NT - 05.05.1985, Blaðsíða 9

NT - 05.05.1985, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. maí 1985 9 lega forhertir og láta sér hvergi bregða, en aðrir eru ekki eins kok- hraustir. Yfirleitt köllum við alltaf á lögregluna." Aðspurð sagði Björk að það væri margs konar fólk sem hnupl- aði, og þetta væri ekki endilega fólk sem hefði ekki efni á því að kaupa vörur, þó það væri innan um og saman við. Þannig hafði til dæmis nýlega lent í þessu kona sem er með sjálfstæðan atvinnurekstur og ekki sú manngerð sem ætla mætti að stæli úr búðum. Farið á stúfana Af því sem rakið hefur verið hér að ofan , má Ijóst vera að talsverð brögð eru að því að fólk hnupli úr búðum. En þar sem vangaveltur um þetta eru vitanlega ekki eins haldgóð- ar og það að upplifa og reyna það frá fyrstu hendi gerðu Helgarblaðsmenn út leiðangur í stórmarkað í Reykja- vík, til þess að kynnast hnuplinu betur. Ekki var um aðra leið að ræða, því þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst okkur ekki að hafa uppi á „alvöru" hnuplara sem rniðla vildi reynslu sinni. Til þess að gera langa sögu stutta, var tiltækið ekki mjög farsælt. „Þjóf- urinn" á snærum blaðsins kom þýfinu (kjötlæri) lymskulega fyrir undir frakkanum og smeygði jafnframt væn- vera gripinn og meðhöndlaður eins og ótíndur glæpamaður, þá hnuplar fólk í stórum stíl. Margir hverjir gera þetta trekk í trekk, án þess að hafa til þess nokkra sjáanlega efnahagslega ástæðu. í slíkum tilfellum er ekki ólíklegt að um stelsýki sé að ræða, eða í það minnsta einhvern snert af stelsýki. Til þess að forvitnast eilítið nánar um stelsýki slógum við á þráðinn til geðlæknisins okkar hér á Helgar- blaðinu, Páls Eiríkssonar, og spurð- um hann hvað þetta fyrirbæri stelsýki væri eiginlega. „Stelsýki eða celptom- ania er það þegar fólk tekur hluti ófrjálsri hendi, en hefur ekki stjórn á því sem það er að gera.“ Aðspurður sagði Páll að það væru dæmi um þetta hér, en yfirleitt fengju geðlæknarnir hér ekki svona tilfelli. Þó gæti verið að þeir sem eru með opnar einkastof- ur sjái eitthvað af slíkum tilfellum. Einnig spurðum við Pál, hvort hægt væri að lækna stelsýki og sagði hann það vera, ef rót vandans væri upp- götvuð. „Ég man t.d. eftir einni konu í Noregi, sem byrjaði að stela eftir að hún hafði misst manninn sinn. Hún hafði verið í mjög góðu hjóna- bandi og þau hjónin náin. En þegar maðurinn deýr frá henni á besta aldri, réði hún ekkert við sig og fór að stela. Þessi kona hafði verið tekin og dæmd til meðferðar og hún stal hlutum sem hún hafði enga þörf fyrir. Ég nefni þetta dæmi vegna þess að það er nokkuð skýrt hvar orsökin lá, en það er oft í svona málum að fólki finnst því vanti eitthvað eða hafi farið einhvers á mis. í sumum tilfellum má segja, að á bak við liggi löngun til þess að upp um það komist. Þetta er vitaskuld ómeðvitað en er eins konar hróp á hjálp: „mér líður illa ég get ekki tjáð mig - takið eftir mér!“ Það verður samt að segja að þetta er ekki nein algild skýring og það verður að meta hvert einstakt tilfelli fyrir sig. En þetta getur verið svona, án þess að ég sé að útiloka aðrar hugsanlegar skýringar." Hver svo sem skýringin er á búðar- hnupli almennt, og þær geta verið mjög mismunandi - frá stelsýki til útspekúleraðra auðgunarbrota - stendur sú staðreynd að þetta er hvimleitt vandamál í verslun bæði hér á landi og annars staðar. Þjófnaður er lögbrot. Reyndar má segja, að þegar harðnar á dalnum hjá fólki almennt og kaup og kjör versna, sé rökrétt að álykta að brot af þessu tagi aukist til muna. Vissulega hafa þau aukist hér á landi að einhverju marki þó ekki liggi fyrir tölur sem sundurliða þessa tegund þjófnaðar frá þjófnaði almennt. En það sem mesta furðu vekur er að í lang flestum tilfellum er ekki um að ræða fátæka manninn sem hnuplar brauði handa hungraðri fjöl- skyldu sinni, heldur fólk sem ekki hefur neina knýjandi efnahagslega þörf fyrir vöruna sem það stelur. Afleiðingin hlýtur að lokum að verða sú að kaupmenn bæta sér upp rýrnun- ina með því að hækka vöruverðið og síst af öllu þarf íslenskur alntenningur á því að halda á þessum síðustu og verstu tímum. B.G. um brjóstsykurpoka í vasann. Síðan gekk hann sakleysislega í áttina að útidyrahurðinni. Aðuren hann komst út á götu höfðu þrír starfsmanna stórmarkaðarins tekið eftir þessum grunsamlega manni. Hann var stopp- aður og fékk samskonar útreið og „alvöru" hnuplari hefði fengið. Lífs- reynsla þessi var vægast sagt lítillækk- andi en af henni mátti draga ýmsa lærdóma. Það var til dæmis virkilega áberandi, að þó svo að aðrir við- skiptavinir sæju vel hvað var á seyði gerðu þeir lítið annað en stara nokk- uð stíft á þjófinn en síðan ekki söguna meir. I sjálfu sér er þetta merkilegt atriði og hægt að túlka það á ýmsan hátt. Kannski voru allir sem til „þjófsins“ sáu sjálfir hnuplarar og fundu til samkenndar? Eða þá að þeim hefði fundist þetta svo hallærislegt og vand- ræðalegt, að þeir vildu ekki skipta sér af því. Hvað á fólk eiginlega að gera þegar það sér svona? Kannski segja: „Heyrðu manni hættu að stela “ eða eitthvað því um líkt? Það er hreint ekki gott að segja. Hitt er þó klárt, að ef vitnin urðu vandræðaleg er ábyggi- legt að slíkt átti ekki síður við um Helgarblaðs„þjófinn“, og trúlega líka aðra þjófa, það er að segja, ef þeir. eru yfir höfuð eins og fólk er flest. Refsivert athæfi - glæpur En ef það er svona pínlegt að vera gripinn glóðvolgur í glæpnum, hvers vegna í ósköpunum er þá fólk að gera þetta? Það sem fyrst kemur í hugann er að menn líti ekki á þetta sem glæp og hugsi ekki um afleiðingarnar. En hnupl af þessu tagi er ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður. Samkvæmmt upplýsingum Hjartar Aðalsteinssonar fulltrúa hjá Saka- dómi fellur það undir 244. gr. hegn- ingarlaganna og í þeirri grein segir að þjófnaður geti varðað fangelsi allt að sex árum, en slík refsing kæmi vitan- lega ekki til varðandi hnupl. Refsing- in fyrir brot af þessu tagi er mjög misjöfn, en í flestum tilfellum myndi máli af þessu tagi ljúka með dómsátt og sektargreiðslu. Upphæð sektarinn- ar getur verið breytileg og fer eftir því hverju stolið er, fyrri afbrotum og fleiru. En Hjörtur sagði þó, að þrátt fyrir það að ekki sé fyrir hendi nein lágmarkssekt, fari sektir varla undir þúsund krónur ef sektað er á annað brot. Ennfremur sagðist Hjörtur reikna með að fæst þessara mála kæmu alla leið til Sakadóms og mörg mál væru afgreidd annars staðar í kerfinu. Samt sem áður er hnupl afbrot og menn verða að vera tilbúnir til þess að taka afleiðingum gerða sinna sem hæglega geta orðið hlut- fallslega mun þungbærari en sá ávinn- ingur sem gæti fengist með því að hnupla. Stelsýki? En þrátt fyrir refsinguna, sem kannski er oftast ekki mjög þung, og þá niðurlægingu sem í því felst að [ TILEFNI AF FORMLEGRI OPNUN HEWLETT PACKARD Á ÍSLANDI: KYNNUM VIÐ SKRIFSTOFUTÆKNI FRAMTÍÐARINNAR - TÖLVUSTÝRÐ TEIKNIKERFI - STÝRIKERFIÐ UNIX - MÆLITÆKI OG EINKATÖLVULAUSNIR - FRÁ HEWLETT PACKARD KYNNINGIN FER FRAM í NÝJUM OG GLÆSILEGUM HÚSAKYNNUM HEWLETT PACKARD Á ÍSLANDI AÐ HÖFÐABAKKA 9 SKRIFSTOFUTÆKNI FRAMTÍÐARINNAR: TÖLVUSTÝRÐ TEIKNIKERFI: Fyrirlesari: Nigel Lanch frá Hewlett Packard, Englandi. Fyrirlesari. Ove Holritz frá Hewlett Packard, Danmörku. Pat verður kynnt hvaða lausn- ir Hewlett Packard býður í dag og álit HP hvernig framtlðar- skrifstofan verður. Tímalengd: 2 klst. Sagt verður frá lausnum sem Hewlett Packard býður verk- fræðingum og arkitektum. Sýndur verður hugbúnaðurinn HP DRAFT og HP EGS. Tímalengd 2 klst. STÝRlKERFIÐ UNIX: Fyrirlesari: Sigurjón Sindrason frá Hewlett Packard á íslandi. Kynnt verður saga UNIX og sagt frá hver staða þess er í dag. Hewiett Packard notar UNIX á HP 9000 tölvurnar. Margir telja UNIX vera stýri- kerfi morgundagsins. Tímalengd 2 klst. Tími Miðvikudagur 8. Fimmtudagur 9. Föstudagur 10. ! 9:30-11:30 SALUR 1 Skrifstofutækni framtíðarinnar SALUR 1 Einkatölvulausnir ! SALUR2 (CAD/CAM) Tölvustýrð teiknikerfi SALUR 2 Mælitæki og tölvunet * t SALUR 1 SALUP 1 I 13:30-15:30 Skrifstofutækni framtíðarinnar Einkatölvulausnir ! Sffl SALUR2 UNIX SALUR2 (CAD/CAM) Tölvustýrð teiknikerfii ! 16:00-18:00 SALUR 1 Mælitæki og merkja- meðhöndlun SALUR 1 Skrifstofutækni framtíðarinnar SALUR2 (CAD/CAM) Tölvustýrð teiknikerfi SALUR2 UNIX llffiH ! 1 . Ofangreindar kynningar fara flestar fram á ensku og þeir sem hafa áhuga á að sækja þær, vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 n.k. þriðjudag í síma 671000. MÆLITÆKI FRÁ HEWLETT PACKARD BILUNARLEIT í MÆLITÆKI FRÁ HEWLETT PACKARD - MERKJAMEÐHÖNDLUN: TOLVUNETUM: Fyrirlesari: Jens Bölling frá Hewlett Packard, Danmörku. Meðal þess sem fjallað verður um: Hvar er bilunin?: Útstöð- modem-tölva - hugbúnaður. Hvað er „protocol“ bsc - hdle - sdlc? Sýnd verður notkun mælitækja frá Hewlett Packard við bilunarleit. Tímalengd: 2 klst. Fyrirlesari: Jens Bölling frá Hewlett PacUard, Danmörku. Tölvustýringar, val á A/D breytum, hvernig má koma í veg fyrir truflanir, mælingar á hita og margt fleira. Sýnd verða ýmis sérhæfð mælitæki. Tímalengd: 2 klst. EINKATÖLVULAUSNIR FRÁ HEWLETT PACKARD: Fyrirlesari: Walther Thygesen, frá Hewlett Packard, Danmörku. Efni kynningar er meðal annars: Einkatölvumarkaðurinn í heim- inum í dag og framtíðarþróun. Kynnt ýmis tæki frá HP svo sem ferðatölvur, UNIX einka- tölvur og ýfnis jaðartæki, prentarar og teiknarar. Tímalengd: 2 klst. HEWLETT PACKARD A ISLANDI - HOFÐABAKKA 9 - SIMI 671000

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.