NT - 16.03.1985, Page 2

NT - 16.03.1985, Page 2
Laugardagur 16. mars 1985 2 ■ Stefán P. Mikaelsson: „Hef ■ Einar Pálsson: „Vesen ef misst alla kennslu.“ ekki verða próf.“ Önnin fallin ef deila leysist ekki fljótt! ■ „Ég hef misst alla kennslu," sagði Stefán P. Mikaelsson nemi á 5. önn í MH er NT hitti Laugarvatn: Frumsýna Sjö stelpur ■ Nemendafélag Mennta- skólans að Laugarvatni frumsýndi um helgina leikritið Sjö stelpur eftir Erik Thorstensson í þýð- ingu Sigmundar Arnar Arngrímssonar. Leik- stjóri er Bjarni Ingvars- son. Sýningar verða sem hér segir: Aratungu - mánudag, M.H. miðviku- dag, Selfossbíó - fimmtu- dag, Akranes - um helg- ina. hann að máli í skólanum í gær. Þar var hann í óða önn að mála listaverk á einn vegg skólans, ásamt félaga sínum Einari Páls- syni, sem einnig er á 5. önn, en þeir eru báðir með myndlist sem val. Töldu þeir félagar allar líkur á því að önnin væri fallin ef deilan leystist ekki innan tíðar. „Þetta væri dálítið vesen ef það yrðu ekki próf“ eins og Einar orðaði það. Þeim fannst báðum alveg rétt hjá kennurum að ganga út og þeir styddu þá, en vildu samt gjarnan að deilan leystist sem fyrst og kennurum yrði borgað almennilega. „Þá fáum við líka almennilega kennara" bætti þriðji nemand- inn við sem þarna var staddur og benti á að eins og launakjör- um væri nú háttað þá gætu skólarnir ekki keppt við hinn almenna vinnumarkað um bestu starfskraftana. Borgin hundsar Búseta: Engin svör enn bor- ist um lóðaúthlutun ■ Á borgarráðsfundi sem haldinn var s.l. þriðjudag lögðu fulltrúar Kvennframboðs, Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags fram fyrirspurn þess efnis, hvað ylli þeim drætti sem orðinn er á svari við lóðaumsókn Búseta fyrir byggingu 56 íbúða. Að sögn Guðrúnar Jónsdótt- ur, fulltrúa Kvennaframboðsins, þá hefur það dregist óeðlilega að svara lóðaumsókn Búseta sem barst borgarráði í júlí á síðasta ári. Sú beiðni var síðan ítrekuð í janúar, og þá tilteknar lóðir í Grafarholti, þar sem úthlutunar var óskað. Sagði Guðrún að Búseti hefði engin svör fengið enn sem komið er, þótt sífellt væri verið að afgreiða lóðir inni í borgarráði, bæði til fjölbýlis- og einbýlishúsa. En Búseti getur ekki sótt um lán til byggingarframkvæmda fyrr en samtökin hafa fengið lóðaút- hlutun. Nýrtogari - nýtt nafn ■ Nú virðist sem Landsbank- inn hafi lagt á hilluna áform sín um að taka beinan þátt í útgerð landsmanna, a.m.k. í bili, því bankinn hefur nú selt þennan eina togara sem hann átti. Þetta var togarinn Bjarni Herj- ólfsson sem Landsbankinn eignaðist á sínum tíma á nauð- ungaruppboði. Það var Ut- gerðarfélag Akureyringa sem festi kaup á togaranum og verður hann nú væntanlega skírður upp og gefið nafn í samræmi við aðra togara Ak- ureyringar. Nöfn Akureyrar- togaranna enda öll á -bakur svo sem kunnugt er; Sléttbak- ur, Harðbakur o.s.frv. Nú vænta menn þess fastlega að nýi togarinn verði látinn heita í höfuðið á seljandanum og skírður Landsbakur. Til munu þó þeir sem vilja breyta rithættinum örlítið og stafsetja nafnið með p-i, Landspakur. Veldur Shogun leigubílaskorti? ■ Það getur verið varhuga- vert að ætla sér að taka leigubí! á Akureyri á miðvikudags- kvöldi, a.m.k. með stuttum fyrirvara. Það fengu fulltrúar staðarvalsnefndar að reyna í vikunni, þegar þeir ætluðu að halda til móts við flugvélina, sem átti að flytja þá suður til Reykjavíkur. Hópurinn var seinn fyrir og þegar pantaðir voru þrír bílar á Bifeiðastöð Oddeyrar, fengust þær upplýs- ingar að enginn væri inni. Einn bíll kom þó eftir drykklanga stund og flutti hluta hópsins út á völl. Enn ieið og beið og| hinir fengu engan bíl. Þegar rúmar 15 mínútur voru svo í brottför vélarinnar, var pöntunin ítrekuð. Enn var _________ Fréttir___________________ „Stíllinn virðist einfaldur en margt býr undir niðri“ - um Helga Ólafsson stórmeistara í skák ■ Tveir íslenskir stórmeistarar að tafli. Helgi Ólafsson hefur leikið fyrsta leiknum í skák sinni við Guðmund Sigurjónsson á afmælismóti Skáksambands íslands fyrir skörnmu.NT-mynd: Ámi Bjama ■ Flestir íslenskir skákunn- endur og e.t.v. margir erlendir líka hafa lengi búist við að Helgi Óiafsson bættist í hóp alþjóðlegra stórmeistara. Tit- illinn hefur hins vegar látið lengur á sér standa en menn vonuðust til. Um hæflieikana hafa engir efast. Skýringanna er e.t.v. að leita í því að Helgi hefur undanfarin ár ekki teflt mikið á alþjóðlegum mótum, nema Ólympíumótum. Tveim af þrem áföngu að titlinum náði hann á alþjóðlegum skák- mótum á fslandi á síðasta ári. í keppnisskák gilda flóknar reglur um styrkleikamælingar og titla. Skákmeisturum eru reiknuð svokölluð Elo stig með ákveðnum aðferðum og skák- mótum er raðað í styrkleika- flokka eftir skákstigum kepp- enda. Síðan er reiknað út hversu marga vinninga skák- maður þurfi að hljóta á móti eftir styrkleikastigi hvers móts. Nái menn þrívegis ákveðnum lágmarksárangri hljóta þeir tit- il alþjóðlegs skákmeistara og nái menn síðan aftur þrívegis tilteknum árangri eru þeir út- nefndir stórmeistarar. Á mót- inu í Kaupmannahöfn voru 7 vinningar þessi lágmarks- árangur og þá vinningatölu tryggði Helgi sér með sigrinum í síðustu umferðinni. Einn þessara áfanga þarf að nást í opnu móti og tveir í lokuðu og gildir það jafnt um titla al- þjóðameistara og stórmeist- ara. Þessi tilhögun var tekin upp tiltölulega seint, en eftir þess- um reglum hafa bæði Helgi og Guðmundur Sigurjónsson unnið titla sína. Þegar Friðrik Ólafsson var að skjótast upp á stjörnuhimininn voru Elo stig ekki komin til sögunnar, en nefnd á vegum FIDE, Al- þjóðaskáksambandsins, út- hlutaði þessari æðstu gráðu skákmannsins og gerði strang- ar kröfur. Friðrik var útnefnd- ur stórmeistari meðan hann sat að tafli á millisvæðamóti í Portoroz, en þar vann hann sér rétt til þátttöku í 8 manna kandidataeinvígi um réttinn til að skora á heimsmeistarann. Þær reglur gilda reyndar enn í dag að sigur á millisvæðamóti þýðir sjálfkrafa að menn eru sæmdir stórmeistaratitli. Hinn nýi stórmeistari, Helgi Ólafsson, byrjaði skákferil sinn í Vestmannaeyjum, þar sem hann bjó í æsku. Hann fluttist til meginlandsins eftir gos og gerðist brátt virkur í skákinni á landsmælikvarða. Hann tilheyrir nýrri og sterkri kynslóð skákmanna sem kom fram á árunum eftir heims- meistaraeinvígið í skák í Laug- ardalshöllinni; auk hans eru fremstu fulltrúar þessarar kyn- slóðar Jón L. Árnason og Margeir Pétursson og litlu yngri er Jóhann Hjartarson. Þessir fjórir skipuðu aðallið íslands á síðasta Ólympíu- móti, og var liðið í stigum talið eitt af þeim 10 sterkustu sem þátt tóku í mótinu og árangur- inn var ekki langt frá að vera í samræmi við það. Eins og fyrr segir hefur Helgi upp á síðkastið teflt mest innanlands. Hann varð fyrst íslandsmeistari 1978 eftir ein- vígi við Hauk Angantýsson. Hann var um tíma reglulegur gestur á alþjóðlegu skák- mótunum sem um hríð voru haldin í Lone Pine í Bandaríkj- unum og þar öðlaðist hann titil alþjóðlegs meistara 1978. Síð- an varð nokkurt hlé á fram- gangi hans og ferill hans var nokuð skrykkjóttur. Hann varð þó aftur íslandsmeistari 1981, en þá var sterkasta ís- landsmót sem haldið hafði ver- ið fram til þessa. Lengi vel lá það orð á Helga að hann væri geysilega hæfileikaríkur skák- maður, sem gæti unnið hvern sem væri á góðum degi en ætti allra manna erfiðast með að þola tap. Hafi hann átt við þann veikleika að stríða hefur hann rjátlast af honum með aukinni reynslu. En þegar öllu er á botninn hvolft verða menn líklega ekki sterkir skákmenn nema þeir séu tapsárir. Guðmundur Arnlaugsson, sem manna mest skrifar um skák á íslandi hefur lýst skák- stíl Helga með þeim orðum að hann búi yfir fágaðri tækni og veitist auðveldar flestum öðr- um íslenskum skákmönnum að ná betra tafli út úr byrjuninni, og oft nægi honum lítill ávinn- ingur til sigurs. Hann lendi sjaldan í tímahraki en haldi andstæðingum sínum við efn- ið með hótunum, þannig að gjarna lendi þeir í tímahraki. „Þótt skákstíll hans virðist á studnum einfaldur býr margt undir,“ segir Guðmundur Arn- laugsson. Bandaríkjaforseti fús að ræða við Gorbachev enginn bíll inni og enginn svar- aði stöðinni. í því ók lögreglu- bifreið framhjá Hótel KEA, þar sem fulltrúarnir biðu, og þá datt einhverjum það snjall- ræði í hug að fá verði laganna til aðstoðar. Þeir brugðust við af alkunnum höfðingsskap og staðarvalsnefndarmenn kom- ust út á völl í tæka tíð. Ekki fengust fréttir af verustað leigubílstjóra bæjarins, en menn gerðu því helst skóna, að þeir sætu allir heima í stofu og horfðu á Shogun. Ég hef alltaf verið barngóður - vinurinn!

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.