NT - 22.05.1985, Blaðsíða 24

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 24
LURIR ÞU A FR Við tökum við abendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 óg 687695 • íþróttir 686495 Davíð sterkari en sam eiginlegt framboð hinna - sem þó er vænlegra en sérframboð flokkanna ■ Þór Rögnvaldsson og Helga Þórsdóttir. Enginn vinstri flokkur í landinu ■ „Ég er ekkert undrandi á þessu. Flokkarnireru uppteknir af sínum eigin áhugamálum. Alþýöubandalagið er orðiö að samtökum áhugamanna um regnhlífar, Framsóknarflokkur- inn hefur bara áhuga á mjólk- urframleiðslu, Alþýðuflokkur- inn á málefnum Hvíta hússins, Kvennaframboðið á að koma réttu kyni á sannlcikann," sagði Þór Rögnvaldsson. „Hvernig er hægt að kjósa til vinstri við þessar aðstæður? Ég kem ekki auga á neinn vinstri tlokk í landinu og það er engin furða að kjósendur lendi í vand- ræðum. Ég held að þetta fylgi sameiginlegs lista sé svar fólks við því að það hafi engar for- sendur til að velja neinn af gömlu flokkunum umfram annan," sagði Þór Rögnvalds- son og hvarf inn á Lækjar- brekku ásamt dóttur sinni. ■ Haraldur ferinir bílinn. Gott að gera stóra flokkinn hræddan ■ Ég hefði nú aldrei trúað því að þessir hópar næðu saman en þetta verður þeim kannski hvatning til þess,“ sagði Harald- ur Kjartansson vörubílstjóri, sem var að lesta bíl sinn niðri við höfn þegar NT bar þar að garði. „Ég álít nú að það sé ekki hollt að einn stór flokkur sé of lengi við völd og það gerði ekkert til þótt skipt væri um stjórn. En ég viðurkenni það að ég á svolítið erfitt með að gera upp á milli þessara flokka.Ég hef gaman af Jóni Baldvin en hann er nú ckki í framboði til borgar- stjórnar. Annars kann ég ágætlega við Davíð, en það er gott að gera stóra flokkinn hræddan," sagði Haraldur Kjartansson. ■ „Enginn leiðtogi vinstri flokkanna hcfur „tharisma“.“ „Ekki búinn að gleyma vinstri stjórninni ’78-’82, og kaus ég hana þó.“ Þetta voru m.a. svör sem blaðamaður NT fékk er hann leitaði álits vegfarenda á sameiginlegu framboði félags- hyggjuflokka til borgarstjórnar á næsta ári, en í niðurstöð- um skoðanakönnunar sem DV birti í fyrradag og í gær, kom frarn að slíkt framboð nyti meira fylgis en sameigin- legt fylgi þessara flokka væri, ef hver byði fram sér. Meginúrslit könnunarinnar voru þó þau að ailt útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs Odds- sonar, muni vinna sinn stærsta kosningasigur í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum og hljóta 12 borgarfull- trúa af 15, komi ekki til sameginlegs framboðs hinna flokkanna, en 9 fulltrúa komi til slíks framboðs. Niðurstöður könnunarinnar, þ.e. að sameiginlegt fram- boð félagshyggjuflokkanna nyti meira fyigis en flokkarnir einir sér, vöktu nokkra athygíi þar sem slíkt framboð mun aðeins hafa verið rætt í þröngum hópum og ekki fengið mikla umfjöllun fjölmiðla. Því þótti NT fróðlegt að spyrjast fyrir um hvers vegna slíkt framboð þætti vænlegt og valdi því nokkra vegfarendur af handahófi, og taka skal fram að viðtöl eru birt við alla þá sem talað var við. ■ Hallfríður Þórarinsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Agnar Birgir Oskarsson. Vinstri menn eiga sér engan leiðtoga ■ Hallfríður Þórarinsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Agnar Birgir Óskarsson nutu sólarinnar í bakarabrekkunni þegar við réðust að þeim með spurningum um pólitík. Þau sögðust taka skoðanakönnun- um með varúð. Hallfríður sagði þó að það myndi styrkja stöðu vinstri hreyfingarinnar ef flokk- arnir ynnu saman fyrir kosning- arnar, Agnar var ekki á því að flokkarnir gætu komið sér sam- an um sameiginlegan lista. Hallfríður var á annarri skoðun. Það kom á daginn að hún var á fundi félagshyggju- manna á dögunum. þar sem þessi mál voru rædd. „Það er í rauninni enginn málefnaágrein- ingur," sagði hún. „Ef flokkarn- ir vinna ekki saman geta þeir alveg eins gleymt þessu,“ sagði hún. „Þar að auki má benda á að það kemur til með að hafa mikil áhrif annars staðar á land- inu, ef þessir flokkar vinna sam- an í Reykjavík.“ En af hverju þetta mikla fylgi Sjálfstæðisflokksins? Ingibjörg sagði að Sjálfstæðisflokkurinn eigi menn með „charisma“, menn sem koma fram út á við sem leiðtogar. „Vinstri flokk- arnireiga engan leiðtoga,“ sagði hún og hin tóku undir það. ■ Jón Bóasson, Herjolf Skogland, Hans Friðjónsson og Hjalti Asgeirsson. NT-myndir Srerrir. Dytti ekki í hug að fara á kjörstað ■ „Það er vonlaust að greiða minnihlutaflokkunum atkvæði, mér dytti ekki cinu sinni í hug að fara á kjörstað," sagði Jón Bóas- son, en við tókum hann og nokkra félaga hans tali við höfnina. „Fólk myndi treysta þeim betur ef þeir kæmu fram sameinaðir fyrir kosningar. Þá yrðu þeir að hafa skýr kosningaloforð, eða mál- efnasamning þannig að þeir hlypu síður saman í rifrildi," sagði félagi hans, Hans Friðjónsson. Hjalti Ásgeirsson sagði að hann teldi að meiri árangur myndi nást með sameiginlegu framboði. „Mér finnst nú reyndar að þessar tölur úr skoðanakönnuninni þyrftu að snúast við, vinstri flokkunum í hagT „Ég tek skýrt fram," sagði Jón Bóasson, „að ég er ekki búinn að gleyma vinstri stjórninni í borginni 1978-1982. Það var stjórn sem ég var ckki ánægður með og kaus ég hana þó.“ ■ Magnús Finnbogason og Halldóra Júlíusdóttir. Þeir gætu gengið að stórum markaði fólks ■ „Éghefstutt Aiþýðubandalag- ið og reyndar hef ég ekkert á móti Steingrími heldur, en ég vil að hann starfi með vinstri flokkun- um,“ sagði Magnús Finnbogason, en hann var að afgreiða í verslun sinni á útimarkaðnum við Útvegs- bankann er við tókum hann tali ásamt konu sinni, Halldóru Júlíus- dóttur. „Ef þetta fólk talar saman þá getur það gengið að stórum mark- aði sem er vinnandi fólk í landinu, en þá verður það líka að tala saman og vinna sanian. Fólk styður þessa flokka frekar ef þeir standa saman. Þeir tapa á því að vera sundraðir. Verkafólk- ið, fólkið í frystihúsunum og ann- ars staðar, það er illt. kaupið er lágt og erfitt að komast af og fólkið á erfitt með að gera upp á milli flokkanna."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.