NT - 08.06.1985, Síða 7
Laugardagur 8. júní 1985
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson.
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
■ Víola, generáll og fyrrum forseti.
Herforingjarnir Lami Dozo og Galtieri, fyrrum forseti, og Anya, aðmíráll.
Argentína:
Herforingjaráðið
í fangelsinu
■ Fimm hinna háttsettu sak-
borninga dvelja þessa dagana í
Unidad fangelsinu í miðborg
Buenos Aires. Pótt salarkynn-
in séu þröng og ólík fyrri
bústöðum þessara herramanna
hafa þeir þó ekki orðið að þola
sömu niðurlægingu og skelf-
ingu og þær þúsundir pólítískra
fanga, sem hundeltir voru á
valdatíma þeirra. Pvert á móti
er þeim heilsað með virðingar-
heitinu „Senor“ af fangavörð-
unum, sem hlúa að þeim með
kaffiveitingum og passa að þeir
fái dagblögðin á réttum tíma.
Hvernig verja þeir tímanum í
fangelsinu? Þegar Massera,
fyrrum aðmíráll er ekki að taka
á móti gestum, liggur hann yfir
refsilöggjöfinni, um það bil átta
tíma á dag. Sígild dægrastytting
refsifanga. Reyndar kemur
hann ekki alveg óundirbúinn í
fangelsið því á árum áður sat
hann inni í tvö ár sakaður um
að hafa komið eiginmanni ást-
konu sinnar fyrir kattarnef.
„Kostirnir við aðstöðu mína í
dag eru þeir að ég veit nú
hverjir eru raunverulega vinir
mínir og hverjum ég get treyst,“
segir hann. Hann skoðar nú í
þaula sönnunargögnin, sem
Þjóðarnefndin hefur safnað
saman gegn þeim félögum, til
þess að reyna að finna leiðir til
þess að verjast áburðinum.
Reynir ekki að verja sig
Videla hefur tekið annan pól
í hæðina. „Það er búið að dæma
mig pólítískt. Ég hirði ekki um
að verja mig.“ Hann hefur
■ Graffigna, herforingi
ekki ráðið sér lögfræðing og
neitar að vinna með skipuðum
verjanda sínum. Klefi hans er
sá drungalegasti í öllu Unidad
fangelsinu.
Granni hans, Viola, liggur
mikið á bæn og les heilagan
Tómas. Hann hefur kynnt sér
refsilöggjöfina í þaula og undir-
■ Lambruschini, aðmíráll
býr mjög tæknilega vörn.
Agosti, yfirmaður flughersins,
á hinsvegar erfitt með að þola
fangavistina. Hann fær sex
skammta af róandi lyfjum á
dag. Markmið hans númer eitt,
tvö og þrjú er að sýna fram á að
þáttur flughersins í baráttunni
gegn „öfgaöflunum" hafi verið
lítilvægur. „Við færðum alla okk-
ar fanga í hendur landhersins
og berum enga ábyrgð á afdrif-
um þeirra", segir hann. Óþarft
er að taka fram að þessi mál-
flutningur hans vekur litla hrifn-
ingu meðal félaga hans á saka-
mannabekknum. En bjargi sér
hver sem betur getur.
Spila á spil
Fo'rnarlömb hinnar mann-
skæðu valdabaráttu Videla og
Massera, frá síðasta áratug
myndu eflaust hrökkva upp af
öðru sinni, ef þeir sæju hvemig
þessir fyrrum fjendur drepa
tímann, í mesta bróðerni, í
fangelsinu með því að spila á
spil. „Baráttan milli landhersins
og sjóhersins er liðin tíð. Gegn
okkur beinast nú árásir og við
stöndum saman gegn þeim,eins
og heiðursmenn," finnst Mass-
era hann þurfa að úrskýra.
Úr L’Express
um færist stöðugt í vöxt að
menn séu ráðnir með sex mán-
aða uppsagnarfrest og til tíð-
inda ber að þeir þurfu að vinna
hann ef í odda skerst í einu
fyrirtæki.
Taka pokann sinn með
viku fyrirvara
Á meðan þessi jákvæða þró-
un hefur orðið í landi er önnur
saga sögð af þeim sem att er á
foraðið, þeim er stundum
hættulegasta starfann, sjó-
mennskuna. Það er hægt að
skipa þeim að taka pokann
sinn með viku fyrirvara, jafn-
vel þó að þeir séu búnir að
starfa í áratugi og með aukinni
færni, verkkunnáttu og reynslu
hækka þeir ekkert í launum.
Og þegar sjómenn fara í verk-
fall út af þessum atriðum þá er
pakkið í landi sem byggir lífs-
afkomu sína á störfum þeirra
með öllu áhugalaust. Engar
undirskriftasafnanir, engar
stuðningsyfirlýsingar, engin
hástemmd viðtöl í fjölmiðlum,
engar yfirlýsingar ráðamanna.
Allt ber þetta að sama brunni.
Þjóðin skammast sín fyrir þá
undirstöðu sem hún byggir á
■ Það er ekki hægt að segja
að sjómannaverkfall í Reykja-
vík tröllríði fjölmiðlum þessa
dagana.
og reynir með öllum ráðum að
leiða hana hjá sér.
Ef kennari geltir
Það er gamalt og nýtt vanda-
mál allrar fjölmiðlunar að þeg-
ar sjómenn og venjulegt ófag-
lært verkafólk reynir að bæta
kjör sín, þá þegja fjölmiðlar.
Hluti skýringarinnar er að eig-
endur blaða hafa ekki alltof
mikinn áhuga á slíkum málum
og þar með þeir menn sem þeir
velja til að stýra þeim. Önnur
ástæða er að blaðamenn koma
ekki úr þessum þjóðfélagshóp-
um, þekkja ekki þá menn sem
þarna er um að ræða, hvað þá
kjör þeirra. Blöðin rjúka hins
vegar upp til handa og fóta ef
kennari geltir og skýringin er
einföld. Blaðamenn koma úr
sama hópi og kennarar, eru
skólagengnir að einhverju leyti
eins og þeir, hafa sjálfir fengist
við kennslu og eiga þar vini og
kunningja. Á sama hátt þekkja
kennarar og aðrir sem stunda
sambærileg störf (lesandi at-
hugi að hér er ekki verið að
ráðast á kennara, þeir eru bara
þægilegt dæmi) til á fjölmiðl-
um, sumir þeirra hafa komið
þar við, sumir þeirra hafa lært
í skólum hvernig á að umgang-
ast fjölmiðla og þess vegna
kunna þeir að reka sín mál
þannig að fjölmiðlar fjalli um
málið. Sjómenn hinsvegarhafa
ekki þessi tengsl. Fjölmiðla-
heimurinn er þeim framandi
og þeir umgangast ekki fólkið
sem þar vinnur. Þannig eru
þessar ástæður samvirkandi og
leiða til þess að þegar sjómenn
í Reykjavík fara í verkfall til
að sækja sjálfsögð mannrétt-
indi, mannréttindi sem nær
allir hafa í landi, þá er ekkert
gert úr því.
Samviska þjóðar eða
fljótandi korktappi
Það sem ég er náttúrlega að
segja hérna er, að hér á landi
ríkir ákveðin stéttarskipting.
Annars vegar eru þeir sem
hafa aðgang að fjölmiðlum og
kunna á fjölmiðlun og hluti
þessa hóps kann einnig á banka-
kerfið og stjórnsýslukerfið.
Hins vegar eru þeir sem vinna
í frumframleiðslugreinum.
Gagnvart þessari skiptingu
verða fjölmiðlar að vera vak-
andi. Þeir eiga að vera spegill
þjóðlífsins og um leið samviska
þess. Eiga ekki bara að fljóta
með straumnum eins og kork-
tappi gerir þegar honum er
hent í vatn.
Baldur Kristjánsson.
Nýtt þinghús strax
■ Breytingar á þingsköpum Alþingis eru af hinu
góða svo langt sem þær ná. Nauðsynlegt er að
takmarka ræðutíma vegna fyrirspurna til ráðherra
og vegna þingsályktana enda er ljóst, að þar er oft
á ferðinni tilraun þingmanna til þess að vekja á sér
athygli, fremur en að sinnt sé löggjafarstörfum.
Raunar er ljóst, sérstaklega með það þing, sem nú
situr í huga, að vinnu við löggjafarstörf er varla
sinnt sem skyldi og þarf kannski engan að undra.
Það hefur tíðkast lengi manna á meðal og í
fjölmiðlum að hallmæla þinginu og þingmönnum
og finna því flest til foráttu, sem þaðan kemur.
Margt er þar ofmælt, en annað ekki og trúlega
munu breytingar á þingsköpum þar sem settar eru
skorður við tækifærum til þess að stunda sýndar-
mennsku, færa þá umræðu í sanngjarnan farveg.
Hinu er ekki að leyna, að þingmenn hafa sjálfir
kallað yfir sig þessa umræðu með því að þora ekki
að skapa sér viðeigandi vinnuaðstöðu við löggjafar-
störf og verða fyrir bragðið sjálfvirkar maskínur
fyrir embættismannakerfið.
Fimm ár eru nú liðin síðan Alþingi samþykkti
þingsályktunartillögu um húsakost Alþingis. í
tilefni af eitt hundrað ára afmæli Alþingishússins
samþykkti þingið að fela forsetum þess að efna til
samkeppni og leita eftir útboðum í smíði viðbótar-
byggingar við húsið, sem hýst gæti starfsemi
þingsins og þingmennina á sómasamlegan hátt.
Alla, sem inn í þinghúsið koma nú, rekur í
rogastans við að sjá þær aðstæður, sem þingmenn
og starfsfólk þingsins búa við og þegar grannt er
skoðað, er engin furða að mál dragist á langinn eða
mönnum þyki lítið til starfa þingsins koma. Þing-
menn eru nú hýstir í fimm eða sex húsum umhverfis
gamla þinghúsið. Þingflokkarnir fá að ráða sér einn
starfsmann hver, en aðra sérfræðiþjónustu er ekki
um að ræða. Þingmenn starfa svo í ótal nefndum
og ráðum út í bæ, sem er annar handleggur, en svo
sannarlega ekki hvað minnst vandamálið, en þessir
sömu menn eiga svo að hafa í fullu tré við
embættismannavaldið í landinu, sem semur orðið
flest öll lagafrumvörp og heldur hjá sér öllum
upplýsingum um gang mála.
Þingmenn hafa ekki há laun miðað við þá vinnu,
sem á þá er lögð. NT er með þessu ekki að taka
undir þær fáránlegu launagreiðslur sem dæmi hafa
verið birt um undanfarnar vikur vegna launa til
þingmanns í fullri vinnu vegna álsamninganna,
heldur er hér verið að tala um hinn „óbreytta
þingmannw. Þeir virðast veigra sér við að taka við
sómasamlegum launum vegna umtals sem það gæti
vakið og þeir virðast einnig veigra sér við að byggja
sómasamlega yfir sig og búa svo um hnútana, að
þeir hafi yfirsýn yfir gang mála. Á meðan fer
embættismannavaldið sínu fram.
NT skorar hér með á þingmenn að dusta rykið
af samþykktinni frá 1981 um húsakost Alþingis og
hrinda málinu í framkvæmd. Ljóst er að mikill tími
og stórfé hefur farið til spillis vegna þess, að
þingmenn eru störfum hlaðnir við algjörlega ófull-
nægjandi vinnuaðstæður.
Á meðan sitja allir Nordalirnir í nýju húsunum
sínum og hlæja að þeim.