NT - 13.04.1985, Side 14

NT - 13.04.1985, Side 14
■ Hér er David Powlctt-Jones (John Duttine) kominn í félagsskap fagurrar konu Beth (Belinda Lang)- Sjónvarp sunnudag kl. 21.50: Til þjónustu reiðubúinn ■ Á sunnudagskvöld hefst nýr breskur framhaldsflokkur í I3 þáttum í sjónvarpinu. Hefur hann hlotiö nafnið Til þjónustu reiðubúinn á íslensku cn á frummálinu „To Serve Them All My Days“ og er gerður eftir skáldsögu R.F. Delderfields, sem hefur viður- kennt að hún sé „hrein og klár sjálfsævisaga". Sögusvið þáttanna er hefð- bundinn einkaskóli í Englandi, nemendur að sjálfsögðu ein- göngu drengir, á árunum milli heimsstyrjaldanna, en þá var sem kunnugt er mikill óróa- tími, þar sem gamlar hefðir máttu víkja fyrir nýjum andblæ. Aðalpersónan er son- ur námumanns, David Pow- lett-Jones, sem er útskrifaður úr hernum meö taugaáfall skömmu áður cn stríðinu lýkur 1918. Hann fær starf við drengjaskólann í Bamfylde sem sögukennari, þó að hann hafi ekki þaö nám aö baki sem til þess þarf, cn er óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er bitur eftir stríðs- reynsluna og finnur sig ekki heima í því andrúmslofti sem ríkir í einkaskóla, gerólíku því sem hann ólst upp við sem son- ur námuverkamanns í Wales. En smám saman gerir hann sér ljósa þá möguleika sem hann hefur á því að hafa áhrif á nemendur sína, sem sumir eru næstum því jafnaldrar hans. Hann aðlagast nemendum sín- um og er skilningsríkur þeirri nýju kynslóð sem leitar frjáls- ræðis. Á tímabilinu sem þættirnir ná yfir eldist David um 18 ár, frá 22 ára til fertugs, en í fyrsta þætti fylgjumst við með því þegar hann gerist kennari við Bamfylde einkaskólann. Þar er honum illa tekiö jafnt af nemendum sem kennurum, enda úr allsendis ólíku um- hverfi. En honum tekst fljót- lega að stíga fyrsta skerfið í þá átt að verða meðtekinn í þetta samfélag. Þýðandi er Kristmann Eiðs- son. Rás 2 mánudag kl. 10.0C Hvað er í há- degismatinn? ■ Morgunþáttur Rásar 2 á mánudaginn kl. 10-12 veróur undir stjórn Gunnlaugs Helga- sonar. Morgunþátturinn verðurtví- skiptur, gömul, fjörug og hress músík leikin með léttum grín- skotum inn á milli fyrri klukku- tímann, en um kl. 11 skiptir um. Þá tekur við meira nýmeti úr ýmsum áttum á tónlistar- sviðinu. Þegar fer að halla að hádegi hefur Gunnlaugur í hyggju að kanna hvað hús- mæður hyggjast bjóða heimil- isfólki sínu í hádegismatinn. Reyndar hefur Gunnlaugur reynt áður að hringja í hús- mæður í þessu skyni í Morgun- þætti, en komst þá að raun um aö það er síður en svo auðvelt verk að finna húsmæður yfir pottunum á heimilum sínum á þessum tíma. Þær eru nefni- lega flestar farnar út á vinnu- markaðinn, rétt eins og mak- armr, og hafa því öðrum hnöppum að hneppa en að elda ofan í heimilisfólkið, sem alla jafnan kemur hvort sem er ekki heim í hádegismat! Nú er eftir að sjá hvort Gunnlaugi gengur betur að hafa upp á þessu fágæta fyrir- brigði, húsmóður eldandi há- degismat, í dag en í fyrra skiptið! ■ Gunnlaugur Helgason er stjórnandi Morgunþáttar Rás- ar 2 á mánudagsmorgun. Sjónvarp laugardag kl. 22.20: Húsið við Harrowstræti ■ Laugardagmynd sjón- varpsins, sem hefst kl. 22.20, er bresk og státar af mörgum þekktum leikurum. Þar segir frá ungum bandarískum gim- steinasala Chesser (Charles Grodin) sem er hér á myndinni að virða fyrir sér dýrmætan stein. Hann er svo sem ekki á vonarvöl, en mikið vill meira og myndin snýst um tilraunir hans og kumpána til að komast yfir 12 billjóna dollara virði af eðalsteinum. Útvarp sunnudag kl. 16.20: Tilkynningakerfi fyrir fiskiskip ■ Sunnudagserindi útvarps- ins um vísindi og fræði að þessu sinni fjallar um sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslensk fiskiskip. Það er Þorgeir Páls- son dósent sem flytur og hefst erindið kl. 16.20. „Nafnið bendir svolítið til um hvað er að ræða,“ segir Þorgeir þegar við spyrjumst fyrir um efni erindisins. „Þetta er kerfi sem við höfum verið að rannsaka hérna í Verk- fræðistofnun Háskólans í tvö ár,“ hélt hann áfram. „Við höfum verið að athuga bæði tæknilega og fjárhagslega hlið á málinu, sem sagt því að koma upp sjálfvirku kerfi til að taka smátt og smátt af því kerfi sem notað er í dag af tilkynn- ingaskyldunni. Við vinnum þetta í samvinnu við Slysa- varnafélagið, en þetta er gert á vegum samgönguráðuneytisins og með sérstökum fjárveiting- um frá Alþingi." Að sögn Þorgeirs hefur það langan aðdraganda að koma upp svona kerfi. Sérstaklega eru fjarskiptin mjög mikilvæg- ur þáttur í slíku kerfi, þ.e. að koma upplýsingunum frá skipunum til miðstöðvar til- kynningaskyldunnar. Verk- efnið sem Verkfræðistofnun Háskólans vinnur nú að er einungis undirbúningsathug- anir á þessu kerfi, en að þeim loknum, sem gert er ráð fyrir að verði á þessu ári, 1985, verður það yfirvalda að taka ákvörðun um áframhaldið. Enn sem komið er er lítið um að kerfi af þessu tagi hafi verið tekið í notkun, og þá einungis í tilraunaskyni. Hins vegar hefur verið feiknamikið gert að því að kanna og rann- saka þessi mál og mikill áhugi er á því, ekki aðeins fyrir skip heldur öll möguleg farartæki, bæði á sjó, landi og í lofti. „Þau þrjú kerfi sem ég veit um og verið er að nota í tilraunaskyni eru á mjög tak- mörkuðum svæðum. Það sem við erum að hugsa um er miklu stærra svæði og miklu fleiri skip en aðrir hafa haft áhuga á eða komið í slíkt kerfi,“ segir Þorgeir Pálsson ■ Þorgeir Pálsson dósent. Laugardagur 13. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Benedikt Benediktsson talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Dagiegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonarfrá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alia Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 islenskt mál Jón Hilmar Jóns- son flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Niarðvík. 17.10 A óperusviðinu Umsjón: Leif- ur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Á hvað trúir hamingjusam- asta þjóð I heimi? Umsjón: Valdís Óskarsdóttir og Kolbrún Halldórs- dóttir. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne Ragnheiður Arn- ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs- sonar (18). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson 20.50 Parisarkommúnan. Fyrsti þáttur. Umsjón: Þorleifur Friðriks- son. Lesarar: Steinunn Egilsdóttir og Grétar Halldórsson. 21.30 Kvöldtónleikar Þættir úr sí- gildum tónverkum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Minervu. Greinarmunur austurlenskrar og vesturlenskrar hugsunar. Arthúr Björgvin Bollason ræðir við Gunnar Dal rithöfund. 23.15 Óperettutónlist. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 14. apríl 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson prófastur flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Sinfóníu- hljómsveit Berlinarútvarpsins leik- ur. Ferenc Fricsay stjórnar. 9.00 Morguntónleikar „En er kveld var komið“, kantata nr. 42 á 1. sd. e. páska, eftir Jóhann Sebastian Bach. Paul Esswood. Kurt Equiluz, Ruud van der Meer og Vínardreng- jakórinn syngja með Concentus musicus-kammersveitinni í Vínar- borg; Nikolaus Harnoncourt stjórnar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa f Skarðskirkju f Landsveit (Hljóðritað 24. mars s.l.) Prestur: séra Hannes Guð- mundsson. Organleikari: Anna Magnúsdóttir. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Giefsur úr íslenskri stjórn- málasögu - Stéttastjórnmálin. 2. þáttur: Ólafur Friðriksson. Sigríður Ingvarsdóttir tók saman. Lesari með henni: Sigriður Ey- þórsdóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Frá fyrstu alþjóðlegu „Mirjam Helin" söng- keppninni i Helsinki dagana 14.-22 ágúst i fyrra. Fu Hai-Jing, Dilbér, Olaf Bár, Tanja Kauppinen, Liang Ning, Vladimir Tjsernov og Satu Sippola-Nurminen syngja aríur og einsöngslög eftir Verdi, Bellini, Mozart, Grieg, Sibelius og Puccini með Sinfóniuhljómsveit finnska út- varpsins; Leif Segerstan stjórnar. 15.15 Þú ert það sem þú etur Þáttur í umsjón Guðna Rúnars Agnars- sonar. 16.20 Um vísindi og fræði. Um sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir fslensk fiskiskip. Þorgeir Páls- son dósent flytur sunnudagser- indi. 17.00 Með á nótunum. Spurninga- keppni um tónlist. 1. þáttur. Stjórnandi: Páll Heiðar Jónsson. Dómari: Þorkell Sigurbjörnsson. 18.00 Á vori Helgi Skúli Kjartansson spjailar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og umræðuþáttur um fréttamennsku og fjölmiðlastörf. Umsjón: Hall- grímur Thorsteinsson. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. 21.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: „Folda“ eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundurles. 22.00 Tónleikar. 22.15. Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Allt kemur á óvart“ Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Málfriði Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Fyrri þáttur. (Áður útvarpaö í nóv- ember 1978). 23.00 Djassþáttur - Tómas Einars- son. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 13. apríl 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröason. HLE 24:00-00:45 Listapopp Endurlekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rás- irnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. Sunnudagur 14. apríi 13:30-15:00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Asta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum sþurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 13. apríl 13.45 Enska knattspyrnan Liver- pool-Manchester United Bein út- sending frá undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Þytur í laufi Lokaþáttur. Bresk- ur brúðumyndaflokkur i sex þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Kollgátan. Sjötti þáttur spurn- ingakeppninnar - undanúrslit: Stefán Benediktsson og Vilborg Sigurðardóttir. Umsjónarmaöur III- ugi Jökulsson. Stjórn upptöku: Við- ar Vikingsson. 21.35 Söngvaseiður. Breskur skemmtiþáttur með söngsveitinni The Flýing Pickets. Þeir félagar flytja einkum dægurlög frá árunum milli 1960 og 1970 og likja eftir hvers konar hljóðfærum með rödd- um sínum. 22.20 Húsið við Harrowstræti (El- even Harrowhouse) Bresk bió- mynd frá 1974. Leikstjóri Aram Avakian. Aðalhlutverk: Charles Grodin, James Mason, Trevor Howard, John Gielgud og Candice Bergen. Myndin er um bandarísk- an gimsteinakaupmann sem oft verslar í Lundúnum. I einniferðinni lendir hann í óvenjulegu ævintýri sem tengist kænlegu demantaráni. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. 00.00 Dagskrárlok Sunnudagur 14. apríl 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Andrés Indriðason. 18.50 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Magnús Bjarnfreðs- son. 21.00 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónar- maður Sveinbjörn I. Baldvinsson. 21.50 Til þjónustu reiðubúinn (To Serve Them All My Days) Nýr flokkur - fyrsti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur i þrettán þáttum. Leikstjóri Andrew Davies. Aðalhlutverk: John Duttine, Frank Middlemass, Alan MacNaughtan, Patricia Lawrence, Neil Stacy og Belinda Lang. Myndaflokkurinn er gerður eftir samnefndri sögu eftir R.F. Delderfield sem talin er lýsa vel lífinu i hefðbundnum breskum einkaskólum. Söguhetjan er ungur kennari og er fylgst með einkalífi hans og starfi á árunum milli heim- styrjalda. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.40 Gítarleikur Sebasti Tapajos, gitarleikari og tónsmiður frá Brasil- íu leikur eigin verk. 23.05 Dagskrárlok

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.