NT - 25.04.1985, Síða 15
veita skjól verður að klippa
reglulega og móta til þess að það
verði að gagni.
í flestum görðum er alltaf
eitthvað um hellulögð svæði.
Hægt er að velja um hinar ýmsu
gerðir af hellum. Undir hellu-
lögnum verður að vera frostfrítt
efni - möl eða hraun - niður
fyrir frostmark. Hellurnar eru
lagðar á þunnt sandlag.
í lóðum sem standa í halla er
hæðarmunurinn gjarnan lagaður
með stöllum og hleðslum. Undir
og bak við hlaðna veggi og fláa
verður að vera möl eða annað
frostfrítt efni.
Þegar kemur að plöntuvali
verður smekkur hvers og eins að
ráða mestu. Menn skyldu þó
gera sér grein fyrir að garðurinn
og plönturnar þurfa viðhald,
mismikið að vísu, en alltaf
eitthvað. Einnig verður að gæta
að því að gróðursetja ekki trjá-
tegundir sem verða hávaxnar
með tímanum þar sem hætta er
á að þær varpi of miklum skugga
á allan garðinn, húsið, eða Iægri
gróður.
Fleiri atriði geta fléttast inn í
hönnun garðsins s.s. lýsing,;
tjarnir og pollar, gosbrunnar og;
margt fleira.
Efni:
Við uppbyggingu skrúðgarðs
koma nánast öll efni til greina.
Náttúrleg efni, s.s. mold,
sandur, steinar o.fl. eru meira
og minna í hverjum garði. Tré-
girðingar, veggir og pallar setja
oft skemmtilegan svip á garða.
Mikið úrval er af steyptum hell-
um og steinum til hleðslu og
stéttalagningar. Hjá fram-
leiðendum hér á landi er hægt að
fá auk venjulegra gangstétta-
hellna t.d. sexhyrndar hellur,
slaufulaga hellur, fiðrildi, S-
steina og I-steina sem læsa sér
mjög vel saman í hleðslunni
o.m.fl. Brotsteinn og kubbur,
með tökkum ofaná og samsvar-
andi götum neðaná læsa hleðsl-
unni mjög vel. Pá eru framleidd-
ir grassteinar sem eru ætlaðir á
svæði þar sem ekið er stöku
sinnum. Eeir eru með gati í þar
sem fyllt er upp með jarðvegi og
sáð grasi þannig að hægt er að
slá planið eins og um venjulegan
grasflöt væri að ræða.
U-steinar eru stórir hnullung-
ar sem henta til margra hluta s.s.
í tröppur, blómaker, stalla og
fleira. Auk þessara gerða er
auðvelt að fá steypta allskonar
steina og hellur eftir sérþörfum
hvers og eins.
GARÐEIGENDUR
NÝTT FRÁ SÁNINGU HF.
Dreifum lífrænni, fljót-
andi áburöarblöndu á
grasflatir og trjágróöur.
Inniheldur þangmjöl,
köfnunarefni, fosfór og
kalí auk kalks og snefil-
efna.
VIRKAR
FLJÓTT
OG VEL
SÁNING HF.
Hafnarfirði - sími
54031
varanlegt
gróðurhúsaplast
vestur-þýsk gæðavara frá Röhm og Bayer
Makrolon (polycarbonat) er níðsterkt glært plastefni sem hentar íslenskri ylrækt einstaklega
vel. Það býðst nú bæði í tvöföldum og þreföldum plötum með sérstakri akíýlhúð sem tryggir
veðurþolið, sþegilslétt yfirborð og kemur í veg fyrir að það gulni með tímanum. Makrolon
er auk þess feiknalega höggþolið, létt og einangrandi. Athugaðu eiginleika Makrolons ef
þú hyggst byggj'a eða bæta gróðurhús og vilt ná hámarks hagkvæmni með fjárfestingunni.
6 mikilvægustu elginlelkar Makrolon gróðurhúsanna:
■ Öryggi - Þú eignast sterkara gróðurhús sem stenst betur
vetrarstorma og tryggir um leið meira öryggi í ræktun.
■ Orkusparnaður - Þú eignast gróðurhús þar sem orkunotk-
unin minnkar um þriðjung til helming, miðað við einfalt gler
(fer eftir plötuþykktum).
■ Óbrjótanlegt - Þú þarft ekki að óttast slæm veður, fok eða
jafnvel steinkast af mannavöldum - Makrolon brotnar ekki.
■ LJósstreymi - Með akrýlhúðinni hefur tekist að skapa
yfirborð sem heldur veðrunaráhrifum í lágmarki (ca. 2%
birturýrnun á 10 árum) og kemur í veg fyrir að plastið gulni
fyrir áhrif útfjólublárra sólargeisla.
■ Sveigjuþol - Þú getur bogalagt plöturnar og þar með byggt
braggagróðurhús sem vegna léttari undirstöðugrindar getur
aukið birtumagnið til plantanna um 10%. miðað við hefð-
bundinn gróðurhúsabyggingastíl.
■ Uppsetning - Þú getur auðveldlega klætt gróðurhúsið sjálfur.
Verð frá kr. 330,- pr. m2
Tæknflegar upplýslnqar tvöfalt prefalt
Plötubvkkt mm 4.5 6 8 10 10
Plötubreldd mm 1980 1980 1980 1980 1980
Plötulenqd mm Allt að 6000 fvrir allar aerðir
Þynqd kq m! 1.0 1.3 1.7 2.0 2.0
Uósstrevmi % ca, 80 80 80 80 70
Hltaelnangrun WÁn2 K-alldl 3.9 36 3.3 .3.1 2.9
''Mlnnkun hlta- tapsI % 33 38 44 47 50
''Mlðaö vlð elnfalt gler pr. flatarelnlngu.
okron
Síðumúla 31
108 Reykjavfk
sími 33706
|ple/igler|
|einkaumboð|