NT - 08.06.1985, Qupperneq 3
m i7 Laugardagur 8. júní 1985 3
Lu Ll Fréttir
Lánsfjárlögin komin íir nefnd í neðri deild:
Þeir sem með orkumálin fara
halda á fjöreggi þjóðarinnar
sagði Páll Pétursson er hann hvatti til aðhalds í þeim málaflokki
■ „Peir sem meðhöndla
orkumál hafa í höndunum
fjöregg þjóðarinnar," sagði
Páll Pétursson formaður fjár-
hags- og viðskiptanefndar
neðri deildar er hann mælti
fyrir meirihlutaáliti nefndar-
innar um lánsfjárlög. „Sem
dæmi má nefna,“ sagði Páll,
„að áætlanir við Blöndu miða
að því að virkjunin hefji raf-
orkuframleiðslu 1988, verði
ekki af stóriðjusamningum,
sem ég tel óskynsamlegt að
gera nema kostnaðarverð fáist
fyrir raforkuna. Núverandi
virkjanir fullnægja hins vegar
raforkuþörfinni til 1991 án
stóriðju og komi Blönduvirkj-
un til viðbótar dugir raforku-
framleiðslan í landinu til alda-
móta án nýrrarstóriðju,“ sagði
Páll ennfremur.
Heildarlántökur samkvæmt
frumvarpinu til lánsfjárlaga
eins og meirihluti nefndarinn-
ar leggur þau fram nú nema
9,589 milljörðum króna og
nemur hækkunin frá umfjöllun
efri deildar 127 milljónum. Til
A-hluta ríkissjóðs renna 110
milljónir króna, sem verja skal
til rannsóknastarfsemi og
nýrra atvinnugreina í landbún-
aði og 10 miltjónir til kvik-
myndasjóðs. Heildarlántökur
til B-hluta hækka í meðförum
nefndarinnar um 5 milljónir
vegna endurbóta á laxeldis-
stöðinni í Kollafirði. Alls fel-
ast í frumvarpinu erlendar
lántökur upp á 7,069 millj-
arða.
Páll Péturson viðhafði þau
varnaðarorð sem vitnað er til í
upphafi vegna þess að erlendar
skuldir hefðu keyrt úr hófi
fram, en meira en helmingur
þeirra væri tilkominn vegna
orkumála. Beislun innlendrar
orku hefði ekki alltaf skilað
þeim arði sem til hefði verið
ætlast í upphafi, stórhugurinn
hefði haft í för með sér ónýttar
virkjanir en samt væri haldið
áfram í sama dúr. „Virkjana-
hraðinn má ekki verða til þess
að við neyðumst til þcss að
selja orkuna á spottprís á
niðursettu verði til stórneyt-
enda og velta kostnaðarhækk-
ununurn síðan yfir á almenn-
ing,“ sagði Páll. Hann taldi
skynsamlegustu stefnuna í
þessum málum vera að draga
úr framkvæmdahraðanum og
greiða niður skuldir eftir mætti
og létta þannig á skulda-
bagganum. Hann sagðist
gjarna hafa viljað mæla fyrir
frumvarpi þar sem ennfrekar
væri dregið úr lántökum og
hefði efasemdir um suma liði
eins og erlenda lántöku til
innlendrar kvikmyndagerðar.
„Ég verð að segja eins og
Marteinn Lúter, „Hér stend
ég og get ekki annað“,“ voru
lokaorð hans.
Lífsmark í Laxá
■ Einn lax er bókaður í
veiðibókinni í veiðihúsinu
við Laxá í Ásum. Það sýnir
að lífsmark er í ánni. Ekki
var fiskurinn stór. Hanri vó
2,5 pund. - Var einhver að
tala um niðurgöngufisk
svona seint? Kristján Sigfús-
son bóndi á Húnsstöðum
sagði í samtali við Veiðihorn-
ið að hann hefði fundið
greinilega fisklykt leggja úr
ánni í gærmorgun þegar hann
fór á fætur. Hann sagðist
vera viss um að miklar og
góðar fréttir kæmu að norð-
an eftir helgi.
Þverá hefur gefið 25
25 laxar hafa fengist í Þverá
það sem af er júnímánuði
sagði Valgerður Halldórs-
dóttir sem varð fyrir svörum
í veiðihúsinu við Þverá.
Stærðin á fiskunum er mjög
jöfn og eru allir utan einn
yfir 10 pund. Meðalstærðin
er í kringum 12-13 pund. Sá
stærsti sem veiðst hefur vó
átján pund. Maðkurinn hef-
ur gefið best og nokkrir hafa
tekið Þingeying. Einn veidd-
ist á Toby spún. Gjöfulustu
veiðistaðirnir eru Kirkju-
strengur og Kaðalstaðahyl-
ur. Veiði hófst í gær í Kjarrá
og eru þar sjö stangir eins og
í Þverá.
Elliðaárnar
að fyllast af laxi
Elliðaárnar eru nú að fyll-
ast af laxi. í gær á hádegi
voru 65 laxar komnir í kist-
una fyrir ofan teljarann og
verður þeim sleppt lausum á
morgun. Það er því viðbúið
að Davíð veiði vel ef svo fer
sem horfir. Hann veiddi sex
laxa síðasta sumar og sjö
árið þar á undan. Kvótinn á
stöng er átta fiskar og ef vel
gengur er viðbúið að Davíð
nái að fylla hann. Veiðin
hefst á mánudag klukkan 7
um morguninn í Elliðaánum
og er efalítið að margir bíða
spenntir fregna af Elliðaán-
um og Laxá í Kjós og Aðal-
dal.
Nú hefUr Philips rutt sér til rúms á VHS markaðnum
með splunkunýtt myndbandstæki sem skarar fram úr hvað snertir
gæði og áreiðanleika.
VR6460
Philips VR 6460 er búið öllum hefð-
bundnum möguleikum myndbandstækja
og tveimur nýjungum sem eiga eftir að
þykja ómissandi hjá öllum vídeógegg'ur-
um.
1. Ffjótandi haus sem „eltir" myndbandið
og kemur í veg fyrir bjögun myndarinnar,
jafnvel þó spólan sé orðin Iúin og þreytt
eftir endalausan snúning.
2. Sjálffeitari sem finnur besta útsend-
ingarstyrk hverju sinni og losar þig
þannig við að snúa of litlum tökkum með
„of stórum" fingrum.
Ef þú vilt fá afbragðsmyndgæði út úr
myndbandstækninni er öruggast að tengja
það við sjónvarp frá stærsta sjónvarpstækja-
framleiðanda í heimi: Philips.
kr. 46.900.-stgr.
Heimlllstæki hf
HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655