NT - 22.05.1985, Page 14

NT - 22.05.1985, Page 14
Miðvikudagur 22. maí 1985 14 — sjónva rp Sjónvarp, kl. 20.50: Lifandi heimur kveður ■ Tólfti og síöasti þátturinn í þáttaröðinni „Lifandi heim- ur“ veröur sýndur í kvöld kl. 20.50. Þessir þættir eru frábærir að allri gerð og hafa hlotið mikið lof hvarvetna sem þeir hafa verið sýndir. f>ví er við- búið að margir sjái eftir þeim og voni að svipuð þáttaröð taki við innan skamms. í þessum þætti sem heitir „Maður og umhverfi“ fjallar ■ David Attenborough, stjórnandi hinna geysivinsælu þátta „Lifandi heimur“. David Attenborough um áhrif mannsins á jörðina og lífríki hennar. Maðurinn hef- ur breytt ásýnd jarðar á marg- an hátt. Hann hefur orsakað eyðileggingu en hefur einnig skapað ný heimkynni fyrir plöntur og dýr. Náttúran er furðulega teygjanleg og úthaldsgóð og ef hún fær tækifæri til, getur hún náð sér á strik að fullu. Aðlögun er lykill að velfarn- aði og í þessum þætti eru örlög ýmissa tegunda skoðuð. í þessum lokaþætti reynir David Attenborough að veita innsýn í mögulega framtíð lífríkisins í hinum lifandi heimi. Utvarp kl. 20.20: „Hvað viltu verða?“ ■ í kvöld kl. 20.20 verður á dagskrá útvarps starfskynning- arþátturinn „Hvað viltu verða?“ í umsjá Ernu Arnar- dóttur og Sigrúnar Halldórs- dóttur. ,.l þessum þætti kynnum við starf garðyrkjufólks í tilefni af því að nú fer sumarið í hönd, bjómin að springa út og trén að taka við sér. Við munum heimsækja Garðyrkjuskóla ríkisins í Hverageröi og rabba við Grét- ar Unnstcinsson, skólastjóra. Við ræðum viö einn nemanda úr skólanum og fáum upplýs- ingar um námið, hvað margir útskrifast árlega, hvað starf- stéttin heitir og svo framvegis. Líklega tökum við starfandi garðyrkjumann tali og fáum hann til að segja okkur hvað felst í þessu athyglisverða starfi. Pcssi þáttur er sá næstsíöasti hjá okkur, í bili að minnsta kosti og scinasti þátturinn verður nokkurs konar yfirlit yfir þá þætti sem við höfum annast í vetur" sagði Sigrún Halldórsdóttir. ■ Sigrún Halldórsdóttir og Erna Arnardóttir hafa umsjón ineð þáttunum „Hvað viltu verða?“ Sjónvarp kl. 21.55: Enn streymir allt fram ■ Þriðji þáttur ástralska myndaflokksins „Allt fram streymir...“ verður á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 21.55. Á myndinni má sjá Sigrid Thornton í hlutverki Philadelphiu Gordon og John Waters í hlutverki Brenton Edwards. Rás 2, kl. 17. Sögukorn um popptónlist ■ Gunnlaugur Sigfússon verður með þátt sinn „Tapað fundið“áRás2kl. 17.00 í dag. „í þessum þætti kynni ég hljómsveitir frá Birmingham og leik lög frá tímabilinu 1965- 1970. Hljómsveitir frá Birm- ingham eru meðal annars Spencer Davis Group, Traffic, Moody Blues, Move og Electric Light Orchestra. Ég rek sögu hljómsveitanna í stuttu máli og fjalla um þau lög sem leikin verða. Petta er annar þátturinn um Birmingham því af nógu er að taka. Ætlunin erekki að þræða England í þessum þáttum en á næstunni verða þó aðallega enskar hljómsveitir í breniú deplinum hjá mér, hljómsveit- ir sem ekki eru mjög þekktar hér á landi. I „Tapað fundið“ reyni ég ■ Gunnlaugur Sigfússon. að blanda saman þekktustu lögunum frá hljómsveitunum og góðum lögum sem ekki hafa náð eins miklum vinsæld- um“ sagði Gunnlaugur Sigfús- son. Morgunþátt- ur á Rás 2 ■ Kristján Sigurjónsson verður með morgunþáttinn á Rás 2 í dag kl. 10.00-12.00. „Ég fæ til mín tvo gesti í dag. SigríðurÁrnadóttur verð- ur svokallaður gestaplötusnúð- ur sem þýðir að hún velur lög í 25 mínútur auk þess sem ég ræði við liana um lífið og tilveruna. Síðan kemur til nn'n ungur maður sern heitir Stefán Hjörleifsson. Hann er í dúói ásamt Jóni Ólafssyni sem þeir kalla Possibillies og eru um það bil að gefa út plötu. Tónlistin í morgunþættinum ■ Kristján Sigurjónsson sér um morgunþátt á Rás 2 í dag. er úr ýmsum áttum og ég býst við að spila nýja íslenska tón- list í bland við erlend lög. Miðvikudagur 22. maí 7.00 Veðurfregnir. Frettir. Bæn Á virkum degi. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir, Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ulfhildur Grímsdóttir talar. 9.00 Fréttir. / 9.05 Morgunstund barnanna: „Börn eru besta fólk“ eftir Stef- án Jónsson Þórunn Hjartardóttir byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Pingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt- ir. 11.45 íslenskt mál. Endurtekinn þátt- ur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 Sumarlög Ferðir og ferðalög - íslenskir flytjendur. 14.00 „Sælir eru syndugir“ eftir W.D. Valgardson Guðrún Jöru- ndsdóttir les þýðingu sina (13). 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Popphölfið - Bryndís Jóns- dóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Islensk tónlist a. „Torrek", hljómsveitarverk eftir Hauk Tóm- asson. íslenska hljómsveitin leik- ur; Guðmundur Emilsson stjórnar. b. Lagaflokkur eftir Áskel Másson. Manuela Wiesler og Reynir Sig- urðsson leika á flautu og víbrafón. c. „Hymni" eftir Snorra Sigfús Birgisson. Nýja strengjasveitin leikur. Höfundurinn stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynning- ar. Málræktarþáttur Emar B. Páls- son formaður orðanefndar bygg- ingaverkfræðinga flytur. 19.50 Horft í strauminn með Kris- tjáni Róbertssyni. (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les arabískar sögur úr „Þúsund og einni nótt" í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. (4). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynn- ingarþáttu rí umsjá Ernu Arnardótt- ur og Sigrúnar Halldórsdóttur. 21.00 Kammertónlist 21.30 „(talíuferð sumarið 1908“ eft- ir Guðmund Finnbogason Finn- bogi Guðmundsson og Pétur Pét- urson lesa. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Staldrað við á Árskógsströnd 2. þáttur Jónasar Jónassonar. (RÚVAK). 23.15 Nútimatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. maí 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 14:00-15:00 Eftir tvö. Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16:00-17:00 Voröldin. Þáttur um tómstundir og útivist. Stjórnandi: Júlíus Einarsson. 17:00-18:00 Tapað fundið Sögukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunn- laugur Sigfússon. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Miðvikudagur 22. maí 1985 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið - Gósa, Kristjana E. Guðmundsdóttir les sögu eftir Lilju S. Kristjánsdóttur. Myndir teiknaði Hólmfriður Benediktsdóttir. Kan- ínan með köflóttu eyrun og Högni Hinriks, sögumaður Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kvikmyndahátið 1985 Um- sjón og stjórn: Sigurður Sverrir Pálsson og Árni Þórarinsson. 20.50 Lifandi heimur 12. Maður og umhverfi Breskur heimildamyndaflokkur í tólf þáttum. I þessum lokaþætti fjallar David Attenborough um áhrif mannsins á jöröina og lifriki hennar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.55 Allt fram streymir... (All the Rivers Run) Þriðji þáttur Ástralsk- ur framhaldsmyndaflokkur í átta þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Nanoy Cato. Leik- stjórn: George Miller og Pino Am- enta. Aðalhlutverk: Sigrid Thornton, John Waters, Efni ann- ars þáttar: Adam vegnar vel i borginni. Hann kynnist stúlku af auðugum ættum sem býður þeim Philadelphiu á kynningardansleik sinn. Þýðandí Jóhanna Þráinsdótt- ir. 22.45 Úr safni sjónvarpsins Gönguleið í Búrfellsgjá I mynd- inni er sýnd gönguferð að fögrum og sérkennilegum stað i nágrenni Hafnarfjarðar. Umsjón og stjórn: Baldur Hrafnkell Jónsson. Áður sýnd í Sjónvarpinu í apríl 1984. 23.10 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.