NT - 08.06.1985, Blaðsíða 2

NT - 08.06.1985, Blaðsíða 2
Bakföll Ómarsí Broadway urðu til þessað hann tognaði í hálsi: ■ „Þetta eru nú bara gömul meiðsli sem ég var að rífa upp,“ sagði Ómar Ragnarsson þegar NT spurði hann um meiðslin sem hann hlaut þegar hann var að skemmta í Broadway fyrir skömmu og ollu því að þessa dagana gengur hann um með stuðningskraga um hálsinn. Ómar sagði að það hefði verið á Broadway fyrir þrem vikum í atriðinu Sveitaball sem hann meiddist. Hann fær alltaf kjaftshögg í því atriði og hendir sér afturábak. En í þetla sinn gleymdi hann hörðu marmara- gólfinu og kollhnísinn sem hann tók afturábak varof harkalegur, með þeim afleiðingum að hann tognaði á hálsi. Það var hinsvegar ekki fyrr en einhverjum dögum seinna, þegar hann var að ýta upp þungri hurð á flugskýli á Reykjavíkurflugvelli, að hann fann virkilega fyrir tognuninni og skömmu seinna fékk hann sér kragann. „Ég meiddist fyrst á hálsi þegar ég var að skemmta á Kirkjubæjarklaustri fyrir mörg- um árum. Ég datt þá af sviðinu og beint á hausinn á gólfið," sagði Ómar. „Ég er nú bara búinn að ýta þessari þungu hurð upp einum of oft og sömuleiðis detta á hausinn í þessu atriði einum of oft,“ sagði Ómar, sem sýnir þá fyrirhyggju að hafa Sveitaball alltaf síðast á dagskránni hjá sér. En hann kvað meiðslin ekkert slæm. „Það er aðallega erfitt að vélrita," sagði hann og kvaðst þurfa að standa við pikk- ið. Þar bætist hann þó í góðan félagsskap, því Hemingway sjálfur stóð iðulega við ritvél- ina. Lauggrdagur 8. júní 1985 2 „Þettaerekkert" - „miðað við að slíta á sér rassgatið11 „Ég hef líka átt erfitt með svefn,“ bætti Ómar við. „En það leysist með því að sofa á grúfu. Þá missir maður heldur ekki neitt úr.“ Ómar vildi gera lítið úr togn- uninni hjá sér. „Þetta er bara eins og hjá íþróttamönnunum þegar þeir togna,“ sagði hann, og kvað skemmtanirnar hjá sér var hluta af sportiðkun sinni. Ég hef líka alltaf lækni við- staddan, hann Hauk Heiðar Ingólfsson, heimilislækni í Hafnarfirði, en hann hefur verið undirleikari hjá mér í tólf ár. „Ég hef nú lent í verri meiðsl- um en þessum," sagði Ómar. JEinu sinni í Borgarnesi datt ég í gegnum gólfið á sviðinu og ofan í kjallara. Það var lúga sem ég vissi ekki af á gólfinu og í gegnum hana fór ég. En ég lenti vel og var bara frá í tvær eða þrjár vikur.“ Borgarnes er líka einn af þeim stöðum þar sem hann hefur hent sér út í salinn. Því sagðist hann þó sleppa á Bro- adway, því aðstæðurnar byðu ekki upp á það. Ómar sagði að fyrir fimmtán árum hefði hann lent í nokkru sem enginn íslenskur skemmti- kraftur hefði upplifað. „Ég sleit rassgatið," sagði hann. „Ég var að leika í revíu hjá Iðnó og þess á milli jóla- sveininn og var að detta á rass- inn fimmtíu sinnum á dag. í rassvasanum var ég með greiðu sem hakkaði sig í gegn við hvert fall og einn daginn í Iðnó, þegar ég henti mér á rassinn, tognaði ég í rassvöðva." Ómar sagðist ætla að nota kragann á föstudagsskemmtun- inni í Broadway. Sagðist hann ætla að bregða honum upp í atriðinu Hott hott á hesti og mæla jafnvel með notkun kraga fyrir suma hestamenn. Síðasta skemmtun Ómars í Broadway var á föstudaginn en hann kvað ekki aðgerðarleysi lirjá sig, þar sem Sumargleðin er að fara af stað og auk þess tekur hann þátt í sparaksturskeppni og rallkeppnum í sumar. ■ Árckstur varð á mótum Bíldshöfða og Höfðabakka í gær um klukkan 14. Bensinn sem sést á myndinni ók í veg fyrir vörubifreiðina. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild en meiðsli hans VOrU ekki Veruleg. NT-mynd: Sverrir v-V'1' ..-V... I .............. A Láttu nú ekki svona Davíð. Það verður að snyrta borgina fyrir afmælið. Kvennaframboðið fer í fót Davíðs ■ Kvennaframboðskonur í borgarstjórn Reykjavíkur urðu að vonum reiðar yfir móðgandi ummælum hátt- virts borgarstjóra á fegurðar- samkeppainni um daginn, þegar hann lét að því liggja að þær væru allar ferlega Ijótar og ókvenlegar, en þorði ekki að segja það. Borgarfulltrúarnir mótmæltu þessu með því að dubba sig upp í hlutverk „fegurðardísa" á fundinum á fimmtudag, og með því að leggja fram alls kyns bókanir í fimmaurabrandaralíki. í bókun fulltrúanna um Stang- arholtsmálið var þetta m.a. að finna: „Svona mál finnast okkur alveg hræðileg. Hugsa sér að borgarstjórinn og félags- málaráðherra skuli vera farn- ir að rífást um einhver týnd mæliblöð. [...] Er ekki bara best, að þið ráðið þessu. Við erum alveg hlutlausar." Mörgum þykir sem Kvennaframboðskonur hafi skotið nokkuð yfir markið með framferði sínu, og þær hafi í raun verið engu betri en borgarstjóri sjálfur. Finnst mönnum að þær hefðu átt að láta nægja að bóka mótmæli í upphafi fundar, en taka síðan málefnalega afstöðu til mála, eins og þær hafa gert fram til þessa. Davíð borgarstjóri hafði lík- lega bara rétt fyrir sér, þegar hann sagði, að konurnar hefðu orðið sjálfum sér til minnkunar. ára afmælishátíð á næsta ári ■ „Ég er 25 ára stúdent í dag og Prinsinn er 25 ára svo þú verður að taka mynd af okkur saman,“ sagði Ómar Ragnarsson við Árna Bjarna, Ijósmyndara NT, þegar hann vildi taka mynd af kraganum. Svo hér eru þeir félagarnir saman. Hafskip tapaði 95 milljónum kr. ■ Þrátt fyrir, að umsvif Haf- skips hf. hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári, varð 95 milljón króna tap á rekstri félagsins. Megin ástæður taprekstrarins eru taldar vera brottfall flutn- inga fyrir varnarliðið að upphæð um 85 milljónir króna og geng- istap upp á 135 milljónir króna á árinu. Þetta kom fram á aðalfundi Hafskips, sem haldinn var í Reykjavík í gær. Þar kom fram, að velta félagsins nam um 944 milljónum króna, sem er 63% meira en á árinu á undan. Félagið flutti 235 þúsund tonn, sem er 45% meira en 1983. Á fundinum kom einnig fram auk- in bjartsýni um rekstur félagsins á þessu ári, í kjölfar erfiðleika á síðari hluta 1984. Hafskip stóð fyrir nýju 80 milljóna króna hlutafjárútboði, sem samþykkt var á hluthafa- fundi þann 9. febrúar síðastlið- inn, og seldist það allt upp á skömmum tíma. í frétt frá Hafskipi segir, að félagið hafi smám saman verið að ná fótfestu í erlendum stór- verkefnum, og miðað við áætl- anir yfirstandandi árs sé fyrirsjá- anlegt, að rekstrartekjur félags- ins tvöfaldist á árinu 1985 frá fyrra ári. Efri deild starfsöm og einhuga: Stjórnarráðið í Seðlabankahúsið? ■ „Það var mikil samstaða um þetta mál, og þar fóru menn ekki eftir flokkslínum," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í gær eftir að þau tíðindi höfðu gerst að efri deild Alþingis hafði sam- þykkt með miklum meirihluta, að athugað yrði hvernig æskileg- ast sé, að nýta Seðlabankahúsið nýja og sérstaklega hvort það hentaði stjórnarráðinu. Jafn- framt ályktaði deildin að stöðva bæri allar framkvæmdir við húsið, sem ekki væru þegar samningsbundnar. Neðri deild fær nú málið til umfjöllunar. Eyjólfur Konráð, sem var fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar, sagði að það lægi fyrir að Seðlabankinn nýtti húsnæðið ekki allt, þar væru a.m.k. lausir 600 fermetrar. Hann sagði að umsvif bankans ættu að fara minnkandi í framtíðinni en ekki vaxandi, t.d. væri bankinn nú laus við afurðalánin. En hvað á að vera í Seðla- bankahúsinu? Eyjólfur benti á að utanríkisráðuneytið hefði farið fram á lóð undir nýbygg- ingu við Arnarhólinn, en sér virtist að það ætti að geta flutt starfsemi sína í Seðlabankahús- ið. „Reiknistofnun bankanna hefur ekkert að gera með svo dýrt húsnæði," sagði hann. Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar hafði fyrir afgreiðsl- una í dag mælt einróma með samþykkt þingsályktunarinnar. Lokatölur í atkvæðagreiðslunni urðu 13:4. Þess má geta að nánast mun vera búið að semja um allt verk sem óunnið er við Seðlabankabygginguna. Menntamálaráðherra: Fóstrumálin eru kjaramál ■ Vandamál dagvistarstofnana eru fyrst og fremst kjaralegs eðlis og samningaviðræður standa yfir milli fjármálaráðuneytisins og BSRB, sem fer með samnings- umboð fyrir Fóstrufélag íslands. Inn í þær viðræður getur mennta- málaráðherra ekki blandað sér, frekar en hver annar þingmaður. Þetta var inntakið í löngu svari Ragnhildar Helgadóttur mennta- málaráðherra við fyrirspurn Krist- ínar Kvaran um það hvað ráðherr- ann hyggst gera til lausnar hinum brýna vanda sem við dagvista- stofnunum landsins blasir. Þá benti ráðherrann á að flestar fóstr- ur landsins væru í störfum hjá sveitarfélögum en ekki ríki. Guðrún Helgadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Steingrímur Sigtússou og Kristín Kvaran gerðu harða hríð að ráðherranum og töldu svör hans út í hött. Þau töldu öll að Alþingi bæri skylda til að marka stefnu í þessum málum og sjá til þess að fylgt væri fram lögum um dagvistarstofnanir, þar sem kveðið væri á um að þær skyldu vera í stakk búnar til að sinna uppeldis- legum skyldum sínum og stuðia að alhliða þroska barnanna sem þar dveldu. Þaðgerðu þessarstofnanir ekki svo undirmannaðar sem þær væru, og meðan þannig væri ástatt að lagt væri á börn að eiga að bindast allt upp í 10 uppalendum á einu ári.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.