í 4-5% og eru komnir með raunvexti og hafa engar áhyggjur af því síðan, svo það var góð reynsla. Ég hef satt að segja, ekki miklar áhyggjur af framtíðinni í þessu tilliti. Og ég verð að segja það að þó að líklega sé pólitískt óhjákvæmilegt annað en að afnema lánskjaravísitöluna, ef við ætlum ekki að greiða vísitölu á laun, þá sé ég ekki í fljótu bragði að launþegar græði mikið á því, ef að kaupmáttur og lánskjaravísitala haldast nokkurn veginn í hendur. Og svoég vísi nú aftur í bréf kjararannsóknar- nefndar, þá hefur kaupmáttur lítillega hækkað frá fyrsta ársfjórðungi 1984, eða úr rúmlega 81, í yfir 82 stig. En það er viðurkennt að frá áramótunum ’83-’84 til loka þessa árs, þá verður ekki mikill munur á kaupmætti og lánskjaravísitölu, að meðaltali. Hins vegar fara þeir sem tóku lán í október og borga aftur í marsVoðalega illa út úr því. - En er ekki óeðlilegt að hækkanir á áfengi hafí hækkun á verði íbúða í för með sér? - Jú, það finnst mér óeðlilegt og það hefði verið gott að breyta því, en það er svo mikil andstaða hjá t.d. Seðlabankanum við breytingar sem þessar. Þeir segja að ef farið er að hræra í þessu fram og til baka þá rugli það grundvöllinn. - En þú talaðir um pólitíska nauðsyn þess að 1 afnema lánskjaravísitöluna? - Já, ég held að það sé nauðsynlegt. - Á þessu ári? - Ja, nú hefur verðbólgan hjaðnað mikið, og mér finnst að það þurfi að hafa einhvern aðdraganda. En mér finnst að það kæmi vel til greina að ákveða að það yrði frá og með næstu áramótum. En það verður að gæta sín á öllum svona koilsteypum í peningamálum. Og þá er líka spurningin hvort eigi að banna lánskjaravísitöluna. Seðlabankinn verður að reikna hana áfram, því það eru svo margar skuldbindingar með þessum kvöðum. En mér finnst hins vegar að það eigi að afnema hana úr húsnæðislánakerfinu. Pólitískt nef Nú hefur Framsóknarflokkurinn farið mjög illa út úr skoðanakönnunum og þú talar um pólitíska nauðsyn þess að afnema lánskjaravísi- töluna - hafíð þið nógu langt pólitískt nef? f fullt samráð næst við verkalýðshreyf ing una fyrir haustið þá er framtíðin björt - Það er nú svo, að ég tel að við höfum sterka tilfinningu fyrir því hvað er pólitískt vinsælt en ég er sannfærður um að sumt af því sem er pólitískt vinsælt, er ekki alltaf skynsamlegt. Ég er sannfærður um það. En það kom líka fram að ríkisstjórnin stóð mjög sterkt eftir mjög harða stjórn í 8 mánuði - mjög sterkt. En eftir þessa 8 mánuði var, að samkomulagi stjórnarflokkanna, farið út í visst stig af frjálshyggju. Losað um vextina. Ég held að það hafi verið mistök. Ég held að við höfum alls ekki verið tilbúnir. Reyndar skín í gegnum þá samþykkt sem ríkisstjórnin gerði að menn töldu að þetta þýddi um 2% hækkun á vöxtum, en bað varð miklu meira. Ég held sem sé að umrótið í þjóðfélaginu sé svo mikið að menn hafi alls ekki verið tilbúnir til þess að horfast í augu við svona hluti. Svo er náttúrlega alveg ljóst að sú kollsteypa sem varð í haust hefði riðið flestum ríkisstjórnum að fullu. í febrúar tókust frjálsir samningar vel að mínu mati, mjög vel, við spiluðum inn í þetta svona eins og þurfti. Þeir tókust ekki í haust. Og það er náttúrlega dálítið hart að þurfa að hlusta á suma, eins og suma skríbenta blaðanna, sem tala um frjálshyggjuna með öðru munnvik- inu, en ásaka svo ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gripið fyrr inn í. - Nú hefur ríkisstjórnin verið ásökuð um óþarfa hörku í uphafí verkfallsins í haust eins og t.d. að greiða ekki út laun? - Það var umdeilt. Það er engin launung að við vildum margir greiða út laun, en hins vegar var það fjármálaráðherra sem ákvað að greiða ekki út laun. Nú hefur það verið dæmt í héraðsdómi að það hefði ekki átt að greiða út laun, jú þetta hleypti vissulega einhverri hörku í deiluna. En ég átti við að það er deilt á okkur fyrir að koma ekki miklu fyrr með skattalækkun og þess háttar. Frjálshyggjan - Er það frjálshyggjan sem setti allt úr böndum. Þarf að snúa aftur frá því sem gert hefur verið í anda frjálshyggjunnar? - Ég vil nú kannski ekki segja:-. að hún hafi sett allt úr böndum, en það er engin launung að það eru skiptar skoðanir um frjálshyggjuna ekki bara á milli flokkanna heldur einnig t.d. innan Sjálfstæðisflokksins það er alveg Ijóst. Ég er alls ekki að útiloka að hér geti verið frjálsir vextir eins og víða erlendis. En þar sem svona svelti er á fjárhagsmarkaðnum, eins og hér, hef ég ekki trú á frjálsum vöxtum. Hins vegar, að stíga skrefið til baka frá því sem nú er er ekki auðvelt. Ég verð líka að viðurkenna það, sem kannski á lítið skylt við frjálshyggjuna að hér er 55% og kannski meira af fjármagninu erlent fjármagn. Við þá vexti ráðum við ekki neitt. Sjávarút- vegurinn greiðir nú yfir 10% í vexti af gengislán- Ríkisstjórnin stóð mjög sterkt eftir mjög harða stjórn í átta mánuði — mjög sterkt. En eftir þessa átta mánuði var, að samkomulagi stjórn- arflokkanna, farið út í visst stig af frjáls- hyggju- um. Við ráðum ekkert við það. Og þá segja náttúrulega sumir, er þá eitthvað réttlæti að halda niðri vöxtum á innlendu fjármagni sem er þá miklu ódýrara heldur en erlent fjármagn sem sumir eru neyddir til að nota? Ég held að svarið sé já. Við ættum að reyna að hafa eins og 3% raunvexti á innlendu fjármagni um tíma; reyna að halda því þar. Það er líka annað sem ég verð að viðurkenna. Hér er gífurlega stór markaður fyrir utan bankana. Það eru ekki nema svona 20-25% lánsfé sem kemur frá bönkum. Það kemur frá lífeyrissjóð- unum og það er hér mikil skuldabréfasala. Gj aldey risr eikningar erlendis Við erum ákaflega opið þjóðfélag að þessu leyti. Geta menn ráðið við að peningarnir fari ekki inn á gjaldeyrisreikninga erlendis. Hvað eru gjaldeyrisreikningarnir orðnir háir? Eitt- hvað á annan milljarð. Og ávöxtuðust ekki dollarareikningarnir um 34-35%? Þjóðfélagið er orðið svo opið. Þetta verð ég að viðurkenna, um leið og ég segi að við höfum ekki verið tilbúnir fyrir frjálsu vextina. Og fyrst þið minntust á kartöflurnar, þá verð ég að segja að mér finnst þeir vera orðnir kaþólskari en páfinn, ef við megum ekki, eins og þessi lönd í kringum okkur, vernda innlenda framleiðslu sem er ekki háð neinum samningum milli landa, með því að neita um innflutning. Við fáum ekki að flytja inn ost til Bandaríkj- anna, eins og við viljum. Við fáum úthlutað kvóta, 600 tonn á ári og fáum ekki að flytja inn nema í gegnum einhvern mann sem þeir velja sjálfir þarna úti. - Þú talar um vexti ágjaldeyrisreikningum og reikningum erlendis. Eg er viss um að þetta hljómar eins og gríska fyrir flesta þá sem lesa þetta. Er að vaxa upp hér ákveðin stétt manna sem er auðug? - Ég held að hún sé ekkert að vaxa upp endilega núna. Og ég hef spurt menn um þetta, sem til þekkja, og þeir segja að menn sem eiga mikla peninga núna, áttu miklar eignir áður. Og ég held að það sé miklu frekar fólk sem auðgaðist í eignum þegar vextir voru neikvæðir og menn gátu fengið lán. Nú hafi þeir sumir selt þessar eignir og hafa nú betra upp úr því að leggja fé sitt inn í banka. Ég las um einn sem seldi húsið sitt og keypti seglbát, og ætlar að sigla það sem eftir er æfinnar. Þetta var vörubílstjóri, en hann hafði þó eignast nægar eignir til þess. Mérfannst þetta mjög skynsamlegt hjá honum. Hann lagði afganginn inn á banka og ætlar að lifa á vöxtunum. En ég efast mjög um að það hafi myndast einhver ný stétt, þótt nú beri meira á henni, því nú kýs hún að fara öðruvísi með sínar eignir. Bleyjubörn velferðarsamfélagslns - Framsóknarflokkurinn stendur illa, miðað við skoðanakannanir, og hefur alltaf farið illa út úr samstarfí við Sjálfstæðisflokkinn. Nú spyrja 1 menn hvort hann sé kominn í stærðarflokk með Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum? - Nei, það held ég ekki. En það er rétt að við höfum oft átt í erfiðleikum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og það er hópur manna innan hans raða sem lítur samstarfið mjög hornauga, en ég verð nú ekki var við annað en að það sé líka stór hópur innan hans raða sem lítur samstarf við Alþýðubandalagið hornauga t.d. Ég er þeirrar skoðunar að það séu mjög I F.v. Magnús Ólafsson, Baldur Kristjánsson, Sverrir AJbertsson og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.