NT - 16.03.1985, Blaðsíða 21

NT - 16.03.1985, Blaðsíða 21
 ÍTlj Laugardagur 16. mars 1985 21 LU wr Útlönd 36 milljarðar kr. til rann- sókna og þróunarstarfsemi Brussel-Reuter ■ Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) birti í vikunni umfangsmikla áætlun um rannsókna- og þróunar- starfsemi (R&Þ), en til þessarar áætl- unar verður varið 1,2 milljörðum evrópudala (36 milljarðar kr.) til að örva vísindastarfsemi í löndum EBE. Stærstur hluti framlagsins, eða 690 milljónir evrópudala (20 milljarðar kr.) rennur til rannsókna næstu fjögur árin á sviði kjarnasamruna (Controll- ed thermonuclear fusion), en að sögn talsmanna EBE er kjarnasamruni örugg orkulind fyrir framtíðina og er laus við mengunarvandamál. Því sem eftir stendur verður veitt til rannsókna á sviði líftækni, annarra orkugjafa en kjarnorku og loks á sviði aðferða við eyðingu geislavirks úrgangs. Aætlun þessi verður samþykkt af aðildarríkjum EBE nú í vikunni sem er að líða. ■ EBE hefur nú lagt fram sundurliðaða áætlun um framlög til tæknirannsókna á ýmsum sviðum til að búa Evrópuþjóðirnar undir hátækni 21. aldarinnar. Utanríkisrádherrafundur Norðurlanda: I -tiiumræðu Siglingabann á Suður-Af ríku Ly™- Kaupmannahöfn-Reuter. ■ Ályktun sem samþykkt var á danska þinginu verður rædd á fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda sem verð: ur síðar í mánuðinum. í þingsályktuninni er gert ráð fyrir því að flutningaskipum frá Norðurlöndum verði bannað að sigla á Suður-Afr- íku. Frá þessu skýrði em- bættismaður í danska utan- ríkisráðuneytinu í gær. I ályktuninni var danska stjórnin hvött til samstarfs við hin Norðurlöndin fjögur um að draga úr viðskiptum við Suður-Afríku og banna fjárfestingar í landinu vegna kynþáttamisréttisins sem þar ríkir. Þingsályktunin var sam- þykkt með 61 atkvæði gegn 4, en tlestir þingmenn miðju- og hægriflokkanna sátu hjá. Fundur utanríkisráðherr- anna verður 28. og 29. mars í Helsinki. Bann við siglingum á Suð- ur-Afríku myndi hafa mest áhrif á siglingar Norðmanna, en norska stjórnin íhugar nú leiðir til að draga úr frakt- flutningum til Suður-Afríku. Svíar hafa þegar bannað fjárfestingar í landinu og frumvarp um sams konar bann er til umræðu í danska þinginu. í ályktun danska þingsins er einnig lagt til að framlög til dansks styrktarsjóðs fyrir fórnarlömb kynþáttastefn- unnar í Suður-Afríku verði aukin, en árleg framlög eru nú 50 milljónir danskra króna. Bólivía: Vilja sósíalíska stjórn La Paz, Bólivíu-Reuter: ■ Helsti verkalýðsleiðtogi Bólivíumanna hefur sagt að óvopnaðir verkamenn geti ekki gert byltingu, en sagði í vikunni að verkalýðshreyf- ingin hafi fallist á að hefja að nýju viðræður við ríksistjórn landsins, en allsherjarverk- fall hefur staðið í landinu í rúma viku. „Það er ekki mögulegt að taka völdin án vopnaðrar framvarðarsveitar," sagði Juan Lechin leiðtogi Alþýðu- sambands Bólivíu (COB) er hann ávarpaði mikinn fjölda verkamanna í mótmælaað- gerðum, en fjölmörg sprengjutilræði hafa verið gerð í La Paz að undanförnu. Sósíalíska stjóm Aðalritari Alþýðusam- bandsins sagði að verkamenn myndu berjast fyrir sósíal- ískri stjórn í Bólivíu. Lechin sagði að verkalýðs- félögin hafi hafnað tilboði ríkisstjórnarinnar um launa- hækkanir og vildu fund með forseta landsins Hernan Siles Zuazo til að ræða launakröf- ur. Um 50.000 verkamenn sem eru í verkfalli og krefjast vísitölubindingu launa, verð- stöðvunar og stöðugs fram- boðs á matvælum, gengu í mótmælagöngu í höfuðborg landsins á fimmtudaginn og kröfðust tafarlausrar afsagn- ar Siles Zuazo. Einn leiðtoga Alþýðu- sambandsins, Pedro Solon, sagði að 10.000 námumenn, sem þátt tóku í mótmælun- um, hefðu haft á sér dínamít sem þeir myndu umsvifalaust sprengja ef þeir Ientu í átök- um við herinn. Því til sönnunar sprengdu þeir dínamítstúpur í mótmæla- göngunni. Ríkisstjórn landins berst við verðbólgu sem er 3400% á ári, en hún hefur boðið 165% launahækkun á lág- markslaun og 30 daga verð- stöðvun á nauðsynjavörum. Ríkisstjórnin hefur hótað að lýsa yfir neyðarástandi og hefur sagt að verkalýðshreyf- ingin stefni að því að steypa forseta landsins af stóli og koma í veg fyrir kosningar sem eiga að fara fram í júní, en þeim hafði verið flýtt um eitt ár. Óðaverðbólgan hefur minnkað kaupmátt launa gíf- urlega og hefur kaupmáttar- rýrnunin valdið miklum sam- félagslegum óróa. Aðeins tvö og hálft ár er liðið sfðan herinn fór frá völdum og borgaralegt lýðræði komst á í landinu. Efnahagskreppan stafar að miklu leyti af hnignun námuiðnaðarins sem er ein helsta atvinnugrein landsins. Embættismenn segja orsök hnignunar námuiðnaðarins vera úrelt tækni, ónógar rannsóknir og slæm áætlana- gerð síðustu tuttugu árin. Ofan á efnahagskreppuna bætist skuldakreppa því er- lendar skuldir eru gífurlegar. —m— AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00. -----— DAGSKRÁ---- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14.gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjauík frá 12. apríl. Reykjauík, 16. mars 1985 STJÓRNIN EIMSKIP * Sharon sér eftir að hafa ekki látið drepa Arafat París-Reuter ■ Ariel Sharon, fyrrver- andi varnarmálaráðherra ísraels, segir að einu mis- tök ísraelsmanna við inn- rásina í Líbanon 1982 hafi verið að leyfa Yasser Arafat, leiðtoga frelsis- samtaka Palestínuaraba, að sleppa lifandi burt. Sharon hélt því fram í viðtali við franskt vikurit að hernaðaraðgerðir ísra- elsmanna í Líbanon hefðu verið gagnrýndar vegna þess að það hefði ekki verið réttur stjórnmála- flokkur sem hóf þær. Ef Verkamannaflokkurinn hefði hafið stríðið myndi fólk kalla það mikinn sigur í mikilvægu stríði. Sharon sagði: „í raun og veru voru aðeins ein höfuðmistök í Líbanon sem við hefðum aldrei átt að gera: Leyfa Arafat að sleppa frá Trfpóli þegar Sýrlendingar sátu um hann... Við hefðum átt að gera ráðstafanir sem hefðu leitt til dauða hans. í hreinskilni sagt voru það mistök hjá okkur að leyfa honum að lifa.“ Arafat var ásamt her- flokkum sínum fluttur frá Trípóli í desember 1983 undir franskri vernd. Sharon sagði að Arafat hefði einnig getað látið lífið fyrr þegar PLO drógu herlið sitt burt frá Beirút en þá stóðu ísraelsmenn við loforð um að leyfa PLO að hverfa frið- samlega á brott. Sharon, sem nú er versl- unar- og iðnaðarráðherra í ísrael sagði að það væri enginn möguleiki á friði í Mið-Austulöndum svo lengi sem hryðjuverka- starfsemi PLO væri enn við lýði. Alvarlegar friðar- viðræður gætu ekki breytt þessu. Hann sagði friðar- viðræður við Hussein Jor- daníukonung útilokaðar þar sem hann hefði leyft PLO að setja upp skrif- stofur í Jordaníu. Það væri engin ástæða til þess að ísraelsmenn afhentu Hussein konungi nein landsvæði. Auk þess væri Jórdanía í raun og veru aðeins hluti ísraels. Jór- danía eins og hún væri nú í dag næði yfir um 25% af ísrael. Sharon sagðist ekki telja að gyðingar hefðu skyldur gagnvart nokkrum nema guði. Hann bætti við: „Mér finnst því ekki nein ástæða til að sýna neina undanlátssemi gagn- vart neinum." HUSGOGN OG V INNRÉTTINGAR co cn flO .SUÐURLANDSBRAUT 18 OO Oíí wO „Saturno“ leðursettin eftirspurðu fást nú í tveimur Íitum. Verð kr. 67.500.-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.