NT - 05.05.1985, Blaðsíða 13

NT - 05.05.1985, Blaðsíða 13
Turninn. (NT-mynd: Sverrir) fTf Sunnudagur 5. maí 1985 13 Ll Melavöllurinn í dag. (NT-mynd: Róbert) ■ Hringekjan aflaði íþróttafélögunum (jár. Á efri hæðinni gengu sjálfboðaliðar í hring og drifu þannig hringekjuna. Þetta gagnmerka skemmtitæki var tekið af Melavellinum í breytingunum 1942-43. (NT-mynd: Svcrrir) syni, Sigurjóni Péturssyni og mörgum fleiri. Þetta voru menn sem verða manni alltaf minnisstæðir. Svo voru þarna líka leikfimisýningarnar sem ég minntist á áðan og svo frjálsíþróttamótin, sem urðu þegar fram leið alveg gífurlega vinsæl. Það eru svo geipilega margir sem halda það að knatt- spyrnan hafi átt hug og hjarta Reykvíkinga á þessum árum. En það er bara hinn mesti misskilningur þó hún hafi alltaf verið hátt skrifuð. Það voru frjálsíþróttirnar sem nutu mestra vinsælda t.d. þegar ég er að byrja þarna árið 1950. Þá voru snöggtum meiri tekjur af frjálsíþróttamótum heldur en af knattspyrnu. Ég held að það megi segja, að á áratugnum frá stríðslokum og fram til 1955 hafi þetta verið aðal íþróttirnar á íslandi - frjálsar íþróttir.“ Keyrt gjall í völlinn Ef við snúum okkur nú að- eins að öðru, urðu ekki miklar breytingar á vellinum sjálfum frá þvíað hann varfyrst byggð- ur og svo aftur því hvernig hann leit út nú undir það síðasta? Ég er nú hræddur um það. Þegar völlurinn var reistur árið 1911 hlýtur það að hafa verið alveg gífurlegt átak og ég er viss um það, að hvorki þú eða ég getum til fullnustu skilið hversu mikið átak þetta hefur verið í raun og veru. En svo var það 1926 að það 'var ákveðið að leggja Hring- brautina þarna vestur eftir og þá lendir hún akkúrat í miðjum vellinum. Völlurinn var við bæjarhúsin sem eru vinstra megin við Hringbrautina þegar þú ferð vestur fyrir völlinn þar sem hann er núna. Bæjarhúsin voru reist þarna í útjaðri vallarins, en sem sagt þegar ákveðið er að láta Hringbrautina liggja alveg vestur úr, að þá er völlurinn fyrir og hann er færður á þann stað sem hann er núna. Svo var það aftur 1942-43 að hann er endurbyggður alveg hreint, og endurnýjuð bæði hlaupabrautin og völlurinn sjálfur. Þetta hafði verið mó- hellulag sem var eiginlega hálf ómögulegt, því um leið og fyrstu frost komu og aftur þiðnaði var völlurinn eitt drulluflag. í staðinn fyrir þetta var keyrt í völlinn gjall, sem var tekið úr grjótnámi borgar- innar. Þetta var svokallaður steinsalli sem hafði verið mal- aður og er oft notaður í malbik. Þessi salli var sigtaður í gegnum sjö til átta mm sigti, þannig að það sem við notuð- um var alveg eins og hveiti það var svo fínt. Þess vegna var völlurinn eins góður og raun bar vitni og hann var talinn einn besti malarvöllur a.m.k. á Norðurlöndum. Ég hef farið nokkuð víða, en hvergi séð svona góðan malarvöll. Vellir voru oft úr koksi eða muldum leirsteini, og miklu harðari og leiðinlegri. Með herfl og slóða Ég man til dæmis eftir lands- leiknum við Dani árið 1955 í knattspyrnu, að Danirnir voru alveg dauðhræddir því þeir höfðu aldrei spilað landsleik á möl og höfðu um allt heila ævintýrið ófögur orð. En far- arstjórinn þeirra hafði nú kom- ið hér áður og sagði þeim að þeir þyrftu ekki að óttast neitt, enda kom það á daginn að þegar þeir kynntust vellinum á æfingu daginn fyrir landsleik- inn heyrðist ekki í þeim meira. Það var nefnilega þannig að ef við höfðum tíma og möguleika til að meðhöndla hann eins og við vildum var hann síst verri en grasvöllur. Þá rifum við hann upp og bleittum hann, svo hann varð mjúkur og fjaðr- andi og betri en nokkurt gras. En vitaskuld valt útkoman allt- af dálítið á veðri líka, en við vorum með nokkuð skrýtnar græjur þarna, eða það fannst að minnsta kosti sumum út- lendingum sem sáu til okkar. Við vorum með nokkurs konar herfi og svo aftur slóða. Herfið hafði átta cm langa gadda og við settum síðan farg á það og rifum upp allan völlinn og hlaupabrautina. Viðþettavarð völlurinn alveg lungamjúkur. Á eftir fórum við svo með slóðan yfir og jöfnuðum allt svo það varð rennislétt. Eftir að ég varð vallarstjóri stein- hættum við að vera með valt- ara sem mikið höfðu verið notaðir hér áður fyrr. Það hafði alltaf verið notaður sjór til þess að bleyta völlinn, en því hættum við líka. Fyrir bragðið varð völlurinn miklu mýkri og betra fyrir mennina að spila á honum. Aö flytja út hlaupabraut Nú og úr því að við erum komnir út í þessa sálma er ekki hægt annað en að minnast á hvað hlaupabrautin þótti vera góð. Hún þótti ein besta hlaupabrautin hér á Norður- löndum ef ekki sú albesta. Ástæðan var sú að hún var svo mátulega mjúk eða mátulega hörð, hvort heldur sem maður vill nú segja, og það var svo mikið fjaðurmagn í henni. Hér komu heimsfrægir hlauparar, eins og McKenley sem kom og hljóp hér á Melaveilinum í byrjun sjötta áratugsins og gerði tilraunir við heimsmetin. En við erum nú nokkuð norðarlega á hnettinum og eins og oft vill nú verða var ekki það logn og sá hiti sem hann þurfti á að halda. En hann var alveg afskaplega hrifinn af brautinni, eins og reyndar allir sem hlupu á henni. Koksbraut- irnar sem voru algengar á Norðurlöndunum gerðu menn alla kolsvarta og óþriflega ef rigndi, fyrir utan að þær voru ekki nærri eins góðar og þessi! Ég man eftir því líka aö hér komu Þjóðverjar á þessum tíma, sem voru alveg veikir í að flytja út brunann eða gjallið til þess að setja í hlaupabrautir í Þýskalandi. En það bara kostaði of mikla peninga, þeir voru nú ekki ríkari þá en það að þeir höfðu ekki efni á því. Þeir fengu sendar prufur af gjallinu og tóku líka með sér eitthvað þegar þeir fóru héðan, og voru sem sagt í alvöru aö spekúlera í þessu og svekktir að geta ekki fengið svona hlaupabraut. En það endaði náttúrlega með því að þeir fengu öðruvísi hlaupabraut löngu á undan okkur, eða gúmmíbrautirnar. Snorrabúð stekkur En þegar Laugardalsvöllur- inn kemur, þá fer Melavöllur- inn að dala nokuð erþað ekki? „Jú þá eru allir meiriháttar leikar fluttir hingað inn eftir, en þó hefur nú farið svo að Melavöllurinn hefur bjargað andliti okkar íslendinga einum tvisvarsinnum í Evrópukeppni þegar leikirnir voru á haustin og ekki hægt að spila á grasinu. En eftir að Laugardalsvöllur- inn er korninn í gagnið verður Melavöllurinn að varavelli og nú síðustu árin hefur hlutverk hans vitanlega minnkað mikið. Tilkoma grassins gerbreytti öllu og nú má eiginlega segja að þriðja stökkið sé líka stigið með tilkomu gervigrassins. Þannig að það má segja að þegar ekki er hægt að spila á grasinu, er hægt að spila á gervigrasinu svo malarvellir til- heyra núorðið liðinni tíð. En það eru náttúrlega alltaf sterkar mifmingar tengdar Melavellinum, enda var hann svo stór þáttur í sögu Reykja- víkur og íþróttanna almennt í svo langan tíma. En, „nú er hún Snorrabúð stekkur" eins og Jónas sagði. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki haft skap í mér til að koma inn á Melavöllinn eftir að byrjað var að rífa hann. Ég tek nóg út við að þurfa að keyra framhjá honum tvisvar á dag - ég bý þarna suður í Skerjafirði.“ Sjálfsagt erum við margir Reykvfkingarnir, sem getum tekið undir þessi orð Baldurs Jónssonar vallarvarðar. B.G. Glímt um Grettisbeltið á Melavellinum 1919. (Árbæjarsafn/Ámi Bjama) ■ Melavöllurinn um miðjan fimmta áratuginn. (Árbæjarsafn/Ámi Bjama)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.