NT - 08.06.1985, Page 8
i\i Laugardagur 8. júní 1985 8
LlL Lesendur hafa ordid
Utvarpsþættir
í sjónvarpinu
Reykjavík 6.6.
■ Það er alveg með eindæm-
um, hvað sjónvarpinu tekst
misjafnlega að gera innlenda
þætti. í gærkvöldi var sjón-
varpsáhorfendum boðið upp á
innlendan þátt, sem var svo
lélegur að ég efast unr að
nokkurn tíma hafi verra efni
verið sýnt í sjónvarpinu.
Ég á hér auðvitað við þáttinn
,um kaup á notuðum bílum,
sem tveir lögfræðingar sáu um.
Á þessum þætti voru tveir
megingallar, sem hvor um sig
hefði átt að nægja til þess að
koma í veg fyrir að þátturinn
kæmist inn á dagskrá, ef þeir
menn sem dagskránni ráða
væru starfi sínu vaxnir.
f fyrsta lagi voru flestir sjón-
varpsáhorfendur litlu nær um
það hvað ber að varast í sam-
bandi við bílaviðskipti, vegna
þess uppskrúfaða lögkróka-
máls sem notað var í þættinum.
Forráðamönnum sjónvarpsins
ætti að vera það Ijóst ekki
síður en öðrum landsmönnum
að lögfræðingar tala saman á
sérstöku máli, sem oft á tíðum
er óttalega klúðurslegt og al-
menningi er ekki gefið að
skilja.
í öðru lagi var þessi sjón-
varpsþáttur þannig upp
byggður, hann hefði passað
mun betur til flutnings í út-
varpi. Hér gera forráðamenn
sjónvarpsins sig seka um ná-
kvæmlega sömu skyssuna og
þegar þeir ákváðu spurninga-
þáttinn sem Illugi Jökulsson
stjórnaði í vetur og varð flest-
unr landsmönnum að athlægi
fyrir yfirþyrmandi lélegheit.
Það vill nefnilega svo til að
sjónvarpsefni þarf að vera
myndrænt í víðari skilningi en
svo að tveir uppáklæddir lög-
fræðingar með hálstau, skiptist
á um að fylla út í skerminn.
Sjónvarpsþáttur sem ekki er
hægt að horfa á með öðru en
eyrunum, á satt best að segja
betur heima í útvarpi.
„Sjónvarpshlustandi“
■ Bréfritara finnst að fremur ætti að sýna myndir af bflum en lögfræðingum í bflaþætti.
Belta-
sektir?
Gísli hringdi
■ Mér skilst að alþingismenn
vilji ekki taka upp sektir við
því að nota ekki bílbelti. Mér
finnst það alveg fáránlegt að
vera að setja lög um belta-
skyldu án þess að nokkur
viðurlög séu við brotum.
Það hefur löngu sýnt sig
fyrir bragðið nennir fólk ekki
að hafa fyrir því að spenna á
sig bílbeltin og sumir sem ann-
ars myndu nota bílbelti veigra
sér við að spenna þau, vegna
þess að gert er grín að lög-
hlýðni þeirra, eða spurt hvort
þeir séu bíihræddir.
Spennum beltin og sektum
þá sem ekki gera það!
■ Spennum beltin, segir
bréfritari.
■ Ég hef sannast sagna ekki
verið hrifinn af Alþýðubanda-
laginu um dagana, en nú er svo
komið að ég kemst ekki hjá að
setja hér á blað hól unr Ragnar
Arnalds, sem virðist ætla að
taka að sér að svæfa bjórfrum-
varpið á Alþingi.
Úr því sem komið er held ég
að þjóðaratkvæðagreiðsla sé
skásta lausnin. Þá er þó alla-
vega von til þess að hægt sé að
koma vitinu fyrir þjóðina og
koma þannig í veg fyrir að
áfengisbölið geri endanlega út
af við unglingana okkar.
Það er hörmulegt til þess að
vita að jafnvel meirihluti þjóð-
kjörinna alþingismanna skuli
nú ætla að koma þjóðinni á
endalaust bjórfyllirí. Vita
mennirnir ekki að við eigum
við nógu stórt áfengisvanda-
mál að stríða nú þegar? Halda
þeir að ástandið muni batna
þegar allir vinnustaðir verða
fullir af bjór og meirihluti ís-
lendinga meira eða minna
drukknir í vinnunni? Halda
þeir að skólastarfið muni koma
til með að ganga betur þegar
unglingarnir fara að taka
áfengi með sér inn í skólastof-
una?
Það verður að beita öllum
ráðum til að koma í veg fyrir
að bjórinn verði leyfður. Það
væri versta óhapp sem komið
hefði fyrir þjóðina og miklu
verra en t.d. einokunarversl-
unin.
Bindindismaður
Hvað á veisl-
an að kosta?
■ Verður þetta algeng sjón í
skólastofum?
Dísa skrifar
■ Nú skilst manni að borgar-
stjórn Reykjavíkur ætli að
halda borgarbúum einhverja
dýrindis veislu í tilefni af tvö-
hundruð ára afmælinu. Manni
skilst líka að hátíðahöldin eigi
að standa út allt afmælisárið
eða því sem næst.
En hvað skyldi allt gamanið
kosta, og hver á að borga þetta
allt saman? Mér skilst að borg-
arstjórinn sé ekki tilbúinn að
gefa neinar upplýsingar um
það.
Það er þó varla til sá ein-
staklingur sem ætlar að halda
upp á afmælið sitt, sem ekki
reynir að hugsa aðeins út í það
fyrirfram hvað veislan muni
kosta og ég trúi ekki öðru en
Davíð Oddsson mundi reyna
að reikna það út líka ef hann
ætlaði að halda afmælisveislu
fyrir sjálfan sig og þyrfti að
borga úr eigin vasa.
Ég verð að segja að ntér
finnst það alveg fáránlegt að
ekki skuli gerð fjárhagsáætlun
fyrirfram, eða getur það virki-
lega verið að þessum mönnum
finnist það ekki skipta neinu
niáli fyrst þeir eiga ekki pen-
ingana sjálfir.
■ Afmælisveislan verður
m.a. á Arnarhóli, en hvað á
hún að kosta?
Skrífíð til:
NT
Lesendasíðan
Síðumúla 15 108 Reykjavík
...eða hringið í síma 686300
milli kl. 13og 14
Bjór í skóla-
stofunni?