NT - 22.05.1985, Blaðsíða 7

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 7
Il'l.’l Frímerkjasöfnun 11. Frímcrkjasafnarar ■ Erlenda heitið, eða það alþjóðlega á þeim sem safna frímerkjum, er „Philatelis“. Petta heiti hefir verið þýtt á ýmsa vegu á íslensku. T.d. sem frímerkjasafnari og frí- merkjafræðingur. í rauninni þýðir það hvoru tveggja. Það táknar ekki aðeins mann sem safnar frímerkjum, heldur vinnur hann úr þeim líka með hvers konar rann- sóknum á sögunni sem liggur að baki hverju merki. Sögu landsins sem gefur frímerkið út og jafnvel sögu þeirra manna er hafa teiknað merkið og unnið það að öðru leyti. Þá er eftir að nefna mismunandi pappírstegundir og þykktir, prentunaraðferðir, tökkun og afbrigði hennar, sem og hvers konar önnur afbrigði merkis- ins. Allt þetta er innifalið í heit- inu frímerkjasafnari og meira til. Að hefja söfnun Sá sem vill byrja að safna frímerkjum á margra kosta völ. Hann getur byrjað áð safna: Islenska lýðveldinu íslandi frá upphafi - íslenskum sérsviðum (Flug-þjónustu- merkjum - Merkum Islending- um - Átthagasöfnun o.s.frv.) Norðurlöndum á sama hátt - Evrópu - Öllum heiminum. Pessu er öllu hægt að safna bæði notuðu og ónotuðu. Svo er líka hægt að safna bréfum og póstkortum, tengundasöfn- um og svona mætti lengi telja. Líkast til hafa menn fyrir löngu gert sér grein fyrir að þetta er að byrja smátt og ná árangri á litlu sviði en að ætla sér að gleypa allan heiminn. Pað gef- ur meiri lífsfyllingu. í tegundasöfnuninni er t.d. hægt að sameina frímerkja- söfnunina öðrum áhugamál- um. Sá sem hefir áhuga fyrir hestum getur notað hesta sem söfnunarsvið. Lyfjafræðingur- inn grös og jurtir, sem lyf eru unnin úr o.s.frv. En safnið saman öllum þeim frímerkjum sem til eru á heimilinu, eða má ná saman á annan ódýran hátt. Farið ekki út í verðmætasöfnun til að byrja með. Vöndun í vali frímerkja Eitt er það höfuðatriði sem alltaf ætti að hafa í huga. Það er að velja falleg og gallalaus merkiísafnið.Ljóttog skítugt, gallað frímerki er einskis virði og verður eiganda sínum aldrei verðmætt. Hreintfallegtogvel stimplað merki, sé það notað, verður alltaf til ánægju og meira virði en . hitt. Hreint ónotað merki með heilu lími á bakhlið getur líka orðið verð- mætara með tímanum en það sem er blettótt með skemmdu lími, t.d. eftir innlímingu í safn. Ef t.d. einn takka vantar á frímerki, hvað þá meira, þa hrapar verð þess niður í 10% eða minna. Falleg hrein og heil eintök, standa alltaf fyrir sínu. Farið því alltaf vel með merkin. Tegundir söfnunar Hér verða nefndir helstu möguleikarnir til að safna frímerkjum og hvað innifalið er í þeim: 1) Landasöfnun nefnist það að safna frímerkjum í útgáfu- röð frá einhverju ákveðnu landi. Notuðum eða ónotuðum eða hvort tveggja. Þetta er slundum nefnt sígild frí- merkjasöfnun eða söfnun sam- kvæmt frímerkjaskrám. 2) Tegundasöfnun hefi ég lauslega minnst á áður. Hún er ýmist bundin einstöku landi, t.d. merkir íslendingar, eða fleiri löndum, merkir menn. Hún getur líka tengst vissum atburðum, Barnaárið, Ólympíuleikar. Það er hægt að segja sögu með henni, Jóla- sálmurinn „Heims um ból,“ Saga skipanna. Þarna er líka hægt að taka með hverskonar stimpla, bæði frá stöðum sent skipta máli og með myndum er varða efnið. 3) Sérsöfnun er svo hvers- konar söfnun sérgreina eða hluta. Þar má nefna Fyrsta dags bréf, smáarkir, afbrigðasöfn- un, söfnun einstakrar útgáfu eins og Kristján X og slíks. 4) Stimplasöfnun getur vcrið söfnun sérstakra gerða af stimplum eða allra stimpla lands eða svæðis. Sigurður H. Þorsteinsson ■ Fækka mætti alþingismönnum mjög, enda legðist þá allt kjördæmapot niður... hlutdeild ríkisvaldsins í mál- framaðganga. fyrirkomulag ríkir að þau fylki efnum fylkjanna, og að sam- Slíkt þyrfti að sjálfsögðu að þar sem mestar framfarir eru þykki Alþingis þyrfti til að lög varast, enda hefur það sýnt sig hafa gjarna forystu um „bylt- og reglugerðir fylkjanna næðu erlendis þar sem svipað ingarkenndar“ löggjafir, sem nágrannaríki og fylki apa síðan upp. Nokkursjálfstjóm fylkjanna myndi þannig tryggja að fram- farir geta orðið og þjóðfélagið lagað sig að breyttum aðstæð- um þrátt fyrir að hluti lands- manna hoppi enn um á sauð- skinnsskónum og sjái ekki lengra en á næsta fjóshaug - og sendi síðan fulltrúa sína á lög- gjafarþing þjóðarinnar þar sem fornaldarhátturinn heldur áfram. Mál sem þarf að skoða Hugmyndin um fylkjaskipan á íslandi er verð allrar athygli, en fólk verður samt að varast að taka henni sem einhverju „nýju testamenti“ ellegar út- skriftarbók spámannsins Almú- stafa. Landsmenn sem eru orðnir leiðir á kjördæmapoti ein- stakra þingmanna og öðru stjórnleysi sem viðgengst í stjórn landsins ætti að ræða þessa hugmynd af fullri alvöru - enda er hér um að ræða mál sem komið getur fólki frá öllum landshlutum til góða. S.Alb. Miðvikudagur 22. maí 1985 7 Malsvari frjalslyndis, samvinnu og félagshyggju Úlgefandi: Nútiminn h.f Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj: Steingrímur.Gislason Innblaðsstj: Oddur Ólalsson Tæknisti Gunnar Trausti Guðbjdrnssoo Skrilstolur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifmg 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideiid 606538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Frjálslyndir þinga ■ Um síðustu helgi var haldinn í Reykjavík framkvæmdastjórnarfundur frjálslyndra flokka en Framsóknarflokkurinn á aðild að þeim sam- tökum. Innan þessara samtaka er mikil breidd og flokkana greinir á um margt, en þarna eru flokkar sem við getum sótt margt til, ekki síst hvað snertir afstöðuna í utanríkismálum. Má þar nefna hinn frjálslynda flokk Trudeaus í Kanada, flokk David Steel í Bretlandi og Frjálslynda flokkinn í V-Þýskalandi. Þetta eru flokkar sem leggja mikla áherslu á velferðarkerf- ið en meta jafnframt athafnafrelsi einstakling- anna til allra góðra hluta. í alþjóðamálum hafa þeir verið miklir talsmenn afvopnunar og vilja stuðla að bættum samskiptum austurs og vesturs og einkum og sérílagi hafa talsmenn þessara flokka lagt áherslu á að leggja ekki kaldastríðs- mælikvarða á ríki þriðja heimsins. Þau ríki hefðu allan rétt til að ákvarða sitt stjórnarfar sjálf og þau beri að styðja til bættra lífskjara án tillits til vilja stórveldanna tveggja í þeim efnum. Þó að Framsóknarflokkurinn sæki hugmynda- fræði sína í íslenskar aðstæður þá er samstarf sem þetta gagnlegt og stuðlar að því að við höldum opnum gættum til sem flestra ríkja, stuðlar þar með um leið að samstarfi þjóða, en samstarf við aðrar þjóðir og þekking á þeim er grundvöllur skilnings og þar með friðar í heimin- um. Þess vegna ber aðfagnaöllu slíku alþjóðlegu samstarfi sem ekki fer fram við glasabarm. Húsnæðissamvinnufélog Það er engin sælutíð hiá þeim sem lent hafa vitlausu megin við skuldabréf, hvort sem and- virði bréfsins átti að nota til íbúðarkaupa eða neyslu. Eitt brýnasta verkefni okkar hlýtur að vera það að fækka þeim sein lenda í þeirri ömurlegu stöðu. Það gerum við helst með því að laga húsnæðiskerfið ekki síst með hagsmuni þess hluta hvers aldurshóps í huga sem vill beina atorku sinni að einhverju öðru en húsbygging- um. Það gerum við með því að opna gluggann fyrir húsnæðissamvinnufélög með það markmið í huga að einstaklingurinn geti fyrir sanngjarnar mánaðargreiðslur fengið ævilangan búseturétt sem gengur til barna þegar hann hrekkur upp af stampinum. Búseti er ekki tilræði við eitt eða neitt, það er einungis valkostur sem þúsundir kjósa. Úr undirdjúpum berast nú þau tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að setjast á allar búsetahugmyndir. Þeir óttist allt sem ekki feli í sér þinglýstan eignarrétt einstaklingsins. Þeir vilji vernda kerfi sem þegar hefur gengið sér til húðar. Þess vegna hljótum við að hafna Sjálf- stæðisflokknum í kosningum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.