NT - 25.04.1985, Qupperneq 16
Sumarblóm
■ Þegar talað er um sumar-
blóm er yfirleitt átt við einærar
jurtir sem sáð er seinni hluta
vetrar, ýmist inni, í reiti eða
úti á vorin. Þær þroskast og
bera blóm yfir sumarið og
deyja að haustinu, lifa yfirleitt
ekki nema 6-9 mánuði.
Tvíærar plöntur eru einnig
notaðar sem sumarblóm. Með
kynbótum hefur tekist að fá
fram mörg afbrigði af þeim
sem bera blóm strax fyrsta
sumarið.
Mismunur á æviskeiði
plantna er oft landfræðilegs
eðlis og tengdur veðurfari.
Þannig eru margar fjölærar í
tempruðu loftslagi en einærar
hér af því hve viðkvæmar þær
eru fyrir frostum. Ljónsmunn-
ar vetrast t.d. suður í löndum
en haga sér sem einærar þegar
norðar dregur og vetur verður
kaldari.
Sumarblóm má nota á marg-
víslegan hátt. Nokkrar tegund-
ir er hægt að þurrka að haust-
inu án þess að blómin missi
lögun eða lit og eru gjarnan
notuð til skreytinga. Þau eru
þá venjulega skorin af áður en
þau verða alveg fullþroska,
bundin í vendi og hengd upp
til þerris í skugga á loftgóðum
stað.
Ýmis hávaxin sumarblóm
má nota sem limgerði yfir
sumarmánuðina, eða sem
baksvið fyrir önnur lágvaxnari.
Einærar klifurplöntur geta
klifrað upp eftir rimlum eða
neti og hulið þannig veggi og
girðingar.
Lágvaxin sumarblóm eru
gjarnan notuð í jaðra, mjó beð
meðfram girðingum og veggj-
um eða umhverfis runn.a.
í steinhæðir má planta
sumarblómum inn á milii fjöl-
ærra plantna vegna litauðgi
þeirra seinni hluta sumars.
Flestar fjölærar steinhæða-
plöntur eru ættaðar ofan úr
háfjöllum og blómstra snemma
vors og fyrri hluta sumars.
Þá er sumarblómum oft
plantað í ker og kassa til að
skreyta glugga, svalir o.fl.
Sumarblóm geta myndað
litrík beð af hvaða stærð og
lögun sem er og möguleikar í
útfærslum nánast ótæmandi en
vert er að hafa í huga að þau
þurfa mikla sól. Án hennar
blómstra þau ekki en verða
mjög rýr og teygð í vexti.
Beð sem eru innan við 1,5
m á breidd er auðvelt að
hirða. Ef þau eru breiðari
verður að hafa stiklur í þeim
svo hægt sé að athafna sig við
útplöntun og hirðingu. Stór
beð njóta sín best ef þau hafa
eitthvað baksvið, t.d. limgirð-
ingu, vegg eða eitthvað slíkt.
Sumarblómum er yfirleitt
plantað út seinni part maí eða í
byrjun júní. Bil milli plantna
er nokkuð breytilegt eftir
því hve stórvaxnar þær eru en
algengast er að það sé 15-dU
sm.
Ef plönturnar eru mjög
þurrar í kössum eða pottum
verður að vökva þær vel áður
en þær eru teknar úr svo að
rætur skaðist ekki illa. Ekki
má hrófla við rótum meira en
nauðsyn krefur. Gera skal
nægilega stórar holur fyrir ræt-
urnar og moldina sem þeim
fylgir. Rétt er að planta fast
þ.e. þrýsta moldinni að rótun-
um til að koma þeim sem best
í samband við jarðrakann, en
þó ekki það fast að eðlileg
öndun raskist.
Niðurröðun tegunda og lita
er smekksatriði hvers og eins
en þó verður að huga að því að
velja saman þá blómliti og
stærðir sem skapa best heildar-
samræmi. Enginn einn litur
má „skyggja" á hina en það
eru helst gulu og hvítu litirnir
sem eru hættulegir í þeim
efnum.
Sumarblóm sem standa þétt
í beði hafa stuðning hvert af
öðru og þarf því ekki að binda
upp nema hávaxnari tegundir.
Þær er nauðsynlegt að binda
upp áður en þau falla undan
veðrum.
Einu sinni til tvisvar í mán-
uði er rétt að vökva með
áburðarvatni. Leysa má upp
15 gr. af blönduðum garð-
áburði í 101. af vatni og vökva
með því hvem fermetra beðs.
Vökva þarf vel og oft fyrst
eftir útplöntun en síðan einu
sinni í viku ef ekki rignir. Þá er
oft mikil vinna fólgin í því að
halda beðunum hreinum og
lausum við illgresi.
SUÐURLANDSBRAUT 32 SIM! 82033
zbro
Sumargleði með
verkfærum frá okkur
Sumar
undirbúningur
MAJOR
FÆRÐU HJA OKKUR
s
I garðinum