NT - 16.03.1985, Page 14

NT - 16.03.1985, Page 14
lít Laugardagur 16. mars 1985 14 Sjónvarp kl. 21.35 - sunnudag Rauðhærð afturganga í sjónvarpshúsinu! ■ Sigurjóna Sverrisdóttir í DRAUGASÖGU. ■ Ný íslensk sjónvarpsmynd er á dagskrá Sjónvarpsins á sunnudagskvöld. Nafn mynd- arinnar er „DRAIJGA- SAGA“. Höfundareru (fddur Björnsson og Viðar Víkings- son, sem einnig er leikstjóri. Kvikmyndatökumaður er Örn Sveinsson. Blaðamaður NT talaði við hann og forvitnaðist um hvernig myndatakan í sjón- varpshúsinu hefði gengið fyrir sig, en í því húsi gerist myndin aðallega. Örn sagði: „Það var mjög skemmtileg reynsla, að vinna við þessa ntynd. Þetta er krefjándi verk- efni. Myndin er tckin meira í myrkri og aö köldlagi en geng- ur og gerist með kvikmyndir. Svo er hún tekin hér innan veggja Sjónvarpsins að miklu leyti, svo þetta er svolítið öðru- að komast að þegar allir voru við vinnu, og svo átti jú myndin að meslu að gerast að nætt r- lagi. „Þetta gekk bara eins og í sögu, og ég hafði gaman af að vinna við Draugasögu. Það þurfti töluvert að spekúlera í lýsingu og myndatöku, því að aðstæður voru svo sérstæðar. Nú í dag (þriðjudag) er ég að litgreina myndina, íhuga liti og grófleika á filmu og annað tæknilegs eðlis, en við, sem höfum unnið svona mikið í myndinni, erum ekki vel færir að segja til um hvort myndin er skemmtileg eða ekki. Maður er orðinn of flæktur í málið til að geta dæmt um það. En ég get lofað áhorfendum því, að þarna eru ýmsar mjög spenn- andi senur. Það er þó ekki svo gott að tala rnikið um efnið fyrirfram, það getur eyðilagt eftivæntingu áhorfendanna," sagði Örn Sveinsson. Örn sagði, að stjórnunin við upptöku myndarinnar hefði mest hvílt á herðum Viðars Víkingssonar. í aðalhlutverkum eru Sigur- jóna Sverrisdóttir og Kristján ■ Örn Sveinsson kvikmyndatökumaður (t.v.) og Viðar Víkings- son leikstjóri og annar höfundur inyndarinnar. (NT-mynd svcrrír) vísi verkefni en maður er vanur að vinna." - Nú er myndin mikið tckin að nóttu til í Sjónvarpshúsinu. Uröuð þiö vör við nokkurn draugagang í húsinu? „Nei, þaö komst enginn hús- draugur í spilið hjá okkur," sagði Örn og hló. Hann sagði að myndatakan sjálf hefði tek- ist vel og verið lokið á um það bil mánuði. Mikið var unnið á nóttunni, því ekki var svo gott Franklín Magnús. Aðrir leikarar eru: Rúrik Haralds- son, Þorsteinn Hannesson, Guðmundur Ólafsson og Kristbjörg Kjeld. Kvikmyndatöku sá Örn Sveinssop um. Hljóð: Agnar Einarsson. Klipping: ísidór Her- mannsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. „Myndin gerisl að mestu innan veggja sjónvarpshússins. Þar eiga sér stað dularfullir atburðir að næturlagi og sögur komast á kreik um ískyggilega rauðhærða afturgöngu. Förð- unardama og ungur nætur- vörður sýna málinu sérstakan áhuga," segir í kynningu Sjón- varpsins á myndinni „Drauga- sögu“. ■ Þorvaldur Halldórsson og börn úr sunnudagaskóla Grensás- kirkju taka lagið í Stundinni okkar á sunnudaginn. Sjónvarp sunnudag kl. 17.10: Lögf ræðingur í Hnetulundi fór að hann fékk sjónina aftur, en María lifir enn í sínum formyrkvaða heimi. í þættinum nú á sunnudag snúa Adam og María aftur heim í Hnetulund og hann setur þar upp lögfræðiskrif- stofu. Þýðandi Hússins á sléttunni er Óskar Ingimarsson. ■ María og Adam flytjast aftur til Hnetulundar. Sjónvarp sunnu- dag kl. 18.00: Þorvaldur Halldórs* son syng- ur í Stund- inni okkar ■ Að venju kennir ýmissa grasa í Stundinni okkar á sunn- udaginn, sem hefst kl. 18. Þar leikur Lóló, sem Elfa Gísladóttir leikur, sér við gæludýrin sín og segir ýkjusög- ur. Þar syngur Þorvaldur Hall- dórsson með börnum úr sunnudagaskóla Grensás- kirkju. Ömar Konráð, tann- læknir í „Litlu hryllingsbúð- inni“ afhendir þar verðlaun fyrir síðustu getraun og raun- verulegur tannlæknir kemur við sögu ásamt ungum gesti á stounni hjá honum. Smjatt- pattar verða á ferðinni og fleiri gestir. Umsjónarmenn Stundarinn- ar okkar eru Ása H. Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upptöku annast Andrés Indriðason. ■ Á sunnudagkl. 17.10verð- ur í sjónvarpi enn einn þáttur af Húsinu á sléttunni, og þykir mörgum enginn sunnudagur vera nema megi ganga að þeim sívinsæla þætti á sínum stað í dagskránni. Jafnóðum og ein- hverjir áhorfendur „vaxa upp úr því“ að horfa á og fylgjast með Ingalls-fjölskyldunni og nágrönnum hennar í Hnetu- lundi, koma aðrir í staðinn. Oft hefur áhorfendum runn- ið til rifja ýmsar raunir Ingalls- fjölskyldunnar og bágt var að sætta sig við að María yrði blind á sínum tíma. Hún giftist skólabróður sínum á blindra- skólanum, Adam Kendall. Svo Útvarp sunnudag kl. 15.15: H an n san ndi ■ » Þi jóð- [ söng“ Hafnarf jarðar Dagskrá um Friðrik Bjarnason ■ Á sunnudag kl. 15.15 er þáttur um Friðrik Bjarnason tón- skáld í útvarpinu. Þar flyturStef- án Júlíusson rithöfundur minn- ingarbrot sín um Friörik og flutt verða lög eftir hann. Stefán Júlíusson þekkti Friðrik Sjónvarp sunnudag kl. 20.55: Stiklað um í Fjörðum ■ Á sunnudagskvöld kl. 20.55 verður 20. Stiklu-þáttur Ómars Ragnarssonar. í þessum þætti er stiklað um á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Meðal annars er farið úr Höfðahverfi í fylgd með Haraldi Höskuldssyni á Réttarholti norður í Fjörðum, En svo eru eyðifirðirinr Hval- vatnsfjörður og Þorgeirsfjörð- ur nefndir. mjög vel, en Friðrik var fyrst söngkennari hans í barnaskóla og síðar voru þeir samkennarar um árabil. Þar að auki var Stefán góður vinur þeirra hjóna alla tíð frá barnaskólaárunum. Það eru þessi kynni sem Stefán ætlar að segja undan og ofan af og í því sambandi fljóta með nokkrar smá sögur. Inn á nrilli verða svo leikin nokkur kunnustu lög Friðriks, s.s. Fyrr var oft í koti kátt, til að tninna útvarpshlustendur á hver er höfundur þeirra. Friðrik Bjarnason dó 1962 og var þá 82 ára gamall. Hann hafði frá 1908 átt heima í Hafnarfirði, verið þar söngkennari til 1946 og organleikari við Þjóðkirkjuna 1914-1950, eða í 36 ár. Hann var ■ Friðrik Bjarnason tón- skáld átti allan sinn starfsaldur í Hafnarflrði. Stokkseyringur að ætt og upp- runa og þeir Páll ísólfsson voru bræðrasynir, báðir af Bergsætt, en í þeirri ætt er geysilega mikið söng- og músíkfólk. Friðrik byrj- aði að spila og semja lög mjög ungur, áður en hann byrjaði skólagöngu, en hann varð kenn- ari frá Flensborg 1904. Friðrik Bjarnason er höfundur „þjóðsöng" Hafnarfjarðar. Þú hýri Hafnarfjörður, og samdi kona hans, Guðlaug Pétursdótt- ir, textann. Laugardagur 16. mars. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð- Ástríður Fiaraldsdóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinaa. f f .20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Flelgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Hér og nu Fréttaþáttur I viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son. '20.00 litvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslenskt mál 16.30 Bókaþáttur 17.10 Á óperusviðinu 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Á hvað trúir hamingjusam- asta þjóð í heimi? . 20.20 Harmónikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.50 Sögurstaðir á Norðurlandi. Hólar í Hjaltadal. Annar þáttur. Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. (Rúvak). 21.35 Kvöldtónleikar Þættir úr si- gildum tónverkum. 22.00 Lestur Passíusálma (36). 22.15 Veðurfregnír. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Minervu. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 17. mars 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveitin „101-strengur" leikur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa i Dómkirkjunni. Org- anleikari Helgi Pétursson. Stjórn- andi Dómkórsins er Marteinn H. Friöriksson. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Forvígismaður í orði og verki. 14.35 Frá tónleikum kammer- músikklúbbsins í Bústaðar- kirkju 25. nóv. sl. 15.15 Þáttur um Friðrik Bjarnason tónskáld. Stefán Júlíusson rit- höfundur flytur minningarbrot og flutt verða lög eftir tónskáldið. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. 17.00 Frá tónlistarhátíðinni í Salz- burg sl. sumar. 18.00 Vetrardagar Jónas Guð- mundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. ,19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og umræðuþátttur um fréttamennsku , og fjölmiðlastörf. Umsjón: Hall- grimurThorsteinsson. 20.00 Um okkur. Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: „Folda“ eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (3). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Galdrar og galdramenn. Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (RÚVAK) 23.05 Djassþáttur. - Tómas Einars- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Nf Laugardagur 16. mars 14:00-16:00 Léttur laugardagur. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Hlé 24:00-24:45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorstiensdóttir. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. Sunnudagur 17. mars 13:30-16:00 Krydd í tilveruna. Stjórnandi. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2.20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 16. mars 16.00 íþróttir Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 18.30 Enska kanttspyrnan. 19.25 Þytur í laufi 2. Flökkulíf Bresk- ur brúðumyndaflokkur i sex þáttum. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Breskur gaman- myndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. 21.05 Kollgátan Fjóröi þáttur sþurn- ingakeþpni Sjónvarpsins. Gestir: Vilborg Sigurðardóttir og Ævar Kjartansson. Umsjónarmaður: III- ugi Jökulsson. Stjórn upptöku: Við- ar Víkingsson. 21.30 Djasssöngvarinn (The Jazz Singer) Bandarisk söngvamynd frá 1980. Leikstjóri: Michael Curtis. Aðalhlutverk: Neil Diamond, Laur- ence Olivier, Lucie Arnaz, Catlin Adams og Sully Boyar. Ungur maður kemst til frægðar og frama sem dægurlagasöngvari. Faðir hans er strangtruaður og er hátta- lag sonarins mjög á móti skapi. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 17. mars 17.00 Sunnudagshugvekja. 17.10 Húsið á sléttunni 17. Vegir réttvfsinnar Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Andrés Indriðason. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.55 Stikiur 20. í fjörðum i þessum þætti verður stiklað um eyðibyggð- ir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda t.d. Látraströnd, Þorgeirsfjörð og Hvalvatnsíjörð. Umsjónarmaöur: Ómar Ragnars- son. 21.35 Draugasaga Ný sjónvarps- mynd eftir Odd Björnsson og Viðar Víkingsson sem einnig er leikstjóri. Aðalhlutverk: Sigurjóna Sverrisdótt ir, Kristján Franklín Magnús, Rúrik Haraldsson, Þorsteinn Hannes- son, Guðmundur Ólafsson og Kristbjörg Kjeld. Kvikmyndataka: Örn Sveinsson. Hljóð: Agnar Ein- arsson. Klipping: ísidór Her- mannsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Myndin gerist að mestu innan veggja sjónvarps- hússins. Þar eiga sér stað dularfullir atburðir að næturlagi og sögur komast á kreik um ískyggilega rauðhærða afturgöngu. Förðunar- dama og ungur næturvörður sýna málinu sérstakan áhuga. 22.45 Dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.