NT - 19.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 19.04.1985, Blaðsíða 8
„Höfum staðið okkur illa sem leiðandi aðili í mál- efnum íslenska hestsins“ - Rabbað við Eyjólf ísólfsson um reiðkennslu, dómaramál og útflutning íslenskra hesta „Jú, það er aldeilis nóg að gera þegar þessi tími er kominn. Mér sýnist vera mikill hugur í fólki enda stórt mót framundan. Auk þess er Evr- ópumót í sumar og það eykur alltaf enn meira á spennuna,“ sagði Eyjólfur ísólfsson þegar blaðamaður NT króaði hann af fyrir skömmu til að ræða lauslega um hestamennsku og ýmislegt henni tengt. Eyjólf er óþarfi að kynna þeim sem á annað borð eru eitthvað inni í hestamennsku. Hann hefur lengi verið at- vinnumaður í tamningum og þjálfun og leitt margan gæðing- inn til sigurs í keppni. Einnig rúmum 10 árum þegar ég var að byrja að kenna og nýja- brumið var á þessu þá drifu menn sig á námskeið til að læra en skorti alla þolinmæði til að æfa og þjálfa hvert atriði, og urðu að fá eitthvað nýtt og spennandi í hverjum tíma þannig að maður varð að byggja námskeiðin svolítið upp eftir því, annars hafði fólk enga eirð í sér til að standa í þessu. Ég fann fyrir því á þessum árum hvað það var öðruvísi að kenna erlendis þar sem reiðskólahefðin er miklu meiri, það var allt annað viðhorf. En þetta hefur breyst mikið hérna - á seinni árum, fólk vill leggja töluvert á sig til, unni án þess að þurfa að fjárf- esta í stórum stíl áður. Það er mun þægilegra fyrir kennarann að hafa þjálfuð hross sem reið- skólinn á og hann þekkir og veit hvers hann getur krafist af þeim og þar af leiðandi hvers hægt er að krefjast af nemend- um. Það vill alltaf brenna við að fólk sem kemur á námskeið- in er með afar misjafna hesta, þæga hesta kannski en erfiða í ganglagi og lítið hægt að gera fyrir þannig að fólk fær ekki það úr út námskeiðinu sem það annars gæti gert.“ Það er mikil starfsemi hjá eigendum íslenskra hesta í Evrópu? „Já sennilega gera fáir sér sterkt úti að þá eigi að banna útflutning á kynbótahrossum. Það yrði til þess að drepa alveg niður alla sölumöguleika á hrossum héðan. Ef ekki hefði verið leyft í byrjun að selja kynbótagripi út þá hefði þetta ævintýri með útbreiðslu ís- lenska hestsins aldrei orðið svona mikið. Það er mikið talað um takmarkanir og höft en minna um að við verðum að herða okkur í ræktuninni hér til að vera betur samkeppnis- færir við útlendingana." En svo við snúum okkur að dómurum. Hvernig er staðan í þeirra málum? 1 „Dómaramálin hafa alltaf verið mjög erfið. Það sem fyrst1 ■ f snörpum skeiðspretti á fjórðungsmótinu á Hellu ’81. að ritari skrái niður á viss eyðublöð athugasemdir, hvað dómarinn finnur að, og láta síðan knapann fá þessar at- hugasemdir á eftir svo að hann geti séð hverju var ábótavant og geti þá kannski bætt það. Síðan er það ljóst að dómarar þurfa að vera strangir. Það kemur alltaf illa niður á öllum ef mönnum er gefið meira en þeir eiga.“ ■ Eyjólfur, Kristján Birgisson og Lúter Guðmundsson ræða málin. hefur hann oft setið í dómara- sætinu og ennfremur mikið lagt af mörkum til að bæta reiðmenningu mörlandans og frænda vorra norrænna, með reiðnámskeiðum og bókaút- gáfu. „Aðal vandamálið í þessu starfi er hvað það er árstíða- bundið. Þegar þetta fer al- mennilega af stað með hækk- andi sól er allt of mikið að gera og engin leið að anna eftir- spurn. Þetta kemur allt á sama tíma, tamningar og þjálfun, kennslan og járningar en svo ekkert að gera í annan tíma. Að sjálfsögðu spilar svo veðr- áttan inn í þetta alltsaman. Ég hef stundum reynt að brúa bilið með því að kenna erlendis þann tíma sem minnst er að gera hér. Er mikill munur á að kenna úti eða hér heima? „Það get ég varla sagt nú orðið. Að vísu var hér fyrir að ná góðum árangri. Æfingin skapar meistarann. Ég hef t.d. verið með helgarnámskeið í vetur þar sem ég hef sett fólki fyrir verkefni til að þjálfa yfir vikuna og við höfum svo skoð- að næstu helgi. Annars er það sem vantar hér það er inniaðstaða til þess að hægt sé að dreifa'þessu á lengri tíma, taka minna fyrir í einu en oftar. Ég hef þá'trú að reiðhöll eða skemma eigi eftir að koma víðast hvar þar sem einhver hestamennska er að ráði. Það er engin hæfa í því að menn séu að byggja sér hesthús fyrir hundruð þúsunda og nota þau svo ekki nema stuttan tíma af árinu. Reiðhöll eða hús lengir þann tíma sem hægt er að stunda hestamennsku til muna auk þess sem þar opnast margir nýir möguleikar. Þar væri t.d. hægt að bjóða fólki upp á reiðnámskeið þar sem það gæti kynnst hestamennsk- grein fyrir því hversu mikill fjöldi af íslenskum hestum er til utanlands. Það er sennilega álíka há tala utanlands og inn- an og t.d. rækta Þjóðverjar mikið af íslenskum hestum, enda samkeppnin orðin nokk- uð hörð við þá. Við íslendingar höfum staðið okkur illa í því að vera leiðandi aðili í þessum málum, t.d. að halda ræktun- arráðstefnur og dómararáð- stefnur. Það gefur auga leið að það er feiknarleg starfsemi í kringum jafn stóran félagsskap og Evrópusamband íslenskra hesteigenda og við höfum ekki sinnt þessu nógu mikið. Þarna gæti verið mun meiri land- kynning og sala á hestum og vörum frá okkur. Hitt er annað mál að ég er ósammála þeim röddum sem hafa mikið heyrst upp á síð- kastið eftir að menn fóru að gera sér grein fyrir því hvað ræktunarstarfið var orðið og fremst er að er að það er ekki gert nóg fyrir þá og þeim ekki nógu mikill sómi sýndur. Fyrir utan það að þeir fái að eta þegar þeir eru við störf, sem jafnvel hefur nú orðið misbrestur á, þá er ekki leitað til þeirra með ýmis mál, og óánægðir menn skamma þá oft mikið þannig að þetta verður óvinsælt starf. Ég held að það verði að koma því á að dómar- ar fái einhver laun og í tengsl- um við það verði komið upp eftirlitskerfi þar sem dómurum eru gefin stig sem hækki þá í flokkum þannig að þeir fái leyfi til að dæma stærri mót ef þeir standa sig vel. Síðan er það mjög góð regla sem dóm- arafélagið hefur komið á að hver dómari verði að dæma svo og svo mörg mót til þess að halda sínum réttindum. Þetta er mikið þjálfunaratriði að setja sig inn í þessi mál. Éinnig þyrfti að koma því á ■ Eyjólfur ísólfsson, tamningamaður og reiðkennari.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.