NT - 13.04.1985, Blaðsíða 1
4 ára af-
mæli geim-
ferjunnar
CanavtTalhöfði-KeuIer
■ Bandaríkjamenn héldu upp
á 4 ára afmæli geimferjunnar
meö því aö senda geimferjuna
Discovery á loft frá Kennedy-
géimstöðinni á Canaveralhöföa
í Florida. Bandaríkjamenn hafa
nú sent geimferjur sínar 16
sinnum út í geiminn.
í gær voru einnig liðin 24 ár
frá því aö Sovétmenn sendu
fyrsta manninn, Yuri Gagarin,
á braut umhverfis jöröu þann
12. apríl 1961.
Geimfararnir sjö, sem eru
um borð í Discovery, munu
framkvæma ýmsar vísindatilraun-
ir auk þess sem þeir ætla aö gera
kvikmynd af leikföngum í
þyngdarleysi sem síðar verða
notaðar til að vekja áhuga barna
á geimferjum og sýna þeim ýmis
náttúrulögmál.
Kort, teikningar og Ijósmyndir:
Danir gefa ómetanleg
gögn landmælingamanna
- ná yfir tímann frá aldamótum til seinni heimsstyrjaldar
■ I lok þessa mánaðar munu
landmælingar Danmerkur af-
henda íslenska samgönguráðu-
neytinu viðamikið og stórmerki-
legt safn gagna til eignar. Þar er
um að ræða frumteikningar,
prentuð kort og ljósmyndir; af-
rakstur starfs danskra land-
mælingamanna á íslandi frá því
fyrir síðustu aldamót og fram til
seinni heimsstyrjaldarinnar.
óiafur Steinar Valdimarsson
ráðuneytisstjóri í samgöngu-
ráðuneytinu, sem er staddur í
Kaupmannahöfn vegna þessa
máls, sagði í samtali við NT í
gærkvöldi að hér væri um að
ræða merkilegri gögn en hann
hefði órað fyrir.
„Kort og teikningar sem hér
er um að ræða ná yfir mest allt
ísland," sagði Ólafur, „og það
sem vekur sérstaka athygli mína
eru frumteikningarnar sem
gerðar eru úti í mörkinni og eru
hreinustu listaverk. Þær eru
unnar með sérstakri aðferð,
teiknaðar undir gleri með sér-
stökum tússi og það er geysilega
fín vinna á þessu. Staðaheiti eru
skrifuð með svo smáu letri að
augað greinir þau varla. Þá eru
í safninu fjöldi ómetanlegra
ljósmynda, bæði af landslagi og
einnig af sveitabæjum og ábú-
endum þeirra. Bæirnir eru
merktir á mörgum mynuanna,
en fó'tkið á myndunum er
óþekkt og ónafngreint.
Ólafur sagði að sögulegt verð-
mæti þessarar gjafar væri þess
eðlis að ekki þyrfti að hafa um
það mörg orð, en ljóst væri
einnig að þetta gagnasafn hefði
mikið hagnýtt gildi.
Ólafur sagði að það
lýsti einstökum höfðingsskap
Dana að afhenda íslendingum
þetta miklagagnasafn. Matthías
Bjarnason samgönguráðherra,
sem hefur að sögn Ólafs sýnt
þessu máli frá byrjun mikinn
áhuga, mun veita þesssari
dönsku gjöf viðtöku fyrir hönd
síns ráðuneytis í lok mánaðar-
ins, en óráðið er hvar gögnunum
verður komið fyrir í geymslu til
frambúðar.
Pöbbinn:
Dyraverði
veittir áverk-
ar með hníf
■ Dyravörður á Pöbbnum
varð fyrir fólskulegri árás
aðfaranótt föstudags þegar
hann var á leið frá vinnu
sinnu ásamt tveimur
stúlkum. Tveir ungir menn
undir áhrifum áfengis veitt-
ust að manninum þar sem
hann sat í bíl sínum og
gerðu sig heimakomna við
bílinn. Dyravörðurinn fór
út úr bílnum og bægði
mönnunum frá. Þeirra við-
skiptum lauk með því að
annar mannana dró upp hníf
og otaði honum að dyra-
verðinum. Flonum tókst að
vinda sér undan stungunum,
en rispáðist þó á brjósti.
í varnaðarskyni greip
dyravörðurinn um hnífs-
blaðið og skarst við það illa
á hendi. Einhvern tíma í
átökunum fékk hann spark
milli fóta sér.
Lögreglu barst tilkynning
um atburðinn klukkan hálf
tvö um nóttina. Þegar hún
kom á staðinn voru engin
vegsummerki um atburð-
inn. Lögregla hélt þá upp á
slysadeild og mætti þar dyra-
verðinum og stúlkunum sem
höfðu áður sagða sögu að
segja.
Hnífur sá sem árásarmað-
urinn notaði fannst um nótt-
ina og er hann í vörslu
lögreglu. Rannsóknarlög-
regla ríkisins hefur málið til
rannsóknar.
helgina. Þessi heiðursmaður festi kaup á rauðri fjörður í
VI-rauid: Ámi Bjama
■ Sala Lionsmannaí rauðu fjörðinni verður í fullum gangi um
gær og vonandi verður bærínn fjöðrum skreyttur um helgina.
" tlllfl ir^
fn 13111 i mMkA \ 'mm
I
1 iL/ 1‘w : I > '
i
I I
'u
Skákþing
íslands 1985:
Karl
sigraði
■ Karl Þorstcins tryggði
sér í gær titilinn „Skák-
meistari íslands 1985.“ Þó
ein umferð sé eftir af mót-
inu er ljóst að enginn
keppinauta Karls getur
náð honum að vinningum.
í 12. umferð gerði Karl
jafntefli við Dan Hansson
og hefur fyrir síðustu um-
ferð sent fer fram í dag
hlotið 9 vinninga. Helstu
keppinautar Karls þeir
Davíð Ólafsson og Þröstur
Þórhallsson töpuðu báðir
skákum sínum í 12.
umferð. I lörð barátta unt
2. sætið stcndur á milli
þeirra Þrastar, Davíðs,
Lárusar Jóhannessonar og
Róberts Harðarsonar.
Sjá skákþátt Helga
Ólafssonar á bls. 8.
Skapstyggur bílstjori:
Stal lykl-
um úr kyrr-
stæðum bíl
■ Sendibílstjóri sem lagði bíl
sínum í Lækjargötu um hádegis-
bilið í gærdag varð fyrir barðinu
á skapstyggum og óþolinmóð-
um bílstjóra.
Bílstjóri sendibifreiðarinnar
stöðvaði bíl sinn á miðri akrein-
inni og skildi hann þar eftir.
Ökumaður sem á eftir fór gat
ekki unað við þau vinnubrögð,
snaraði sér út, tók lyklana úr
sendibílnum og ók rneð þá á
brott. Ekki spurðist meir til
lyklanna, en sendibílstjórinn
varð að senda eftir varalyklum
sínum upp í Mosfellssveit. Á
meðan varð nokkur truflun á
umferð um Lækjargötu þar sem
sendibíllinn var kyrrstæður á
annarri akreininni.