NT - 05.05.1985, Blaðsíða 10

NT - 05.05.1985, Blaðsíða 10
■ Eitt sinn þegar einn af vinum Robert Benchely benti honum að hin stöðuga drykkja hans væri orðin vandamál og sagði: „Bob, veistu ekki að áfengi er hægdrepandi eitur?“, svaraði Bentley: „Það gerir ekkert til. Mér liggur ekkert á.“ Fáir vilja ræða mikið um það, en áfengi gegndi stóru hlutverki í I1T1 margra síðari tíma rithöfunda. Af sex Nó- belsskáldum Bandaríkjanna voru þrír alkóhólistar, William Faulkner, Sinclair Levvis og Eugene 0‘Neill. Tveir aðrir drukku scr til óbóta, þeir Ern- est Hemingway og John Stein- beck. - Dylan Thomas - Fjöldi drykkfelldra rithöf- 1 unda er mikill. Sem dæmi má nefna Jack Kerouac, John 0‘Hara, Jack London, Ring Lardner, Truman Capote, Dashiell Hammett, Brendan Behan og Dylan Thomas svo nokkrir séu nefndir. Flestir þeirra afköstuðu miklu, bæði í skrifum og drykkju, en margt skelfilegt kom í ljós þegar ævisögur þeirra voru kannað- ar. Fitzgerald dó niðurbrotinn maður 44 ára gamall, Ladner dó 48 ára og Behan og Thomas létust vegna ofneyslu áfengis fyrir aldur fram. 0‘Hara hætti að drekka 48 ára, eftir að hafa verið dauða nær vegna blæð- andi magasárs. Leikarinn W.C. Fields, sem var forfallinn drykkjumaður, skrifaði kvikmyndahandrit að mörgum þeim myndum sem hann lék í og er sagt að hann hafi drukkið tvo lítra af gini á dag öll sín fullorðinsár. Þrátt fyrir þessa miklu drykkju á- vann hann sér hylli fjöldans fyrir leik sinn. Nokkrum dög- um fyrir dauða sinn á jóladag árið 1946 sagði læknir hans honum að hann hefði þá skemmdustu lifur sem hann hefði augum litið. Fields sam- þykkti: „Auðvitað, þú hefur neytt mig til að drekka mjólk undanfarna daga.“ Fields var ekki einn um að vegsama flöskuna og kæra sig kollóttann um afleiðingarnar. Þegar Brendan Behan lést, 41 árs, var skrifað í minningar- grein um hann í London Daily News: „Hann var of ungur til . að deyja, en of drukkinn til að Sunnudagur 5. maí 1985 10 lifa.“ Þessi ólæknandi drykkju- maður byrjaði að drekka stans- laust 10 ára. Hann hélt sig á ölstofum, vegna þess að hon- um þótti vænt um fólk og það fólk sem hann skrifaði um safnaðist saman á kránum. Borstal Boy, sem var fyrsta bók hans, náði miklum vin- sældum, og leikrit hans Gísl, varð heimsfrægt. Hann þjáðist af taugaveiklun og var hreyk- - inn af því. „Taugaveiklun mín er sú festa sem heldur mér gangandi. Væri ég ekki tauga- veiklaður, væri betra fyrir mig að gerast húsamálari." Velska skáldið Dylan Thom- as var enginn eftirbátur Behan í drykkjunni. Annar veikleiki hans var sú ástríða að vera sístelandi. Eitt sinn þegar hann var matargestur hjá velþekkt- um geðlækni, stóð hann upp frá borðinu og kom aftur, klæddur fötum doktorsins. Hann trúði því að skáldgáfa sín gæfi sér bessaleyfi til að haga sér að vild. Thomas fór í fyrirlestrarferðir til Bandaríkj- anna og í síðustu ferðinni árið 1953, kom hann til Greenwich Village. Útúrdrukkinn féll hann meðvitundarlaus á gólfið í hótelherbergi sínu. Honum var komið á spítala, þar sem hann lést 4 dögum síðar. Dán- arorsökin var mikil heila- skemmd vegna áfengiseitrun- ar. -JackLondon- Fjórum árum síðar lést Malcolm Lowry á Englandi, aðeins 47 ára, eftir langvarandi drykkjutörn. En það verk sem hann er þekktastur fyrir er Under the Volcano, sem er saga drykkjumanns. Lowry var kominn af efnaðri enskri fjöl- skyldu, en öll sín fullorðinsár var hann auralaus og drukkinn. Hann var fastagest- ur, bæði í fangelsum og á geðsjúkrahúsum. En vel- gengni hans í skáldskap gat ekki dregið hann uppúr vesöld- inni. Þegar hann lést var hann farinn að drekka rakspritt og vanilludropa. Annað þekkt dæmi um sjálfseyðingu er Jack London, sem var orðinn stórlega ímynd- unarveikur um þrítugt. London trúði því að tóbaks- hósti einn stafaði af berklum og bólur væru krabbamein, en endaði sem ístrubelgur, þjak- aður af nýrnaveiki, gigt, fóta- bólgu og svefnleysi. Hann úð- aði í sig morfíni, ópíum, her- óíni og áfengi. Hann dó fertug- ur, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af morfíni. London lýsir á áhrifamikinn

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.