NT - 22.05.1985, Page 21

NT - 22.05.1985, Page 21
 T Miðvikudagur 22. maí 1985 21 Útlönd Hvítasunnuhelgin í Danmörku: Enginn bjór - bara vín Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur fréttaritara NT í Kaupmannahöfn: ■ Danir standa nú nær ör- væntingarfullir frammi fyrir bjórlausum útihátíðarhöldum um hvítasunnuhelgina vegna verkfalls starfsmanna í Carlsberg ogTuborg bjórverksmiðjunum. Þrjár vikur eru nú liðnar síð- an starfsfólkið lagði niður vinnu í mótmælaskyni við lág laun og breytingar í rekstri verksmiðj- anna sem myndu hafa í för með sér að 1000 manns misstu vinnu sína ef af yrði. Mikill meirihluti starfsfólks- ins greiddi því atkvæði í gær að verkfallinu yrði haldið áfram þar til gengið yrði að kröfum þess, og er því allt útlit fyrir að Danir í hátíðaskapi verði að láta sér nægja hvítvínsdreitil og brennivínstár er þeir halda upp á helgina sem framundan er. Allar smærri bjórverksmiðjur hafa nú sett allt í gang til að reyna að auka framleiðslu sína sem mest og er talið að þeim takist að komast upp í 40-50% framleiðsluaukningu. Það mun þó ekki duga til að svala bjór- þyrstum íbúum landsins enda ráða Tuborg/Carlsberg verk- smiðjurnar85% afmarkaðnum. Petta verfall gæti þó breytt því markaðshlutfalli. Nú kaupir fólk hvaða bjór sem er og hvaða nöfnum sem hann nefnist og gæti það orðið til að breyta neysluvenjum í þá veru að það skipti alfarið um bjórtegund. Sumir hafa þóst sjá í verkfall- inu nýja leið til auðgunar, farið yfir landamærin, og keypt bjór fyrir 2.700 danskar krónur, svo sem löglegt er, til að selja svo aftur á útihátíðum. Lögreglan hefur hins vegar séð við því og stöðvað slík bjórkaup. Frekari frétta af framvindu bjórverkfallsins er að vænta á fimmtudaginn kemur er það fer fyrir vinnumáladómstólana sem munu skera úr um hvort það sé löglegt eður ei. Verði það úr- skurðað ólöglegt geta verkfalls- menn átt það á hættu að allir verði reknir, en ekki er ljóst hvemig bjórvandamál Dana leys- ist með því móti. 300.000 Ungverj- um óviðbjargandi Búdapc.st-Reuter ■ Ungverjar eru á meðal mestu drykkjumanna í heimi og þrjú prósent þeirra eru alkhólistar, að því er segir í Nepszabadsag dagblaði kommúnistaflokksins. Þar segir að árið 1983 hafi Ungverjar drukkið 30 lítra af léttu víni á mann, 89 lítra af bjór og 4,8 lítra af brenndum vínum og skipað sér þannig í sæti fimmtu drykkfelldustu þjóðar í heimi. Nepszabadsag segir að samfélaginu stafi mikil ógn af drykkjusýkinni; nú sé 300.000 drykkjumönnum þegar óviðbjargandi og bar blaðið þá fyrir sig opinberar tölur. r Kínverjar kjósa ómengað grænmeti ■ Um 20.000 hektarar af land- búnaðarlandi víðs vegar í Kína eru nú notaðir til að rækta ómengað grænmeti án allra tilbú- inna hjálparefna að sögn kín- verska landbúnaðarráðuneytis- ins. Á undanförnum árum hafa Kínverjar lagt mikla áherslu á að auka landbúnaðarfram- leiðslu sína með stöðugt meiri notkun tilbúins áburðar og skor- dýraeiturs. En nú eru Kínverjar að vakna til meðvitundar um þá mengunarhættu sem slíkri rækt- un er fylgjandi þar sem sum þessara efna eyðast seint eða alls ekki og komast í matvæli. Kínverjar hafa því ákveðið að leggja aukna áherslu á gæði landbúnaðarframleiðslunnar og bægja eitrunarhættunni afgervi- efnunum frá. Á ráðstefnu kín- verskra náttúrufræðinga fyrir skömmu kom fram að nú er unnið skipulega að því að auka framleiðslu á grænmeti án gervi- efnaf 17 fylkjum og sjálfsstjórn- arsvæðum. Náttúrufræðingarnir sam- þykktu ályktun þess efnis að það bæri að banna með öllu notkun hættulegra eiturefna í landbúnaði í Kína. Alþjóðafjarskipta- fundur í Tansaníu Dar Es Salaam-Reutcr ■ Aljrjóðafjarskiptasamtökin undirbúa nú vikulanga ráð- stefnu um alþjóðleg fjar- skiptamál í Arusha í Norður- Tansaníu. Ráðstefnan á að hefjast 27. maí næstkomandi. Að sögn fjar- skiptaráðherra Tansaníu, John Malecela, munu um 400 þátt- takendur frá 159 ríkjum taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnu- gestirnir ætla að ræða skýrslu nefndar sem var sett á laggirnir 1982 til að gera tillögur um leiðir til að auka fjarskiptaþjón- ustu í heiminum. ■ Danir verða að skemmta sér við eitthvað annað en bjórdrykkju um hvítasunnuhelgina því starfsfólk Carlsberg og Tuborg bjórverksmiðjanna eru nú í verkfalli og engan bjór að fá. En Carlsberg bjórinn virðist fara víða svona við venjulegar aðstæður ef marka má þessa auglýsingu sem birtist í tímaritinu Newsweek í síðustu viku. Sjöburafæðing í Kaliforníu Orange, Kalifornla-Reuter. ■ Kennslukona í Kali- forníu fæddi í gær sjöbura en eitt barnanna fæddist andvana. Patricia Frustaci, 30 ára gömul, hafði tekið frjó- semislyf áður en hún varð ólétt síðast liðið haust. Börnin voru tekin með keisaraskurði og voru þetta fjórir strákar og tvær stelpur en í fréttaskeyti Reuters er ekki getið um kyn barnsins sem fæddist andvana. Talsmenn fæðingar- deildarinnar þar sem börnin fæddust sögðu að þau sem lifa væru við góða heilsu miðað við það að konan gekk aðeins með börnin í 28 vikur. Meðalmeðgöngutími er 40 vikur en læknar segja að nýjustu framfarir læknavísindanna gefi börnunum góða mögu- leika á að lifa. Frustaci og eiginmaður hennar eiga eins árs gaml- an son fyrir. Kínverskum fótboltaóeirða- seggjum smalað í fangelsi lömdu 30 lögregluþjóna og eyðilögðu 11 rútur Peking-Reuter. ■ Kínadagblaðið, sem gefið er út í Peking, hefur það eftir talsmanni öryggisstofnun Pek- ingborgar að lögreglan hafi handtekið 127 óeirðaseggi sem gengu berserksgang eftir að Kínverjar töpuðu fyrir Hong- kongbúum í fótbolta nú á sunnudaginn. Að minnsta kosti þrjátíu lög- reglumenn urðu fyrir barðinu á ólátaseggjunum, þar af slösuð- ust fjórir þeirra alvarlega. Ell- efu rútur, fimm leigubílar og fjöldi bíla frá erlendum sendi- ráðum urðu líka fyrir skemmd- um þegar lýðurinn skeytti skapi sínu á öllu því sem erlent var. Ólætin voru þau verstu í manna minnum vegna íþrótta- leiks í Kína. í gær var lögreglan enn að handtaka ungmenni, sem komið hafði fram við yfir- heyrslur, að hefðu verið uppi- vöðslusöm eftir leikinn. Embættismenn í kommún- istaflokknum og borgarstjórn- inni héldu með sér skyndifund daginn eftir leikinn til að ræða hvernig þeir ættu að bregðast við og hvernig þeir gætu komið í veg fyrir að slíkar óeirðir endurtækju sig. Varaborgar- stjóri Pekingborgar, Zhang Ba- ifa, sagði kínverskum frétta- mönnum eftir fundinn að það væri nauðsynlegt að refsa þeim stranglega, sem bæru ábyrgð á óeirðunum og hefðu tekið þátt í þeim. Varaborgarstjórinn sagði að litlu hefði munað að hann hefði sjálfur slasast alvarlega þegar, hann vísaði leikmönnunum frá Hongkong leiðina út af leik- vangnum. Einn leikmanna Hongkong-liðsins hefði bjargað honum frá glerflösku sem hefði stefnt beint á höfuðið á honum. Alls voru um 80.000 manns á leiknum. Óeirðirnar brutust fyrst út inni á leikvellinum þegar hópur ungmenna ruddist inn á völlinn og hrópuðu vígorð gegn þjálfara kínverska liðsins, sem segja af sér. Þá strax handtók hélduóeirðirnaráframútiþegar þeir sögðu að ætti tafarlaust að lögreglan 31 mann. En sfðan fólkiðstreymdi burtafleiknum. Klarsfeld nasistaveiðari: Stjórn Paraguay vill ekki leita að Mengele ■ Nasistaveiðarinn Beate Klarsfeld sem nú er í Paraguay, hefur gefist upp við að fá sjón- varpsstöðvar þar í landi til að sýna myndir af þýska stríðs- glæpamanninum Josef Meng- ele, sem er talinn dveljast í Paraguay. Klarsfeld segir að tvær sjón- varpsstöðvar hafi beðið um 2.500 dollara greiðslu hvor fyrir að sýna sex sinnum þriggja mín- útna myndband með mynd af Mengele eins og hann lítur út á gamalli Ijósmynd og eins og teiknari hefur teiknað hann eftir nýlegum lýsingum. Síðan hafi sjónvarpsstöðvarnar bætt við þeirri kröfu að Klarsfeld vrði að leggja 25.000 dollara verð- launafé, sem hún hefur lofað fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Mengele, inn í banka í Paraguay. Klarsfeíd segir að sjónvarps- stöðvarnar hafi þannig í raun- inni neitað að sýna myndirnar af Mengele sem fyrirskipaði persónulega útrýmingu 400.000 gyðinga, sígauna og annarra fanga í seinni heimsstyrjöldinni og framkvæmdi ótrúlega grimmdarlegar pyntii^gar á fólki sem hann notaði sem tilrauna- dýr. Klarsfeld ásakar stjórnvöld í Paraguay fyrir að hylma yfir með Mengele og vernda hann fyrir réttvísinni. Stjórnin hafi ■ Mengele sem ungur nasisti 1938 og 1959 þegar hann sótti um ríkisborgararétt í Paraguay. Hann er nú 74 ára gamall og hafa' nasistaveiðarar víða um heim hafíð nýja herferð fyrir því að fínna hann og draga hann fyrir dómstóla áður en hann hrekkur sjálfur upp af. engan áhuga á því að leita að Mengele. Klarsfeld segist sann- færð um að Mengele sé ennþá í felum í Paraguay en þangað kom hann fyrst fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnin í Paraguay neitar þessu hins vegar algjörlega og segir að Mengele hafi farið frá Paraguay fyrir mörgum árum. Stjórnvöld segjast því telja mál- ið afgreitt og vilja ekkert gera til að hjálpa til við leitina að Meng- ele. Reyndar er kannski ekki nema von að stjórnvöld í Parag- uay séu ekki mjög áhugasöm við leitina þar sem Stroessner einræðisherra í Paraguay er sagður persónulegur vinur Mengele sem hafi verið einka- læknir hans fyrr á árum. Banda- ríski saksóknarinn Elizabeth Holtzman, sem heimsótti Par- aguay í fyrra, hefur líka eftir forseta hæstaréttarins í Parag- uay að menn þar í landi dáist að þýsku nasistunum fyrir föður- landsást þeirra og hernaðar- anda.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.