NT - 19.04.1985, Blaðsíða 1

NT - 19.04.1985, Blaðsíða 1
14. tölublað 2. árgangur Föstudagur 19. apríl 1985 „Aðdragandinn að tónlist- inni í Hringnum var sá að ég hitti Friðrik í fyrrasumar og þá sagði hann mér frá þessu skemmtilega plani sem hami væri með á prjónunum, að gera kvikmynd um hringveg- inn sem væri eingöngu músík og mynd. Hann spurði hvort ég vildi semja músíkina og ég var afskaplega ánægður með það.“ - Hvemig vannstu músíkina? „Ég var ekki að eltast við neitt sem bar fyrir augu á veginum heldur beindi ég at- hygli minni meira að landslag- inu og landshlutunum sem keyrt er í gegnum. Ég var búinn að sjá myndina nokkrum sinnum á vídeói og síðan varð tónlistin til í stúdíóinu að meira eða minna leyti, ég pikk- aði upp hljóma og melódíur og impróviseraði síðan út frá þeim. í raun fær hver lands- hluti sitt sérstaka tónatal. Þetta var töluverð vinna að semja þessar 80 músíkmínútur og ég eyddi 50 tímum í þetta en þar sem ég spilaði þetta allt sjálfur þá tók prósessinn ekki lengri tíma en þetta.“ - Stóð alltaf til að setja þessa tónlist á plötu? „Nei, það kom ekki til fyrr en seinna. Ási í Gramminu var eitthvað að vappa þarna niðri í stúdíói Mjöt og þetta kom til tals. Við vorum reyndar búnir að láta okkur detta í hug að gefa þetta út, aukakostnaður' við plötuútgáfu er sáralítill þegar þetta er á annað borð tilbúið og þetta er plata sem borgar sig á 100-150 eintökum. Áhættan er því lítil í sjálfu sér en útgáfan var ákveðin með 5 daga fyrirvara." Ólík áhrif - Þú hefur einnig samið tón- listina í Skammdegi, kvikmynd Þráins Bertelssonar. Er mikill munur á tónlistinni í þessum tveim myndum? „í Hringnum skapa músíkin og myndin eina heild en þetta er öðruvísi í Skammdegi. Það er mikil músík í þeirri mynd, líklega allt að helmingur og allt frumsamið en áhrifin sem er verið að fá fram eru allt önnur og því er mikill munur á tónlistinni í þessum myndum. í Skammdegi eru þetta stuttir og langir bútar, sem eiga að undirstrika og kalla fram áhrif og það er mikilvægt að allar tímasetningar séu réttar. Tón- listin í Skammdegi er að vísu öll unnin á synthesizer, eins og tónlistin í Hringnum, en það er verið að reyna að ná fram allt öðrum áhrifum með tónlistinni.“ - Er rnikill munur á því að vinna kvikmyndatónlist og aðra tónlist? „Það er náttúrlega allt önnur staða í kvikmyndatónlistinni. Þar er unnið út frá myndinni til að fá fram ákveðin áhrif meðan að maður hefur meira frjálsar hendur við aðrar tónsmíðar. En þar er maður auðvitað bundinn af hljóðfæraskipan- inni og í elektróníkinni er maður bundinn af tækjunum. En það hefur verið gaman að vinna við þessar kvikmyndir og breyta til frá því sem ég hef verið að gera í námi mínu úti því þetta er nokkuð í öðrum dúr en sú harðlínunútímamú- sík sem ég hef fengist við.“ - Hvar hefurðu alið mann- inn og hvað hefurðu verið að ■ Lárus Grímsson hefur sett svip sinn á tónlistarflóruna hér á klakanum undanfarið. Hann hefur samið tónlistina fyrir ieikritin Grænijöðrunga og Skjaldbakan kemst þangað líka og útvarps- leikritið Landið gullna Elidor. Hann hefur samið verk fyrir Háskólakórinn og tónlist hans hefur verið flutt á festivölum í Austurríki og Hollandi. Þá hefur hann samið tónlist fyrir nýjustu mynd Þráins Bertelssoanr, Skammdegi og hann á heiðurinn að músíkinni í Hringnum, kvikmynd Friðríks Þórs Fríðríkssonar. Tónlistin úr Hringnum hefur nýlega verið gefln út á plötu og er það Grammið sem hefur séð um útgáfuna. NT fékk Lárus í spjall á dögunum og var hann fyrst spurður um aðdragandann að þátttöku sinni í Hríngnum. gera í þessu námi? „Ég hef verið í Hollandi s.l. 5 ár, í skóla í Utrecht sem heitir, Institutt for Sonology, þar sem þessi elektróníska músík er kennd og einnig er mjög góð, vinnuaðstaða þarna til tón- smíða og aðgangur að tækjum, enda eru margir sem nýta sér þá vinnuaðstöðu. Umhverfið er örvandi fyrir tónlistarmenn, tónleikahald og fleira í þeim dúr. í grófum dráttum er nám- inu þannig hagað að fyrsta árið er almennt, síðan tekur við meiri sérhæfing og vinna með einum kennara. Ég ætlaði mér bara að vera þarna í einn vetur en fann að það var ekki nóg, þegar til kom og síðan hef ég ílengst þama ytra.“ - Ertu mikilvirkt tónskáld? „Ég hef samið þó nokkuð af verkum, t.d. ein þrjú eingöngu fyrir tape og sex fyrir tape og hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Þau verk hafa öll verið samin fyrir hollenska hljóðfæra- leikara sem ég hef starfað með. Um tape verkin er það að segja að þau hafa verið send tvist og bast um heiminn til flutnings en það er nauðsynlegt að vera viðstaddur þegar verk fyrir hljóðfæraleikara og tape eru flutt, því það þarf að samræma tíma og hljóðfæra- leik og laga verkið að getu hljóðfæraleikarans, en ég reyni að auðvelda hlutina eins og hægt er.“ Frakkland og Holland - Tónleikar á döflnni? „Ég er á förum út til að undirbúa flutning á verki eftir mig á þremur stöðum í Frakk- landi í maí, auk þess sem það verður flutt í Amsterdam. Síð- an liggur leiðin á árlega tónlist- arhátíð í Bourges í Frakklandi sem eingöngu snýst urn elek- tróníska músík. Þar verður fólk allstaðar að og stendur hátíðin yfir í eina viku og eru að jafnaði flutt um 50 verk á þeim tíma.“ - Ertu eini íslendingurinn sem átt verk á þessari hátíð? „Jú og ætli ég sé ekki jafn- framt fyrsti íslendingurinn sem flutt er verk eftir á þessari hátíð. Það er sama verk og verður flutt í Frakklandi í maí og heitir „Einu sinni poppari - ávallt poppari" og er undir popp og jazzáhrifum, eins kon- ar samsull af því sem ég var að gera á árum áður og nýju efni. Verkið er skrifað fyrir tvo : hljóðfæraleikara, rafgítar/ gítar, semball/píanó og tape.“ . - Ertu ennþá eitthvað í popp- inu? „Já, ég bregð því fyrir mig, hef t.d. komið fram með hljómsveitinni „Með nöktum“ en það er ekkert af fullum krafti. Það losna kraftar úr læðingi við það að spila með þessum strákum, sem aðallega eru í „New Wave“ tónlistinni og þetta er ekki eins mikið mál og var áður þegar öll bönd þurftu að hafa góða spilara og sólóin voru miklir fimleikar, allt uppí heilu æviágripin." - Hvað flnnst þér um ís- lenskt popp í dag? „Það eru alltaf bylgjur í þessu en því er ekki ao neita að íslenskt popp er í miklurn öldudal núna, ef ékki grynn- ingum. Þar kemur margt til en að hluta til liggur sökin hjá poppurunum sjálfum. Það er ekki nóg að vera áhugasamur, menn verða einnig að fram- kvæma hlutina og það er langt í frá að stéttvísi og samheldni .einkenni stéttina." Ég kemstagætlega af - Að lokum Lárus. Eru næg verkefni framundan hjá þér? „Það er nóg að gera á næst- unni. Fékk nýlega styrk í Hol- landi til að sqmja verk fyrir sembal, synthesizer og tape, sem þarf að vera tilbúið í haust, síðan fer ég að vinna að kvik- mynd með Karli Óskarssyni og Ásgeiri Bjarnasyni en það er mikil músík fyrirhuguð í henni, m.a. popptónlist sem verður unnin í samvinnu við Magnús Guðmundsson söngv- ara „Með nöktum" og Sigtrygg trommara í KUKL. Síðan verður verkið sem ég samdi fyrir Háskólakórinn, „I Sing The Body Electric“, sem er verk fyrir kór og tape, flutt í Helsinki í haust. Og síðast en ekki síst verður konsert í Hol- landi í september F haust, þar sem verkin verða eingöngu eftir mig“, segir Lárus og glott- ir ögn. Það er greinilega meira en nóg að gera hjá honum og ég spyr hann að lokum hvort hann græði eitthvað í þessum bransa. „Ég kemst ágætlega af.“ Svo mörg voru þau orð. Texti: áþj Myndir: Sverrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.