NT - 22.05.1985, Blaðsíða 9

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 9
Plötusnúðarnir og „The Gold Diggers“ ■ Ég ætla að kvarta undan plðtusnúðum útvarpsins. Hér er verið að sýna stórkostlegar kvikmyndir á listahátíð með Talking Heads og Lindsay Cooper, sem eru einhverjir merkustu popparar sem um getur. En hvað gerist? Plötu- snúðar útvarpsins minnast ekki einu orði á þennan mikla viðburð, hvað þá að þeir spili lög úr kvikmyndunum. Petta er ennþá einkennilegra vegna þess að myndin með Lindsay Cooper, „The Gold Diggers", var tekin á íslandi og aðal- leikarinn í myndinni er hin heimsfræga Julie Christie. Platan með lögunum úr myndinni „The Gold Diggers" hefur hlotið frábæra dóma, eins og myndin. Platan hefur selst mjög vel. Hún komst í annað sæti óháða listans í Bretlandi og í fyrsta sæti óháða listans á íslandi. Eitt lagið á plötunni heitir „Iceland". En ég held að ég fari með rétt mál, þegar ég segi að hvorki „Iceland" né nokk- urt annað lag af þessari frá- bæru plötu hafi verið spilað í útvarpinu. Hver er ástæðan? Fylgjast plötusnúðar útvarpsins svona illa með öðru en Wham, Duran Duran og skemmtikröftum veitingahússins Broadway? Björn Halldórsson. ■ Julie Christie í hlutverki sínu í myndinni The Gold Diggers. Miðvikudagur 22. maí 1985 i Eigumviðað ! löggjafinn viri [ ■ M.uioið M..' I.<cum *k.il .i j.' ljup.i vmvflji'jn h|.'i J ■ t.iul :>»^|j. cn.<l..gum. v.'j u|'|«'pii'ii|idu vcr.'i E 1 i.i ■' j.' hl|..m,i uliin' tMnnif 'cnVi l..|t i.lkjf nl | Nu v' uppb'i j.' mc.Vil (v« j.' m.icnj mi'íiMli ..f .ilj ■ M.n.liiiipirdrcM.ut milli Ju-'«1 j "jrt,imjrk.i.Vhi.i'ki twir ■ i il ii.'ncu <>li j jn .-n .jml uijii j>' þju miklu x.Vkipli r Cf >.il.i pc»N.nnu>' mc' >m>(tlj.'jn hpir xm hír [ Hi.irmn cr »-ldur i irih.dn tju tf.im. k.imj hwrfi tum J mni flM.tur inn mc' >|i>m.>nn h,i^>k>r>lum ..|t j| lck|um»m um .*it >m>glj.' nm i Ijn.ln' >m>^ljrjrnu hjlj cru hx.rki i knol.i.' j kum >i ' mikinn >lirlcitl n.'kkur ..pintvr ft|.>ld' k »'m drukkn' cr i .Lndirj.'um h..rjturum 'inun.i.p h.mn.iv.lu ft hcrlcn.li> ..|>m>cr j.'h|.*rmn lcs.Vi »m ■ .|| ' hcf 1 •x.i'uin ' I>nc»lu \ il.i »>mu mcnn. kki V J.' hcr cr litill >jnd. ...' k.iup.i ’ ivartamartaðabnwk lt|..r.lr>kk| i icrí'iir »m » i"frct»«,ti jvirr., ,m icr.'j.: Hjfa vK fyrir fyðnum! "'.'in i "c'l^ *'i', ícm'i'ót, 'i'ií „ •'"iv.rn virða lögin ef Jir okkur ekk r ■ i MÍI feíT “ójf to<V dniiii bjo* b>að trm þtapð xfw! ‘''l'.'iu".-'i''„7'.'.t' i!i .'",‘'.7“ ' ',u viiukkmi iuc,i*ÍnuU' .' "'i iiiuii ckki l.iturn vinum *ti*. jlmcniun^. »l i. ..' 7., jlrmnn.n „i li.lur > .1,.' ljU|M |V" | 1.. nn hclur >:.l..'h|i.rinn I1...' .k,(,u >„' |,.f|.i|..t.i !lu Jllir ji' >k,l|.i ciid.i nj-c |n|„r,'m>,l|j>,',Mc i? íjjjl L/’&t wgn.. |v» -n' .hI>uu >.,' ..' nl l iii.l.ui' hcl>i ,nii Tllhvaatóg? Bjórinn: Ekki ódýrari úr ríkinu! ■ Ég má nú bara til með að svata með nokkrum orðum grein S. Alb. í NT þann 8. maí í dálkinum í tínia og ótíma. Ég verð nú að svara spurn- ingu hans neitandi. Ég vissi ekki að lítill vandi væri að kaupa bjór á svörtum markaði. Ef hann langar jafnmikið í bjór og skín út úr greininni, hvers vegna kaupir hann bjór- inn þá ekki bara á svörtum? Hann verður örugglega ekki ódýrari úr ríkinu, svo ekki minnkar smyglið. Almenningur hefur valið, segir hann. Ég er ekki svo viss um að það yrðu 70% með bjórnum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Mjótt á ntununum vissulega, en á hvorn veginn er ég ekki viss. Ég vil ntiklu heldur skora á alþingismenn að leyfa al- menningi að velja. Ef svo færi að hann yrði samþykktur, get- ur þjóðin eingöngu kennt sjálfri sér um, þegar hún fer að kvarta yfir því sent allar ná- grannaþjóðirnar kvarta yfir núna í sambandi við bjórinn. Og helst myndu þessar söntu nágrannaþjóðir vilja banna þessar guðaveigar. Hvernig skyldi nú standa á því? Grindavík, 8. maí 1985 Ólína Jónsdóttir Svar um hæl: Ég þakka Ólínu tilskrif Itennar og get tekið undir það sjónarmið hennar að afgreiða eigi ntálið í þjóðaratkvæða- greiðslu, náist ekki að afgreiða málið á Alþingi. Ég vil hins vegar minna á að við kjósunt fulltrúa okkar á Alþingi til þess að setja okkur lög, og þeir ættu að hafa kjark til þess að gera slíkt - ekki að sitja á málum svo og svo lengi. Ég get fullvissað Olínu um að auðvell er að fá bjór á svörtum ntarkaði, en hann er hins vegar dýr, og ntun dýrari en selt yrði í ríkinu hér - vona ég- Með þökk fyrir bréfið S.Alb 9 „...sýrður órum kyrjar kórinn: Komi bjórinn, bjórinn" Strætisvagnabílstjóri: „Þreyttir á kvabbi unglinga“ ■ Enn eru þeir menn til á íslandi sem færa sendibréf sín í bundið mál og kunna þá list að „aga mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein." Lesendasíð- unni hefur borist ljóðabréf það sem hér fer á eftir. Bréfið er frá Ólafi Gíslasyni áNeðrabæ og er eins konar „Heimsó- sómakvæði". Ólafur kallar kvæði sitt: Tíðavísur Tíðavísur Allrahanda stúss og stand oss stakkinn sníður, í maga og anda meinsemd skríður meðan fjandinn húsum ríður. Undirrót hins illa er dót í alla mata, sem lœtur sjót til satans rata og sálir Ijótar bata hata. Iðnað styrkir vítisvirkjun veilu og dróma. notar tyrkja tök og dóma til að kyrhja vorsins blóma. Brjáls í traffík byrja á kaffi. bjálfar, hringinn. Hefst á vaffi vitfirringin, vekur ei straffsins bjalla klingin. Hrœ á diski af fugli og fiski, fjöri þrotin, eru hyski örugg notin, er sú miskabót þó rotin. Okurpjakkur potar hakki að pöpli ýtinn, ekki pakkið varast vítin, veikt og þakklátt étur skítinn. Pokar fullir drasli og drullu drjúgt sig fita, afþví sulli utan smita, en eiga gull á milli vita. Skrokks ef nœring færist fjœr liann fjötrar hrörnun, sem hengir í snœri hugarins börnun, en hjartað slœr í baksins örnun. Sá sem fyllist eitri úr illri eiturnöðru lœknast vill með eitri öðru uns eitruð gylling sprengir blöðru. Sýki rœkta frœðaflœktir fólki grunna. Ef að brœktir opin tunna í er hrœkt afþeim sem kunna. Þjóðarátak efla þeirsem ekkert geta, afleiðingu eina meta á orsökina sjálfa freta. Hvílík gremja að heyra þá semja um heljarmeinin, hunda er kremja hvoftum beinin og hausnum lemja fast við steininn. Glœpaskóli er ríkisról við rekstur gauða, alkóhóli djöfli og dauða dreifa ólán milli sauða. Skrœkir stórum skrafs við tór hver skotta og mórinn; sýrður órum kyrjar kórinn: Komi bjórinn, bjórinn, bjórinn Eins og sníkið Úfandi lík hjá lastavínum, liggurpíka, íprumpi úr svínum, pólitíh á hvolpum sínum. Kjaftaliprir vaskar vipra vara- hringinn, heimskan skipar þeim á þingin, þrœlasvipa er gild á binginn. Drykkjusjúkir stjórnmálastúku stíla púkar upp á að brúkist lýðs í lúkar úr lastabúkum þeirra kúkar. Valdið lýð og lýður vald um leiðir þingin, alltaf sama auma hringinn, uns andskotinn þeim nœr á sting sinn. Sveitir fínar svertu klínast sanns í trássi, afrembusvínum rits með stássi og rauðavín í heilans plássi. Pó nafn á dóna rétt og róna ráðist galnum, lyndis tjón mun Ijótum halnum að leika Jónas inn í hvalnum. Milli vafrar staða er starfa að steikja glundur, skilur hafra og sauði sundur, sorann slafrar eins og hundur. Meikar trassi og skeikult skass með skitu síður, sleikir hjassalegur lýður leikinn, rass á þeim sem býður. Fólkið gapir glórutapað, gín við flugum, djöfulskapur hrín við hugum, hófið tapar sínum smugum. Ekki er spaugfyrir allra taug að eiga í stappi við kerfisdraug, sem hœpnu happi í hvers manns laug er fastur tappi. Sauðargœru undir œr ér úlfur- inn snöggi, til fengs sér slœr sá fanturinn glöggi flugur tvcer í einu höggi. Tóms um gyllinœð fær illur útrás kveikur; hlustatrylling árás eykur, augnahrylling skjárás leikur. Fíflin kafna frœðings nafnifínu undir, við blekking stafiú stinga lundir, stagls við hafnir gerast fundir. Skarni á hóla hárra skóla liúsk- ar skvetta, um sem gjólar greinin netta, gerfifjólur þar af spretta. Lœrdóms rennur lítinn þenna lygasœði, kallast menning klœkjafrœði, klof eru á tvenn og rafttœk bœði. Ganga rekkar villivekk á versta lagið, spranga í þrekk er húllumhœið, hanga í blekking aðalpœið. Til helvítis á hálfvitum er hörkuskriður, hugmynd fár um hefur, því miður, að hver er sinnar gœfu smiður. Hvenœr kynnir hnötturinn sitt heiti Sprengur? Ekki er skinnið óhult lengur, andskotinn, fyrst svona gengur. Hver á ísland? eru það mýs hjá steini og stokki? eða þœr dísir dottnar úr lokki dauðar lýs á alþýðuflokki. Enginn veit hvað aftur snýr né er að framan, alvörunni og öllu saman alltaffylgir nokkurt gaman. Ólafur á Neðrabæ Strætisvagnabílstjóri hringdi: ■ Strætisvagnabílstjóri hringdi og vildi koma á fram- færi athugasemd vegna les- endabréfs fyrir skömmu þar sem vegfarandi kvartar yfir því að bílstjóri hafi ekki viljað lána 2 unglingum fargjaldið. Bílstjórinn sagði þá hjá SVR vera orðna þreytta á kvabbi unglinga sem kæmu í röðum og bæðu um að fá lánað fyrir fargjaldinu. Hann sagði að í mörgum tilfellum ættu þau fé fyrir fargjaldinu og borguðu það er þeim væri synjað um frítt far.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.