NT - 19.04.1985, Blaðsíða 3

NT - 19.04.1985, Blaðsíða 3
ýmsu efni, bæöi nýju og gömlu og nefnist Hatful Of Hollow. Nú hafa Tlie Smiths sent frá scrþridju LP-piötusína. Heitir sú fvleat is Murderog inniheld- ur 9 lög. Töluverðan tíma tök að melta þessa plötu, en greini- legt var þó strax að meira var varið í þcssa en þá fyrstu. Smiths hefur samsagt farið mjög fram. Þaö sem fyrst og fremst er áberandi er að tón- listin er orðin beinskeyttari. Yfirbragð hennar er svipað og á fyrstu plötunni. gítarglamur og undariegur söngur, en rugi- ið er horfið. Meirihluti piöt- unnar er vel áheyrilegur og meira en það. Eftir því sem oftar er hlustað, og betur meit, kemur æ fieira skemmtilegt í Það besta í langan tíma The Smiths - Meat Is Murder Rough Trade ■ The Smiths var kjörin Ijós. Gítarlcikur iagasmiðsins besta hljómsveit ársins í kosn- t Smiths Johnny Marr, er gríp- ingum breska tónlistarblaðsins andi og skemmtilegur, mjög NME nú nýverið. Fannst mér svo klingjandi og í ætt við rokk það undarlegt val, en reyndar frá 7. áratugnum, án þcss að var ekki um auðugan garð að vera nein stæling. Bassi og gresja. Ég get ekki sagt að ég trommur eru mjög sannfær- hafi verið yfir mig hrifinn af andi án þess að trana sér of fyrstu plötu þeirra félaga. Að mikið fram. undanskildum tveimur lögum Morrissey, söngvari og mest fannst mér þar aðallega vera áberandi mcðlimur Smiths, er um að ræða leiðinlega, mátt- misjafn. Stundum er þetta lausa og ruglingslega tónlist. hálfgert gaul hjá honum. en ' Aðra plötu þeirra hef ég ekki oftar vel útfærðar og skemmti- heyrt, hún var samansafn af legar melódíur. Umfram allt hefur iiann sérstæðan og skemmtilegan stfl, þetta cr frumlegur söngvari og engum líkur. Textar Morrissevs eru svo sérkapítuli útaf fyrir sig. Mað- urinn er verulega góður texta- srniður. og menn gera það á eigin ábyrgð að pæla verulega í þessum textum. T.d. gæti einhver misst lystina á sunnu- dagssteikinni eða hamborgar- anum ef hlustað er vel á text- ann í laginu Meat is Murder. Að öðru leyti fjalla textarnir oft urn ungiingsárin og það vescn sem þá er stundum á fólki. Skóiakerfið fær sinn skerf af ádeiiu í laginu Head- masters Ritual. Önnur áhugaverð lög en Meat is Murder og Headmast- ers Ritual eru That Joke Is’nt Funny Anymore, Nowhere fast, Well I WonderogBarbar- ism Begins At home, semsagt 6 af 9 lögum plötunnar. Þetta var það sem mér tókst að melta áður en ég skrifaði dóminn, og vel getur verið að hin 3 verði orðin áheyrileg eftir nokkra hlustun í viðbót. Eftir að hafa hlustað á þessa ágætu plötu verð cg að segja það að ég er orðinn sammála lesendum NME, þetta er veru- lega góð hljómsveit, og platan sú besta í langan tíma. Snriths sýna það og sanna að gítarrokk cr alls ekki dautt úr öllum æðum og farið út í þunga- rokkskiisjur, og það hcyrist ekki í einum einasta synthesiz- cr á allri plötunni. (9 af 10} P.S. Leiðrétting: Fyrir nokkru birtist dómur um Hringinn, plötu Lárusar Grtmssonar. Par birtist vitlaus einkunn, platan átti að fá 8 en ekki 5 eins og stóð. Væntanlega hafa menn séð á dómnutn að hér var eitthvað skakkt. Indochine - Le Peril Jaune ■ Frakkar hafa hingað til ekki verið þekktir fvrir færni eða frumleik í rokktónlist. Jean Michael-Jarre hefur þó orðið frægur fyrir að spila vel á synthesizera, og hann var líka fyrsti vestræni popptón- listarmaðurinn sem hélt tón- ieika í Kína. Frá Frakklandi í gegnum Svíþjóð berst platan Lé Peril Jauné, eða Gula hættan, ef afartakmörkuð frönskukunn- átta bregst mér ekki. Pað er hljómsveitin Indochine sem leikur en eins og tlestir vita áttu Frakkar eitt sinn nýlendu í SV-Asíu, sem ltét Indókína. Par heitir nú Víetnam, Kam- pútséa og Laos. Ekki er liægt að segja að Indochine sé fyrsta flokks rokkhljómsveit, en þó er þetta engan veginn vonlaust band. Meðál annars er innan- borðs í hljómsveitinni hreint ágætiega skemmtilegur gítar- leikari. Hann lífgar mjög upp á tónlistina, sem annars er leikin á Syntha og trommuvéi- ar. Tóniist indochine má lýsa senr blöndu af léttu rokkabilly og tölvupoppi. Séreinkenni eru ýmis, tónlistin hefur nokk- uð frumlegt yfirbragð. Kannski er það af þvi að sungið er á frönsku, og fcllur það mál ótrúlega vel að tóniist- inni. Segja má að franskan sé jafn óaðskiljanlegur hluti af tónlistinni eins og t.d. þýskan varð hjá Dcutschc Amerikan- ishce Freundschaft. Söngvari Indochine er nú ekkert sér- stakur, en þó, þetta gengur allt ágætlega hjá honum. Pótt ég hafi sagt að tónlistin hafi frumlegt yfirbragð að ein- hverju leyti, þá er það aðeins mjög takmarkað, þegar dýpra er kafað kemur í ljós að þctta er ósköp vcnjuleg popprokk- hljómsveit nánast Duran Dur- an Frakklands. Það er alla vega greiniiegt að Indochine stefnir á svipaðan markað og Duran Duran en eru bara ekki eins færir tóniistarmenn. Sér- staklega á það við um iaga- smíðarnar, scm eru gæðaflokki neðar en hjá Duran Duran. Það vantar dynamík og sveigj- anleika í lögin, og eftirminni- iegar iagltnur. Lagið Kao Bang sem hefur orðið töluvert vin- sælt er sennilcga besta lagið á plötunni, vegna þess " hve skemmtilegur taktur cr í þvi. Annars er þetta fremur flatt allt saman. Því miður breytir platan Le Peril Jaune þvi ckki að Frakk- land teist minniháttar land í rokkinu. Pó eru þar viss atriði sem benda til þess að Frakkar gætu orðiö góðir á þessu sviði ef þeir legðu rækt við. Pað er viss sjarnti yfir því sem frá Frakklandi kemur. ÁDJ (6 af 10) ■ Fyrir skömmu opnaði ný myndbandalciga, nánar tiltekið Video-turninn til húsa að Melhaga 2. Eigendur leigunnar eru bræðurnir Árni og Friðsteinn Stefánssyni. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á3U0 titla til útleigu, mestallt nýtt efni. Mesta athygli vekur opnunartíminn hjá þeim, en leigan er opin frá kl 9 til 23.30 alla virka daga. Two of a Kind Leikstjóri: John Herzfeld Aðalleikarar: John Tra- volta, Olivia Newton-John og Oliver Reed. Dreifíng: Stighf.,/ótextuð. ■ Ekki er öll vitleysan eins. Við sjáum þegar guð veðjar við yfirengl- ana sína um það hvort John Travolta og Olivia geti fórnað einhverju hvort fyrir annað. Takist þeim það ekki fyrir kl. 12 um kvöldið þá muni heimurinn steypast í glötun, eitthvað í þá áttina. Travolta er jú vissulega eigingjarn, skuldugur uppfinninga- maður sem hræðist rukkara daginn út og inn. Um Oliviu má segja að hún er að reyna að læra í frítímum sínum að leika en tekst illa. Hún starfar á daginn sem gjaldkeri. Og viti menn John ákveður að ræna banka til þess að geta borgað skuldunautum sínum en tekst ilía upp og nær engum peningum heldur stelur Olivia þeim (léleg stæling á Silent Partner). Hann heimsækir hana og heimtar að fá peningana, en hún er búin að eyða af þeim. Hann fær ca. 8.000 S og þau fara út saman að borða og reyna að hafa það „kósí”. En skrattinn vill ekki að þau hrífist hvort af öðru, hann vill að heimurinn farist, þannig að hann reynir að eyðileggja þetta samband þeirra. Englarnir reyna aft- ur á móti að hjálpa John og Oliviu. Þau eru fangelsuð en Olivia neitar að vitna gegn John þó svo að hann hafi sagt að hún hafi stolið peningunum, sönn ást? Englarnir eyðileggja sönn- unargögnin, þannig að þau eru frjáls ferða sinna en Olivia vill ekki sjá John meira. Allt virðist stefna í glötun, en þá er Olivia allt í einu tekin í gíslingu af byssumanni og nú er komið að John að fórna sér fyrir hana. Fáránleg mynd, arfi. ^ J. Þór. NYR SONGFLORKUR kemur skemmtilega á óvart OLL LAIGARDAGSKVÖLD TVÆR HLJÓMSVEITIR Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Ka ba retth Ij ó msve it Vilhjálms Guöjónssonar Aukasýning 24. SÍÐASTiir VETRARDAGUfci

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.