NT - 19.04.1985, Blaðsíða 2

NT - 19.04.1985, Blaðsíða 2
ia,- Föstudagur 19. apríl 1985 2 Blðð II „Chaplin betri en Bergmann og ekki síðri listamaður“ - Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður tekinn tali. ■ Ertu sáttur við hvernig nýj- ustu mynd þinni Skammdegi hefur verið tekið af kvikmyndahtsagestum og gagn- rýnendum? „Ég held að fólk hafi tekið myndinni á svipaðan hátt og við bjuggumst við. Við höfum fengið einkar jákvæð viðbrögð frá fólki. Til dæmis erum við að vinna auglýsingu upp úr viðbrögðum áhorfenda, og það virtist vera almenn ánægja með myndina. Petta kom mér ekki á óvart, því við vönduðum okkur við gerð þessarar myndar, og vorum að vona að fólki myndi líka hún. Hvað viðvíkur viðbrögðum gagnrýnenda, þá verð ég að segja alveg eins og er að mér finnst þeir hafa verið mun kuldalegri en við áttum von á. Það virðist einkum vera fiskað eftir því að finna sér eitthvert aðfinnsluefni og þegar það liggur ekki á lausu, þá er farið út í óskilgreindar aðfinnslur. Það er meðal annar tæpt á því að það séu gallar í handritinu, án þess að tilgreina það nánar. Éinhverjir hafa kvartað und- an slappri leikstjórn, en um leið hrósað myndinni í hástert fyrir frammistöðu leikaranna. Ég skil þessa gagnrýni ekki alveg og lít á hana sem nokkurs konar timburmenn eftir það hrósyrðafyllerí sem gagnrýn- endur fóru á við fyrstu mynd- irnar. Það er engu líkara en þeir séu farnir að iðrast orða sinna. Hinsvegar liggur svona gagnrýni manni í léttu rúmi og það er ekki nema maður verði fyrir persónulegri óvild, sem á ekki heima í gagnrýni og kem- ur henni ekki við , að hún snertir mann.“ Hefurðu orðið var við óvild gagnrýnenda í þinn garð? Þráinn glottir og segir síðan að einstaka fólk hafi verið að spyrjast fyrir um það hvað hann hafi gert á hlut einstaka gagnrýnenda. „Ég vona bara að kvik- myndagagnrýni á íslandi fari að komast á það stig sem íslensk kvikmyndagerð er komin á. Vonandi verður gagnrýnin samboðin kvik- myndagerðinni, og þá geta allir tekist hond í hönd í félagi bæði gagnrýnendur og kvikmynda- gerðarmenn.“ Gleyma gagnrýnendur sér yfir fræðilegu hlið myndanna? „Já, til dæmis eins og tvær síðustu myndir sem við gerðum, Nýtt líf og Dalalíf, þá fara þessir menn hamförum yfir tæknigöllum sem þeir telja en hvenær og hvort við förum af stað aftur fer náttúrlega allt eftir því hvernig gengur að fá inn þá peninga sem við þurfum.“ Hvenig var aðbúnaðurinn við gerð myndarinnar? „Ég skil þessa gagnrýni ekki alveg og lít á hana sem nokkurs- konar timburmenn eftir það hrós- yrðafyllerí sem gagnrýnendur fóru á við fyrstu myndirnar.“ sig finna. Vissulega voru tæknigallar á Dalalífi sem við réðum ekki við. Það er eðlilegt að minnast á þessa galla, en mennirnir náðu ekki upp í nefið á sér og þeir gleymdu því sem var aðalatriðið í þessum myndum sem almenningur sá á stundinni, það var skemmt- anagildið. Nýja bíó varpakkað viku eftir viku og svo góð var aðsóknin á mörgum stöðum úti á landi að bíóstjórar þar köstuðu ellibelgnum." Afkastageta ykkar hefur verið mikil þessi þrjú ár? „Auðvitað slípast maður og kunnátta og afkastageta allra vex við æfinguna. Það er alveg það sama við kvikmyndagerð- ina og allt annað að maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Afköstin eru mikil vegna þess að þörfin er í raun og veru mikil að gera kvikmyndir. Manni er orðið meira mál að filma þegar loksins er mögu- leiki til þess. Þá er manni mikið niðri fyrir. Þó að mikið hafi verið unnið þá er þúsund sinnum meira óunnið.“ Hvernig er með vinnslu á næstu myndum? „Auðvitað klæjar mann í lófana að komast af stað aftur. Það eina sem er hægt að gera í augnablikinu er að sitja og skrifa, sem kostar skít á priki, „Aðstæður voru erfiðar, og ég man eftir því að ég las grein eftir breskan blaðamann sem fjallaði um myndina. Hann óskaði okkur góðs gengis við Skammdegisævintýrið okkar, þrátt fyrir að hann skildi ekki hvers vegna við veldum okkur langaði til þess að koma ein- hverju af þessu á filmu. Við skelltum okkur á Vestfirðina sem eru ú engin sólskins para- dís yfir skammdegismánuðina. Við lentum í öllum þeim erfið- leikum sem við áttum von á, ogsvoöllumókjörum íviðbót. Þetta voru hræðilegir tímar. Sem betur fer er nú minni manns það óábyggilegur hlutur, að þetta er allt saman að breytast í skemmtilegar minningar." Mannlegi þátturinn, hvernig var líðan og aðbúnaður leikara og starfsfólks? „Þetta var ekki nein vosbúð á okkur. Við bjuggum þröngt og ekki við neinn lúxus, en það • væsti ekki um okkur. Fólkið fyrir vestan tók mjög vel á móti okkur og'gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að greiða götu okkar. Síðan er óhætt að minnast á annað mál sem er stórmál í sjálfu sér. Við bjuggum þarna upptökuhópurinn í þröngu samfélagi, í tvo mánuði og ég held að aldrei hafi komið upp misklíð eða pirringur eins og rnaður hefur heyrt að komi upp í svo þröngri byggð sama fólks.“ Hefur fólk sætt sig við „Einhver mannvitsbrekkan kall- aði Eggert Þorleifsson náttúru- talent, sem virðist þýða eitthvað í þá átt að maðurinn mæti bara á staðinn og geri eitthvað án fyrir- hafnar.“ allt það erfiðasta sem nokkur leið væri að hugsa sér að takast á við. Annars var eitt í þessu frá upphafi. Mann langaði til þess að takast á við þá hlið þessa fallega lands okkar sem lítið hefur sést af í kvikmyndum. Myrkrið, vetrarhörkurnar, erf- itt veður og allt það. Okkur Eggert Þorleifsson „náttúrutalent“? Eggert leikara í þessu hlut- verki? „Já fyllilega. Ég held að sá maður sem er góður gaman- leikari geti leikið hvaða hlut- verk sem er. í Skammdegi fer Eggert einmitt mjög langt frá því hlutverki sem fólk hefur séð hann í áður. Áður hefur hann leikið Dúdda rótara í Stuðmannamyndinni og Þór Lukkuriddara í Nýju lífi og Dalalífi. í Skammdegi sýnir hann á sér allt aðra hlið. Ég hef tekið eftir því að á sýningum þá flissar fólk þegar Eggert birtist. En það er fljótt að breytast eftir því sem hann sést oftar og lengur á tjaldinu. Einhver mannvitsbrekkan kallaði hann í gagnrýni sinni náttúrutalent, sem virðist þýða eitthað í þá veru að maðurinn mætti bara á staðinn og gerði eitthvað án allrar fyrirhafnar. Það getur vel verið að Eggert sé náttúrutalent, en hann er fyrst og fremst agaður og þjálf- aður leikari sem að lifir sitt hlutverk frá því fyrsta til þess síðasta af mikilli alvöru. Þegar saman fer mikil vinna og góðir hæfileikar verður útkoman yfir- leitt ágæt. Að afgreiða menn á borð við Eggert sem einhverja grín- ara eða náttúrutalent það er beinlínis út í bláinn." Hvernig kom til að þið völd- uð þann stað sem myndin var tekin á? Þráinn sagði að mikið hefði verið leitað, þar til loksins ■ „Ég ætla að halda áfram að gera það sem ég hef alltaf gert, og það er að gera það sem mér finnst.“ NT-mynd aó. ■ Skilyrði við töku myndarinnar voru hin erfiðustu. Á myndinni sést hluti upptökuhópsins dúðaður upp fyrir haus. fannst staður sem talinn var henta. „Mér er alltaf minnis- stætt þegar ég og Ari Kristins- son kvikmyndatökumaður höfðum loksins fundið staðinn. Við fórum vestur og dvöldumst í húsinu óupphituðu og elduð- um á prímus. Fyrsta daginn elduðum við okkur magnaða kjötsúpu sem dugði okkur í þrjá daga, á meðan við vorum að leggja drögin að handritinu. Ég hef nú ekki verið myrk- fælinn síðan ég var barn, en þarna á staðnum þegar dimmt var orðið og maður sat í þessu þétta myrkri sem hvolfdist yfir mann þá fann maður að staður- inn hafði kynngimögnuð áhrif, og enn þann dag í dag fer um mig fiðringur þegar ég hugsa til þessara nótta. Ég er alveg viss um að þar sem einhverjir atburðir hafa gerst, eru straumar í loftinu sem maður finnur fyrir. Við fundum fyrir þessu og langaði til þess að koma því til skila á myndinni. Þarna er talið að ógurlegir galdramenn hafi búið, og ekki skárri draugar, sem jafnvel hafa drepið fólk. Draugureinn drap þarna ekkju sína fyrir liðlega tvö hundruð árum.“ Ætlar þú að snúa þér alfarið að gerð mynda af alvarlegri gerðinni? „Nei ég hef ekki minni áhuga en áður á að gera gam- anmyndir og ef ég á að segja alveg eins og er þá finnst mér Chaplin skemmtilegri en Bergman og líka meiri lista- maður. Ég gef fjandann í það hvort fólki finnst gamanmynd- ir eins fínar og sálarhremming- ar í takt við Skammdegi. Eg ætla að halda áfram að gera það sem ég hef alltaf gert. Það er að gera það sem mér finnst sjálfum. Minn karakter er þannig að ég geri stundum að gamni mínu og stundum er ég alvar- legur eins og bankastjóri. Ég ætla að vona að maður geti haldið áfram að fíflast." Átt þú þér einhvern draum um kvikmynd? „Það væri þá helst að gera kvikmynd um Solon Islandus. Einnig hef ég gælt við þá hug- mynd að gera kvikmynd sem leikin væri að hluta af alþjóð- legum leikurum á móti íslensk- um leikurum." Er eitthvað sem þú vildir koma áleiðis til íslenskra kvik- myndahúsgesta? „Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu upp á síðkastið og margir talsmenn þess hafa sagt að þeir vilji auka frelsi á öllum mögulegum sviðum. Ég er þeirrar skoðunar að því meira frelsi því betra. Samt virðist mér sem það gleymist ansi oft í þessari umræðu að frelsi getur ekki verið til nema hjá sjálfstæðri þjóð. Þó að þessi þjóð eigi að heita sjálf- stæð í efnahagslegu tilliti, þá finnst mér að andlegu sjálf- stæði hennar sé mikil hætta búin vegna aðsteðjandi er- lendra áhrifa úr öllum áttum. Það er rétt til þess að halda uppi nauðsynlegu andófi gegn þessum erlendu áhrifum sem þó eru góð mörg hver, sem mér er það hugsjónamál að íslensk kvikmyndagerð fái að lifa í landinu til mótvægis við flaum erlends myndefnis sem við sitjum hér undir.“ „Þó að þessi þjóð eigi að heita sjálfstæð í efnahagslegu tilliti, þá finnst mér að andlegu sjálf- stæði hennar sé mikil hætta búin vegna aðsteðjandi erlendra á- hrifa úr öllum áttum.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.