NT

Ulloq

NT - 16.03.1985, Qupperneq 10

NT - 16.03.1985, Qupperneq 10
Húsavík: íslenskt leikrit frumflutt ■ Leikfélag Húsavíkur frum- sýndi í gær nýtt íslenskt leikrit „Ástin sigrar“, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þórhallur Sigurðs- son er leikstjóri og er það í fyrsta sinn sem hann leikstýrir áhugaleikhúsi utan Reykjavík- ur. Þórhallur hefur í seinni tíð snúið sér meira að leikstjórn og lcikstýrði fyrir skömmu leikriti Ólafs Hauks „Milli skinns og hörunds“ sem sýnt var í Þjóð- leikhúsinu við góðar undirtekt- ir. Eins og nafn hins nýja leik- rits ber með sér kemur ástin nokkuð viðsögu. Aðalpersónan Hermann er tónlistarmaður sem hefur verið giftur í 15 ár. Slitnað hefur upp úr hjóna- bandinu og inn á heimilið er komin ung stúlka sem ekki er eins dugleg við matseldina og sokkaþvottinn og sú sem fyrir var. Þetta reynist tónlistar- manninum nokkuð erfitt og því fer hann ásamt vini sínum Nóa tannlækni á stúfana til að endurheimta eiginkonuna. Eiginkonan hefur aftur á móti fundið sér nýjan elskhuga, vaxt- arræktarmanninn Hall Her- bertsson og hittir Hermann þar fyrir öflugan keppinaut. Þetta er í mjög stuttu máli söguþráður verksins og hefur Ólafur Haukur skrifað sntellinn texta sem vafalítið á eftir að kitla hláturtaugar leikhúsgesta. Með helstu hlutverk í leikn- um fara Jón Friðrik Benónýsson sem leikur tónlistarmanninn, Anna Ragnarsdóttir leikur Dóru eiginkonuna, Snædís Gunnlaugsdóttir leikur Kristínu og Arnar Björnsson sem leikur Nóa tannlækni. Laugardagur 16. mars 1985 10 ■ Tannlæknirinn og tónlistarmaðurinn komnir á kaf í vaxtarræktina. Arnar Björnsson, Þorkell Onnursýning verðurásunnu- ■ Snædís Gunnlaugsdóttir og Jón Friðrik Benónýsson. Björnsson Og jón Friðrik Benónýsson. Mynd: Sigurður Sigorðsson. daglltn kl. 16. Mynd: Arnar Björnsson. „Það má vera dauður maður sem ekki getur hlegið á sýningunni" ■ „Leikfélag Húsavíkur verð- sýningu á nýju íslensku leikriti,“ maður L.H. í samtali við NT ur 85 ára á þessu ári. Því fannst sagði Anna Ragnarsdóttir for- „Arið 1900 var stofnað hér okkur við hæfí að ráðast í frum- maður L.H. í samtali við NT Sjónleikafélag Húsavíkur en ■ Það gengur á ýmsu í „Ástin sigrar“. Anna Ragnarsdóttir og Jón Friðrik Benónýsson. Mynd: Arnar Bjömsson. „Hér fær maður útrás“ ■ Með eitt af aöalhlutverkun- um í „Ástin sigrar" fer Snædís Gunnlaugsdóttir. Hún á ekki langt að sækja leikhúsáhugann, móðir hennar Herdís Þorvalds- dóttir hefur um langt árabil verið ein af snjallari leikurum þjóðarinnar. Bróðirinn Hrafn Gunnlaugsson er kunnur leik- stjóri og kvikmyndagerðar- maður og systirin Tinna hefur haldiö merki Ijölskyldunnar á lofti með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. En norður á Húsavík býr Snædís sem kaus lögfræðina fram yfír ieiklistina. „Ég hef einu sinni verið tekin í blaðaviðtal þegar blaðamaður Tímans ræddi við mig í tilefni af útvarpsleikriti sem ég tók þátt í. Þá var ég sjö ára gömul og lék í leikriti eftir frænda minn Agnar Þórðarson. Leikritið hét „Ekið fyrir stapann" og ástæðan fyrir því að ég var mcð var sú að móðir mín lék aðalhutverkið og það vantaði tvær litlar stelpur í leikritið og því vorum við Tinna fengnar. Ég var lika pínulítið með í Þjóðleikhúsinu og lék litlu stelpuna í „Pétri Gaut“ og negrastelpuna. í „Kraftaverk- inu“. Ætli ég hafi ekki verið 10-11 ára. Eitt árið þegar ég var í menntó tók ég þátt í Herranótt árið 1928 var félagið endur- skipulagt og þá undir nafninu Leikfélag Húsavíkur.“ Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í leikhúsmálum þekkja vafalítið eitthvað til leiklistar á Húsavík. Á staðnum hefur löngum verið mikill leiklistar- áhugi og hefur leikfélagið oft ráðist í stórar sýningar á hinu litla sviði samkomuhússins. Nægir í þessu sambandi að minnast á „Fiðlarann á þakinu“ sem sýndur var 39 sinnum, en þar fór hinn ágæti leikhúsmaður Sigurður Hallmarsson með hlut- verk Tevye og hlaut mikið lof fyrir. Anna Ragnarsdóttir hefur verið formaður L.H. tvö s.l. ár og hún var spurð að því hvenær afskipti hennar af leikhúslífinu hafi byrjað. „Ég er búin að vinna með L.H. síðan 1975 en það ár tók ég þátt í námskeiði hjá Baldvin Halldórssyni. í lok námskeiðs- ins sýndum við atriði úr nokkr- í uppfærslu Brynju Benedikts- dóttur á „Lysiströtu". Eitthvað hefur þú fengist við leiklistina eftir að þú komst til Húsavíkur? „Ég kom til Húsavíkur árið 1977 og það eina sem ég vissi um staðinn var hótelið og leikfé- lagið og það lá beinast við að koma við í leikhúsinu eftir að hafa kíkt á hótelið. Mitt fyrsta hlutverk hér var í Skjaldhömr- um Jónasar Árnasonar en þá lék ég Leutinant Stanton. Einnig tók ég þátt í sýningu L.H. á Fjalla-Eyvindi og lék þar Höllu. Bæði þessi leikrit voru sett upp af Sigurði Hallmarssyni og það er ákaflega skemmtilegt að leika undir stjórn Sigurðar. Einnig hef ég tekið þátt í fleiri uppsetn- ingum. Hvað geturðu sagt um þetta lcikrit? „Þetta er mjög skemmtilegt verk, og það eru skemmtilegir karakterar í leikritinu. Ég leik unga og saklausa stúlku, Krist- ínu, sem er hrein og bein og lifir um leikritum og þar með hófust mín kynni af leiklistinni. Ég hef nokkrum sinnum verið með í smærri hlutverkum og þá lék ég Ingunni í uppfærslu Gunnars Eyjólfssonar á Pétri Gaut. Þeg- ar ég byrja með leikfélaginu er ég búin að koma mér í ýmsan annan félagsskap en smám sam- an hefur annað orðið að víkja. Maður er raunar heillaður af því sem hér fer fram og ég er nánast búin að reyna flest hér í leikhúsinu annað en að leikstýra og stjórna ljósum og hljóðum. Þeir sem ekki hafa nægan áhuga, starfa ekki nema í 1-2 ár með félaginu. Þetta er mikil vinna sem reynir á fórnfýsi heimilanna og þá sem næst manni standa." Nú er þetta 3. verkefni félags- ins í ár? „Já við hófum leikárið með því að taka upp Sölku Völku frá fyrra leikári. Fyrir ármótin sýndum við barnaleikritið Gúm- mí-Tarsan sem gekk mjög vel. Við höfum áður frumsýnt ís- lenskt leikrit eftir Jónas Árna- son „Hallelúja" hét það og var sýnt leikárið 1980-’81. Þá létum við þýða fyrir okkur finnskt leikrit „Konurnar frá Niskavo- uri“ sem við sýndum fyrir nokkrum árum. Leikfélagið hefur oft ráðist í mannmargar sýningar. Hvernig gengur að fá fólk til starfa? „Það gengur misvel og ef um stór verkefni er að ræða þarf stundum að leita vel og lengi en það hefst alltaf. Þetta er auðvit- að merkilegt í ekki stærrabæj- arfélagi sem sést best á þeim sýningum sem við höfðum ráðist í t.d „Fiðlarann” og „Sölku Völku“. Við höfum aldrei sett það fyir okkur að ráðast í stór- verkefni." Hvað um þetta nýja leikrit? Það er óneitanlega mjög gam- an að fást við nýtt íslenskt leikrit og það ýtti mjög undir okkur að við fengum Þórhall Sigurðsson til starfa með okkur. Þeir Ólafur Haukur og Þorhall- ur hafa áður sýnt að þeir geta gert góða hluti. Þeir sýndu það með leikriti Þjóðleikhússins „Milli skinns og hörunds“. Lofarðu leikhúsgcstum góðri kvöldstund? „Ég nota orð leikstjórans sem hann viðhafði nýlega á æfingu. Það má vera dauður maður sem ekki getur hlegið að þessari sýningu. Fari fólk með það í huga að skemmta sér þá mun það vafalítið gera það í ieikhús- inu okkar.“ a.b. heilbrigðu lífi. Hún vill hat'a góð áhrif á þá sem eru í kringum hana. Það er einmitt það sem vantar í þjóðfélagið í dag að menn séu jákvæðir. Verkið vek- ur upp jákvæðar tilfinningar og vonandi sjá menn jákvæðu hlið- arnar á tilverunni. Mér finnst þetta leikrit vera svolítið ólíkt Ólafi Hauki. Hannhefurskrifað öðruvísi texta í verkum sínum áður. Hvað er það sem dregur þig í leikhúsið? „Ég hef alltaf haft gaman af leiklist og mér finnst gott að hafa hana sem hobbí en ekki að lifibrauði. Hér fær maður einhverja útrás og þörf fyrir að skapa eitthvað. Állt starf í kringum þetta er skemmtilegt og þegar vel gengur er gaman að vera með.“ -ab. ■ Snædís Gunnlaugsdóttir ieikur ungu stúlkuna Kristínu. Mynd: Arnar Björnsson.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.