NT - 19.04.1985, Blaðsíða 4

NT - 19.04.1985, Blaðsíða 4
n Föstudagur 19. apríl 1985 Blaðll Helgin framundan LA: Sýningar á Edith Piaf um helgina ■ Um helgina er 19.-21. sýn- ing á söngleiknum Edith Piaf eftir Pam Gems. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og ráðgert er að sýna a.m.k. fram í maílok. Edda Þórarinsdóttir leikur aðalhlutverkið, Sigurður Páls- son leikstýrði, Guðný Björk Richard gerði leikmynd og Viðar Garðarsson lýsti, en 9 manna hljómsveit í sýningunni stjórnar Roar Kvam. Þar að auki koma fram 9 leikarar og tveir dansarar. Sýningarnar verða á föstu- dags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Blómarósir í Borgarfirði ■ Á laugardaginn 20. apríl verður sýning á leikritinu „Blómarósir" eftir Ólaf Hauk Símonarson á vegum leikdeild- ar Ungmennafélags Reykdæla að Logalandi kl. 21.00, og sömuleiðis er ráðgerð sýning á Blómarósum kl. 21.00 á þriðjudag. Leikstjóri er Bjarni Stein- grímsson, en hann hefur áður leikstýrt sýningum fyrir Ung- mennafélag Reykdæla, má þar nefna Mann og konu og Gullna hliðið. Söngur er mikill í leikritinu Blómarósum og stjórnar hon- um Sigurður Guðmundsson frá Kirkjubóli. Miðapantanir eru í síma 5120 og 5125. Rokkhjartað í Bæjarbíói ■ Samtök áhugaleikfélaga halda leiklistarhátíð í Monaco um mánaðamótin ágúst/sept. Fulltrúi íslands á þessari hátíð verður Leikfélag Hafnarfjarð- ar með söngleikinn „Rokk- hjartað slær“. Á hátíðinni leik- ur hver hópur á sínu móður- máli, og er því mikilvægt að áhersla sé lögð á sjónrænan þátt sýningarinnar og ekki spillir að tónlistin skipi veiga- mikinn sess. Rokkhjartað hefur verið sýnt tíu sinnum í Bæjarbíói í Hafnarfirði við góðar undir- tektir áhorfenda. 11. sýningin verður í kvöld, föstudagskvöld 19. apríl og 12. sýningin laug- ardagskvöldið 20. apríl. Sýn- ingarnar hefjast kl. 20.30. Miðapantanir allan sólarhring- inn í síma 50184. Gæjar og píur ■ Nú styttist óðum í það að sýningum Ijúki á Gæjum og píum. Sýningar verða í kvöld (föstudagskvöld) og á sunnu- dagskvöld. Uppselt hefurverið á flestar sýningar verksins. Kardemommubærinn ■ Tvær sýningar á Karde- mommubæ Thorbjörns Egners verða um helgina, á laugardag og á sunnudag og hefjast þær báðar kl. 14.00. Stöðugt er uppselt á Kardemommubæ- inn. Valborg og bekkurinn ■ Leikritið Vaiborgogbekk- urinn eftir Danann Finn Methling er nú sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins. Næsta sýning verður á sunnudags- kvöld og hefst kl. 20.30. Leik- húsgestum gefst kostur á að fá létta máltíð að dönskum hætti fyrir sýningu gegn afar vægu verði. Dafnis og Klói ■ Ballett Nönnu Ólafsdóttur verður sýndur á laugardags- kvöld í Pjóðleikhúsinu. Ball- ettinn er saminn við tónlist Maurice Ravels. Þetta er 8. sýning á verkinu. Klassapíur ■ Alþýðuleikhúsið sýnir Klassapíur eftir Karyl Churc- hill laugardaginn 20. apríl kl. 20.30. í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3 b. Síminn í miða- sölu er 14350. Stúdentaleikhúsið ■ Um síðustu helgi frum- sýndi Stúdentaleikhúsið „Litla prinsinn" og „Píslarsögu síra Jóns Magnússonar," sem eru tónverk eftir Kjartan Ólafs- son, í leikgerð Halldórs E. Laxness og er hann jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Kjartan Ólafsson, höfundur tónverkanna, útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur síðastliðið vor og stundar nú framhaldsnám við Institut de sonologie í Utrecht í Hollandi. Kjartan hefur auk leikhústón- listar samið raftónlist, kammer- og hljómsveitarverk, og má þar m.a. nefna „Þúfu- bjarg“, sem íslenska hljóm- sveitin frumflutti nú í vetur. Halldór E. Laxness leik- stjóri hefur á síðustu sex árum að mestu dvalið erlendis við nám og störf í ýmsum leikhús- um. Hann starfaði í tvö ár með ítölskum tilraunaleikhóp og ferðaðist með honum um Evr- ópu. Einnig hefur hann kynnt sér kvikmyndagerð í London og verið við nám í nútíma- óperuleikstjórn í Kanada. Hann hefur leikstýrt nokkrum verkum hjá áhugaleikhópum bæði í Reykjavík og úti á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar með Stúd- entaleikhúsinu. Hlíf Porgeirsdóttir leikur Litla prinsinn og Tómas Tóm- asson er í hlutverki síra Jóns, en auk þeirra koma tíu leikarar fram í sýningunni. Á sviðinu birtast einnig stór málverk sem Hallgrímur Helgason gerði. Ólafur Engilbertsson hannaði búninga en Egill Árnason ann- ast lýsingu. Sýningar um helgina verða á föstudags- og sunnudagskvöld og hefjast kl. 21.00. Sýnt er í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og eru miðar seldir við innganginn. Einniger hægt að panta miða í síma 17017 allan sólarhringinn. Sýning Bjargar ■ Björg Þorsteinsdóttir opn- aði sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu 13. apríl sl. og verður hún opin daglega kl. 14.00-22.00 til 28. apríl. Björg Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún stund- aði myndiistarnám fyrst hér heima, en síðan í Stuttgart og París. Hún hefur haldið nokkr- ar einkasýningar og tekið þátt í um 200 samsýningum frá 1969 á innlendum og erlendum vettvangi, m.a. með Félagi ís- lenskra myndlitarmanna og fé- laginu íslenskri grafík alþjóð- legum sýningum víða um heim. Þessa sýningu á verkum sín- um tileinkar listakonan for- eldrum sínum, Guðnýju Árna- dóttur og Þorsteini Davíðs- syni. Frá Listmunahúsinu ■ í Listmunahúsinu stendur yfir sýning Sæmundar Valdi- marssonar á höggmyndum úr tré. Höggmyndirnareru um 16 talsins og eru unnar úr rekaviði á árunum 1979-1985. Sýningin sem er sölusýning er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Lokað mánudaga. Sýningin stendur til 28. apríl. Stillur í Gallerí Langbrók ■ Kristín Þorkelsdóttir opn- ar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Langbrók á morgun, laugardaginn 20. apríl. Sýning- in ber nafnið Stillur. 29 myndir eru á sýningar- skrá„ náttúrustemmningar, flestar málaðar á síðastliðnu sumri. Sýningunni lýkur 5. maí. Kristín stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í frjálsri myndlist 1951- 54. Aðalkennarar hennar voru Sigurður Sigurðsson listmálari, Valgerður Briem og Sverrir Haraldsson. Kristín var að- stoðarkennari Sverris Haralds- sonar á kvöldnámskeiðum MHÍ á síðasta námsári sínu. Kristín er þekkt af störfum sínum á sviði hagnýtrar mynd- listar en heldur nú fyrstu einka- sýningu sína á sviði frjálsrar myndlistar. Sýning á Mokka ■ Haukur Gunndórsson opnaði nýlega myndlistarsýn- ingu á pastelverkum í Mokka- kaffi á Skólavörðustíg. Sýning- in stendur í mánuð. Kringum 20 verk eru á sýn- ingunni, aðallega pastelmynd- ir, en sumar eru unnar með kolum. Sýninginersölusýning. Gallerí Borg ■ ÁlaugardagopnarHaukur Dór Sturluson sýningu í Gall- erí Borg við Austurvöll, og stendur hún til 28. þessa mán- aðar. Á sýningu Hauks verða um 40 teikningar, en óvissa ríkir enn um nákvæmlega hversu margar myndir verða sýndar, þar sem verkföll í Danmörku hafa tafið heimkomu verkanna og listamannsins. Langt er síðan Haukur Dór hefur haldið hér sýningu á teikningum og er því eftirvænt- ing ríkjandi meðal myndlista- áhugamanna. Sýning Hauks verður opnuð laugard. 20. þ.m. og stendur aðeins í rúma viku. Listasafn íslands ■ í dag föstud. 19. apríl kl. 17.30, verður opnuð í Lista- safni íslands yfirlitssýning á verkum Jóhannesar Jóhannes- sonar listmálara. Jóhannes er fæddur í Reykjavík. Hann lauk sveins- prófi í gull- og silfursmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1945 og fór síðan í myndlistarnám til Bandaríkjanna og síðar á Ítalíu. Fyrsta sýning Jóhannesar var í Listamannaskálanum 1946, en síðan hefur hann haldið margar sérsýningar og tekið þátt í samsýningum bæði á íslandi og erlendis. Hann vann við gullsmíðar til ársins 1972, en síðan hefur hann helgað sig málaralistinni, jafn- framt því sem hann hefur starf- að við Listasafn íslands. Jóhannes var einn af frum- kvöðlum septembersýning- anna. Hann hefur látið félags- mál myndlistarmanna mikið til sín taka. Á sýningunni eru alls 134 verk. Af þeim eru 118 verk unnin í olíu, gvass, collage og vatnsliti auk 16 gull- og silfur- gripa. Elsta verkið á sýning- unni er frá 1938, en það yngsta er frá þessu ári. Sýningunni er einkum ætlað að sýna þróun Jóhannesar sem listmálara. Sýningin mun standa til 19. maí og verður hún fyrst um sinn opin daglega frá kl. 13.30 til 22.00, en eftir það frá kl. 13.30-16.00 á virkum dögum, enkl. 13.30 til 22.00 umhelgar. Syngjandi fjölskyldur í Garðabæ ■ Bel Canto kórinn í Garða- bæ heldur tónleika í Lang- holtskirkju sunnudaginn 21. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Skólakór Garðabæjar syngur einnig nokkur lög á tónleikunum. Stjórnandi Bel Canto kórs-1 ins og Skólakórs Garðabæjar ' er Guðfinna Dóra Ólafsdóttir tónmenntakennari. Bel Canto kórinn var stofn- aður haustið 1981. Stofnfélag- ar voru unglingar sem áður höfðu sungið í Skólakór Garðabæjar og foreldrar nokk- urra þeirra. í dag eru í kórnum 35 félagar. Á tónleikunum verður sung- in kirkjuleg tónlist eingöngu, íslensk og erlend, allt frá 15. öld til dagsins í dag. Organleik- ari verður Gústaf Jóhannesson en flautuleikari Kolbeinn Bjarnason. Söngför Söngfélags Skaftfellinga ■ Um þessa helgi fer Söngfé- lag Skaftfellinga í Reykjavík í söngferð til Austurlands og mun halda þar þrenna tón- leika. Fyrstu tónleikarnir verða á Seyðisfirði föstudagskvöldið kl. 21.00. Á laugardag kl. 15.00 syngur kórinn í Egils- staðakirkju, en á Eskifirði laugardagskvöld kl. 21.00. Söngstjóri kórsins er Violeta Smidova og undirleikari er Pa- vel Smid. en þau munu einnig leika saman fjórhent á píanó. Þá er með í förinni ungur söngvari Friðrik S. Kristinsson frá Eskifirði, og mun hann flytja nokkur einsöngslög. Þau Violeta Smidova og Pavel Smid eru Austfirðingum að góðu kunn, því þau störf- uðu á Eskifirði og Reyðárfirði í n okkur á við tónlistarkennslu og kórstjórn. Tónleikar í Ytri-Njarðvfkurkirkju ■ Á morgun, laugardag, verða tónleikar í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Þar munu þau Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona, Þórarinn Sigur- bergsson gítarleikari og Kjart- an Már Kjartansson fiðluleik- ari flytja verk eftir ýmsa höf- unda t.d. Bach, Hándel, Gershwin og fleiri. Einnig munu þau flytja íslensk lög, spænska gítartónlist og negra- sálma. Ragnheiður, Þórarinn og Kjartan eru kennarar við tón- listarskólana í Njarðvík og Keflavík og er ætlunin að halda tónleika víðar á Suðurnesjum á næstunni. Tónleikarnir hefj- ast kl. 17 og verða aðgöngu- miðar seldir við innganginn. Ungir norrænir einleikarar ■ Sunnudaginn21. aprílleik- ur sænski óbóleikarinn Helen Jahren í Norræna húsinu ásamt Láru Rafnsdóttur píanó- leikara. Þetta eru aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Ungir norræn- ir einleikarar, sem hleypt var af stokkunum síðastliðinn sunnudag. Helen Jahren þykir frábær óbóleikari, enda var hún nteð- al sigurvegaranna í tónlistar- keppni ungra tónlistarmanna í Osló 1984. Á efnisskránni verða bæði gömul og ný verk, en Helen Jahren hefur fengið orð fyrir að vera snillingur í að túlka nútímaverk og hafa ýms- ir skrifað verk fyrir hana. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 á sunnudagskvöld og verða miðar seldir við inngang- inn. Tvennir tónleikar Tónlistarskólans ■ Tvennir tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskól- ans í Reykjavík um helgina. Þeir fyrri verða í Norræna húsinu á morgun, laugardag- inn 20. apríl, kl. 17.00. Þar mun Kór Tónlistarskólans flytja verk eftir Brahms og Mozart undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar. Ennfremur mun Skólakór Kárs- ness syngja undir stjórn nem- enda úr tónmenntakennara- deild skólans. Síðari tónleikarnir verða í Bústaðakirkju sunnudaginn 21. apríl kl. 18.00. Þar mun hljómsveit skólans leika úndir stjórn Guðmundar Emilssonar verk eftir Sjostakóvitsj, Bozza og Haydn. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Vortónleikar S Tónlistarskóli Hafnar- fjarðar efnir til fjögurra vor- tónleikaánæstunni. Þeirverða dagana 21. apríl, 5. maí, 11. maí og 25. maí. Fyrstu tónleikarnir verða á sunnudaginn 21. apríl kl. 14.00 í sal skólans, Strandgötu 32 Hafnarfirði. Það eru sameigin- legir burtfarar-tónleikar þeirra Trausta Thorberg Óskarssonar og Trausta Kristjánssonar, sem báðir ljúka fullnaðarprófi frá skólanum í gítarleik undir handleiðslu kennara síns Ey- þórs Þorlákssonar gítar- leikara. Neskirkja ■ Samverustund aldraðra verður á morgun, laugardag. Þá verður farið að Höfða Borg- artúni frá kirkjunni kl. 15. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði kl. 17-18 í dag í síma 16783. Séra Frank M. Halldórsson. Laugardagskaffi Kvennahúss ■ Á laugardag verður á dagskrá í Kvennahúsinu „Hvernig miðbær“ - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer með okkur í skoðunarferð í máli og myndum um miðborgir nokk- urra nágrannalanda. Kaffi á könnunni eins og venjulega. Sumarfagnaður Húnvetningafélagsins ■ Sumarfagnaður Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík verð- ur haldinn laugardaginn 20. apríl í Domus Medica. Fagn- aðurinn hefst kl. 21.00. Karla- kórinn Lóuþrælar kemur í heimsókn - norðan úr Húna-. vatnssýslu - og syngur kl. 21.30 . Hin vinsæla hljómsveit Upplyfting leikur fyrir dansi. Fjölmennum og fögnum sumri. Útivistarferðir ■ sunnudagur21.aprilkl.13 Snókafell-Lambafell. Létt ganga um leyndardómsfulla staði á Reykjanesskaga. Lambafellsgjáin skoðuð o.fl. Ath. breytta áætlun. Verð 350 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. (í Hafnarf. v. kirkjug.) Aðalfundur Útivistar verður haldinn mánudaginn 22. apríl kl. 20.30 að Hótel Sögu, hliðar- sal. Venjuleg aðalfundarstörf. Austurríki brottför 24. maí, 19 daga ferð. Gönguferð um fjallahéruð Múhlviertel. Dvöl í Vín og við fjallavatnið Zell am See. Einstakt tækifæri fyrir Útivistarfélaga og fjölskyldur þeirra. Uppl. á skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606 (símsvari). Áth. Útivistarskálinn í Básum Þórsmörk er opinn til gistingar smærri og stærri hópum. Pantið tímanlega. Sjáumst. Ferðafélagið Útivist Dagsferðir Ferðafélags íslands ■ 1. Klukkan 10.30 verður skíðaganga úr Bláfjöllum í Grindaskörð. Gengið verður í um 5 klst. 2. Klukkan 13.00 - Gengið frá Þríhnjúkum í Kristjánsdali. Létt gönguleið í Reykjanesfól- kvangi, komið niður á nýja Bláfjallaveginn í Kristjánsdöl- um. Brottför í ferðirnar frá Um- ferðarmiðstöðinni austanmeg- in. Farmiðar eru seldir við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Ath.: Gönguferð verður á Esju sumardaginn fyrsta. Helgarferð í Tindfjöl! 10.- 12. maí. Kvöldvaka 24. apríl. Björn Th. Björnsson segir frá Þing- völium. ■ Kvöld í Öskjuhlíð. Vatnslitamynd eftir Kristínu Þorkelsdóttur ág.’84. Föstudagur 19. apríl 1985 5 Blað II ■ Listafólkið er allt kennarar við tónlistarskólana í Njarðvík og Keflavík. Afmælistónleikar ■ Á morgun, laugard. 20. apríl heldur Lúðrasveit Hafn- arfjarðar 35 ára afmælistón- leiíca sína í Bæjarbíói í Hafnar- firði kl. 14.00. Fjölbreytt efnisval verður á þessum afmælistónleikum lúðrasveitarinnar, bæði inn- lend og erlend verk. I tilefni afmælisins hyggst Lúðrasveit Hafnarfjarðar halda í tónleikaferð til Þýska- lands og Austurríkis á þessu ári. Stjórnandi Lúðrasveitar an Lúðrasveitin Svanur ■ Á morgun, laugardag, heldur Lúðrasveitin Svanur sína árlegu vortónleika í Há- skólabíói. Lúðrasveitina skipa nú tæplega 50 manns. Efnisskráin er fjölbreytt að venju, má þar nefna verk eftir Mendelssohn, Kees Vlak, Khachaturian o.fl. Einleikari á óbó verður Kristján Þ. Step- hensen. Big-band Svansins leikur nokkur lög. Einnig kemur fram á tónleikunum lúðrasveit tónmenntaskóla Reykjavíkur Kvikmyndin „Martha“ sýnd í Norræna húsinu ■ Sunnudaginn 21. apríl kl. 16.00 verður danska gaman- myndin „Martha“ sýnd í Norr- æna húsinu á vegum kvik- myndaklúbbsins Norðurljóss. Martha er gamall ryðkláfur, sem eigandinn hefur leigt út til siglinga í gríska eyjahafinu. Dag nokkurn þarf eigandinn á því að halda, og þá kárnar gamanið. Leikstjóri myndarinnar er Erik Balling, en með aðalhlut- verk fara Poul Reichardt, Ove Sprogöe, Morten Grúnwaald o.fl. Myndin er frá 1967. Hún er í litum og með dönsku tali. Aðgangskort kvikmynda- 'klúbbsins frá því í haust gilda á sýninguna, en auk þess má kaupa miða við innganginn. Kvikmyndasýningar MÍR ■ Laugardaginn 20. og sunn- udaginn 21. apríl verða kvik- myndasýningar í nýjum sýnin- garsal MÍR að Vatnsstíg 10 og hefjast báða dagana kl. 16.00. Sýndar verða heimildarkvik- myndir frá síðustu heimstyrj- öld og fyrstu árunum eftir styrjaldarlok í Sovétríkjunum. Mánudaginn 22. apríl kl. 20.30 verður þess minnst á sama stað, að liðin eru 115 ár frá fæðingu V.I. Lenins. Sýnd verður hin fræga kvikmynd Mikhaíls Romm „Lenin í okt- óber“. Aðgangur að kvikmynda- sýningunum er.öllum heimill. ■ Svipmynd úr Bláfjöllum Hafnarfjarðar er Hans Ploder Fransson, og eru þetta 21. tónleikarnir, sem hann stjórn- ar hjá Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar. Tónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms ■ Lúðrasveit Stykkishólms heldur tónleika í Félagsheimili Stykkishólms sunnudaginn 21. apríl kl. 15.00. Efnisskráin er fjölbreytt, bæði erlend og innlend lög. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Daði Þór Einarsson og kynnir verður Ellert Kristins- son. Einnig mun yngri deild lúðrasveitarinnar leika nokkur lög undir stjórn Hafsteins Sig- urðssonar. Lúðrasveit Stykkis- hólms er að undirbúa tónleika- ferð um Vestfirði, sem verður farin 21.-24. júní n.k. og leika sveitirnar eitt lag sam- eiginlega. Tónleikunum sem hefjast kl. 14 stjórnar Kjartan Óskarsson en Sæbjörn Jónsson stjórnar Big-bandi Svansins og lúðra- sveit Tónmenntaskóla Reykja- víkur. Rangæingafélagið i Reykjavík ■ Rangæingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn að Hallveigarstöðum laugardaginn 20. apríl og hefst hann kl. 14.00. Dagskrá er skv. félagslögum. Kynnt verður væntanleg af- mælishátíð félagsins að Heimalandi 4. maí nk., bygg- ing orlofshúss að Hamragörð- um og sumarferðalag. Stjórnin. ■ Friðþjófur Helgason Ijósmyndari á Morgunblaðinu undirbýr uppsetningu mynda sinna, ásamt starfsmanni Listasafns alþýðu. Fréttaljósmyndir og ís- lenskar blaðal jósmyndir ■ Hin árlega verðlauna- myndasýning, „World Press Photo“ verður opnuð í Lista- safni ASÍ föstudaginn 19. apríl kl. 20.30. íslenskir blaðaljós- myndarar verða nú með á sýn- ingunni í fyrsta skipti. Sýningin verður opin til 1. maí. Opnunartími safnsins er virka daga kl. 14.00-20.00 og um helgar kl. 14.00-22.00. Broadway: Ríó-tríó treður upp í Broad- way um helgina bæði föstu- dags-, og laugardagskvöld. Hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar leikur og söngvarar með hljómsveitinni eru Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurð- ardóttir og Sverrir Guðjóns- son. Sunnudag verður lokað í Broadway. Broadway er til húsa að Álfabakka 8, og sím- inn er 77500. Hótel Saga: Súlnasalurinn verður lokað- ur vegna einkasamkvæmis á föstudagskvöld. Á laugardags- kvöld verður almennur dans- leikur, og skemmtiatriði - Söguspaug sem nýlega var ■ hleypt af stokkunum. Mímis- bar verður opinn alla helgina, og skemmtir dúett Andra og Sigurbergs gestum með léttri tónlist. Hótel Saga er til húsa við Hagatorg, og síminn er 20221. Hótel Borq: Almennur dansleikur verð- ur á vegum laganema bæði föstudags og laugardagskvöld. Diskótek verður að vanda og leikið tií klukkan þrjú eftir miðnætti. Sunnudagskvöldið verður það hljómsveit Jóns Sigurðarsonar sem leikur fyrir gömlu dönsunum. Hótel Borg er við Pósthússtræti 10, og síminn er 11400. Glæsibær: Almennir dansleikir verða í Glæsibæ bæði föstudags og laugardagskvöld. Hljómsveit- in Glæsir leikur fyrir dansi. Ölverið verður opið alla helg- ina, og geta gestir keypt þar bjórlíki bæði föstudags og laugardagskvöld fram til klukkan 3 eftir miðnætti. Sunnudagurinn verður einnig með í reikningnum hjá Ölver- inu, og verður þá opið til klukkan eitt eftir miðnætti. Glæsibær er í Álfheimum og síminn er 685660. ur diskótek bæði föstudags- og laugardagskvöld. Opið er til klukkan þrjú eftir miðnætti og barinn opinn að venju. Leik- húskjallarinn er við Hverfis- götu og síminn er 19636. Naustið: Gestum Naustsins gefst kostur á að bragða á sérrétta- matseðli þeim sem enski mat- reiðslumeistarinn David Wilby útbjó fyrir Naustið á meðan hann dvaldist hériendis í boði staðarins. Föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld leik- ur hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar fyrir dansi og breska blúsdrottningin Beril Bryden mun skemmta gestum sínum með söng. Naustið er við Vest- urgötu 6-8, og síminn er 17759. Óðal: Skálafell Hótel Esju: Föstudags og laugardags- kvöld mun dansband Kristjáns leika fyrir dansi. Á sunnudag mæta síðan Guðmundur Haukur og Þrösfur og Ieika létt lög fyrir gesti. Hótel Esja er við Suðurlandsbraut 2, oger j fQ ffjQ ■ Skálafell á 9. hæð. Síminn er .......J '82200. Diskótekið verður opið frá klukkan tíu bæði föstudags- og laugardagskvöld. Þá opnar grillið einnig klukkan tíu og geta gestir glatt innri mann með matföngum. Óðal er við Austurvöll, og síminn er 11630. Leikhús- kjallarinn: í Leikhúskjallaranum. verð- Það verður mikió um að vera að vanda hjá aðstandend- um og gestum Traffic um helg- ina. Föstudagskvöld verður opið ti! klukkan 3 eftir mið- nætti, með aldurstakmörkun- um 16 ár. Laugardag veröur einnig opið til klukkan 3. New módels verða með tískusýn- ingu á fatnaði frá Ping Pong. Sunnudag verður skemmtun fyrir yngsta aldurshópinn, og hefst hún klukkan 15 og stend- ur fram til klukkan 18. Traffic er við Laugaveg 116 og síminn er 10312. I Kópurinn: Hljómsveit Birgis Gunnars- sonar leikur fyrir dansi um helgina. Breska blúsdrottning- in Beryl Bryden mun koma í heimsókn og þenja raddbönd- in. Líf og fjör verður í Kópa- kránni alla helgina. Kráin verður einnig opin til klukkan eitt á sunnudag. Kópurinn er við Auðbrekku 12, og síminn er 46244. Þórscafé: Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld skemmtir Þórskabarett gestum Þórscafé, og kabaretthljómsveitin leikur fyrir dansi. Anna Vilhjálms og Einar, úr Pónik og Einar, syngja lög úr þekktum söng- leikjum öll kvöldin. Sunnudag- urinn hefur nokkra sérstöðu eins og vanalega. þar sem ferðahátíð verður í Þórscafé á vegum Arnarflugs, og hefst gamaniðklukkansjö. Þórscafé er við Brautarholt 20ogstminn er 23334. Safarí: Ríó: Það verður diskótek föstu- dags- og laugardagskvöld að venju í Safarí um helgina. . Opið frá 10-3 eftir miðnætti. Safarí er við Skúlagötu 30 og síminn er 11555. Sigtún: Opið báða aðaldaga helgar- innar, föstudags- og laugar- dagskvöld frá klukkan 10-3. Grillið verður opið frá klukkan tíu bæði kvöldin. Sigtún er við Suðurlandsbraut og síminn er 685733. Nú er heldur bctur orðin breyting á högum þeirra Ríó- manna eins og kemur fram í blaðinu. Umsókn um vínveit- ingarleyfi er nú langt komin í afgreiðslu. Föstudag verður opið til klukkan þrjú og hljóm- sveitin Goðgá leikur fyrir dansi. Laugardag verður einn- ig opið til klukkan þrjú og Goðgá heldur uppi stuðinu. Þá verða ýmsar uppákomur um- helgina, en ekki tímabært að skýra frá þeim enn. Opið til eitt á sunnudag. Síminn er 46500. Hollywood: Ypsilon: Á föstudag verður diskótek á tveimur hæðum. Hollywood- models flytja frumsaminn dans sinn „Sól rís". Á laugardag verður almennurdansleikurog opið til klukkan þrjú eftir miðnætti. Pilot-kvöld verður á sunnudag í tilefni afmælis verslunarinnar Pilot. Tísku- sýning verður og sýnd föt frá versluninni. Á efri hæðinni skemmtirsöngsveitin Hálft í , hvoru. Hollywood er í Árinúla Á rft'l n ■ 15 og síminn er 81585. " 1 * Diskótekið verður á fullu alla helgina undir stjórn þeirra Krissa Fredd og Móses. Kráin verður opin alla helgina með lifandi músík. Opið verður til klukkan þrjú eftir miðnætti um helgina, én kráin til klukk- an eitt á sunnudagskvöld. Ypsilon er til húsa við Smiðju- veg 4 og síminn er 72177. Klúbburinn: Opið verður á öllum hæðum í Klúbbnum um helgina og geta gestir hlustað á fjögur diskótek föstudag og laugar- dag. Klúbburinnervið BorgáT- tún 32, og síminn er 35355. Föstudagskvöld verða gömlu dansarnir á dagskrá hjá þeim Ártúnsmönnum, og leik- ur hljómsveitin Drekar fyrir dansinum. Laugardag verður lokað vegna einkasamkvæmis. , Ártún er til húsa að Vagnhöfða i 11 oa símínn er 685090.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.