NT - 25.04.1985, Page 10
Auk þess að vera með fulla verslun af úrvals húsgögnum, sýnum við í
GARÐSKÁLANUM
ótrúlegt úrval afhúsgögnum í:
Garðinn - Garðhúsið - Sumarbústaðinn eða bara heimilið.
Komið og skoðið
1 sinu
rétta umhverfi
Verið velkomin.
Heimiliö?
Sogavegi 188 Sími 37210
Fimmtudagur 25. apríl 1985 10 Blðð II
Gróðursetning trjáa
og runna í görðum
ckki hætta á frckari frostum cr tíma-
bært að fara að stinga upp beð og
gróðursetja. Flestir runnar og
garðtré eru seld í pottum eða með
hnaus en limgerðisplöntur oft sem
berrótarplöntur.
Pottaplöntum liggur ekki eins
mikið á að komast í jörðina og hinum
ef gætt er að því að láta þær ekki
þorna í pottunum. Þegar þær eru
gróöursettar er gott að vökva moldina
í pottinum áður til þess að hún loði
betur santan þegar piantan er tekin úr
honum. Ef plantan hefur staðið of
lengi í pottinum er hætt við að
ræturnar séu hnýttar eða uppvafðar.
Slíkar rætur þarf að losa um áður en
plantan er gróðursett, annars verða
þær lengi að ná sér úr hnútnum og
tefja vöxt plöntunnar jafnvel um
nokkur ár. Fura, lerki og plöntur með
stólparót eru sérlega viðkvænt fyrir
slíkunt rótarflækjum.
Plöntur úr pottum eða með hnaus
á ekki að gróðursetja dýpra en þær
stóðu áður. Gæta verður að því að
þjappa vel að þeint þannig að kökkur-
■ Faglega skorið limgerði.
■ í upphafi skyldi endinn skoða.
Pctta spákmæli á vel við þegar farið
er að huga að gróðursetningu og
skipulagi skrúðgarðsins. Það er ekki
óalgcngt að sjá stórvaxin tré, sem
plantað hefur veriö þétt upp viö
húsvegg, byrgja fyrir allt útsýni og
nánast kaffæra húsið, auk þess sem
vaxtarlag trjánna er meira og minna
brogað vegna plássleysis.
A sama hátt er einnig varasamt að
planta trjátegundum sem geta orðið
stórar og miklar um sig í litlum
görðum. Þegar fram líða stundirtaka
þessir risar allt plássið í garðinum og
varpa miklunt skugga á næsta ná-
grenni. Þá er líka töluvert atriði að
velja skuggþolnar plontur á þá staði
sem mestur skuggi hvílir á.
Þegar búið er að skipuleggja garð-
inn er hægt að hefjast handa um
undirbúning og gróðursctningu. Ekki
er verra að vera búinn að grafa holur
eða rásir að haustinu og blanda
húsdýraáburði saman við moldina og
planta síðan næsta vor.
Þegar klaki er farinn úr jörð og
■ Þau Edda Ólafsdóttir og Helgi Sigurðsson hafa lagt alúð við garðinn sinn við Hlyngerði 4.
■ Vel ræktaður garður við Grundargerði. Runnar mynda skjólbelti.
inn standi ekki uppúr yfirborði beðs-
ins þegar moldin í kring sígur niður.
Aspir og fleiri víðitegundir á að setja
dýpra en aðrar vegna þess að þær,
mynda nýjar rætur hvar sem er frá
stofni þegar þeirra er þörf. en stofnar
annarra trjátegunda fúna gjarnan ef
þeir eru settir of djúpt í jörð.
Þegar berrótarplöntur eru gróður-
settar er grafin hæfilega djúp hola
fyrir hverja plöntu eða rásir ef um
limgerði er að ræða. Hægast er að
planta eftir snúru ef um limgerði eða
skjólbelti er að ræða. Millibil milli
plantna í lintgerði er yfirleitt kringum
30 sm eða þrjár plöntur á metrann
Ef um stærri skjólbelti er að ræða er
bilið meira, allt upp í þrjá metra ntilli
plantna þar sem pláss er fyrir stórvax-
inn trjágróður.
Ræturnar eiga að greinast jafnt til
allra hliða í holunni en ef þær eru það
langar að þær kuðlist í holunni er best
að stytta þær strax með einhverju
beittu verkfæri, þó ekki meir en
nauðsynlega þarf. Plöntunni er haldið
yfir miðri holunni og mold rótað jafnt
að rótunum, þjappað vel að og plönt-
unni hagrætt þannig að hún standi
bein. Gott er að hella vatni í holuna
til þess að moldin sígi vel að rótunum
og fylla hana síðan af mold og þjappa
henni að. Að lokum er snyrtilegra að
raka í kring til að slétta beðið.
Ef ekki er hægt að gróðursetja
berrótarplöntur strax eftir að þær eru
keyptar er best að geyma þær með því
að slá þeim niður, þ.e. leggja þær í
rás sem er um skóflustunga á dýpt.
Önnur hlið rásarinnar er höfð lóðrétt
en hin með jöfnum fláa frá yfirborði
að lóðréttu hliðinni. Plönturnar eru
teknar úr umbúðunum og raðað þétt
hlið við hlið með ræturnar í dýpri
hluta rásarinnar. Síðan er mold mok-
að að og þjappað til þess að hvergi
verði holrúm á milli. Best er að
geyma þær þannig á skjólgóðum og
skuggsælum stað.
Fyrstu árin eru viðkvæmasti aldur
trjánna og því mikilvægt að hlúa vel
að þeint. Það er miklu ódýrara að
leggja vinnu í plönturnar nokkur
fyrstu árin heldur en að láta þær
eyðileggjast á einum óveðursdegi fyr-
ir handvömm. Ef þurrkar eru fyrstu
vikurnar eftir gróðursetningu verður
að vökva plönturnar og ef um stak-
stæð tré er að ræða er yfirleitt sjálfsagt
að setja prik við hliðina til stuðnings,
sem tréð er fest við með gúmmífest-
ingum eða einhverju öðru sem ekki
særir börkinn, meðan plantan er að
ná góðri rótfestu og styrk. Ef mikill
næðingur er á trénu er rétt að slá upp
skjólgrindum til að verjast verstu
vindáttinni.
Barrtrjám er hætt við ofþornun ef
miklir næðingar eru t' þurru veðri eins
og oft er seinni part vetrar. Þeim er
hægt að skýla á ntargan hátt s.s. með
trjágreinum og limi eða strigaskýlum.
Þá er einnig mikilvægt að plönturn-
ar fái nægan áburð. Gömul þumal-
fingursregla er að gefa 1 gramm af
tilbúnum áburði fyrir hvern lengdar-
sentimetra á stærri tré. Gott er að
gefa minna í hvert skipti en oftar, og
varast að gefa nýgróðursettum trjám
of mikið.
Ef flytja á stærri og eldri tré þarf að
rótarstinga þau sumrinu áður ef vel á
að vera. Þá er stungið með beittri
skóflu kring um tréð álíka víður
hringur og lim trésins nær út frá
stofninum og skera á ræturnar. Þetta
er gert til þess að tréð myndi nýjar
rætur nær stofninum sem koma því að
notum eftir flutninginn. Næsta sumar
er plantan svo stungin upp og flutt á
fyrirheitna staðinn. Oft kemur til
mála að fækka greinum á lauftrjám til
að hindra of mikla útgufun og gæta
verður vel að því að þau þorni ekki
en þau þurfa mikið vatn fyrstu vikurn-
ar eftir flutninginn. Þá verður einnig
að gæta þess að setja rótarhnausinn
ekki miklu neðar en þeir stóðu áður
svo að stofninn fúni ekki.