NT - 22.05.1985, Blaðsíða 4

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 4
Lágmarks- verðá humri ákveðið ■ Verðlagsráð hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á ferskum og slitnum humri á humarvertíð 1985: 1. flokkur, óbrotinn humar- hali, 25 grömm og yfir, hvert kg kr. 300. 2. flokkur, óbrotinn humar- hali 10 grömm að 25 grömmum og brotinn humarhali, 10 grömm og yfir, hvert kg kr. 150. 3. flokkur, humarhali 6 grömm að 10 grömmum, hvert kg kr. 65. Verðið er miðað við að selj- andi afhendi humarinn á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips. Sjálfstæðis- konur vilja fá malbik ■ Framkvæmdastjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna hefur sent frá sér fréttatiikynningu þar sem segir að stjórnin hvetji ríkisstjórnina til þess að athuga sérstak- lega, á hvern hátt hag- kvæmast verði staðið að lagningu bundins slitlags á áfangann milli Reykjavík- ur og Akureyrar. Sjálfstæðiskonur full- yrða að athuganir sérfræð- ings hafi ótvírætt leitt í Ijós að umbætur í vega- málum er ein besta fjár- festing, sem íslendingar eiga kost á. Hagtrygging tuttugu ára ■ Tryggingarfélagið Hag- trygging á tuttugu ára starfs- afmæli á þessu ári. Félagið var stofnað 15. apríl 1965. Kveikjan að stofnun félagsins var óánægj a með iðgjaldahækkanir af bíla- tryggingum árið 1965. Nú á afmælisárinu, hefur Hagtrygging lokið við að færa upplýsingar um tryggingarhafa í véltækt form. Með þessu er fyrirtækinu kleift að hafa full- komið yfirlit með áunnum rétt- indum tryggingarhafa, og mun Hagtrygging hafa samband við þá sem eiga frí iðgjöld, þ.e. þeir sem ekið hafa tjónlaust í 10 og 20 ár. Þeir fá fellt niður iðgjald fyrir 11. og 21. árið. E.V. í Höfðatúni ■ Egill Vilhjálmsson hf. hefur ákveðið að reisa nýtt hús undir starfsemi fyrirtækisins. Nýja að- staðan verður í Höfðatúni 10. í síðustu viku var gengið frá gjöldum í tenglsum við bygg- ingarréttinn. Sveinbjörn Tryggvason for- stjóri fyrirtækisins sagði í sam- tali við NT að ástæður fyrir því að fyrirtækið flutti sig um set væru vegna þess hversu óhag- kvæmt húsnæðið við Smiðjuveg- inn væri. f>á sagði Sveinbjörn að húsið við Höfðatún yrði svipað að stærð. Ekki hefur enn verið gerð áætlun um hvenær hægt verður að flytja í nýja húsnæðið. Kaup- andi hefur ekki enn fundist að húsnæðinu við Smiðjuveg. Miðvikudagur 22. maí 1985 4 l ■ Pétur Valdimarsson, form. Samtaka um jafnrétti milli landshluta afhendir fulltrúum fjögurra stjórnmálaflokka - Alþýðubandalags, Bandalags jafnaðarmanna, Alþýðuflokks og Kvennalista - drög að nýrri stjórnarskrá. Lengst til hægri eru tveir stjórnarmenn samtakanna; Örn Björnsson, bóndi á Gauksmýri og Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustj. á Akureyri. NT-mjnd Ari. Drög að nýrri stjórnarskrá: Alþingismönn- um fækki í 46 ■ Forseti íslands er beri ábyrgð á stjórnarathöfnum - fækkun alþingismanna í 46 - skipting landsins í 5 fylki með valdamiklar fylkisstjórnir í eigin málum - alger yfirráð hvers fylkis yfir þeim fjármunum (þar með gjaldeyristekjum) sem þar er aflað - þrjú dómstig, þ.e. 5 fylkisdómar, 2 lögréttur og hæstiréttur. Hér er drepið á nokkrar helstu grundvallar- breytingarnar á íslensku stjórn- skipulagi sem fram koma í drög- um að nýrri stjórnarskrá sem samin hefur verið af þjóðmála- hreyfingunni „Samtök um jafn- rétti milli landshluta" og kynnt var m.a. forsætisráðherra og alþingismönnum á mánudag. Grundvallaratriði að breyttu stjórnskipulagi „Ný stjórnarskrá er grund- vallaratriði að breyttu stjórn- skipulagi í landinu,“ sagði Pétur Valdimarsson, form. samtak- anna, sem er þjóðmálahreyfing stofnuð af áhugafólki úr öllum stjórnmálaflokkum 1983, sem komið var á fót til að hafa áhrif til jöfnunar á aðstöðu fólks í landinu og draga úr miðstýr- ingu. Samtökin leggja til að þegar í sumar verði kosið sérstakt stjórnlagaþing er komi saman í haust. Þingið kynni sér skýrslu stjórnarskrárnefndar frá 1983, fyrrgreind drög, svo og stjórn- arskrár lýðræðisríkja Evrópu og Bandaríkjanna, velji úr þessu það sem best hentar íslandi og geri síðan drög að nýrri stjórn- arskrá. Eftir ýtarlega kynningu muni landsmenn síðan kjósa um gildistöku hennar. Um 40 ára nefndarstcrf, en lítill árangur Talsmenn samtakanna benda á að strax við lýðveldistökuna 1944 hafi þáverandi ríkisstjórn lýst stjórnarskrána óhæfa og að skipa yrði nefnd til að semja nýja stjórnarskrá fyrir hið „Is- lenska lýðveldi“. Eini árangur 40 ára starfa stjórnarskrár- nefndar sé skýrsla 1983 um störf þáverandi nefndar. Astæður lít- ils árangurs telja samtökin fyrst og fremst stafa af því að stjórn- málamenn hafi látið eigin flokkssjónarmið ráða í stað þess að hugsa eingöngu um heill þjóðarinnar. Enda óeðlilegt að stjórnmálamenn setji grunn- leikreglur um eigin störf og - fylkis- | stjórnir fari með fjármál fylkjanna og ákveði skatta og gengis- skráningu kosningar þeirra til Alþingis Varðandi alþingiskosningar er lagt til að alþingismönnum fækki í 46, sem fyrr segir. Par verði 3 menn úr hverju fylk> kosnir í 15 manna efri-deild, en kosningar 31 manns í neðri deild verði sem næst eftir fbúa- fjölda hvers fylkis. Fimm sjálfstæð fylki Þá er gert ráð fyrir að landinu verði skipt í 5 fylki - Vestur-, Norður-, Austur- og Suður- landsfylki auk Höfuðborgar- fylkis, sem nær yfir núverandi svokallað höfuðborgarsvæði. Áætlað er að fylkisstjórnir - skipaðar 7 mönnum - fari með fjármál fylkjanna og ákveði skatta og útsvarsálögur í sam- ráði við sveitarstjórnir og Al- þingi. Fylkisstjórn fari jafn- framt með samgöngumál, heil- brigðis- og tryggingamál, menntamál, atvinnumál og orkumál. Fylkisbankar sjá um öll erlend viðskipti Pá er gert ráð fyrir að einn aðalbanki - fylkisbankinn - verði í nverju fylki, er sjái um öll erlend viðskipti fylkisins, svo og bindiskyldu fjármagns og afurðalán. Bankar og spari- sjóðir fylkisins heyri undir fylk- isbankann. Söluverð gjaldeyris verði síðan ákveðið af fylkis- bönkunum sameiginlega. Sam- eiginlegur Seðlabanki verði áfram í Reykjavík. Með þessu fyrirkomulagi er hugmyndin að útiloka þá miðstýringu sem nú eigi sér stað í bankakerfinu. Ein mesta umferðar- helgin - hvítasunnan - Umferðarráð hvetur til aðgæslu ■ Ein mesta umferðarhelgi ársins er um næstu helgi, þegar hvítasunnan fer í hönd. Vafalaust hyggja margir á ferðalög um landið. Umferðarráð hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem fólk er minnt á varkárni á ferðalögum um landið. Umferðarráð hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi, þar sem gróður er á viðkvæmu stigi. Aksturutanvegargetur oft valdið miklum upp- blæstri. Það er góð regla að undir- búa ferðalagið tímanlega. Nauðsynlegt er að huga að því hvort bíllinn er í nothæfu ástandi, og honum sé ekkert að vanbúnaði fyrir langferð. Fjallagarpar og aðrir þeir sem ætla á fjöll, eða aka um fjallvegi skulu vera þess með- vitaðir að allra veðra er von og færð getur spillst fljótt. Nauðsynlegt er að hafa með sér í slíkar ferðir góð hlífð- arföt, ásamt útbúnaði fyrir bílinn ef til stórræða kemur. Mannskepnan verður ekki ein á ferð um landið, og því eru það tilmæli Umferðarráðs að ökumenn sýni gætni þar sem sauðfé er á beit í vegarköntum. Eflaust verða einhverjir sem kjósa að taka þarfasta þjóninn í sína notk- un fremur en ferðast inni- byrgðir í ökutæki, og er sjálf- sagt að ökumenn sýni þeim ferðalöngum tillitssemi. Ökumenn verða að muna að hesturinn er lifandi vera sem skynjar umferðina á annan hátt en við. Notkun ökuljósa er nauð- synleg, hvort sem er um hábjartan sólardag eða í rign- ingarsudda. Nauðsynlegt er að fylgjast með því að ljósin séu hrein, þannig að nota- gildi þeirra sé í hámarki. Ökumenn, munið að stöðu- ljós má aldrei nota í akstri.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.