NT - 16.03.1985, Síða 24

NT - 16.03.1985, Síða 24
Mjög góður afli hjá Vestmannaeyjabátum Kartöflubændur í Þykkvabænum vilja í rollubúskap: ■ „Það er ekki ástæða til ann- ars en að láta sér lítast sæmilega á þessa vertíð. Það verður víða vart við góðan fisk á grunnslóð hér við Eyjarnar, bæði í net og troll, og virðist talsvert magn á ferðinni, hvað sem svo verður um framhaldið," sagði Óskar Þórarinsson, skipstjóri á mótor- bátnum Frá frá Vestmannaeyj- um. Óskar, sem er á trolli, var þá að landa nær fullum bát sínum - um 50 tonnum af fiski og þar af er helmingurinn ágætis þorskur. „Þetta virðist vera bjartur og fallegur fiskur - göngulegur eins og við köllum það,“ sagði Óskar. Spurður sagði hann netabát- ana vera að fiska mjög vel. „Þeir voru eiginlega í fýlu í fyrradag sem ekki höfðu nema 25-30 tonn, þegar aðrir höfðu þetta upp í 60-65 tonn,“ sagði Óskar bæði í gríni og alvöru. Enda þykja það orðin tíðindi þegar um 300 tonn af fiski berast í hverja stöð í Eyjum á einum degi. Brúnin er því væntanlega far- in að léttast á Vestmannaeying- um frá því á hinum döpru verkfallsdögum um daginn. „Það er alltaf gaman þegar vel fiskast og gott að geta farið að grynnka svolítið á skuldunum. “ { fiskvinnslustöðvunum í Vestmannaeyjum stóð til að vinna að flatningu í alla nótt og full vinna verður í frystihúsun- um í dag. ■ Landað úr Frá í Vestmanna- eyjahÖfn í gær. NT-mynd: Inga ■ Eitt sterkasta bridgemót sem haldið hefur verið á íslandi hófst í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Keppendur eru margir mjög sterkir, eins og ólympíumeistarinn Marten Przybora sem sést á myndinni. NT-mynd: Sverrir Kenna Grænmetisversluninni um og lýsa vantrausti á forstjórann ■ Kartöflubændur í Þykkva- bæ 35 að tölu hafa sent bú- marksnefnd Framleiðsluráðs umsókn um að fá fullt búmark til hefðbundins sauðfjár- og kúabúskapar. Ástæða þessa er léleg sala á kartöflum á liðnum vetri en aðeins 20% af kartöflu- uppskeru landsmanna hafa selst og í Þykkvabæ er þetta hlutfall enn lægra eða 14,5%. Aðrir hafa þá selt meira en 20%. „Við erum fyrst og femst að benda Framleiðsluráöi á að við búum eingöngu við kartöflur. Þessi staða hjá okkur á Suður- landi er fyrst og fremst Græn- metisversluninni að kenna og verslunin er í höndum Fram- leiðsluráðs,“ sagði Yngvi Mark- ússon einn kartöflubænda í Þykkvabæ í samtali við NT. Sagði Yngvi að undanfarið hefði engin stjórn verið á því að kartöflubændur í einstökum landsfjórðungum seldu til þeirra svæða sem þeir ættu að selja til samkvæmt svæðaskiftingu Grænmetisverslunarinnar. Hafa svæðasambönd verslunar- innar þverbrotið þessar reglur og Þykkvabæingarsem næreinir bænda lifa eingöngu á kartöflu- rækt orðið illa úti vegna þessa. Þetta og margt fleira hefði orðið til þess að kartöflubændur hefðu á nýafstöðnum Lands- sambandsfundi samþykkt sam- hljóða vantraust á forstjóra Grænmetisverslunarinnar. Sem fyrr segir er búið að selja um 20% af heildaruppskeru kartöfluframleiðenda í landinu en það er langt undir sölu í meðalári á þessum tíma árs. Sölutímabilið er nú hálfnað en nokkrar vonir eru bundnar við að meira seljist á þessum síðari helming þar sem heimarækt er víðast að ganga til þurrðar. Mikil uppskera úr heimarækt hefur að vonum verið helsti dragbítur á sölu kartaflna frá bændum. Magnús Sigurðsson í Birt- ingaholti, formaður Lands- sambands kartöflubænda sagði í samtali við NT að þessi sala jafngilti 2,5 tonnum úr hverjum hektara sem dygði síðar fyrir helming af útlögðum kostnaði og væri þá alveg sleppt úr launalið bóndans. Hjá Framleiðsluráði og bú- ■ marksnefnd fengustþær upplýs- ingar að hvorki hefði van- traustsyfirlýsingin á Gunnlaug Björnsson forstjóra Grænmet- isverslunarinnar né umsókn Þykkvabæinga um búmark verið afgreiddar. Hjá Árna Jónassyni hjá búmarksnefnd kom fram að umsókn Þykkvabæinganna væri ekki þannig frágengin að hún gæti fengið afgreiðslu án þess að frekari gögn fengjust. ■ Góð kartöfluuppskera hins almenna borgara síðasta haust setur stórt strik í reikninginn hjá kartöflubændum... NT-mynd: Róbcrt. Flugleiðavél í vandræðum ■ Mikill viðbúnaður var á flugvellinum í Luxemborg í gær, þegar Ijóst var að bilun var í loftbremsum i væng á einni af DC8 vélum Flug- leiða. Vart varð við bilunina áður en vélin hóf sig á loft. Vélin hafði náð flugtaks- hraða, þegar flugmönnum barst aðvörun um bilunina Gripið var til neyðaráætlunar og farþegar vclarirmar voru íluttir út um neyðarút- gang. Áætlunin tókst giftu- samlega, og sakaði engan. Vélin var fullbókuð, með 249 farþega innanborðs, og tíu manna áhöfn. Atburður- inn átti sér stað í gærdag klukkan 14. Farþegar sem fara áttu með vélinni fóru um borð í aðra vél Flugleiða sem stödd var í Luxemborg, og lagði sú vél af stað til upphaflegs áfangastaðar, Baltimore í Bandaríkjunum, klukkan fimm í gær. Hafa aðeins selt 14( % en aðrir meira en 20' >/o Morðmálið: Játning liggur fyrir ■ Nítján ára gamall piltur hefur játað á sig að hafa orðið Jósep Liljendal Sigurðssyni að bana, í á- tökum sem þeim fór á milli aðfararnótt fimmtu- dagsins. Hefur pilturinn viðurkennt að hafa stung- ið hinn látna með skrúf- járni og veitt honum þungt höfuðhögg. Þá bar piltur- inn eld að líkinu áður en hann hvarf af vettvangi. ■ Samkvæmt upplýsing- um RLR þá liggja ekki frekari játningar fyrir um málsatvik, önnur en þau sem þe'gar hafa komið fram, eru enn óljós. Gæsluvarðhaldsúrskurður- inngildirtil I.júní.enauk þess hefur piltinum verið gert að sæta rannsókn á geði og sakhæfi.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.