NT - 16.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 16.03.1985, Blaðsíða 4
r w Laugardagur 16. mars 1985 4 l Jj Fréttir „Skýrslan vekur fleiri spurningar en hún svarar“ - segir Þóroddur Þóroddsson, starfsmaður Náttúrugripasafnsins ■ „Skýrslan vekur upp miklu fleiri spurningar en hún svarar, en hún gefur okkur ábendingu. Mér fínnst t.d. kortin sem fylgja henni mjög einkennilega dregin. Línurnar heföu mátt vera bæði breiðari og beinni. Þar eru einkennilegir hlykkir, en Norðmennirnir hafa vænt- anlega einhverjar skýringar á því,“ sagði Þóroddur Þórodds- son starfsmaður Náttúrugripa- safnsins og fulltrúi í samráðs- hópi heimamanna, þegar hann var spurður um bráðabirgða- skýrsluna, sem lögð var fram á miðvikudag. - Telurðu að það sé verj- andi að byggja álver við Dys- nes á grundvelli þess, sem kemur fram í skýrslunni? „Það á eftir að fara nánar út í smáatriði fyrir hvern bónda- bæ fyrir sig, við hverju megi búast. Það er hvergi hægt að ' segja nákvæmlega til um áhrif mengunarinnar, nema á þeim bæjum, sem eru allra næst. Þar verður ekki notaður gróður af landinu. Þá kemur svæði þar sem búast má við misjafnlega miklum áhrifum. Það getur verið, að á ákveðnum bæjum verði menn að fara í kartöflu- rækt og ekkert annað. Innan ytri línunnar, sem dregin er, er 41 bær. Þar af eru 10 bæir á austurströnd fjarðar- ins. Það er hugsanlegt, að allir verði fyrir einhverjum áhrif- um, en kannski ekki nema 5, sem verði fyrir alvarlegum á- hrifum. Áhrifin geta líka verið mismunandi frá ári til árs. Það fei líka eftir búskap á hverjum bæ, hvort það hefur eitthvað að segja, hvort maðurinn er með kartöflur og þrjár kýr - en þá breytir það engu fyrir hann - eða 30 kýr og einn kartöflu- poka,“ sagði Þóroddur Þór- oddsson. „Ekki hægt að meta skýrsluna á þessu stigi“ - segir Sveinn Jónsson, Búnaðarsambandinu ■ Sveinn Jónsson fulltrúi Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar í samráðshópnum telur, að ekki sé hægt að meta skýrsluna eftir þennan eina fund. „Það eru svo mikil frávik í skýrslu Norðmannanna og þeir sjálfir hafa fyrirvara um 20-50% virkni. Þess vegna finnst mér, að við getum ekki metið hana á þessu stigi málsins," sagði Sveinn. - Það er því ekki hægt að segja hvort forsvaranlegt sé að byggja þarna álver, eða ekki? „Nei, það er ekki hægt út frá þessari skýrslu. Hins vegar vonast ég til, að þær niðurstöð- ur verði sendar út og birtar opinberlega, og þær verði dregnar saman af bestu manna yfirsýn.“ - Ertu sjálfur fylgjandi ál- veri við Eyjafjörð? „Það fer mjög mikið eftir því hverjar þessar niðurstöður verða. Mér finnst, að þær ættu að vera leiðarljós í því,“ sagði Sveinn Jónsson. Álvervið Eyjafjörð? Hvað segja heimamenn um mengunarskýrsluna? ■ Viðbrögð Eyfirðinga við bráðabirgðaskýrslunni um mengun frá hugsanlegu álveri eflir. við Eyjafjörð, sem kynnt var á miðvikudag, voru á ýmsa lund. Eitt eru þó flestir NT ræddi við fjóra fulltrúa úr samráðshópi heimamanna eftir fundinn með sammála um, og það er að skýrslan gefi ekki eins skýr svör og menn vonuðust kannski staðarvalsnefnd og spurði þá álits á skýrslunni. Fara viðtölin hér á eftir. „Mengunarsvæðið er miklu minna“ - segir Jón Sigurðarson ■ „Höfuðniðurstaða mín er sú, að svæðið þar sem einhver áhrif geta orðið, er miklu minna en verið hefur í al- mennri umræðu hér. Menn hafa látið frá spr í ræðu og riti, að það sé verið að stofna í hættu landbúnaðarhéruðunum suður af Akureyri. En það er langt frá því. Það er búið að þrengja hringinn verulega." Þetta sagði Jón Sigurðarson fulltrúi atvinnumálanefndar Akureyrar. Hann sagði, að önnur niðurstaða væri sú, að búið væri að afmarka svæðið, sem þyrfti að kanna miklu nánar, og því væri ekki hægt að segja til um áhrif mengunar- innar þar. - En telurðu, að á þessari stundu sé hægt að segja hvort það sé fýsilegur kostur að reisa álver þarna? „Nei, ég mundi ekki treysta mér til að segja já eða nei, með mengunarþáttinn í liuga, fyrr en ég hef fengið endanlega skýrslu. Þetta er í raun og veru bara vinnuplagg." - Verður lokaskýrslan eitthvað öðruvísi? „Hún verður nokkuð mikið ákveðnari, en hún fríar engan frá því að taka persónulega afstöðu til málsins," sagði Jón Sigurðarson. „Lakari niðurstaða en ég gerði ráð fyrir" - segir Ólafur Vagnsson ■ Ólafur Vagnsson fulltrúi Náttúruverndarnefndar Eyja- fjarðarsýslu gagnrýndi þann stutta fyrirvara, sem var á boð- un fundarins, þar sem heima- mönnum hefðu ekki borist gögnin fyrr en í síðustu viku. En telur hann, að það sé fýsi- iegt að byggja álver við Eyja- fjörðinn, á grundvelli þeirra gagna, sem lögð voru fram á fundinum? „Það eru líkur á því, að menn túlki það nokkuð hver með sínum hætti, eftir því hvernig þeir eru stemmdir í málinu. Mér finnst þetta vera lakari niðurstaða, en ég háfði gert ráð fyrir. Það er stærra svæði innan þeirra marka, þar sem menn telja hættu á tjóni fyrir gróður og dýralíf. Mér finnst þetta því ekki fýsilegur kostur. Hins vegar er það matsatriði. Sumir telja kannski, að það geri lítið til þó að búskapur leggist niður á einum tuttugu jörðum.“ - Þannig að þú ert á móti álverinu á grundvelli þessara upplýsinga? „Já, ég myndi segja það“. - En ertu almennt á móti álveri á þessum stað? „Ég hef alltaf verið með efasemdir fyrir þetta svæði. Hér er staðviðrasamt og ég hef alla tíð verið hræddur um, að niðurstaðan yrði frekar nei- kvæð hér, miðað við önnur svæði, þar sem ekki er eins samfelldur gróður og búskap- ur, og þar sem einnig er meiri loftdreifing á mengunarefnun- um. Það er staðviðrið, sem gerir það að verkum, að þarna verður mikil mengun á mjög ákveðnu svæði,“ sagði Ólafur Vagnsson. Eigið hverfi sem tákn fyrir eitthvað stærra Sænski rithöfundurinn Jacques Werup í Norræna húsinu í dag ■ „Ég hef einu sinni áður komið til íslands. Mig minnir að það hafi verið 1974, þegar veturinn var sem svartastur um miðjan janúar. Ég lék á saxófón á þessum árum og kom til að spila undir Ijóðalestur sænskra og íslcnskra Ijóðskálda. Þetta var svona nokkurs konar ljóða kabarett, sem var mjög nýstárlegt þá. Við ferðuðumst um landið og það kom alls staðar fullt af fólki. Ég man að við komum líka fram hérna í Norræna húsinu og það er sérkennileg tilfinning að sitja hérna aftur og að koma hér fram. Ég ætla að nota daginn til að velta fyrir mér hvað hefur gerst þessi ár sem liðin eru síðan ég var hérna síðast.“ Það er sænski rithöfundurinn Jacques Werup, sem hefur orðið. Hann les upp úr verkum sínum í Norræna húsinu í dag á bókmenntakynningu á vegum sænskudeildar Háskólans. Wer- up er Skánverji, uppalinn í Malmö og býr nú úti í sveit í Suðaustur-Skáni. Þ.e. þegar hann er í Svíþjóð. Hann er mikill ferðalangur og undan- farna vetur hefur hann dvalið í París. „Ég var orðinn þreyttur á mínu eigin tungumáli og hafði þörf fyrir að kynnast nýju menning- arumhverfi og læra nýtt tungu- mál. Ég hef skrifað margar bækur og ég var hræddur við stöðnun, sérstaklega hvað varð- ar málnotkunina. Það er hollt fyrir rithöfund að kynnast nýju tungumáli. Maður er þvingaður til að byrja að hugsa hluti upp á nýtt. Utlendingur lendir á á- kveðinn hátt utangarðs. Maður týnir sjálfsímyndinni og verður að finna hana upp á nýtt. Það er hollt fyrir manneskju sem lifir af málinu ef svo má segja. Sjálfur er ég rithöfundur sem á mjög létt með að skrifa og slíkt vekur alltaf tortryggni. Ég hef orðið tortrygginn út í sjálfan mig af þessum sökum. Þess- vegna hefur verið gott fyrir mig að hvíla mig á sænskunni og takast á við hana upp á nýtt. Núna fæst ég lítið eitt við þýð- ingar úr frönsku yfir á sænsku.“ Werup hefur skrifað 14 bækur, 7 skáldsögur og 7 ljóða- bækur, og telur gott fyrir skáld- sagnahöfund að aga tungutak sitt af og til við ljóðagerð. En um hvað fjalla sögur hans? Hann reynir að skýra það með nokkrum orðum. „Sú saga mín sem hefur fengið bestar móttök- NT-mynd: Ámi Bjama Jacques Werup. ur er „Casanovas senare resor." Þar greinir frá Casanova dagsins í dag, afkomanda þess, sem uppi var á 17. öld. Hann ferðast um gjörvallan heiminn og leitar að hinni altæku ást. Ég held að höfuðtemað í mínum sögum sé heimþráin, leit mannsins að ein- hverjum miðpunkti heimsins. Slíkur miðpunktur er ekki til að mínu mati. Hann er helst þar sem þú hefur vaxið upp.“ Og Werup setur fram heimspeki sem lætur kunnuglega í íslensk- um eyrum. „Sá sem býr í Stokkhólmi eða New York telur gjarna að hann búi nær atburðunum en ég sem bý upp í sveit á Skáni. En þetta er ekki þannig. Það er í þínu hverfi sem hlutirnir gerast. hvort sem það er Stokkhólmur, eða sveit á Skáni. Ég reyni að fjalla um það sem ég þekki af eigin reynslu og gera það tákn fyrir eitthvað stærra."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.