NT - 25.04.1985, Síða 6
Fimmtudagur 25. apríl 1985 6 Blað II
Grisjun og klipping trjáí
■ Oft er nauðsynlegt að klippa tré
og runna til að laga eða móta vöxt
þeirra. Aðalástæðurnar fyrir því að
við klippum eru I. til að yngja upp
greinar og runna II. Til að komast fyrir
sjúkdóma með því að klippa sýktar
greinar burt og III. að grisja til að
birta og loft komist berur inn í
runnann eða tréð.
Sé klipping nauðsynleg er best að
framkvæma hana árlega þannig að
hún verði jöfn og auðveldari viðfangs.
Seinni hluti vetrar, á tímabilinu febrú-
ar og fram í apríl-maí er hentugasti
tíminn til klippinga á flestum tegund-
um. Undantekningar eru t.d. birki og
hlynur. Pær tegundir á að klippa fyrri
part vetrar eða að sumrinu þegar
vöxtur er kominn vel af stað, annars
verður safarennsli úr sárunum of
mikið. Þá eru ýmsir blómrunnar sem
blómgast á sprotum frá árinu áður
klipptir á sumrin eftir blómgun í
sumum tilvikum og ennfremur eru
margar víðitegundir snyrtar til og
jafnaðar yfir sumarið.
Nauðsynlegt er að nota lipur og
beitt verkfæri við þetta iðju. Einnig
er nauðsynlegt að þekkja eðlilegt
vaxtarlag plöntunnar til þess að geta
lagað vöxtinn og hjálpað til með
klippingu í stað þess að þvinga hana
eða afbaka. Klipping bætir ekki úr
öllum göllum s.s. plássleysi vegna
rangrar staðsetningar ofl. Þegar
klippt er ætti maður alltaf að vera viss
um hvað á að gera og hversvegna, en
ekki vaða blint í sjóinn og ráðast að
kjarrinu með eggvopnum og brytja af
því þar til annar hvor aðilinn bíður
lægri hlut.
Flesta skrautrunna þarf yfirleitt
ekki að grisja eða klippa meira en svo
á hverju ári fyrst í stað en sem nemur
veikbyggðum, skemmdum eða dauð-
um sprotum og greinum. Þegar frá
líður þarf þó árlega einnig að fjar-
lægja smávegis af elstu greinunum
m.a. til að veita yngri greinunt rými
og fá meiri birtu inn í runnann. Þá
bera margir runnar mest af blómum
og berjum á yngri greinum s.s. rifs.
Þar sem runnar hafa takmarkað vax
tarrými getur þurft að grisja nokkuð
meir. Einnig rekumst við oft á gamla
runna með hálfeysknum berum grein-
um, eða það gömlum að vexti þeirra
er nærri lokið. Þannig runnar eru
skornir að mestu niður til að þvinga
fram nývöxt.
Algengt er að klippa viðarplöntur
til þess að fá á þær ákveðið form eða
lögun í limgerði t.d. limgerðisplöntur
sem settar eru niður að vori eru að
öllu jöfnu lítið klipptar nema greinar
og toppar séu langir og renglulegir. Þá
er tekið allt að þriðjungi af sprotanum
en að öðru leyti ekki klippt fyrr en
næsta vor en þá er klippt kröftuglega
niður. Víðitegundir eru hins vegar
klipptar gróflega niður við gróður-
setningu til að fá sterkar stofngreinar
og þétt alveg frá jörðu. Klippingin
veldur því að plönturnar skjóta fjölda
aukagreina þannig að gerðið verður
þétt og jafnt. Næstu ár er limgerðið
mótað, klippt og jafnað inn að
toppnum, annað hvort með beinum
eða bogadregnum línum. Slíkum lim-
gerðum er auðvelt að halda þéttum
og jöfnum auk þess sem þau þola
betur snjóþunga en kassalaga form.
Margir freistast til að spara klipp-
ingar meðan plönturnar eru litlar til
að fá sem fyrst nógu hátt limgerði, og
klippa síðan og klippa til að halda því
í réttri hæð, loks þegar henni er náð.
Slík limgerði verða gisin með fáar og
langar greinar að neðan en þéttan
vöndul í toppinn: Því á ekki að
hleypa plöntunni upp nema um 10-20
sm á ári eftir því hve fljótvaxnar þær
eru og snyrta hliðargreinar þeirra
samsvarandi. Þegar réttri hæð er náð
er aðeins lítið skilið eftir af árlegum
vexti við hverja klippingu. Smám
saman þéttist ysti greinakransinn og
verður að þéttum vöndli sem erfitt er
að eiga við í klippingu. Þessi vöndull
er þá klipptur af, þ.e. klippt inn á
eldri greinarnar, og síðan hleypt fram
árlega litlum sprota þar til aftur
myndast þéttur krans, o.sfrv.
Ef limgerði eru gisin og/eða gömul
og rótarkerfi sterkt og tegundin þolir
vel klippingu (s.s. víðiteg.) er það
endurnýjað með því að klippa það
eða saga alveg niður undir jörð, í
10-30 sm hæð.
Á mörgum runnum verður klipping
og grisjun að fara nokkuð eftir blómg-
un þeirra. Runnar sem mynda blóm
frá endum sprotanna frá árinu áður
s.s. alparósir, gullregn, rifstegundir,
sírenur ofl. eru fyrst stýfðir eftir að
blómgun er lokið, sé talin nauðsyn að
minnka hæð þeirra. Að öðru leyti eru
þeir grisjaðir ef þeir verða mjög
þéttir. Eru þá elstu greinarnar teknar
■ Mismunandi form limgerða: a. algengasta gerð, hæfír illa vexti plantna, b.
limgerði með lóðréttar hliðar verða auðveldlega opin og gisin að neðan. Brotnu
línurnar sýna betra form. Hentug lögun er einnig á c. og d. en e. sýnir nokkurnveginn
þann vöxt sem bætist við árlega.
■ Grisjun trjáa
Garðskálar
Paradís undir plasti
■ íslenska sumarið er stutt, svalt og
sjaldnast mjög sólríkt. Þessi stað-
reynd hefur lengst af staðið í vegi
fyrir því að suðlægar plöntur hafi
þrifist hér og skartað sínu fegursta
Undanfarin ár hefur þó orðið mikil
breyting þar á. Heimilisgróðurhús
njóta sívaxandi vinsælda enda opna
þau nýjan og hlýrri heim fyrir
landann, um leið og þau lengja
sumarið í báða enda. Með þeim
skapast nær óþrjótandi möguleikar til
að rækta og hafa f kring um sig
plöntur sem við sjaldnast heyrum af
né sjáum nema í ferðasögum eða
ævintýrum.
Hugtakið gróðurhús hefur næsta
víða merkingu í málinu: með því er
átt við allar meira eða minna varan-
legar húsgrindur klæddar efnum sem
hleypa í gegn um sig birtu og yl og
fullnægja þar með tveim frumþörfum
plantna - þeim þremur sem á vantar,
raka, mold og næringu, verðum við
að sjá þeim fyrir.
Af hagnýtum ástæðum verðum við
að þrengja hugtakið og kljúfa það í
tvennt, samkvæmt því hlutverki sem
byggingin á að gegna: annars vegar
gróðurskála þar sem megináhersla er
lögð á mannavist en gróðurinn er að
mestu sem umgjörð og uppfylling.
Hins vegar er talað um gróðurhús
þegar gróðurinn er aðalatriðið og á
annað rými er fyrst og fremst litið sem
vinnupláss fyrir þá sem sinna um
hann. Þarna á milli ríkir svo að
sjálfsögðu oft millibilsástand.
Það mun algengast að gróðurskál-
inn sé sambyggður íbúðarhúsinu og
innangengt í hann - enda gefur það
augaleið að notagildi hans eykst stór-
um við það fyrirkomulag. Gróðurhús
er hins vegar oftar sjálfstætt í garðin-
um. Gróðurhús er hægt að kaupa í
stöðluðum einingum en gróðurskál-
ann verður yfirleitt að hanna sérstak-
lega og fella að því sem fyrir er - en
einnig þarna er hægt að fara bil
beggja þar sem framboðið á forsniðn-
um einingum er fjölbreytt. Valið
verður því að ráðast af hagsýni og
smekk hvers og eins.
í grindina er ýmist notað timbur, ál
eða stál. Þessi efni er hægt að tengja
saman ellegar nota hvert fyrir sig. (
sjálfan hjúpinn er haft gler, akrýl-
eða pólýkarbónplötur. Til bráða-
birgða má líka notast við ódýra
plastdúka eins og t.d. þolplast eða
vinyl.
Ein aðalregla gildir um öll gróður-
hús: það verður að sækja um leyfi
fyrir þeim til byggingarnefndar við-
komandi sveitarfélags. Umsókninni
þarf að fylgja teikning af gróðurhús-
inu eða greinargóð lýsing á gerð þess
ef um staðlað hús er að ræða, afstöðu-
mynd og yfirlýsing nágranna um að
þeir hafi ekki á móti mannvirkinu.
Skynsamlegt er að leita álits trygging-
arfélaga um tryggingarmál og iðgjöld.
Gróðurhús geta haft áhrif á fasteigna-
mat og í sumum sveitarfélögum verð-
ur að greiða af þeim gjöld.
Hin síðari ár er orðið algengt að
gróðurskálar séu felldir inn í hús-
Gróðurskálinn þarf í fyrsta lagi að
rúma allt sem ætlunin er að hafa í
honum og ætti því gólfflöturinn ekki
að vera minni en 20 m2. í þrengri
skálum er hætt við að mönnum líði
líkt og í fuglabúri og njóti þess síður
að dvelja í þeim. Gróðurskálarnir
þurfa að rúma húsgögn, leyfa umferð
og gróðurinn verður að fá pláss til
þess að njóta sín og skapa þann
teikningar frá upphafi og frá þeim
gengið um leið og húsið er reist. í
þeim tilvikum þarf ekki að fá sérstök
leyfi umfram það sem fylgir byggingu
íbúðarhússins.
Hér verður ekki fjallað um ræktun
í gróðurhúsum, nógar heimildir eru
til þar um, heldur rifjuð upp ýmis
atriði er varða gróðurskála sérstak-
lega.