NT - 13.04.1985, Blaðsíða 21

NT - 13.04.1985, Blaðsíða 21
 (TT Laugardagur 13. apríl 1985 21 lit Útlönd Sorg vegna Brasilíuforseta ■ Sorg Brasilíumanna yfir slæmri heilsu nýkjörins forseta síns, Tancredo Neves, er mikil eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin fyrir utan sjúkra- húsiö þar sem hann liggur. Von- brigði konunnar voru augljós þegar hún frétti að forsetinn yrði að gangast undir enn einn upp- skurðinn. Neves hefur nú geng- ist undir sjö uppskurði á einum mánuði en hann sýktist skyndi- lega þegar hann átti að taka við forsetaembættinu 15. mars síð- astliðinn. Eftir hvern uppskurð hafa læknar sagt að Neves, sem nú er 75 ára, væri á batavegi en fljótlega hafa þeir svo þurft að skera hann aftur upp vegna ígerðar og bólgu í innyflum og innvortis blæðinga. Símamynd-POLFOTO Breskir kola- námumenn semja um launahækkun London-Reuter: ■ Arthur Scargill leiðtogi breskra kolanámumanna samdi nú á fimmtudaginn við stjórn kolanámanna um 5,2% launa- hækkun fyrir námumenn árið 1983 til 1984. Þetta voru fyrstu kjarasamn- ingar sem kolanámumenn hafa gert við stjórn námanna í 18 mánuði en í síðasta mánuði lauk árs verkfalli þeirra sem beint er gegn fyrirhugaðri lokun kolanáma sem stjórnvöld sögðu óhagkvæmar í rekstri. Samningarnir um kauphækk- anirnar núna tókust eftir aðeins tveggja og hálfs tíma viðræður og í næstu viku segist Scargill munu reyna að ná svipuðum kauphækkunum fyrir árið 1984 til 1985. Scargill hefur einnig hafið viðræður við formann yfir- stjórnar kolanámanna. Indland: Námskonur gera árás Nýju Delhí-Retuer. ■ Yfir 300 háskólanemendur, aðallega konur, réðust í gær á skrifstofur dagblaðs nokkurs í austur-indversku borginni Or- issa til að mótmæla grein í blaðinu sem gagnrýndi hegðun stúdenta. Indverska fréttastofan PTI sagði að stúdentarnir hefðu eyðilagt síma, húsgögn og telex- tæki á einu dagblaðanna í borg- inni og haldið síðan í strætis- vögnum til annars blaðs. Eitt blaðanna birti nýlega grein þar sem segir að 44% háskólanemenda séu ýmist alk- óhólistar eða dópistar. Lögreglan beið stúdentanna við annað blaðið sem þeir hugð- ust refsa og urðu mótmælend- urnir að láta sér nægja þá tákn- rænu athöfn að brenna þau eintök blaðsins sem í náðist. Japan: Ný lOOsæta Gifu, Japan-Rcutcr ■ Japanir kynntu í gær nýja tegund farþegaflugvéla sem þeir segja að geti notað mun styttri flugbrautir en sambærilegar vél- ar af öðrum tegundum. Flugvélin, sem gengur undir nafninu Asuka, er hundrað sæta og þarf ekki nema um 700 metra langa flugbraut sem er allt að helmingi styttri flugbraut en aðrar flugvéíar nota. Þetta gerir það að verkum að hún verður mjög hentug fyrir flug á milli japanskra bæja þar sem flug- brautir cru venjulega 800 til 1200 metra langar. Auk þess sem Asuka þarf miklu styttri flugbraut en aðrar sambærilegar flugvélar er hún einnig mun hljóðlátari sem er mikill kostur við lendingar á flugvöllum í þéttbýli. Hönnun flugvélarinnar mun hafa kostað um 20 milljarða yena (3,2 milljarðar ísl. kr.) sem er að mestu greitt af Vís- inda-og tæknistofnun japanska ríkisins. Asuka verður reynd í tilraunaflugi strax nú í haust að sögn talsmanna Vísinda- og tæknistofnunarinnar. Vélin verður með fjórum FJR-710 hreyflum sem Japanir hafa þróað sjálfir. Perú: Starfsfólk hótar kjörkassastuldi Lima-Reuter ■ Leiðtogar rúmlega átta hundruð kosningastarfs- manna í Perú sem fóru í verkfall nú í vikunni til að krefjast hærri launa, hafa hótað því að stela kjörköss- um og hindra eðlilegan fram- gang kosninganna, sem eiga að fara fram nú um helgina, ef stjórnvöld komi ekki til móts við kröfur þeirra. Aðalritari kosningastjórn- arinnar, Nicolas Corpancho, segir að aðeins um 40% af kosningastarfsfólkinu taki þátt í verkfallinu og að nýir starfsmenn hefðu verið ráðn- ir til að tryggja snuðrulausar kosningar. En verkalýðs- leiðtogar segja að það sé nær lagi að um 70% kosninga- starfsmannanna hafi lagt nið- ur vinnu. Verkamenn segja, að semji stjórnvöld ekki við þá, muni þeir leggja undir sig kosningamiðstöðvarnar nú um helgina og leggja hald á kjörkassana. Margir spá Alfonso Bar- rantes frambjóðanda vinstri- sinnaðrar samfylkingar undir leiðsögn marxista sigri í for- setakosningunum en þeir vilja draga stórlega úr af- borgunum af erlendum lánum. Helsti keppinautur Barrantes er sósíaldemokrati sem heitir Alan Garcia. Hann hefur einnig sett fram tillögur um að fresta greiðsl- um á skuldum landsmanna sem nú nema 13,5 milljörð- um dollara. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigríðar Lóu Þorvaldsdóttur Sigluvík Vestur Landeyjum Ágúst Jónsson Hildur Ágústsdóttir Rúnar Guðjónsson Jón Ágústsson Hrefna Magnúsdóttir Eiríkur Ágústsson Guðríður Andrésdóttir Barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir faerum við öllum þeim er sýndu okkur samúð vegna andláts föður míns, tengdaföður , afa og bróður Ingvars H. Sörensen málarameistara frá Seyðisfirði Laufey Rasmussen Wilfred Rasmussen Barnabörn og bræður 12% Bandaríkjamanna halda að Bandaríkin hafi stutt N-Víetnam New York-Reuter: ■ í nýrri könnun sem banda- ríska blaðið Washington Post og ABC News gerðu meðal 1.506 Bandaríkjamanna kom í ljós að þriðjungur aðspurðra vissi ekki eða mundi ekki hverja Banda- ríkjamenn hefðu stutt í stríðinu í Víetnam sem Iauk fyrir einum áratug. Aðeins 67% aðspurðra vissu að Bandaríkjamenn hefðu stutt stjórnvöld í Suður-Víetnam . 21% aðspurðra treystu sér ekki til að svara spurningunni. í könnunninni var einnig spurt að því hvort viðkomandi gerði sér grein fyrir hvers vegna Víet- namstríðið hefði verið háð. 57% sögðust ekki vera viss um það en 41% töldu sig vita það. 55% sögðust telja að málstaðurinn, sem Bandaríkjamenn hefðu barist fyrir í Víetnam, hefði ekki svarað kostnaði en 41% var á andstæðri skoðun. ■ Bandarískur herlæknir hjá föllnum félaga í Víetnam. Nú tíu árum eftir lok Víetnamsstríðsins man þriðjungur Bandaríkja- manna ekki eiriu sinni hvort Bandaríkin studdu Suður- eða Norður-Víetnam. Chile: Fjórtán særðir í Santiagoborg Santiago-Reuter: ■ Að minnsta kosti 13 manns særðust í átökum við lögregluna í Santiago í gær þegar andstæð- ingar herforingjastjórnarinnar í Chile settu upp götuvígi úr log- andi hjólbörðum í fátækra- hverfum í Santiago. íbúar í suðurhluta borgarinn- ar sögðu að mótmælendur hefðu lokað vegum og sóknarprestur í einu hverfanna sagði að 13 manns hefðu særst þegar lög- reglan reyndi að ryðja göturnar með táragasi og haglaskotum. íbúarnir sögðu að í sumum hverfunum hefðu hersveitir skotið út í loftið og vitni sögðu að menn í borgarlegum klæðn- aði hefðu skotið 18 ára ungling í brjóstið um leið og þeir keyrðu framhjá honum. Verkalýðsfélög sem eru and- víg herforingjastjórninni boð- uðu til mótmæla í gær eftir að þrír andstæðingar stjórnarinnar voru myrtir, fyrir tveimur vikum. Bandaríkin: Sjónvarpsstöðv ar blómstra ■ Smásjónvarpsstöðvar með lítinn sendistyrk blómstra nú í Bandaríkjun- um eftir að Fjarskiptanefnd Bandaríkjanna gaf leyfi fyrir starfsemi þeirra til að fylla upp í eyðu í hefðbundinni umfjöllun stórra sjónvarps- stöðva sem ekki birta fréttir um atburði í litlum bæjarfé- lögum. Hægt er að ná sjónvarps- sendingum þessara stöðva 25 til 50 kílometra frá útsend- ingarstað. Þær birta fréttir um atburði á hverjum stað. menningarviðburði, íþróttir og senda út efni sem er sérstaklega ætlað fyrir minni- hlutahópa sem stóru sjón- varpsstöðvarnar taka lítið sem ekkert tillit til. Nú þegar hafa verið settar upp meira en 270 slíkar stöðvar í Bandaríkjunum. 194 af þessum stöðvum eru starfandi í Alaska þar sem mikið er um smábæi og sam- göngur eru strjálar. Stofn- kostnaður við smásjónvarp- stöðvar er sagður vera urn 200.000 dollarar eða um 84 milljónir ísl. kr. Öllum þeim mörgu, skyldum og vandalausum, sem með heimsóknum, góðum gjöfum, heilla- skeytum og mergð blóma minntust mín í hlýhug á 75 ára afmæli mínu 9. apríl s.l. þakka ég af alhug. Allt þetta yljaði mér um hjartaræt- ur. Ég stend því í mikilli þakkarskuld og bið Guð að launa. Hann blessi ykkur öll um ókomin ár, „hvort lánað líf oss ber langt eða skammt." Lifið heil! Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.