NT - 19.04.1985, Blaðsíða 7

NT - 19.04.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. apríl 1985 7 Blað II sjónvarp Sjónvarp föstudag kl. 21.15: Aströlsk kvik- myndagerð í blóma ■ Sóknin að sunnan kallast bresk heimildamynd um nýtt blómaskeið í kvikmyndagerð í Ástralíu síðustu árin, sem sýnd verður í sjónvarpi í kvöld kl. 21.15. Á síðustu 10 árum hefur átt sér stað bylting í kvikmynda- gerð um allan heim. Ástralir, sem áður nutu lítillar virðingar sem kvikmyndaframleiðend- ur, hafa nú síðustu árin heldur betur komist á blað í þeirn efnum og njóta nú virðingar fyrir rnargar kvikmyndir sem hafa hlotið mjög góðar viðtök- ur áhorfenda og gagnrýnenda um allan heim. bessi nýbylgja í ástralskri kvikmyndagerð hófst á árinu 1975 með myndinni „Picnic at Hanging Rock“ og síðan fylgdu í kjölfarið myndirnar „Walkabout“, „Newsfront“ og „The Chant of Jinimie Blacksmith“, sem allar hafa hlotið mikið lof. Sumar þeirra hafa verið sýndar hér á landi. Myndin Sóknin að sunnan, sem sýnd verður í kvöld, gerir grein fyrir þessum frábæra ár- angri sem ástralskur kvik- myndaiðnaður hefur sýnt á undanförnum árum. Þar verða sýndar úrklippur úr mörgum myndanna ásamt viðtölum við ýmsa þekkta leikara og leik- stjóra og má þar m.a. telja Dustin Hoffman, Richard Chamberlain, Sydney Pollack, Liv Ullman og Óliviu Newton- John. Þar gefst áhorfendum líka kostur á að kynnast aðeins áströlsku þjóðinni og náttúru þessa geysistóra og afskekkta eylands. Þýðandi er Bjarni Gunnars- son. Tónlistarkrossgátan NO: 24 Lausiiir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Hvassaleiti 60 108 Reykjavik Merkt Tónlistarkrossgátan ■ Á sunnudag kl. 15-16 verður 24. Tónlistarkrossgátan á Rás 2. Stjórnandi hefur frá upphafi verið Jón Gröndal. ■ Borðsiðir bræðranna eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Millie gerir sitt besta til að bæta úr því. Sjö bræður teknir í kennslu ■ Bræður sjö í brúðarleit (Seven Brides for Seven Brothers), bandarísk bíómynd frá árinu 1954, er fyrri laugar- dagsmynd sjónvarpsins að þessu sinni og hefst sýning hennar kl. 21.35. Þar segir frá því, þegar Adam (Howard Keel), elstur 7 bræðra á afskekktum sveitabæ, leiðir heim brúði sína og ætlar henni að halda heimili fyrir þá bræður. Lítið grunar hina ó- reyndu brúði Millie (Jane Powell) hvaða verkefni bíður hennar að ala upp og snyrta til þetta stóð, sem gengið hefur sjálfala árum saman og hefur engan grun um hvaða siðir tíðkast í mannlegum samskipt- um. En hún tekst á við verk- efnið af krafti og grípur oft til skringilegra ráða til að leiða mágum sínum fyrir sjónir til hvers sé ætlast af þeim úti á meðal manna. Mágarnir 6 fá þá flugu í höfuðið að þeir vilji ekki vera eftirbátar Adams og eftirsókn- arverðast væri að eignast sínar eigin eiginkonur. Þeir læðast inn í næsta þorp og komast þar á hlöðudansleik. En Millie var ekki komin svo langt í upp- fræðslunni að hafa haft kennslustund í bónorðum. Þeir beita því sínum heimatil- búnu aðferðum til að verða sér úti um brúðir. Þær falla í misjafnan jarðveg og hafa margvíslegar afleiðingar. Með aðaihlutverk fara How- ard Keel, Jane Powell, Jeff Richards og Russ Tamblyn. Leikstjóri er Stanley Donen. Þýðandi er Guðni Kolbeins- son. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduöum þætti fyrir unglinga. 20.50 Islensk tónlist Páll Kr. Pálsson leikur á píanó orgelverk eftir ís- lensk tónskáld. 21.30 Útvarpssagan: „Folda“ eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (16). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (Rúvak). 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 19. apríl 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson og Sig- urður Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Þriggja minútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 23:15-03:00 Næturvaktin. Stjórn- endur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengd- ar að lokinni dagskrá rásar 1. Laugardagur 20. apríl 14:00-16:00 Léttur laugardagur. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Hlé 24:00-24:45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 21. apríl 13:30-15:00 Krydd i tilveruna. Stjórnandi. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Föstudagur 19. apríl 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Knapaskólinn Breskur myndaflokkur í sex þáttum um unglingsstúlku sem langar til að verða knapi. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Sigurðsson. 21.15 Sóknin að sunnan Bresk heimildamynd um nýtt blómaskeið i kvikmyndagerð i Astralíu síðustu árin. Ýmsir þekktir kvikmynda- leikarar koma fram í myndinni, bæði ástralskir og bandariskir. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. 22.15 Þá goðsögn deyr (When the Legends Die) Bandarísk bíómynd frá 1972. Leikstjóri Stuart Millar. Aðalhlutverk: Richard Widmark, Frederic Forrest, Luana Anders og Vito Scotti. Söguhetjan er indíána- piltur sem yfirgefur nauðugur heimkynni sín og kynnist siðum hvítra manna. Drykkfelldur kúreki uppgötvar að piltinum er hesta- mennska i blóð borin. Hann tekur piltínn aö sér og gerir hann full- numa í keppnisíþróttum kúreka. Þýðandi Reynir Harðarson. 00.00 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 20. apríl 16.30 Enska knattspyrnan Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 17.30 Iþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson. 19.00 Húsið á sléttunni 20. Allt upp á nýtt Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 19.50 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Hótel Tindastóll Nýr flokkur - fyrsti þáttur. Breskur gaman- myndaflokkur í sex þáttum um seinheþþinn gestgjafa, starfslið hans og hótelgesti. Aðalhlutverk: John Cleese. Sjónvarpiö hefur áöur sýnt eina syrpu úr þessum flokki árið 1977. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Kollgátan Úrslit i spurninga- keppni Sjónvarpsins. Úmsjónar- maður lliugi Jökulsson. Stjórn upp- töku: Viðar Víkingsson. 21.35 Bræður sjö í brúðarleit (Se- ven Brides for Seven Brothers) Bandarisk dans- og söngvamynd frá 1954. Leikstjóri: Stanley Donen. Aðalhlutverk: Howard Keel, Jane Powell, Jeff Richards og Russ Tamblyn. Þegar Adam, sem er elstur sjö bræðra, kemur heim með konu verður uppi fótur og fit á bænum. Nýja húsmóðirin á í mesta basli með að kenna mág- um sínum mannasiði. Með tíman- um verður yngri bræðrunum Ijóst aö þeir uni ekki lengur að vera kvenmannslausir og halda til næsta þorps í biðilsför. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 23.15 Styrjöld Murphys (Murphy’s War) Bresk biómynd frá 1971. Leikstjóri Peter Yates. Aðalhlut- verk: Peter O'Toole, Sian Phillips, Philippe Noiret og Horst Jansen. Liðið er að lokum síðari heimsstyrj- aldar þegar þýskur kafbátur er að sökkva kaupskipi í Suðurhöfum og stráfellir áhöfnina. Einn kemst af, írskur flugvirki að nafni Murphy. Hann heitir Þjóðverjunum hefndum og lætur ekki sitja við orðin tóm. Atriði í myndinni eru ekki við barna hæfi. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason 00.50 Dagskrárlok. Sunnudagur 21. apríl 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Andrés Indriðason. 19.00 Rétt tannhirða Endursýning Fræðsluþáttur gerður í samvinnu Sjónvarpsins og fræðslunefndar Tannlæknafélags íslands. Texta samdi Börkur Thoroddsen, tann- læknir. 19.10 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón- armaður Guðmundur Ingi Krist- jánsson. 20.55 Konungurinn og ríki hans Ný kvikmynd sem Ferðamálasamtök Vesturlands hafa látið gera um náttúru, sögu og atvinnulif i lands- fjórðungnum. Kynningarþjónustan og Ismynd önnuðust gerð myndar- innar en umsjónarmaður og þulur er Vilhelm G. Kristinsson. 21.30 Til þjónustu reiðubúinn Ann- ar þáttur. Breskur framhalds- myndaflokkur í þrettán þáttum. Leikstjóri: Andrew Davies. Að- alhlutverk: John Duttine. Efni fyrsta þáttar: David fær lausn frá herþjón- ustu 1918 og ræðst sem kennari við Bamfyldeskóla. Hann á við ýmsa byrjunarörðugleika að stiða í samskiptum við nemendur og samkennara en vinnur á með timanum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.20 Samstaða - vonin frá Gdansk Ný dönsk heimildamynd um and- spyrnuhreyfinguna í Póllandi. Gerð er grein fyrir starfsemi Sam- stöðu (Solidarnosc), samtökum óháðra verkalýðsfélaga. I viðtölum lýsa félagar i Samstöðu og fulltrúar kirkju og stjórnvalda reynslu sinni og afstöðu. Þýðandi Baldur Sig- urðsson. 23.15 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.