NT - 05.05.1985, Blaðsíða 4

NT - 05.05.1985, Blaðsíða 4
Sunnudagur 5. maí 1985 4 ■ Ev.e Arnold er. virtur bandarískur Ijósmyndari sem hefur ferðast víða og gefið út Ijósmyndabækur um hin ýmsu lönd heimsins. Fyrir stuttu kom hún til Bandaríkjanna frá Kína og var þá fengin til.þess að gera bók um Ameríku og eru meðfylgjandi myndir og ritgerð úr þeirri bók. Þegar ég kom heim til Bandaríkjanna, til þess að vinna að útgáfu bókar með Ijósmyndum sem ég hafði tekið í Kína, voru áhrifin frá Kína- ævintýri mínu svo sterk að þau lituðu mjög viðhorf mitt til New York. Ég stóð mig að því, að ímynda mér hvernig Kín- verji myndi líta á Bandaríkin, en það varð til þess að ég uppgötvaði mér til mikillar furðu að ég gerði mér sjálf ekki grein fyrir tilfinningum mínum og viðhorfi til lands og þjóðar. Þrátt fyrir að ég sé Amerík- ani, þá er ég að ýmsu leyti útlendingur í Ameríku. Ég hef búið og starfað erlendis í ein 20 ár og þó ég hafi alltaf komið heim einu sinni eða tvisvar á ári, hefur það alltaf verið í ■ Seattle: Laotian kona að kenna. stuttan tíma í einu. Ég hef þá verið hálfgerður gestur. Því uppgötvaði ég, að ég sá New York með augum útlendings- ins. Hún vakti áhuga ntinn á sama hátt og Moskva, Kabúl og nú síðast Peking höfðu gert. Þó var einn blessunarleg- ur munur - hér skildi ég tungu- niálið. Mér fannst það því mjög freistandi þegar útgefandinn minn bauð mér að gera ljós- myndabók um Ameríku. Það var þó ekki fyrr en eftir nokkurra vikna vangaveltur að ég ákvað að takast á við þetta verkefni, þrátt fyrir að ég gerði mér fyllilega grein fyrir stærð þess og umfangi og þeim óhjá- kvæmilegu vandamálum sem því fylgdu. Það varð að ráði að í tvö ár myndi ég ferðast um og taka myndir en þriðja árið gerði ég sjálfa bókina. Frá byrjun leit ég á Ameríku sem ævintýri sem bauð mér faðminn, tækifæri til þess að læra eitthvað nýtt. Mig iangaði til að fá landið og þjóðina til þess að sitja fyrir á afslappaðan og náinn hátt, þannig að út- koman yrði raunsæ og lifandi andlitsmynd. Ef til vill var tuttugu ára fjarvera það sem ■ New York: Fyrirsæta í Pekky Ellis. Ameríka með augum Ljósmyndarinn Eve Arnold túlkar lífið í Ameríku frá sérstæðum sjónarhól ■ Salt Lake City: Kirkjukór. ■ Wisconsin: Bóndi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.