NT - 13.04.1985, Qupperneq 23
HflNS PETERSEN HF
Iþróttir
Úrslitakeppnin í handknattleik:
FERMINGARGIARR
I
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félogunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(Puöbranbfiiétofu
Hallgrimskirkia Reykjavlk
simi 17805 opi6 3-5e.h.
Laugardagur 13. apríl 1985 23
■ í gærkvöldi lauk annarri
umferð í úrslitakeppninni í 1.
deild í handknattleik. Valur
sigraði Víking 28-23 og FH
vann KR með 27 mörkum gegn
23. Eftir þessa aðra umferð þá
eru FH-ingar efstir sem fyrr
með 19 stig, Valur hefur 14,
Víkingar eru með 11 og KR
rekur lestina með 4 stig.
Leikur Vals og Víkings var
ekki eins spennandi og fyrirfram
hafði mátt búast við. Valsarar
voru betri og uppskáru sann-
gjarnan sigur 28-23 eftir að hafa
verið yfir í hléi 14-11. Mörkin:
Valur: Valdimar, Jón Pétur og
Jakob 5, Þorbjörn G. 4 Júlíus
og Theódór 3. Þorbjörn Jenss.
2 og Geir 1. Einar í markinu
varði ein 10-12 skot. Víkingur:
Steinar 6, Þorbergur 5, Hilmar
4, Viggó 3, Karl 3 og Einar 2.
FH-ingar virtust ætla að kaf-
færa KR-inga í upphafi leiksins
og var vörnin hjá þeim mjög
góð svö og niarkvarslan. Fljót-
lega var staðan orðin 14-5 fyrir
FH. Þá kom þrumukafli hjá KR
og staðan í hléi 14-10. KR hélt
áfram að spila vel og staðan um
miðbik seinni hálfleiks 20-18.
Þá komust KR-ingar ekki lengra
og FH seig örugglega framúr.
Lokatöiur 27-23.
Mörkin: FH: Hans9, Kristján
6, Þorgils, Jón ErlingogGuðjón
Árna 4 hver. Sverrir varði vel í
markinu. KR: Haukur G. 8,
Ólafur Lár. 5, Haukur Ott. 4,
Páll og Hörður 2, Friðrik og
Bjarni 1 mark livor.
SPÁNN:
Real Madrid tapaði stórt
um síðustu helgi í spænsku 1.
deildarkeppninni. Liðið lá fyrir
nágrönnunum Atletico Madrid
á heimavelli sínum Santiago
Bernabeau, 0-4.
Þessi sigur tryggði Atletico
sæti í UEFA-keppninni á næsta
ári. Atletico hafði ekki unnið
sigur á Real á Santiago Bern-
abeu leikvangnum síðan 1974.
Meistararnir Barcelona náðu
jafntefli gegn Seville, 2-2. Það
Tryggvi formaður
■ Knattspyrnufélagið
Þróttur í Reykjavík hélt
framhaldsaðalfund sinn fyrir
skömniu. Kosin var ný
stjórn. Formaður v«r kjör-
inn Tryggvi E. Geirsson
löggiltur endurskoðandi.
Hann tekur við af Herbert
Guðmundssyni sem hefur
gegnt formennsku síðastliðin
tvö ár.
Aðrir í stjórninni eru: Óli
Kr. Sigurðsson varaformað-
ur, Sölvi Óskarsson gjald-
keri, Hallur Kristvinsson rit-
ari, Björn . Halldórsson,
Sverrir Brynjólfsson og
Gunnar Gunnarsson, með-
stjórnendur.
Þróttur mun halda árs-
hátíð sína laugardaginn 20.
apríl næstkomandi. Miða er
hægt að panta í félagsheimili
félagsins.
var þýski snillingurinn Schuster
sem skoraði jöfnunarmarkið.
URUGUAY:
Uruguay varð fyrsta landsliðið
til að tryggja sér sæti í úrslitum
heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu í Mexikó á næsta
ári er liðið vann sigur á Chile,
2-1, um síðustu helgi.
Uruguaymenn skoruðu strax
á 9. mínútu er Batista skoraði
beint úraukaspyrnu. Chile-búar
jöfnuðu úr víti og var Aravenda
það að verki. Uruguay-menn
skoruðu síðan sigurmarkið úr
víti í síðari hálfleik. Ramos
skoraði. Lokastaðan í riðlinum
varð þessi:
Uruguay .............4 3 0 1 6 4 6
Chile ...............4 2 1 1 10 5 5
Ecuador .............4 0 1 3 4 11 1
BÚLGARÍA:
Búlgarir sigruðu A-Þjóðverja
í fjórða riðli Evrópu í undan-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar með einu marki gegil
engu. Leikurinn var á laugar-
daginn síðasta og sigurinn held-
ur möguleikum Búlgara á sigri í
riðlinum opnum. A-Þjóðverjar
eru nánast úr leik.
Frakkar eru efstir í riðlinum
með 7 stig, Júgóslavar hafa 6
Búlgarir 5. Öll liðin hafa leikið
fjóra leiki.
AFRÍKA:
Fílabeinsströndin og Ghana
gerðu jafntefli í Afríkuriðli
undankeppni HM, 0-0. Þá sigr-
uðu Nígeríu-menn Kenýa-búa
með þremur mörkum gegn engu
í Afríkuriðlinum.
■ íslandsmót íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Sundhöll Reykjavíkur í lok mars.
Mjög góður árangur náðist á mótinu og voru sett alls 18 íslandsmet og 8 unglingamet. Fyrir bestu afrek í hverjum hópi
fyrir sig var veittur farandbikar og hlutu hann að þessi sinni:
í flokki hreyfihamlaðra: Jónas Óskarsson, Í.F.R. hlaut 465 stig fyrir að synda 100. m. baksund á 1.14.00.
í flokki blindraogsjónskertra: Halldór Guðbergsson, I.F.R. hlaut 205stigfyriraðsynda 100. m. bringusundá 1.46.30.
í flokki þroskaheftra: Sigurður Pétursson, íþróttafélaginu Ösp, hlaut 285 stig fyrir að synda 50. m. flugsund á 38.18 sek.
Myndin hér að ofan er frá mótinu.
■ Þessi símamynd er úr leik Bayern Múnchen og Everton í Evrópukeppni bikarhafa sem fram
fór í Bæjaralandi í vikunni. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Hér er þaöDaninn Sören
Lerby sem sækir að Southall markverði Everton.
Með þessari mynd er einnig vert að benda á að í dag verður bein útsending í sjónvarpinu.
Leikur Liverpool og Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar verður sýndur
og er það sannarlega mikið rek á fjörur knattspyrnuáhugamanna Útsendingin hefst kl. 13:45.
Everton er Hka að spila í dag í undanúrslitum bikarkeppninnar og á það í höggi við eitt af neðstu
liðum deildarinnar, Luton.
Það er því víst að margir munu planta sér fyrir framan sjónvarpið í dag og fylgjast með enn
einum stórleiknum sem Bjarni Felixson býður uppá. sínia,nynd.poi,K)i<t.
i(ÁR!
YASjHICA MF2
a ltr.2990
nett mundavél sem
notar.35mm
filmu
• Innbyggt eilííðarílass, sem geíur merki sé notkun
þess þörf.
• Rafhlöður endast á u.þ.b. 250 flassmyndir.
• Engar stillingar
MYNDARLEG GJÖF
Eitt og annað um helgina
■ ... Skólakeppni FRÍ verður í dag og er keppt
í Ármannsheimilinu og í Baldurshaga. Keppt
verður í hástökki, kúluvarpi, langstökki, 50m
hlaupi og boðhlaupi. Þetta er keppni á milli
fræðsluumdæma. Keppnin er haldin undir kjör-
orðinu „Bindindi er best“ og gefur Áfengisvarn-
arráð verðlaunin. Keppnin hefst í Ármanns-
heimilinu kl. 11:30 en í Baldurshaga kl. 14:30...
...I dag hefst knattspymuvertíðin í Kaplakrika
í Hafnaifirði. FH-ingar og Keflvíkingar spila í
Litlu bikarkeppninni og hefst leikur þeirra kl.
11:30. Hafnfirðingar sem og aðrir FH-ingar
ættu að fjölmenna og spá í stöðuna fyrir 1.
deildarkeppninna, en FH-ingar spila nú í Ldeild
á ný...
...Á morgun verður haldið hátíðlegt 40 ára
afmæli iBA, íþróttabandalags Akureyrar.
Dagskrá verður í Höllinni kl. 13:30 og verða all
flesta íþróttir er stundaðar eru innan ÍBA á
dagskránni. í anddyri hallarinnar verða íþrótta-
félögin með sýningar...
...Bláfjallagangan, sú 6. í röðinni, verður á
morgun kl. 14:00. Skráning fer fram í gamla
borgarskálanum frá kl. 13:00 og er þátttökugjald
kr. 200.
...Meistaramót íslands í badminton fer fram
á Akranesi þessa hclgi og hefst keppni kl. 11:30
bæði í dag og á morgun. Keppendur eru frá 6
félögum...
...Sveitaglíma íslands er í dag. Tvær sveitir
(HSÞ og KR) keppa í Melaskóla kl. 14:00.
Kroth til Hamborgar
■ Hamburger Sportverein keypti fyrsta dýra
leikmanninn fyrir næsta keppnistímabil rétt
fyrir helgi. Sá er Thomas Kroth frá Eintracht
Frankfurt. Söluverð var um milljón mörk, eða
um 13 milljónir ísl. króna.
Knattspyrnumolar...