NT - 22.05.1985, Blaðsíða 19

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 22. maí 1985 19 Útlönd UMBOÐS MENN Akureyri Halldór Asgeirsson, Hjaröarlundi 4, s. 22594. Akranes Aðalheiður Malmqvist, Dalbraut 55, s. 93-1261 Borgarnes Guðný Þorgeirsdóttir, Kveldúlfsgötu 12, s. 93-7226. Hellissandur Viglundur Höskuldsson, Snæfellsási 15, s. 93-6737. Rif Snædís Kristinsdóttir, Háarifi 49, s. 93-6629. Ólafsvík Guðný H. Árnadóttir, Grundarbraut 24, s. 93-6131. Grundarfjörður Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15, s. 93-8669. Stykkishólmur Erla Lárusdóttir, Silfurgötu 25, s. 93-84010. Búðardalur Sólveig Ingvadóttir, Gunnarsbraut 7, s. 93-4142. Patreksfjörður Ingibjörg Haraldsdóttir, Túngötu 6, s. 94-1353. Tálknafjörður Níels Ársælsson, Hamraborg, s. 94-2656 (2514). Bíldudalur Jóna M. Jónsdóttir, Tjarnarbraut 5, s. 94-2206. Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir, Brimnesvegi 2, s. 94-7673. Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir, Sætúni 2, s. 94-6170. Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir, Hafnargötu 115, s. 94-7366. ísafjörður Svanfríður G. Bjarnadóttir, Pólsgötu 5, s. 94-3527. Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54, sími 94-8131 Súðavík Heiðar Guðbrandsson, Neðri Grund, s. 94-4954. Hólmavík Guðbjörg Stefánsdóttir, Bröttugötu 4, s. 95-3149. Hvammstangi Baldur Jessen, Kirkjuvegi, s. 95-1368. Hofsós Björn Nielsson, Kirkjugötu 21, s. 95-6389 Blönduós Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, s. 95-4581. Skagaströnd Ingibjörg Skúladóttir, s. 95-4885. Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson, Skaf.braut 25, s. 95-5200. Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir, Aðalgötu 21, s. 96-71208. Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, s. 96-62308. Dalvík Brynjar Friðleifsson, Ásvegi 9, s. 96-61214. Grenivík Ómar Pór Júlíusson, Túngötu 16, s. 96-33142. Húsavík Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, s. 96-41765. Kópasker Þórhalla Baldvinsdóttir, Akurgerði 7, s. 96-52151. Raufarhöfn Ófeigur I. Gylfason, Sólvöllum, s. 96-51258. Reynihlíð Þuríður Snæbjarnardóttir, Skútahrauni 13, s. 96-44173. Þórshöfn Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1, s. 96-81157. Breiðdalsvík Jóhanna Guðmundsdóttir, Selnesi 36, s. 96-5688. Borgarfjörður eystri Hallgrímur Vigfússon, Vinaminni. Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir, s. 97-3251. Egilsstaðir Páll Pétursson, Árskógum 13, s. 97-1350. Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson, Oddagötu 4, s. 97-2360. Neskaupstaður Marín Árnadóttir, Víðimýri 18, s. 97-7523. Eskifjörður Jónas Bjarnason, Strandgötu 73, s. 6262. Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson, Heiðavegi 12, s. 97-4119. Fáskrúðsfjörður Sonja Andrésdóttir, Þingholti, s. 97-5148. Stöðvarfjörður Stefán Magnússon, Undralandi, s. 97-5839. Djúpivogur Rúnar Sigurðsson, Garði, s. 97-8820. Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir, Smárabraut 13, s. 97-8255 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir, Sólheimum, s. 99-8172. Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Geitasandi 3, s. 99-5904 Selfoss Helga Snorradóttir, Tryggvavegi 5, s. 99-1658. Stokkseyri Sturla G. Pálsson, s. 99-3274. Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsd, Hvammi, s. 99-3402. Þorlákshöfn Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, s. 99-3924. Hveragerði Sigríður Ósk Einarsdóttir, Heiðabrún 46, s. 99-4665 Vík Guðrún Árnadóttir, Mánabraut 14, s. 99-7233. Vestmannaeyjar Ingveldur Gísladóttir, Bröttugötu 26, s. 98-2270. Grindavík Stefanía Guðjónsdóttir, Staðarhrauni 10, s.92-8504 Garður Kristjana Óttarsdóttir, Lyngbraut 6, s. 92-7058. Sandgerði Snjólaug Sigfúsdóttir, Suðurgötu 18, s. 92-7455. Keflavík Guðríður Waage, Austurbraut 1, s. 2883. Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgjötu 37, s. 4390. Ytri Njarðvík Kristinn Ingimundarson, Hafnargata 72, s. 3826. Innri Njarðvík Guðríður Árnadóttir, Kópabraut 16, s. 92-6074. Hafnarfjörður Rósa Helgadóttir, Laufás 4, s. 53758. Garðabær Rósa Helgadóttir, Laufás 4, s. 53758. Mosfeilssveit Jónína Ármannsdóttir, Arnartanga 57, 666481 SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 105REYKJAVfK SÍMl(908141t t Jórunrt Jónsdóttir frá Smiðjuhóli Hverfisgötu 28, R. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. mai kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda Petrína Ó. Þorsteinsdóttir Jón R. Þorsteinsson Elísabet I. Þorsteinsdóttir Óskar S. Þorsteinsson Faðir okkar Bergþór Vigfússon fyrrum til heimils i Þingholtsstræti 12 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 24. maí kl. 13.30 Fyrir hönd fjölskyldu okkar Lovísa Bergþórsdóttir Einar S. Bergþórsson. Gunnar V. Guðmundsson SigrúnBogadóttir HörðurMagnússon Sigríðurl. Þorgeirsdóttir Gáfukort í stað peninga og heimskra krítarkorta ■ FrakkarogJapanirhafaþró- að og hafið framleiðslu á gáfuð- um örtölvukortum sem þeir vonast til að komi í staðinn fyrir krítarkortin vinsælu í náinni framtíð. Sumir telja að þessi kort kunni síðar meir jafnvel að leysa öll önnur persónuskilríki af hólmi. Gáfukort þessi eru með ör- tölfuverk sem gerir þeim kleift að geyma umtalsvert magn upp- lýsinga. Frönsku gáfukortin geta geymt 8000 stafi sem sam- svarar um 1500 orðum og jap- önsku kortin eru ennþá minn- ugri þar sem þau geta geymt 16.000 stafi eða 3000 orð. Franskir bankar hafa pantað 2,5 til 3 milljón gáfukort fyrir viðskiptavini sína strax á næsta ári og það er áætlað að árið 1988 verði allt að þrettán milljón gáfukort í umferð í Frakklandi. Nú er einnig verið að gera tilraunir með frönsku gáfukort- in í Ítalíu og vonast Frakkar til þess að í framtíðinni verði al- þjóðarstaðall gáfukorta byggður á frönsku kortunum. Japanska fyrirtækið Toshiba hefur í samvinnu við stórbank- ann að undanförnu einnig gefið út gáfukort, mjög svipuð þeim frönsku, til notkunar í búðum í Akishimaborg rétt hjá Tokyo. Bandaríska stórfyrirtækið Mastercart International hefur líka keypt 50.000 gáfukort frá Japan og jafnmörg frá Frakk- landi í tilraunaskyni. Mastercart hyggst setja 10.000 japönsk gáfukort í umferð í Florida og 10.000 frönsk kort í Maryland í júlí á þessu ári. Russell Hogg forstjóri Mast- ercard segist búast við því að gáfukortin verði fljótt vinsæl ■ og að hann yrði ekki hissa þótt þau yrðu komin í umferð um mest öll Bandaríkin strax á næsta ári. Gáfukortin eru ekki lánskort eins og krítarkortin heldur er tekið jafnóðum út af reikningi korthafa þegar hann notar kort- ið til að kaupa eitthvað. Alls staðar þar sem kortið er notað eru sérstakar kortavélar sem eru tengdar við tölvumiðstöð bankans þar sem reikningur korthafans er. Ekkert rithand- arsýnishorn er á kortinu enda hefur reynst tiltölulega auðvelt að falsa undirskrift á krítarkort- um. Þess í stað hefur hver korthafi sérstakt persónulegt númer sem hann pikkar inn á kortavélina. Sé númerið ekki rétt í þriðju tilraun hefur gáfu- kortið innbyggt sérstakt forrit sem eyðileggur kortið þannig að það er ekki hægt að nota það lengur. Helsti kosturinn sem bankar og krítarkortafyrirtæki sjá við gáfukortin er að nær ómögulegt er að svíkja út fé með þeim. Pau gætu því sparað þessum fyrir- tækjum háar fjárhæðir sem þau verða að greiða vegna krítar- kortasvindla á hverju ári. Auk þess sem hver korthafi hefur eigið númer er kortið einnig með leynilegt númer sem kort- hafinn þekkir ekki en banka- tölvan athugar og ber saman við númer á reikningnum í hvert skipti sem kortið er notað. Þannig er komið í veg fyrir að korthafar komist inn á reikninga annarra með kortum sínum. Helsti ókosturinn, sem krítar- kortafyrirtækin sjá við þetta kerfi er að þau verða að fjárfesta í miklum fjölda kortavéla ef þau taka gáfukortin upp. En sparnaðurinn sem verður við að losna undan krítarkortasvindl- inu er talinn vega upp á móti þessum stofnkostnaði sem myndi fljótlega skila sér aftur. Korthafar gætu líka hvenær sem er fylgst með stöðu sinni og eyðslu á lesvélum sem þeir hefðu heima hjá sér. Þar gætu þeir ekki aðeins séð hvað mikið er eftir inni á reikningnum held- ur einnig fengið yfirlit yfir sein- ustu tvö hundruð færslurnar. Ýmsir aðilar hafa einnig kom- ið auga á möguleika á því að nota gáfukortin sem persónu- skilríki, Háskóli nokkur í París er þegar farinn að nota kortin til að halda yfirlit yfir námsferil nemenda í skólanum og sum stórfyrirtæki hafa tekið þau upp sem aðgangskort að lokuðum vinnusvæðum. Talsmenn Toshi- bafyrirtækisins japanska segja að japönsku gáfukortin geti komið í staðinn fyrir vegabréf, ökurskírteini, sjúkdóms- og heilsufarsskýrslur o.s.frv. ■ Sérstakar kortavélar eru notaðar til að lesa af gáfukortonum og millifæra greiðslur. Páf i f ordæmir spákaupmennsku Fólk á að lifa á eigin vinnu Brussel-Reuter: ■ Jóhannes Páll páfi annar, sem er nýkominn frá Belgíu sagði þar m.a. við helgiathöfn, sem hann hélt fyrir félaga í kristinni æskulýðshreyfingu að það bæri að herða eftirlit með og skipta upp á nýtt tekjum sem fólk ynni ekki fyrir með eigin vinnu. Hann sagði ekki nema réttlátt að endurskoða skiptingu auðs og tekna sem kæmu af braski og fjárfestingum en ekki af eigin vinnu viðkomandi. Pað væri mikilvægt að auka þátttöku verkamanna í stjórn fyrirtækja og skapa með þeim meðvitund um að þeir séu að vinna í eigin þágu. Belgar tóku frekar vel á móti páfa og mun betur en frændur þeirra Hollendingar. Páfinn sýndi líka að hann er sér vel meðvitaður um þjóðernis- og tungumálavandamál í Belgíu. Hann ávarpaði fundi bæði á frönsku og flæmsku og oft til skiptis á sama fundinum. Ekki eru samt allir Hollend- ingar jafnánægðir með um- stangið vegna páfaheimsóknar- innar. Forystumenn öflugra samtaka kristinna humanista segja að kostnaður Hollendinga vegna heimsóknarinnar verði aldrei undir fimm milljónum dollara (200 milljónum ísl. kr.) sem sé á engan hátt réttlætanlegt og páfinn hafi líka sýnt freklega afskiptasemi at innanríkismál- um í Hollandi með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og fleiri mál. Pakistan: Jöklar í Himalajafjöllunum bræddir? Tahirkheli sagði að hugsan- aðrir möguleikar yrðu ræddir á legt væri að nota sólarorku en ráðstefnu síðar í sumar ítalir og Austurríkismenn: Opna landamæri í tilraunaskyni Karachi-Reutcr ■ Stjórnvöld í Pakistan kanna nú möguleikana á því að bræða jökla í Himalajafjöllunum til að binda enda á stöðugan vatns- skort sem hrjáir íbúa landsins. Aðstoðarrektor Peshawar há- skólans, Khan Tahirkheli segir að möguleikarnir séu fyrir liendi en áður en hafist verði handa verði að rannsaka áhrif þess að bræða jöklana á vistfræðilegt jafnvægi. Tahirkheli sagði enn- fremur í viðtali við dagblaðið Dagleg sólarupprás að fyrirætl- un þessi ætti sér engin fordæmi og því væri mikið rannsóknar- starf fyrir höndum. - Mikill vatnsskortur er nú í pakistönskum ám sem eiga upp- tök sín í Himalajafjöllunum og hefur hann leitt til orkuskorts og minna vatns í áveitukerfinu. Róm-Reuter. ■ ítalir og Austurríkismenn ætla að gera tilraun með að opna landamærin á milli ríkja sinna að nokkru leyti nú í sumar til að ferðamenn ríkjanna verði fljótari að komast yfir landa- mærin. Tilraunin á að standa frá 15. júlí til 15. september. Ferða- menn fá sérstök vegabréf til að setja í glugga bíla sinna í staðinn fyrir persónuleg vegabréf þegar þeir aka yfir landamærin. Tollverðir við landamærin áskilja sér samt eftir sem áður rétt til að stöðva farartæki og gera Ieit að smyglvarningi þegar þeint finnst ástæða til.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.