NT - 05.05.1985, Blaðsíða 17

NT - 05.05.1985, Blaðsíða 17
 Sunnudagur 5. maí 1985 17 LU ■ Virðing landans fyrir guðs- trúnni í gegnum aldirnar hefur á stundum verið fræðimönnum ásteytingsefni og eru til þeir sem halda að kristin trú hafi aldrei rist djúpt hjá þessarri guðsvolaðri þjóð og heiðni blönduð seinni tíma hjátrú verið henni jafnkær. Hvort sem það nú stenst þá er það í öllu falli gömul list íslenskra að herma eftir prestastéttinni og helgiathöfnum þeirra. Fyrir tíma eiginlegrar leiklistar í landinu bjuggu menn til predikanir af misvönduðum toga og er Skrap- arotspredikun Skálholtsskóla- pilta frá 18. öld sjálfsagt þeirra þekktust. Önnur ekki síður merkileg er Tálbeitispredikunin sem alþýða manna austan Þjórsár hafði sér til gamans á síðustu öld. Leik- „Vér þín fátæk börn, skríðum hér fram á skammköggla vora“ Úr Tálbeltispredikun ofan af Landssveit þáttur þessi er nokkurskonar stæling á stólræðum og bænum prests en þau sem tilbeðin eru heita, Tálbeitir, brúður hans Klofskella, Meinskjanni og kona' hans Rjátla. Fylgir sögunni að þátturinn sé orðinn til í kjölfar brúðkaups í sveitinni sem haldið var að heimili foreldra brúðgum- ans. Á bænum var norðlenskur vinnumaður sem sjálfan brúð- kaupsdaginn var látinn þræla við torfristu en var lofað að fá af veislukrásunum hreðjar uxa þess sem slátrað var. Predikunin er svo hin háðslegasta lýsing á nísku Tálbeitis brdðguma og Meinskj- anna föður hans við „þann for- herta þénara", - vinnumanninn.’ Við grípum hér niður í predikun- ina á nokkrum stöðum en þeir sem ferkari áhuga hafa, geta flett upp í fyrsta bindi Skyggnis, fróð- leiksriti eftir Guðna Jónsson próf- essor. „Velvild og vinahót, glens og galinskapur, fylli og feginleiki veitist yður hér saman komnum, mínir elskulegir tilheyrendur.il Bænin „Ó, þú mikli og háaldraði Meinskjanni! Vér, þín fátæk börn, skríðum hér fram á skammköggla vora og fleygjunt oss niður í svað vorra óverðug- heita fyrir þinni gráðugu ótign, viðurkennandi vorn eigin óverð- ugleika að birtast nú eitt sinn fyrir þinni ásjónu. En þú, sem virðist botnvelta þínum gráðugu góðvildaraugum vfir mýs og moldvörpur, hrafna og hrækind- ur: þú sem af trúlegri meðaumk- un þyrmdir þeirri scku músarkind forðum daga, er með sérlegri frekju hafði innbrotist í þann harðlæsta flotdall, er þú sjálfur hafði mestar mætur á, næst sjálfu ríkinu og gráum fressketti er lá á þínum sárköldu fótum,.." Og að bæninni lokinni hefjum við Textann. „í þann tíma og það skeði svo, að Tálbeitir slátraði uxa sínum, framflutu af hans hjarta straumar mikillar góðvildar til handa þén- ara sínum, svo hann tiltók þau ypparlegu leyndarþing, sem ux- anum voru meðfylgjandi, (= kynfæri, innskot NT) og lét af- henda þau kvinnu sinni og öðrum nákomnum til veglegrar kokkun- ar, hvar á eftir fyldi ein forkostu- leg framreiðing á einum ágætum borðbúnaði. En þénarinn for- smáði framreidda máltíð og kast- aði þessum kryddaða rétti fyrir hvoipa jarðarinnar, hvar sá for- herti þénari vann til útilokunar af þeim veglegu borgarhliðum. Svo mörg eru þessi textans orð. Ó, jú mikli Meinskjanni, virstu að hella yfir oss úr þinni rusla- skjóðu, svo vér kunnum úr því að moða það, sem þinni makt er þóknanlegt, á þessu stundar- korni.“ Þannig hljóðar textinn og síð- asti og lengsti kaflinn sem prest- urinn les er Exordium, sem skipt- ist í fyrri og seinni grein. Upphaf- ið er svohljóðandi: „Hvað mjög ólíkt sé mann- anna sinnislag í heiminum, verð- ur ekki með orðum útmálað serr vera byrjar. en þegar vér athug- um Rauðnefs artikula, vers 3. þar svo stendur: „Keitan og rjóm- inn birtast tíðum í sama húsi og öriátur og óþakklátur og svo ólíkir að háttarlagi." Þetta kemui mér til að hugleiða að áður- minnstum orðum að líkasvo sem keitan er stæk og römm fyrir margra vitum svo eru líka þeir óþakklátu hrossagaukar, er með- al vor birtast..." í predikuninni er svo vitnað í fjölda bóka og versa, svo sem fyrri Soðbókar-króníku þar sem segir frá Kolhnúsk. prófetanum Knút. Gretti spámanni og Golítapistils. Tálbeitispredikun endar svo á stuttu sálmversi, svohljóðandi: „Allir þess sama óskum vér oss sú ei slysnin hendi hér, að forsmá það á borð fram ber af bestu rausn sinni Tálbeiter hvort sem þing undna uxa er eður rjátla og grútarsmér. “ Og biður Sögukorn NT svo íslenska klerkastétt forláts. ■ Pað var á laugardegi fyrir 40-árum, þann 28. apríl, að einræðisherra ítala, Benito Mussolini, var handsamaður ásamt ástkonu sinni, Klöru Petacci og skotinn. Þaö verk' framdi kommúniski skæruliða- foringinn „Valerio höfuðs- maður“. Líkin voru dregin um götur Mílanó og svívirt af æst- um múg. Sama dag tókst bandarísk- um hersveitum að leysa úr haldi fjölskyldu Stauffenbergs greifa, sem stóð að tilræðinu við Hitler þann 20. júlí 1944. Fjölskyldan var í haldi í Nied- erdorf í suður-Týrol. 200 þýskar sveitir sem eru á bandi bandamanna reyna að taka völdin í Múnchen, undir stjórn Braun majórs. SS sveitir bæla uppreisnina niður. Það er svo sunnudaginn 29. apríl að ein milljón þýskra hermanna gefst upp á norður Ítalíu og í Austurríki. Upp- gjöfin er staðfest í Caserta í grennd við Napolí. Bretar taka nú Lauenburg og loka inni þýska liðið í Danmörku. í Berlín tekur Hitler sig til og kvænist ástkonu sinni Evu Braun. Hann ritar nú pólitíska erfðaskrá sína. Rússar eru mjög nærri og taka rafstöðina í Moabit og Anhalter járn- brautarstöðina. Síðasta árás kafbáta Þjóð- v.erja á skipalest á íshafinu. Tveimur kafbátum er sökkt, en U-427 sleppur á yfirskilvit- legan hátt, eftir að á hann hefur verið varpað 678 djúp- sprengjum. FreigátunniGood- all er sökkt. Mánudaginn 30. apríl fremja þau Eva Braun og Hitl- er sjálfsmorð í Fúhrerbunker" undir ríkiskanslarahöllinni í Berlín. Þau eru brennd í ben- síneldi í garði hallarinnar. Rússneskt fótgöngulið er nú aðeins tveimur húsaröðum fjær. Múnchen er nú hertekin af 7. her Bandaríkjamanna. Skæruliðar Tito taka Trieste. Japanskri skipalest er gjör- eytt af breskum tundurspillum á Indlandshafi. í Hollandi á austurríski nas- istaleiðtoginn Seyss-Inquart fund með fulltrúum banda- manna til þess að ræða aðgerð- ir er hömluðu gegn hungur- dauða í landinu. Þau Josep Göbbels og Magda kona hans fremja sjálfsmorð í Berlín hinn 1. maí og deyða börn sín sex á eitri. Rússar taka Carlottenburg og Schoenburg. Dönitz aðmíráll tilkynnir lát Hitlers og að hann hafi verið útnefndur arftaki hans sem „Fúhrer“ ríkisins. Stalín lýsir því yfir í dagskip- un númer 359 hinn 2. maí að orrustunni um Berlín sé lokið. Breski flugherinn sökkvir23 af 60 kafbátum sem reyna að sleppa frá Þýskalandi til Noregs, dagana 2.-6. maí. Dr. Werner von Braun, Dornberger hershöfðingi og fleiri eldflaugasérfræðingar Þjóðverja gefa sig banda- mönnum á vald. Indverjar taka Rangoon hinn 3 maí. Bretar taka Hamborg þann sarna dag. 59 kaupskipum og um 600 smærri skipum er sökkt. Þýskir erind- rekar með uppgjafarbeiðni fyr- ir hönd Þjóðverja hitta Mont- gomery á Lúneborgarheiðinni. Um það bil 5 þúsund fyrrum fangar úr búðum Þjóðverja drukkna þegar breskar flugvél- ar sökkva farþegaskipunum Cap Arkona og Thielbek utan við Lúbeck. Föstudaginn 4. maí gefst upp allt þýskt lið í norðvestur Þýskalandi, Hollandi og Dan- mörku. -b. Lausn á síðustu krossgátu ö »Aii^,.a.,jNo.í.ws \%\ NAIIRADIO ANNOUNCES: HITLER dead 'FELL IN COMMAND POST' ADM. DOENITZ NAMED HFAÍl flF RFinU ARMY ncAU ur iiCiviiii Anmv Daily News segir frá dauða Hitlers.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.