NT - 05.05.1985, Blaðsíða 6

NT - 05.05.1985, Blaðsíða 6
Sunnudagur 5. maí 1985 6 ■ Um það bil 500 risalandskjaldbökur búa á Isabela. Paradís í björtu bálí Galapagoseyjarverðalengi að verða hinar sömu eftir eldana miklu ■ „Stopp!“ kallar Eduardo Moncallo, höfuðsmaður og baðar út handleggjunum. En bílstjórinn á tankbílnum heyrir hvorki né sér, því hann er 200 metra frá okkur. Bíllinn skröltir áfram og Moncallo hættir að veifa og setur upp mæðu- svip. Nú verðum við að fara gang- andi til aðalstöðvanna í brennandi hitabeltissólinni. Við staulumst niður hlíðar eld- fjallsins Sierra Negra. Allt í kring eru brunnir viðir og hér og þar eru litlir reykjarbólstrar í grasinu, sem minna á smá eldgíga. Alls staðar brakar og brestur og skyndilega gjósa nýir eldar upp. „Ég hef aldrei átt í höggi við erfiðari óvin,“ segir höfuðsmaðurinn. Frá því þann 28. febrúar át eldur- inn sér leið yfir eyjuna Iwtbelu, sem er hin stærsta af Gafctyögoseyjum, en þær liggja 1000 kílónlöftt undan strönd Equador. Svört slóðin eftir eldana er 15 kílómetra löog við eldfjallið, en meira en 30 metra löng niðri við ströndina. Erfiður óvinur Hvaða vopn eru höfuðsmannin- um tiltæk í baráttunni við eldinn? Hann hefur fjóra tankbíla, tvo vöru- bíla, tvær jarðýtur, fjögurra sæta þyrlu og 300 hermenn. Auk þcirra eru hér 56 heimamanna í skyldu- vinnu við slökkvistarfið. Með þess- ari aðstoð á Moncallo að bjarga dýraparadís sem ekki á sér hlið- stæðu í heiminum. „Bandarísku sérfræðingarnir sem hjálpa okkur segja að það þurfi 1500 til 2000 manns við slökkvistarf- ið. En það er okkur ekki mögulegt að útvega svo marga,“ segir höfuðs- maðurinn. Eini flugvöllurinn á Galapagoseyjum liggur á Baltra, sem er í 100 km fjarlægð. Þaðan er meira en tíu stunda sigling hingað. Fram til 15. mars, þegar her- mennirnir Ioks komu, börðust íbú- arnir við eldinn með haka og skóflu að vopni. „Við höfum þó stjórn á eldinum hér að austanverðu,“ segir höfuðsmaðurinn. „En hann hefur varla sleppt orðinu, þegar 30 metra há reykjarsúla sprettur upp og myndar langan gráan vegg. Hálfri stundu síðar gerist það sama að sunnanverðu. Eldurinn étursigeftir holóttum hraunjarðveginum þar sem nóg er af súrefni og þykkum rótarflækjum. Svo skýtur honum óvænt upp að nýju. Maður kemur á hesti og hefur meðferðis fjóra tíulítra geyma. Annars staðar má sjá ungan mann með 15 lítra vatnspoka á baki. Hann hyggst sprauta vatninu með handdælu á eld sem hann hefur uppgötvaðí jarðveginum. Þaðverð- ur aö grafa sig niður á eldinn við slökkvistarfið. Eldarnir færast æ nær höfninni Puerto Villamil, sem er helsta byggðin á eyjunni. Um leið færist hann nær mesta fjársjóði eyjarinn- ar. Það er risaskjaldbökurnar sem búa við suðurströndina, en þær eru sumar 200 ára gamlar og 200-250 kíló að þyngd. Heimskauta- og hitabeltisdýr „Við virðumst vera að færast nær þessum mikla leyndardómi, - fyrstu vísbendingunni um kviknun nýs lífs á jörðinni," sagði Charles Darwin 1835, þegar hann var að rannsaka hið einstæða plöntu-og dýralíf á Galapagoseyjum. Hér fann hann mikilvæg sönnunargögn til stuðn- ings þróunarkenningu sinni og því hvernig lifnaðarhættirnir mótast af náttúruúrvali. Þeir komast af í þessari baráttu sem best geta lagað sig að aðstæðum. Einangrunin á eyjunum hafði stuðlað að þróun sem líktist engri annarri. Galapagoseyjar eru myndaðar af fimm stærri eyjum, átta miðlungs stórum eyjum og átján smáeyjum. Þá eru þar margar tylftir kletta og dranga. Talið er að eyjarnar hafi aldrei verið fastar við meginlandið. Hér er að finna rneira en 200 plöntutegúndir, sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Einnig dýrategundir sem eru ólíkar frá einni eyju til annarrar, -skjaldbök- ur og Darwin-finkur, sæeðlur o.fl. Sérstætt er hve hér blandast saman dýralíf súðurheimskautsins og hita- beltisins, en á Galapagoseyjum búa mörgæsir, pelikanar, og flamingóar hlið við hlið. Mennirnir hafa valdið mikilli röskun í þessari paradís, sem Spán- verjinn Fray Thomas de Berlanga fann árið 1535. Sjóræningjar fluttu skjaldbökur út á skip sín til þess að geta átt kost á nýju kjöti. Á 20. öld komu landnemar með plöntur frá meginlandinu til eyjanna, sem út- rýmdu sumum heimategundum. Ný dýr, eins og hundar og kettir, átu egg dýranna á eyjunni og plöntur sem þau nærðust á. Árið 1934 var mikill hluti Galap- agoseyja lýstur þjóðgarður af stjórn Equadors og 1979 lýsti Unesco því yfir að eyjarnar væru sameiginlegur arfur mannkynsins. En þær 8000 manneskjur sem á eyjunum búa stofna þessum arfi í vaxandi hættu. Þótt veiðjmenn fari um eyjarnar og leggi að velli aðskotadýr gegn verð- launum, þá er það opinbert leynd- armál að veiðimennirnir skjóta líka og sjóða dýr á víðavangi. Sennilega eiga eldarnir rætur að rekja til slíkrar eldamennsku. Vegur og menn Tankbíllinn sem sækir vatn til slökkvistarfsins í brunn í Puertó Villamil og fer með það að suður- kanti eldanna er tvo tíma að komast 20 kílómetra. Jarðýturnar hafa orð- ið að ryðja bílnum leið gegn um skógarþykkni til þess að hann kæm- ist ieiðar sinnar. Við fáum síðar far með bílnum og þegar eldarnir nálgast má sjá hvar glittir í rauða sólina í gegn um kófið. Drungalegt er að sjá bólstrana velta áfram yfir skurðinn sem á að tefja brunann. Gulir smáfuglar fljúga með- fram reyknum. Hreiður þeirra hafa brunnið í eldinum. í nótt ætla slökkvi- liðsmenn að athuga hvort eldurinn hefur haldið áfram að skríða fram neðanjarðar. „Við látum skjaldbökurnar ekki brenna,“ segir Moncallo höfuðsmað- ur. „Það væri heimshneyksli. Ef skurðurinn dugir ekki til verður flogið með dýrin burt af hættusvæðinu. En enginn veit hve mörg þau eru.“ Slökkviliðssveitirnar munu berjast áfram uns eldurinn er slökktur. En náttúran verður í nokkur ár að græða sárin og landið ber ljót ör eftir ferðir jarðýtnanna eftir hinn nýja veg. „Við þekkjum það því miður af reynslunni,“ segir vísindamaður sem við tölum við, „að þegar vegur er kominn hugsa mennirnir sér til hreyf- ings.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.