NT - 16.03.1985, Page 3

NT - 16.03.1985, Page 3
Laugardagur 16. mars 1985 3 ■ Thor Vilhjálmsson og Lárus Ýmir Óskarsson taka á móti rússneska kvikmyndaleikstjóranuni Andrei Tarkovský á Keflavík- urflugvelli seinni partinn í gær. ni mynd Sverrir. Allir í háskólann: Málþing með An- drei Tarkovský ■ Sovéski kvikmyndaleik- stjórinn Andrei Tarkovský kom til landsins síðdegis í gær í þriggja daga heimsókn, í boði nefndar sem við hann er kennd. Tarkovský verður viðstaddur málþing, sem haldið er honum til heiðurs í hátíðarsal Háskóla íslands og hefst núna kl. 10 fyrir hádegi. Par mun Tarkovský flytja erindi um líf sitt og starf og svara spurningum þátttak- enda eftir því, sem tíminn leyfir. Öllum er heimill aðgangur. Hingaðkoma Tarkovskýs er endapunkturinn á glæsilegri kvikmyndahátíð, þar sem allar kvikmyndir hans hafa verið sýndar, og í gærkvöldi var hann viðstaddur sýningu á síðustu mynd sinni, Nostalgiu, í Há- skólabíói. Fiskvinnslufólk krefs mannsæmandi launa og atvinnuöryggis: „Helvíti hart að við skulum bera svo lítið úr býtum“ Eðlilegt að taka tillit til mikilvægis og ábyrgðar starfa ■ „Eðlilegt er að meira tillit sé tekið til ábyrgðar starfs- greina þegar rætt er um laun. Verðmæti sjávarafurða mun vera um 70-80% útflutnings- tekna og er það helvíti hart að við sem að þessari verðmæta- sköpum vinnurn, skulum bera jafn lítið úr býtum og raun ber vitni,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem „Félag verkafólks við fisk- iðnað“ (FVVF) hefur sent frá sér, þar sem lýst er megnustu óánægju með hvað kaupmáttur launa fiskvinnslufólks hefur rýrnað. Eftir 10 ára starf í fiskvinnslu segir FVVF mánaðarlaunin Hvítir máfar frumsýndir Frá Jóhanni Hanssyni, Seyðisfirði ■ Hvítir máfar, kvikmynd Stuðmanna, var frumsýnd á Seyðisfirði í gærkvöld við góðar undirtektir áhorfenda. Pegar haft var tal af nokkrum frumsýningargestum í hléi lýstu þeir mikilli ánægju með myndina. Myndin var sýnd í Félags- heimilinu Herðubreið, en verulegar endurbætur höfðu verið gerðar á húsinu svo sýningin mætti takast sem best. Kvikmyndagerðarmenn- irnir, sem komu til Seyðis- fjarðar um kvöldmatarleytið og þáðu kvöldverðarboð bæjarstjórnar, tóku á móti frumsýningargestum upp úr kl. 8 í gærkvöld og buðu upp á léttar veigar. Jakob Magnússon. einn kvikmyndagerðarmann- anna, sagði við það tækifæri að Seyðisfjörður hefði orðið fyrir valinu eftir að flogið hefði verið yfir alla staði á Austurlandi, en sagði að ef til vill hefði áhugi Valgeirs, sem ættaður er frá Seyðis- firði, átt þátt í staðarvalinu. Kvikmyndin verður sýnd í Reykjavík í kvöld.' 14.925 kr. ámánuði. Aðgefnum 5.500 kr. meðalbónus til viðbót- ar verði upphæðin 20.425 kr. á mánuði. Afþeirri upphæð saxist hins vegar af ýmsum ástæðuni; Bónus falli oft niður vegna lítils hráefnis og eins sé á löggiltum frídögum. Þá sé fiskvinnslufólk iðulega tekið af launaskrá í lengri eða skemmri tíma á ári eftir geðþótta atvinnurekenda og geti það atvinnuieysi varað frá nokkrum vikum upp í mán- uði. Þegar upp sé staðið geti meðal mánaðarlaunin því farið niðurfyrir 19 þús. krónur. FVVF lýsir stuðningi við breytingartillögu við lög nr. 19 frá 1979, sem liggur fyrir Al- þingi. Nái hún franr að ganga sé ekki hægt að segja fiskvinnslu- fólki upp nema tvisvar á ári og þá aðeins hálfan nránuð í senn. Hið ótrygga atvinnuástand fisk- vinnslufólks geri það að verkum að fólk sjái sér ekki fært að stoppa neitt í þessari atvinnu- grein, sem þó krefjist vandvirks og hæfs starfsfólks. „Fyrir gjaldeyrisöflun okkar fyrir þjóðarbúið krefjumst við mannsæmandi launa fyrir dag- vinnu og atvinnuöryggis," segir að lokum í yfirlýsingunni. Flaggskip allra flaggskipa — aðeins einn bíll til Við sýnum um helgina og næstu daga glæsivagninn Nissan Cedric V6 station Wagon SGL. Vélin er nýjasta Nissan vélin: 3000 cc bensínvél, 6 strokka, V6, 148 hestöfl meö yfirliggjandi knastásum. Vélin hefur hlotið ainróma lof um heim allan. Of langt mál yröi að telja hér upp hina ótal mörgu aukahluti sem bíl þessum fylgja. Sjón er sögu ríkari. Komið og lítið á þennan bíl sem aðeins er til einn af á Íslandi. Sýnum jafnframt fjölda annarra nýrra Nissan og Subaru bíla laugardag og sunnudag kl. 14 — 17. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.